Alþýðublaðið - 28.09.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MENNING
Miðvikudagur 28. september 1994
MÞÍÐVBLM9
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Simi: 625566 - Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 140
Umræða um siðferði í
stjórnmálum - já takk!
Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra hefur kynnt
greinargerð þar sem hann svarar ásökunum og ávirðingum á
hendur sér um meinta pólitíska siðspillingu og siðblindu.
Greinargerð þessi er birt í heild í Alþýðublaðinu í dag. Ráð-
herra sat fyrir svörum fréttamanna á löngum og íjölmennum
blaðamannafundi í fyrradag og gerði grein fyrir máli sínu. Þar
kom meðal annars fram að ráðherra játar á sig mistök í tveimur
málum er tengjast mannaráðningum en telur engin efni vera til
afsagnar ráðherradóms. Sjaldan eða aldrei hefur einn ráðherra í
sögu íslenskra stjómmála setið undir jafn hörðum og linnulaus-
um árásum fjölmiðla og núverandi félagsmálaráðherra.
Gagnrýni og aðhald íjölmiðla á ráðamenn er ekki aðeins
gagnleg heldur nauðsyn í opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi. I
raun á almenningur enga aðra útverði en íjölmiðla til að halda
uppi eftirliti á gerðir og embættisfærslur ráðamanna, þing-
manna, embættismanna og annarra er að opinberri stjómsýslu
og stjórnkerfi koma. Mikilvægi fjölmiðla sem útvarða almenn-
ings gerir það að verkum, að fólkið í landinu verður að gera gíf-
urlegar kröfur til fjölmiðla og fréttamanna sem þar starfa. Al-
menningur verður að gera jafn strangar - ef ekki strangari -
kröfur til fréttamanna og fjölmiðla en ráðamannanna sjálfra.
Almenningur sem verður að geta treyst fjórða valdinu, það er
fjölmiðlum, gerir því kröfu um menntun, reynslu og dómgreind
fréttamanna og þeirra sem fjölmiðlum stýra, auk ströngustu
krafna um hlutleysi og sjálfstæði miðlanna. Aðeins þá er fjöl-
miðill trausts almennings verður.
Oll opinber umræða um siðferði í stjómmálum er af hinu
góða. Hún skerpir dómgreind almennings og veitir ráðamönn-
um aðhald. Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að fjölmiðlar
Qalli um siðferði í stjómmálum á breiðum gmndvelli og af mik-
illi þekkingu og innsýn. Það er dapurleg staðreynd að fjölmiðla-
fár undanfarinna ára og áratuga kringum einstakar fréttir af
meintri pólitískri spillingu, snúast nær eingöngu um hin minni
mál sem miður fara í siðferði ráðamanna. Ráðherrabílar, áfeng-
isveitingar, stöðuráðningar einstakra flokksgæðinga eða biðlaun
einstakra ráðamanna em dæmi um mál sem hljóta hina miklu
og æsingarkenndu umfjöllun meðan stóm spillingarmálin sigla
í kyrrþey framhjá fjölmiðlum jafnt sem almenningi.
Stóm spillingarmálin varða almenning miklu fremur en þau
litlu. Það er kannski ekki siðferðislegur munur á því hvort ráða-
menn sukka með milljarða króna af fé skattgreiðenda eða nokk-
ur hundmð þúsund. En hvers vegna er milljarða sukkið ekki
tekið sömu hörðu tökum fjölmiðla? Hvers vegna fjalla fjölmiðl-
ar ekki af sama krafti um sjóðasukkið gegnum tíðina, úthlutanir
Byggðastofnunar í skugga hins pólitíska valds, fyrirgreiðslur
stjómmálamanna af almannafé til einstakra kjördæma, pólitíska
vemd fyrirtækja í ríkisbönkum sem kosta almenning milljarða?
Listinn er nánast ótæmandi: Hvað er hið ríkistryggða landbún-
aðarkerfi undanfarinna áratuga annað en einhver óhugnanleg-
asta pólitíska spilling sem um getur í íslenskum stjómmálum?
Hvers vegna gerði enginn fjölmiðill úttekt á mannaráðningum
og verktakasamningum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík á liðnum áratugum? Hvað með botnlausar fjárfest-
ingar hins opinbera í atvinnulífi, þar sem einstakir þingmenn og
ráðherrar hafa getað göslast í opinberum sjóðum og eytt fé al-
mennings í virkjanir, refarækt, tilraunaatvinnurekstur og allt
sem nöfnum kann að nefna?
