Alþýðublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ \Mtiw% Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 26. seplember. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og verður í félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum! - Stjórnin. gg Þá er komið að því! Miðvikudagskvöldið 21. september verður KRATAKAFFI í Rósinni - félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík. Gestur kvöldsins er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og mun hann stíga á stokk upp úr klukkan 20:30 og flytja erindi um stjómmálaástandið. KRATAKAFFI verður héðan í frá annan hvern miðvikudag fram til áramóta. Fjölmennum! - Hússtjórnin. Alþýðuftokjojrinn í Vestnriandskjördæmi: Boðað er til aðalfundar kjördœmisráðs Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördœmi í gistiheimilinu Höfða í Snæfellsbæ. Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 24. september og hefst klukkan 10:00. Samkvæmt starfsreglum kjördæmisráðsins skal halda aðal- fund annað hvert ár og þá skal dagskrá vera sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar Iagðir fram til samþykktar. 3. Kosning stjórnar og varastjórnar. 4. Kosið í nefndir. 5. Kosnir fulltrúar í flokksstjórn. 6. Önnur mál. Að öðru leyti er gert ráð fyrir, að á eftir hefðbundnum aðalfundarstörfum vcrði dagskráin eflirfarandi. < 12:30 > Hádegisverðarhlé (súpa og brauð). < 13:15 > íslenskar landbúnaðarafúrðir. Innflutningiu* og útfiutningur. (Aðili frá bændasamtökunum flytur lfamsögu.) Umræður. < 14:30 > Drög að stjómmálaályktun. Gísli S. Einarsson flytur framsögu. Kaffihlé og hópvinna að stjómmálaály ktun. < 16:00 > Stjómmálin. - Astand og horfur. Erindi Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. < 17:00 > Kosningaundirbúningur. Sigurður Eðvarð Amórsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins, flytur framsögu um undirbúning og framkvæmd. Undirbúningur framboðs á Vesturlandi. Almennar umræður. Stefnt er að kvöldverði og kvöldvöku. Verðlagi verður stillt í hóf. Þeim sem hugsa sér að gista er bent á Gistiheimilið Höfða, símar 93-61650 og 93-61651. Stjóm kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi vonast til að sjá sem flesta stuðningsmenn Alþýðuttokksins á aðalfundinum til að taka þátt í störfum og málefnaumræðu. - Stjórn kjördœmisráðsins. V I K I N G A LfTTf Vinn ngstölur , miðvikudaginn: 14. sept. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H eaíe 2 23.635.000 5 af 6 tÆ+bónus 0 2.079.819 R1 5 af 6 3 87.387 H 4af6 208 2.005 n 3 af 6 r»R+hnnns 769 233 Aðaltölur 9)@(21 (38)(4?)(48) BÓNUSTÖLUR @@@ Heildarupphaeð þessa viku: 50.208.197 á Isl.: , 2.938.197 UPPLÝSINGAR. SÍMSVARI91. 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Vinningur 1 fór til Danmerkur og Finnlands. Föstudagur 16. september 1994 Veiðimenn vom ekki fyrr búnir að draga fram all- an hlífðarfatnaðinn til að standa af sér haustnepju síðustu daga stangaveiðiver- tíðarinnar þegar máttarvöldin ákváðu að framlengja sumar- blíðuna, þó næturfrostið minni á tíðina sem í vændum er. En vonin um fisk helst fram til síðasta kasts. Það er ekkert að ástæðulausu, því nýgengnir grálúsugir smálaxar hafa látið sjá sig nú allra síðustu daga. Norðuráin gaf yfir 1600 laxa Veiðin í Norðurá var fram- lengd á sex stöngum til 10. september. Þessi ráðstöfun hefur gert að verkum að heild- artalan í ánni hækkaði all- nokkuð og er rúmlega 1600 laxar. Það er eilítið lakara en hún gaf á síðasta ári, en þá komu á land 2117 laxar. Því fer þó fjarri að Norðurármenn þurfí að una hlut sínum illa. Vel- flestar veiðiánna tóku mun meiri dýfu frá síðasta ári en þetta og einnig er veiðin í ár talsvert yfír meðaltali undan- farinna ára. Stærstu fiskamir úr Norðurá í sumar em 18 og 18,5 punda hængir og er hún hæst veiðiáa þetta sumarið, enn sem komið er. Skammt á eftir Norðuránni er Þverá í Borgarfirði með tæpa 1600 laxa, en þar er hins vegar stærsti fiskurinn 26 punda ferlíki sem veiddist undir lok tímabilsins. Stóra-Laxá í Þyrnirósarsvefni Eins og margar systur henn- ar hefur Stóra-Laxá verið