Alþýðublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.09.1994, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Föstudagur 16. september 1994 MOLAR HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ... Arthúr hefur skömm á veiðum í Smugunni og við Svalbarða „Sem formaður Landssamband smábátaeig- enda, hlýt ég að fagna hveijum einasta togara sem yfir gefur íslensku slóðina. Þeir eru ekki að skarka hér á meðan þeir eru annars staðar. Það breytir því hins vegar ekki, að það er megnasta skömm að þessum veiðumsegir ARTHUR BOGASON í Tímanum um veiðar Islendinga í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu. Arthúr segir ennfremur að frumkvæði íslendinga sem strand- ríkis heyri með þessum véiðum sögunni til. Mis- ræmi á milli orða stórútgerðarmanna hér heima og athafna þeirra í Barentshafí sé Islandi til lítils sóma. Orðstír íslendinga sem hafréttarríkis á al- þjóðlegum vettvangi sé með veiðunum farinn fyrir lítið... [14.09.1994] Kópavogskenndur frumleikinn ryður sér tilrúms í brúðkaupsmyndum Ein sérkenni- legasta brúð- kaupsmynd sem lengi hefur sést á síðum dagblað- anna birtist í Morgunblaðinu í gær. Það er dálít- ið erfitt að átta sig á hvaða hug- myndafræði býr hér að baki, myndin er ein- hvem veginn meira passandi á plakati fyrir ein- hvem tryllinn í bíó. O, jæja, ef til vill er það affarsælast að láta allar frekari spekúlasjónir vera og hrósa bara LJOS- MYNDASTOFU KÓPAVOGS og hinum ný- giftu fyrir fmmleikann... Ég get ekki einu sinni gert grindarbotns- æfingar, það vantar gardínur „Góð saga er af konunni sem var alltaf alveg að fara taka sig á, létta mataræðið og hreyfa sig. Hún var ákveðin að fara nú að gera æfingar heima í stofu, en áttaði sig svo á að það gekk ekki því hún átti eftir að koma upp stofugardín- um í íbúð sem hún var nýflutt í. Tíminn leið, en ekki komu gardínumar og þar með urðu engar æfingamar. Svo kom að hún sá að þetta með gardínumar var í raun bara fyrirsláttur. „Eg get ekki einu sinni gert grindarbotnsæfingar af því það vantar stofugardínur,“ varð henni að orði, þegar hún sá hvað ástandið var í raun orðið spaugilegt. Það er um að gera að hafa húmorinn í lagi - h'fið er ekki próf,“ skrifar SIGURBORG KR. HANNESDOTTIR í Austra... [08.09.1994] Geir Haarde alþingismaður er vaxandi maður og ólyginn „Sjálfstæðismenn í Reykjavík búa sig undir al- þingiskosningar sem geta orðið með stuttum fyr- irvara. Ég vil með bestu meiningu benda á eftir- farandi: Að Davíð og Friðrik fari í baráttusætin í Reykjavík, 8. og 9. sæti. Efstur verði Davíð Scheving Thorsteinsson, í 2. sæti Ingi Bjöm Al- bertsson, 3. sæti Bjöm Bjamason og Eyjólfur Konráð Jónsson í 4. sæti. Geir Haarde vildi ég hafa í 5. sæti. Hann er vaxandi maður og ólyginn og á eftir að vinna þjóðinni mikið gagn.. .Svo á Ámi, 75 daga borgarstjóri, að vera í 6. sætinu en Markús Öm á að halda áfram í pólitíska friinu," skrifar REGÍNA í Pressuna... [15.09.1994] Fyrirmynda- unglingar í hættu vegna sveppaáts á skólaskemmtun „Við stórslysi lá nýlega í Reykjavík þegar nokkur ungmenni í ónefnduin skóla urðu sér úti um eitraða sveppi á skólaskemmtun til að komast í vímu. Þau vom send á sjúkrahús og komust undir læknishendur í tæka tíð þar sem sveppun- um var dælt upp úr þeim. Ef lengri tími hefði lið- ið, hefði