Hvers vegna fjallar enginn fjölmiðill um þessi stóm spillingar-
mál og dregur einstaka þingmenn og ráðherra til ábyrgðar? Er
það af þekkingarleysi, áhugaleysi eða vegna þess að ljölmiðl-
ana skortir sjálfstæði til að taka á þessum málum? Hvaða sið-
ferði íslenskra fjölmiðla er það að eltast endalaust við litlu mál-
in - sem vissulega er nauðsynlegt að fjalla einnig um - en
stinga hausnum í sandinn þegar hin stóm spillingarmál em
annars vegar?
LEIKLIST: Leikfélag Reykjavíkur
LEYNIMELUR13-51 árs gamall farsi vakti mikinn hlátur.
Þegar pólitfldn grípur inn í
Það er ys og þys á sviðinu
í Borgarleikhúsinu,
þegar Leynimelur 13 er
leikinn á fjölunum þar. Persón-
urnar koma og fara, hraðar
skiptingar inn á sviðið, fólk tal-
ar hratt og hver misskilningur-
inn öðmm meiri kemur upp.
Sannkallaður farsi, sem Leikfé-
lag Reykjavíkur hefur sett upp.
Og hann bara ágætur og hefur
merkilegt nokk staðist tímans
tönn. Það kom mér mest á
óvart.
Liðin er meira en hálf öld frá
því að Leynimelur 13 var ffum-
sýndur, höfundamir landskunn-
ir leikhúsmenn, þeir Emil
Thoroddsen, Haraldur Á.
Sigurðsson og Indriði Waage.
Leikurinn gerist í hverfi nýríkra
Reykvíkinga á Melunum, sem í
eina tíð þótti hvað flottasta
hverfi borgarinnar. Á þessum
ámm hafta og vömskorts virð-
ist sem fjölmargir hafi efnast
ótrúlega vel. Einn þeirra er
Madsen klæðskeri, sem er ný-
fluttur í villu eina stóra ásamt
eiginkonunni og ótrúlega leið-
inlegri tengdamóður sinni. Har-
aldur Á var sérfræðingur í að
skapa slíkar tengdamæður.
Pólitíkin grípur inn í örlög
fólksins á Leynimel 13. Því er
ekki ætlað að njóta nýju húsa-
kynnanna sinna. Alþingi sendir
frá sér lög þar sem kveðið er á
um að húsnæðislaust fólk fái
inni hjá þeim sem rúmt hafa
um sig. Madsen-fjölskyldan
fær því múg og margmenni inn
á sig í hinum nýju og glæsilegu
húsakynnum að Leynimel 13.
Það fólk er afar sérkennilegt
svo ekki sé meira sagt.
Ekki hafði ég miklar vænt-
ingar til þessa leikrits, sem í ár-
anna rás hefur verið sýnt víða
um land af áhugaleikfélögum.
Það kom mér því á óvart
hversu hressilega var hlegið.
Leikurinn er hraður og ber þess
merki að vera saminn af fólki
sem kunni til verka. Vissulega
breytist kímnigáfa þjóðarinnar
ár frá ári, og er talsvert önnur í
dag en hún var fyrstu ár lýð-
veldisins. En hvað um það.
Þetta var hin ágætasta stund í
leikhúsinu, enda hollt að hlæja.
Án efa á Leynimelurinn eftir að
skemmta mörgum leikhúsgest-
inum í vetur.
Það skiptir sköpum að hér
hefur verið staðið skemmtilega
að verki hjá fagfólki Borgar-
leikhússins. Farsa eins og þess-
um er einfalt að klúðra, og hon-
um má líka lyfta með faglegum
vinnubrögðum.
Stærsta hlutverkið, Madsen
klæðskera, leikur Þröstur Leó
Gunnarsson og er bráð-
skemmtilegur í þessu fyndna
hlutverki. Sigurður Karlsson
fer með stórt hlutverk Sveins
Jóns skósmiðs, sem er heldur
óprúttinn bamakarl. Skilar Sig-
urður því skemmtilega, enda
leikari góður, og vekur margan
hláturinn. Þórey Sigþórsdóttir
er í hlutverki frú Madsen og
Guðrún Ásmundsdóttir leikur
tengdamúttuna voðalegu. Fara
þær báðar vel með sín hlutverk
og eru sannfærandi. Þá vakti
Jón Hjartarson mikla kátínu
sem danskur milljónamæringur,
en texta hans hefði ef til vill
mátt gera betur skiljanlegan
leikhúsgestum. Fjölmargir góð-
ir leikarar aðrir koma við sögu
og stóðu sig með ágætum, þar á
meðal krakkastóðið hans
Sveins Jóns skósmiðs, sem
gæddi verkið enn meira lífi.
Leikstjóranum, Ásdísi
Skúladóttur, hefur tekist hér
vel upp og vandað vel til verka
sinna. Áhorfendur á fmmsýn-
ingunni á fimmtudaginn
skemmtu sér vel og fögnuðu
leikendum og öðmm aðstand-
endum sýningarinnar með þéttu
lófataki að leikslokum.
