Alþýðublaðið - 30.09.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1994, Síða 1
I Kostnaður vegna LÝÐVELDISHÁTÍÐAR á Þingvöllum fór verulega fram úr áætlun. Kostnaður rauk úr 80 milljónum í 160 milljónir og tilteknir kostnaðaiiiðir eru 37 milljónum hærri en áætlað var: 100% framúr heimikl Kostnaður vegna hátíðar- halda á Þingvöllum hinn 17. júní síðastliðinn og kostnaður sem tengist störfum Þjóðhátíðarnefndar mun verða nærri 130 milljónir króna. Við þetta bætast um 30 milljónir króna vegna kostnaðar við komu erlendra gesta og vegna vegbóta og heildarkostnaður er því um 160 milljónir. Tilteknir kostnaðarliðir urðu 37 milljón króna hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun Þjóðhátíðar- nefndar.l yfirlýsingu sem barst frá forsœtisráðuneytinu í gær segir, að af þessum 130 millj- ónum beri Alþingi að greiða um 13 milljónir króna, sem reiknast vera þau útgjöld, sem forsætisráðuneytið hefur innt af hendi og tengjast sérstaklega þingfundi þeim, sem Alþingi efndi til hinn 17. júní síðastlið- inn.Kostnaður aðalskrifstofu ráðuneytisins verður því um 117 milljónir króna. Heimildir í íjárlögum 1994 voru 70 millj- ónir og fluttar heimildir uin síð- ustu áramót voru 10 milljónir eða alls 80 milljónir króna. Mismunur þama á er um 37 milljónir króna og helgast hann af því að tilteknir kostnaðarliðir urðu hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun þeirri, sem Þjóðhátíðamefnd 50 ára lýð- veldis á Islandi skilaði forsætis- ráðuneytinu í nóvembermánuði 1993. Má nefna að kostnaður vegna löggæslu varð meiri en reiknað hafði verið með, svo og kostnaður vegna auglýsinga, hljómlistarflutnings, sorphirðu, gæslu björgunarsveita á hátíð- arsvæðinu, frágangs sölutjalda, salema og flutninga, auk þess sem tap varð á veitingasölu. Þá Góða helgi...! Breki og hinir krakkarnir á Lindarborg voru í hörkustuði í gærdag þegar blaðið var að þvælast þar um á lóðinni. Aiþýðubiaðsmynd/Einaróiason ákvað ríkisstjómin á fundi sín- um hinn 14. júní síðastliðinn að heimila Þjóðhátíðamefnd að niðurgreiða fargjöld með al- menningsvögnum til og lfá Þingvöllum um fimm milljónir króna.Varðandi annan kostnað sem tengist lýðveldisafmælinu og fellur á aðra fjárlagaliði en forsætisráðuneytið skal upplýst að er tjárlög voru samþykkt á Alþingi síðastliðið haust hafði ekki verið tekin um það ákvörðun hvort bjóða ætti til hátíðarhaldanna erlendum þjóðhöfðingjum. Því var ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárlögum yfirstandandi árs, en ákveðið, er samþykkt hafði verið að bjóða hingað til lands þjóðhöfðingjum Norður- landanna og fulltrúum sjö ríkis- stjóma, að óska eftir aukaíjár- veitingu vegna kostnaðar er af því hlytist. Kostnaður vegna komu erlendra gesta er greidd- ur af ljárlágaliðnum Opinberar heimsóknir, líkt og kostnaður við aðrar slíkar heimsóknir, og nema útgjöld vegna komu er- lendu gestanna á þjóðhátíð um 19,1 milljón króna. Þá er rétt að benda á að ríkis- stjómin samþykkti á fundi sín- um 14. júní síðastliðinn að óska eftir aukaíjárveitingu vegna vegbóta, jarðvinnu og brúar- gerðar sem Vegagerð ríkisins annaðist á Þingvallasvæðinu og er sótt um 11 milljónir króna vegna þess á fjáraukalögum nú í haust. Stærstur hluti þeirra framkvæmda er varanlegur. Forsætisráðuneytið segir að þar með sé talinn allur sá kostnaður sem ráðuneyti og stofnanir urðu fyrir vegna há- tíðarhalda í tengslum við 50 ára afmæli lýðveldisins síðastliðið sumar. Alþýðublaðsmynd BÍBÍ FLODERUS, 67 ára kona frá Akureyri, og kunnur stjómmálamaður