Alþýðublaðið - 06.09.1994, Side 8

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Side 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MPtJltffiíÐIÐ Þriðjudagur 6. september 1994 HAGKAUP leggur allra verslana mest á matvöruna, má lesa út úr upplýsingum sem dagvörukaup- menn hafa aflað sér - iðnrekendur og heildsalar sagðir logandi hræddir við Hagkaup/Bónus og sam- eiginlegu birgðastöðina Baug. - Sumir kaupmenn sjá hag í að kaupa vöruna í smásölu hjá Bónus, þar kann hún að vera 70% ódýrari en hjá heildsala eða framleiðanda - Dagvörukaupmenn segja þá litlu borga niður lága verðið sem Baugur nærfram „SVONA TILBOD LYKTA AF OKURSTARFSEMI“ -segja talsmenn dagvörukaupmanna, sem kæra risann í matvörudreifingu fyrir óeðlilega viðskiptahætti FRAMLEIÐENDUR og heildsalar í matvörugeir- anum munu almennt fagna því mjög að Félag dag- vörukaupmanna hefur nú kraf- ist rannsóknar Samkeppnis- stofnunar á viðskiptaskilmálum heildverslana og iðnfyrirtækja hér á landi gagnvart Baugi/Bónus annars vegar og hins vegar gagnvart félögunum í Félagi dagvörukaupmanna. Þetta fullyrtu þeir Þórhallur Steingrímsson, kaupmaður í Grímsbæ og formaður félagsins og Friðrik G. Friðriksson, kaupmaður í F&A, varafor- maður, á fundi með blaða- mönnum í gær. Þeir segja að minni kaupmenn á Islandi greiði niður verðin sem Hag- kaup og Bónus fá með sínum magninnkaupum. Heildsalinn allt að 70% dýrari en Bónus Félag dagvörukaupmanna lét afla gagna sem afhent voru Samkeppnisstofnun og eru leyniplagg enn sem komið er. Þar eru kannaðir 12 algengir vöruflokkar frá 10 fyrirtækjum. I ljós kom að ijölmargar neysluvörur eru frá 20% og allt upp í 70% dýrari hjá innflytj- endum og/eða framleiðendum viðkomandi vara, heldur en í smásölu hjá Bónus, sem þeir félagar kalla „ódýru deildina í Baugi“. Þá kom fram að vöruflokk- amir væru í raun mun fleiri, vart undir 70 talsins. Aðeins hefði verið tekið sýnishom af vöm sem hefur stöðugt verð allt árið, en ekki sveiflubundið eins og til dæmis ávextir. Kaupmenn kaupa inn í smásölu! Fram kom á blaðamanna- fundinum að íjölmargir kaup- menn kaupa inn til verslana sinna í Bónus, þar fá þeir hag- stæðari verð en í heildverslun eða hjá framleiðanda. (Þá hlýt- ur að vakna spuming um hvað verður um virðisaukaskattinn). Einkum mun hér um að ræða sjoppueigendur, sem kaupa inn kók, pylsur og sælgæti, en í minna mæli kaupmanninn á hominu. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Félags dagvörukaup- manna, sagði á fundinum að það væri ekki óeðlilegt að af- sláttur væri veittur af magninn- kaupum. Hér væri hins vegar um að ræða óeðlilega mismun- un að ræða sem Samkeppnis- stofnun mundi nú kanna. Allir kaupmenn ættu að njóta sömu kjara og ættu að fá magnafslátt, ef þeir keyptu sama magn. Þess væri að vænta að málið fengi hraðferð í kerfinu, og að litið væri á það sem prófmál. Rætt um „ óeðlilega skilmaia“ Hagkaup, Bónus, og sameig- inleg birgðastöð þeirra versl- ana, Baugur, em sögð ná fram óeðlilegum skilmálum í vöm- innkaupum í krafti stærðar. Þessar verslanir em sagðar ráða rúmlega þriðjungi matvöm- verslunarinnar í landinu, og á höfuðborgarsvæðinu sé hlut- fallið enn stærra. Dagvöru- kaupmenn segja stærð fyrir- tækjanna slíka að þau séu orðin markaðsráðandi. Samkvæmt þeim tölum sem dagvömkaupmenn viðra nú, virðist ljóst að Hagkaup býr við til muna hærri álagningu á vör- ur sínar en tíðkast almennt í matvömbúðum á Islandi. Bón- us býður sem fyrr betur en aðr- ir, jafnvel langt undir heildsölu- verðum sem boðin em til smærri kaupmanna. „Nú í dag er fjöldinn allur af vömtegundum mun ódýrari út úr verslun hjá ódýrari deild Hagkaups-hringsins (Bónus) en hjá sjálfum framleiðendum og innflytjendum varanna. Þrátt fyrir sameiginleg innkaup