að minnsta kosti einn unglinganna getað látið lífið. Um var að ræða ungmenni sem til þessa hafa talist „fyrirmyndarunglingar“. Því er talið að hér hafi verið um forvitni að ræða sem hefði getað endað með ósköpum,“ segir í DV... [14.09.1994] George Best sagði nýlega „fyrirgefðu“ í fyrsta sinn við eiginkonuna „GEORGE BEST, einn mesti snillingur knattspymusögunnar, hefur þótt æði brokkgeng- ur um dagana þótt minna hafi borið á honum nú í seinni tíð, enda kappinn kominn fast að fimm- tugu. Hann komst þó á síður bresku blaðanna ný- verið þegar komst upp um samband hans við 22 ára gamla flugfreyju, Alex Pursey, sem hann hitti á næturklúbbi, en samkvæmt bresku pressunni hefur Best verið að handfjatla pytluna full mikið að undanfömu. Sambýliskona hans til sjö ára, Mary Shatila,... flutti út. Fylgir sögunni að Ge- orge hafi grátbeðið hana um að kom aftur og samkvæmt ömggum heimildum eru þau nú sam- einuð á ný. „George notaði orð sem ég hef aldrei heyrt hann nota áður: Fyrirgefðu," er haft eftir Mary í einu af bresku blöðunum,“ segir í Morg- unblaðinu. [15.09.1994] Einkennileg þróun að stór hópur þjóðarinnar býr á örlitlu svæði „Sveitarfélög í landinu em aðallega í sam- keppni um tvennt; fólk og peninga. A Islandi hefur átt sér stað sú einkennilega þróun að stór hópur þjóðarinnar hefur safnast fyrir á örlitlu svæði og þaðan er streymi ljármagns einnig stjómað. I landslögum er sveitarstjómum falið takmarkað vald og Alþingi ákvarðar tekjustofna sveitarfélaga. Með því að hrúga öllu nkisbákninu á lítið svæði hefur verið búið til gígasveitarfélag á íslenskan mælikvarða, sem býr við þá sérstöðu að fjármagn til ráðstöfunar er bæði mnnið frá tekjustofnum sveitarfélagsins og rikisins,“ skrifar HREINN SIGMARSSON, búfræðingur og stjómmálafræðinemi, í Austur- land... [07.09.1994] ísland er afar hentugt athafna- svæði alþjóðlegra glæpahringa „Ég held að Islendingar ættu til að mynda að vera vel á verði gagnvart peningaþvætti. Glæpa- hringar, til að mynda þeir sem hafa verið að hasla sér völl í Austur-Evrópu, em mjög vakandi fyrir möguleikum á að fjárfesta fyrir gróða sinn í vest- rænum löndum þar sem efnahagsumhverfi er stöðugt og undanfarin ár hafa þeir í vaxandi mæli sótt til Norðurlanda í því skyni. Vegna staðsetn- ingar landsins gæti Island einnig verið hentugur umskipunarstaður fyrir eiturlylja- eða vopna- smyglara," segir DAVID BINNEY, aðstoðarfor- stjóri FBI, í Morgunblaðinu... [14.09.1994] Vegagerðin getur ekki komið í veg fyrir stórskemmdir á bílum , Jrimmtudaginn 1. september varð það óhapp að stórrigning eyðilagði nýlagða klæðningu á 400 metra kafla á Vesturlandsvegi við Eyrarkot í Hvalfirði og fylgdu því mikil óþrif fyrir vegfar- endur.. .og streymdu kvartanir til Vegagerðarinn- ar vegna þessa. Við því var bmgðist þannig að samið var við ryðvamarþjónustu um að þrifa þessa bíla á kostnað Vegagerðarinnar. Um 80 bfleigendur hafa notað sér þessa þjónustu í Reykjavík. Þeim sem vom á leið frá Reykjavík og em úti á landi hefur verið vísað á að láta verk- stæði annast þessi þrif og framvísa síðan reikn- ingi til Vegagerðarinnar. Bfleigendum verður ekki gert að þrífa þetta sjálfir.. .Nú vaknar auð- vitað sú spurning hvort Vegagerðin geti komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Svarið er senni- lega neikvætt," segir í FRAMKVÆMDA- FRÉTTUM, málgagni Vegagerðarinnar... [09.09.1994] Kennarar segja ekki val á öðru en brjótast út með átökum „Það væri gaman að vita hvað félagsmönnum finnst að launin eigi að vera. Kjarasamningar em lausir nú um áramót og við stefnum að því að fara fram með fáar einfald- ar kröfur.. .