í Svíþjóð, var meðal farþega á Eystrasaltsferjunni EÍSTLANDI: Saknað eftir ferju- slysið á Eystrasalti ■■■ára íslensk kona, Bí- M bí Floderus, ættuð m frá Akureyri, er í hópi þeirra fjölmörgu farþega feijunnar Eistland, sem nú er saknað. Bíbí hefur búið í Sví- þjóð í 47 ár og er í hópi kunn- ustu stjórrimálamanna Uppsala, hefur meðal aftnars starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Moderata Samlingspartiet, hægri menn þar í borg, og formaður mikil- vægra nefnda borgarinnar. Bfbí Floderus er ekkja lög- manns í Uppsala og áttu þau þrjú uppkomin böm. Hún starf- aði við Tingsretten, sýslu- mannsembætti Uppsalaborgar, auk viðamikilla stjómmála- starfa sinna. Hún var að koma heim eftir vinabæjarheimsókn til Tartu í Eistlandi, og var í 26 manna hópi nefndafólks í Upp- sala. Talið er að flestir í hópn- um hafi látið lífið í hinu hryggi- lega ferjuslysi á Eystrasalti. Bíbí Floderus hefur ævinlega haldið tryggð við lánd sitt og þjóð og íslensk vinkona hennar sem blaðið ræddi við á heimili hennar í Uppsala í gær sagði að hún hefði talað sérlega góða ís- lensku alla tíð og verið stolt af íslenskum uppmna sínum. Böm Bíbí Floderus og vinir hennar biðu á heimili hennar í gærdag í ofvæni og vonuðust eftir að kraftaverkið gerðist, að fréttir bærust af björgun hennar. Var þá búist við að Ijóst yrði hverjir hefðu bjargast úr sjó- slysinu og nafnalistar gefnir út um hina látnu. Samkvæmt fréttum af slysinu í gær var talið að yfir þúsund manns hefðu verið með skip- inu, og að hátt á 9. hundrað manns hefðu farist. Þar af vom meira en 500 Svíar um borð. íslensk stjómvöld hafa sent ríkisstjómum Svíþjóðar og Eistland samúðarkveðjur vegna slyssins. ALÞÝÐUSAMBAND VESTFJARÐA: Krefst hækkunar átöxtum launafólks Stjóm Alþýðusambands Vestljarða fagnar því að fómir þær sem verkafólk færði með fmmkvæði sínu við gerð Þjóðarsáttarsamn- inganna í febrúar 1990 virð- ast vera að skila árangri í bættum þjóðarhag“, segir í álykmn stjómar Alþýðusam- bands Vestfjarða. ,,Efnahagsbatinn sem nú djarfar fyrir, hefur kostað al- mennt launafólk rýmandi kaupmátt á tímabilinu og þar að auki öryggisleysi gagn- vart atvinnu sinni“, segir í ályktuninni. Stjórnin segir að í næstu kjarasamningum verði að hafa það að leiðar- ljósi að næst á eftir aðgerð- um til að treysta atvinnuör- yggi komi vemleg hækkun á töxtum verkafólks. I næstu framtíð verði fólk að treysta meira og meira á dagvinnu- tekjur sér til framfæris. Beinir stjóm Alþýðusam- bands Vestfjarða því til að- ildarfélaga sinna að taka nú þegar upp umræður um kröfugerð í komandi kjara- samningum þannig að geng- ið verði frá sameiginlegri niðurstöðu á þingi sam- bandsins, sem haldið verður á Isafirði 4. til 6. nóvember næstkomandi. BANDARÍKIN: Áritun óþörf í október Sendiráð Bandaríkjanna hefur tilkynnt að Islend- ingar sem fara til Bandaríkj- anna í október næstkomandi þurfi ekki að fá vegabréfs- áritun. Reglur um niðurfell- ingu á áritunarskyldu hafa verið framlengdar til loka október. Reglumar sem gera vegabréfsáritanir óþarfar eiga að falla úr gildi í dag og enn sem komið er hef'ur bandaríska þingið ekki sam- þykkt lög til að endumýja þær. Þar sem óttast var að við niðurfellingu þessara reglna kynni að skapast neyðarástand hjá venjuleg- um ferðamönnum ákváðu utanríkisráðuneytið og inn- flytjendaeftirlitið að fram- lengja reglumar út október- mánuð. Nýjar reglur um af- nám áritunarskyldu ættu að verða komnar í gildi fýrir lok október.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.