lítt örlát á fiska við veiðimennina þar á bökkunum. Á fyrsta og öðm svæði árinnar vom fyrir nokkmm dögum komnir um 140 laxar og stærsti laxinn er 22 pundari. Þriðja og fjórða svæði hafa verið enn lakari og aðeins komnir á milli 30 og 40 fiskar af hvom svæði fyrir sig. Síðustu dagar veiðitímans hafa þó oft breytt þessum töl- um snarlega í Stóm-Laxá, því eins og áður hefur verið gefið koma oft sterkar göngur í lok vertíðar í þetta ægifagra vatns- fall fyrir austan fjall. Sogið hálf „kinnfiskasogið“ Eiris og í Stóru-Laxá hefur verið lítjð að gera hjá stanga- véiðimönnunum sem lagt hafa leið sína á hin ýmsu svæði í Soginu. Ásgarðssvæðið hefur gefið flesta fiskana, eða um 80, og Alviðran kemur þar á eftir með rúma 60. Á svæði Bíldsfells em hins vegar aðeins komnir um 35 laxar og svipaður fjöldi á Syðri-Brú. Ur Bíldsfellinu er hins vegar kominn stærsti lax- inn úr Soginu í sumar, 22 punda bolti. Heildarveiðin í Soginu er rétt að skrönglast yfir 200 laxa, sem er afspymulélegt. Á síðasta ári gaf það 429 laxa. Skýringin á lélegri veiði í ám eins og Soginu er vart önnur en fiskleysi. Hið griðar- lega vatnsmagn gerir það að verkum að fiskurinn er ekki nálægt því eins viðkvæmur fyrir langvarandi stillum og bjartviðri eins og hann svo sannarlega er í minni vatns- föllum. Þó em til á þessu aðrar hliðar, eins og kemur fram hér á eftir. Þær mínni viðkvæmari Ein af þessum minni ám er í Þingeyjarsýslu, sem rennur í Vestmannsvatn og þaðan í Laxá íAðaldal. Þar er veiðin rétt skriðin upp fyrir fyrsta hundraðið, en á síðasta ári gaf hún 250 laxa. Reykjadalsá er mjög lítið vatnsfall og í langvarandi þurrkum sumarsins hefur hún verið niður í grjóti vegna vatnsleysis. Þetta hefur gert að verkum að laxinn hefur hang- ið neðst í ánni í stórri torfu, í hyl sem kallast Mayershom. Þar virðist sá silfraði finna sig ömggan vegna stærðar og dýptar vatnsins. Fyrir vikið er „Mayerinn“ vitaskuld laminn sundur og saman, með mismunandi ár- angri sem þó samanlagður gerir homið að fengsælasta veiðistaðnum í Reykjadalsá í sumar. En þannig em tvær hliðar á hverju máli. Góðviðrið gerir vemna á bakkanum notalega, en fiskai'nir iðulega margfalt erfiðari viðfangs. Laxá í Aðaldal með minnstu veiði síðan 1974 Aðaldalurinn brást vonum fiestra í sumar að öðru leiti en því að fleiri stórlaxar vom dregnir þar á land en til margra ára. Fjöldi laxa sem vegið hafa 20 pund eða meira skiptir nokkrum tugum. Veiðum í Laxá íAðaldal var hætt að kvöldi 9. septemJ ber. Heildartala liggur ekki enn fyrir, en hún er væntan- lega rétt rúmlega 1200 fiskar. Þetta er minnsta veiði sem komið hefur úr ánni síðan 1974, en árið 1984 fór veiðin niður í 1256 laxa. Mönnum greinir nokkuð á um hvort hin lélega veiði í Aðaldalnum sé fæð fiskanna að kenna, ellegar einhverju öðm. Þannig greindi einn veiði- maður frá því að hann var í sumar staddur á einum stað í Laxá þar sem áin breiðir tals- vert úr sér og er djúp og lygn á löngum kafla. Þar hafði hann kastað lengi vel án þess að verða var við nokkuð líf, þegar skyndilega gerði veðra- breytingu og rigningarúði „- leysti upp“ yfirborð spegils- ins. Og viti menn; á löngum kafla fóm laxar af öllum stærðum og gerðum að stökkva og kafa. Stuttu síðar birti afmr og allt fór í sama farið og áður. Gæti það verið tilfellið að upp séu að alast kynslóðir laxa sem hafa lært meira en þær fyrri á veiðitól stangaveiði- manna? Athuga- semd Ólínu Ólína Þorvarðardóttir, einn af oddvitum Jafnað- armannafélags íslands hafði samband við Al- þýðublaðið í gær og vildi koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri: „Það hefur enginn - fyrir ulan einn mann - sagt sig úr Jafnaðarmannafélagi Is- lands eftir úrsögn félagsins úr Alþýðuflokknum. Full- yrðing Jóns Þórs Sturlu- sonar í pallborðsgrein sem birtist í Alþýðublaðinu í dag, þess efnis að fjöldi manns hefði sagt sig úr fé- laginu í mótmælaskyni við úrsögn þess úr flokknum, á þess vegna ekki við rök að styðjast. Þvert á móti hefur félögum fjölgað umtalsvert frá því þessi ákvörðun var tekin.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.