Það þarf að breyta kjarasamningum kennara.. .Ég held líka að kennarar séu, eins og maigar aðrar stéttir, orðnir leiðir á lágum launum og áskriftarsamningum og hafa í raun ekki val öðm en brjótast út með einhverjum átökum,“ segir GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR, vara- formaður Kennarasambands íslands í Degi... [07.09.1994] Finnskur karl- maður svaf í rúmi Kvennalistans á Nordisk Forum „Okkur kvennalistakonum leist ekki á blikuna, þegar við vomm orðnar einar eftir í rútunni og stöðugt var farið lengra upp í sveit. Loks komum við þangað sem Kvennalistinn skyldi vera, Jú, töskumar út, undirrituð skellti sinni inn í íbúðina og gott mál. En ekki var það nú svo. Nei, því stallsystur mínar, stóra systir og oddviti, sögðu nei takki, eftir að þær höfðu uppgötvað, að íbúð- in var á iði. Þar marsémðu nefnilega maurar um gólf, borð og rúm í skipulögðum röðum og létu sig litlu skipta, þó að nokkrar kellur frá Islandi væm mættar. Þar að auki hafði uppgötvast að í einu herberginu í íbúðinni var finnskur karlmað- ur í fasta svefni,“ skrifar SIGRÚN JÓNS- DÓTTIR úr Kópavogi í Fréttabréf Kvennalist- ans... [8. og 9. tölublað. 1994] Ólafur Garðar Einarsson mennta- málaráðherra verður æ vinsælli „Löng bið er eftir viðtölum við [ÓLAF GARÐAR EINARSSON] menntamálaráðherra, en fólk úr skólamálageiranum hefur kvartað und- an því að eifitt sé að ná sambandi við ráðherra. Ritari ráðherra segir ekki nýtt að fólk þurfi að bíða eftir viðtali við menntamálaráðherra, en ásókn í viðtöl hafi aukist undanfarin ár,“ segir í Tímanum... [15.09.1994] Fyrst verður þú að sannfæra mig um að þú sért enn á lífi „Dag nokkurn, Micho, liggur leið mín aftur að húsi númer 134 við Stræti fjórðu öreigaher- deildarinnar. Vísast ber gatan þá annað nafn og trúlegt að önnur hús standi við götuna. En það mun ekki aftra mér frá því að finna hús núm- er 134 við Stræti fjórðu öreigaherdeildarinnar, og þetta verður snemma kvölds og ég kasta kumpánlegri kveðju á gömlu skarfana sem sitja enn í kvöldsólinni og tefla (synir þeirra féllu í stríðinu; sjálfir börðust þeir í öðru stríði og feður þeiira í enn öðru) já, og ég banka semsagt upp á snemma kvölds og þá verða aldeilis fagnaðarfundir! Við munum svo sannar- lega sjá til þess að um nóttina verður engum svefnsamt í þessum borgarhluta: en fyrst verður þú vitanlega að sannfæra mig um að þú sért enn á lífi,“ skrifar HRAFN JÖKULSSON í ljóðabók- ina Þegar hendur okkar snertast... [01.12.1993] Steingrímur Jóhann segir okkur aö passa uppá sósíalismann „Og til hugmyndafræðilegrai- nýsköpunar hef- ur Steingrímur meðal annars lagt það til á opin- berum Allaballafundi, grínlaust, að menn verði umfram allt að passa uppá „sjálfan sósíalis- mann". Hingað til hefur þetta gengið, að skipa sér mitt á milli harðra kjördæmahagsmuna og rómantískra hillinga úr horfnum tímum," skrifar MÖRÐUR ÁRNASON í Pressuna... [15.09.1994]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.