- Jón Birgir Pétursson.
TÓNLISTARÚTGÁFA: Spor hf.
Diskurinn „Reif í sundur“
Síðastliðinn mánudag
kom út hjá Spori hf.
safnplatan „Reifí sund-
ur“, en hún er sú sjöunda í
Reif-útgáfuröðinni sem notið
hefur mikilla vinsælda hér á
landi undanfarin tvö ár. Til
marks um það er að allar fyrri
plöturnar hafa náð efsta sæti á
íslenskum vinsældalistum og
lög af þeim jafnframt.
Á „Reif í sundur" er ein-
göngu að finna lög með evr-
ópskum flytjendum. Lögin em
sautján talsins og þar af em sex
með íslenskum. Þrjú íslensku
laganna em ný og líta nú dags-
ins ljós í fyrsta skipti; það er að
segja lögin Ekkert mál með
Tweety, Stars með Pís Of Keik
og I Need You meðAtsjú. Hin
þrjú em endurgerðir áður útgef-
inna laga þar sem upphaflegu
lagi er nánast gjörbreytt. Þetta
em lögin Garden Party með
Mezzzoforte, Can You See Me
með Pís Of Keik og Swingur-
inn með Sálinni hans Jóns
míns. Síðasta Iagið hét áður
Krókurinn.
Erlendu lögin ellefu hafa öll
notið vemlegra vinsælda í Evr-
ópu og víðar, en þau em sem
fyrr segir öll með flytjendum
sem koma víðsvegar að úr álf-
unni. Má þama helst nefna:
- Wigfield með lagið Satur-
day Night hefur farið einsog
eldur í sinu um alla Evrópu og
náð efsta sætinu á vinsældalist-
um í hverju landinu á fætur
öðm. Núna situr lagið til að
mynda í efsta sæti í Bretlandi.
Wigfield er annars 24 ára
dönsk stúlka; gífurlega hæfi-
leikamikil stúlka sem fram að
þessu hefur unnið sem fyrir-
sæta. Sérstakur dans var búinn
til við þetta lag og hefur hann
án vafa átt mikinn þátt í vel-
gengni þess. (Án efa hafa
nokkrir íslendingar lært sporin í
sumarfríi sínu...) Dansæði hef-
ur gripið um sig í álfunni og
þykir mjög svipa til Lambada-
æðisins hér um árið og Fugla-
dansins þar áður þrátt fyrir að
vera gjörólíkur þeim báðum.
- Corona með lagið Rythm
OfThe Night hefur einnig tyllt
sér í efstu sæti vinsældalista
víða í Evrópu og er núna til að
mynda í öðm sætinu í Bret-
landi. Corona er ein af nokkr-
um í röð ítalskra flytjenda sem
að undanfömu hafa verið að ná
góðum árangri í danstónlistinni.
- Stella Getz er 17 ára norsk
stúlka sem farið hefur sigurför í
heimalandi sínu og annarsstað-
ar í Evrópu með Yeah, Yeah.
- 2 Brothers On The 4th
Floor koma frá Hollandi og lag
þeirra Dreams (Will Come Ali-
ve) sat nýverið í efsta sæti þar í
landi. Nú er það lag að hefja
sigurför sína í öðmm löndum.
- Jam & Spoon höfðu getið
sér gott orð sem helstu disk-
ótekarar Þýskalands áður en
þeir tóku til við hljómplötuupp-
tökur og ávextir þeirra á því
sviðinu hafa komið við á topp-
um vinsældalista margra Evr-
ópulanda. Find Me er þeirra
nýjasta og vinsælasta afurð ein-
sog áhorfendur MTV Europe
geta staðfest.
- D J. Bobo kemur frá Sviss
og lag hans Everybody nýtur nú
vaxandi vinsælda á Bretlandi
og jafnframt á íslandi; í báðum
löndum þeytist það upp vin-
sældalistana.
Hér á undan hefur einungis
það helsta verið talið upp en ár-
angur 2 Unlimited; 24/7; Jaki
Graham; B.G. The Prince Of
Rap og Ice MC - sem einnig
eiga lög á „Reif í sundur“ - er
ekki síður athyglisverður.
Vert er að geta umslagsins á
„Reif í sundur“ en það hefur
vaJdð vemlega athygli fyrir
fmmlega hönnun þótt vafalaust
sýnist hverjum sitt. Á myndinni
má sjá íslenska stúlku bókstaf-
lega rífa sig í sundur einsog
veggspjald. Útgefendur „Reif í
sundur“ vilja benda áhugasöm-
um á að reyna þetta ekki eftir
fyrr en búið er að þjálfa upp
tæknina sem að baki liggur...