Hag- kaups-deildanna tveggja í sam- eiginlegu fyrirtæki sem heitir Baugur, skilar hinn óeðlilegi afsláttur, sem þessu viðskipta- veldi tekst að knýja fram, sér oftast ekki til neytenda, nema í ódým deildinni“, segja dag- vömkaupmenn. Þetta er mikill áfellisdómur yfir Hagkaups- búðunum, sem áratugum sam- an hafa státað af sanngjörnu vöruverði. Hræðsla við refsingu Vitað er að Hagkaup hefur lengi gengið hart eftir afslætti hjá þeim fyrirtækjum sem birgja verslanimar upp. Að- gangsharkan er sögð hafa verið og sé slík að þeir em orðnir vinafáir í stétt framleiðenda og heildsala. Dagvörakaupmenn segja að þessir aðilar hafi lang- flestir ákaflega veika samnings- stöðu gagnvart viðskiptaveld- inu Hagkaup/Bónus. Mundu þeir flestir fagna leiðbeinandi reglum sem tækju af öll tví- mæli um hversu langt þessir aðilar gætu seilst til að þóknast stórveldinu. „Síðasta uppátæki fyrirtækis- ins Baugs er að bjóða framleið- endum/innflytjendum stað- greiðslu í stað víxla og áskilja sér í staðinn enn meiri afslátt. Þar sem víxilkostnaður er 3% og hefur hingað til ver- ið greiddur af framleið- endum/innflytjendum, þá vilja Baugsmenn fá enn meiri afslátt en því nemur. Svona tilboð lykta af okurstarfsemi, sem því miður mörg smærri fyrirtæki þurfa að kyngja, annað hvort vegna veikrar aðstöðu í bönkum eða af hræðslu við refsingu frá Hag- kaups/Bónusveldinu“, segja dagvörukaup- menn. Þeir Friðrik og Þórhallur sögðu blaða- manni Alþýðublaðsins að ljölmörg dæmi væm um það að framleiðend- um matvöm eða heild- sölum, hefði verið „hent út úr Hagkaupi vegna þess að þeir vildu ekki makka með“. Dæmin í Bónus væm einnig íjölmörg. Aðrir hefðu sætt þeirri refs- ingu að vara þeirra var sett í gólfhillur búð- anna, en úr þeim selst minnst. Gullmaðurinn hættir „Ég vil ekki kannast við að Bónus sé „ódýra deildin“ í Hagkaup. Þetta fékk ég framan í mig á fundi með félög- um mínum á fimmtu- dagskvöldið. Séu dag- vörukaupmenn í erfið- leikum með rekstur sinn, þá er við aðra að sakast en mig og mitt fyrirtæki“, sagði Jó- hannes Jónsson í Bón- us í gær. Jóhannes sendi úrsögn sína úr Kaupmannasamtökum ís- lands, og þar með Félagi dag- vömverslana, morguninn eftir. Uppsögnin er miðuð við næstu áramót. Jóhannes hefur starfað mikið með samtökunum, meðal ann- ars setið í framkvæmdastjóm þeirra, og er handhafi gull- merkis samtakanna. Á fyrr- greindum fundi var samþykkt með öllum atkvæðum gegn einni hjásetu að bera erindi fé- lagsins upp við Samkeppnis- stofnun. Yfírgáfu félagið vegna kaupa Hagkaups í Bónus „Rök Jóhannesar Jónssonar fyrir úrsögn úr félaginu sýna ljóst að fyrirtæki sem ekki get- ur stutt félag sitt í öðm eins réttlætismáli, á ekki erindi inn- an þess, og má vænta að fyrr- um félagar, sem yfirgáfu félag- ið þegar Bónus sameinaðist Hagkaupum komi nú aftur og styrki félagið í þessari lífsbar- áttu smærri fyrirtækja til hags- bóta fyrir þá og meirihluta neytenda", segja dagvömkaup- menn.Jóhannes sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að það kæmi sér á óvart ef einhver kaupmaður hefði sagt sig úr fé- laginu vegna hans. Á þetta hefði aldrei verið minnst. Sagði Jóhannes að ástæðan hefði þá verið einhver allt önnur. Kaup- menn ættu við að striða mikla óeiningu á ýmsum sviðum, og hún hitti þá einmitt fyrir nú, þegar nútíma viðskiptahættir hefðu verið teknir upp á íslandi með lægra verðlagi til almenn- ings en áður hefur tíðkast ORÐABÆKURNAR 34.000 cmk uppflctliord Ensk íslensk orðabók English-lcelondtc Didionory islensk íslensk dönsk orðnbók fysk 'sjensk 'slensk rdt>ból< ístets Þýsk íslensk íslensk þýsk orðobók Frönsk íslensk íslensk frönsk Á orðabók * Jr Á ílölsk ís'ensk | íslensk sa<«**2t fslensk ítölsk orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.