Alþýðublaðið - 30.09.1994, Page 3
Föstudagur 30. september 1994
TIÐINDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
FRIÐRIK SOPHUSSON fjármálaráðherra hefur ákveðið að tekið verði upp olíugjald af notkun
díselbifreiða í stað núverandi þungaskatts. Ríkið tapar vart krónu við þessa aðgerð sem taka mun
gildi um mitt næsta ár. Með breytingu á skattheimtunni geta neytendur á íslandi nýtt sér - með
sama hætti og íbúar í nágrannaríkjunum - kosti díselbifreiða um leið og dregið er úr mengun:
Umhverfis-
og heimilavænn
fjármálaráðhevra
riðrik Sophusson fjár-
málaráðherra hefur
ákveðið að tekið verði
upp olíugjald af notkun dísel-
bifreiða í stað núverandi þunga-
skatts. I því skyni hefur fjár-
málaráðherra skipað nefnd til
að semja lagafrumvarp og sjá
um að umrædd breyting komist
áþann 1. júlí 1995.
A vegum fjármálaráðherra
hefur verið unnið að mörkun
stefnu til lengri tíma í skatt-
lagningu á bifreiðum og bif-
reiðanotkun. Þar kemur meðal
annars fram að notkun díselbif-
reiða hér á landi er nær einung-
is bundin við atvinnubifreiðar.
Það er ólíkt þróun sem orðið
hefur í öðrum Evrópuríkjum,
en þar er áætlað að markaðs-
hlutdeild díselbifreiða verði um
20% árið 2010.
Þungaskattskerfið er ein
meginskýring á því, að díselbif-
reiðar hafa átt erfltt uppdráttar
sem heimilisbifreiðar hér á
landi. Við núverandi þunga-
skattskerfi er óhagstætt að reka
díselbifreið samanborið við
bensínbifreiðar nema þegar
þungaskattur er greiddur sam-
kvæmt föstu árgjaldi og akstur
er kominn yfir 25 þúsund kíló-
metra á ári.
Framfarir í gerð díselbifreiða
hafa verið miklar. Brennsla
þeirra er minni en bensínbif-
reiða. Með breytingu á skatt-
heimtunni geta neytendur á ís-
landi nýtt sér með sama hætti
og íbúar í nágrannaríkjunum
kosti díselbifreiða um leið og
dregið er úr mengun af umferð.
Starfshópur sem Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra skip-
aði árið 1992 til að kanna hvort
rétt væri að leggja niður þunga-
skattskerfið og taka upp olíu-
gjald, skilaði nýverið skýrslu til
ráðheirans. í henni er lagt til að
þungaskattskerfið verði aflagt
og tekið upp olíugjald. Þar er
meðal annars bent á að flestar
Evrópuþjóðir hafa tekið upp ol-
íugjald. Tveir kostir í olíugjaldi
voru sérstaklega skoðaðir:
Annarsvegar að lita gjaldfijálsa
olíu - það er olíu sem ekki á að
vera gjald - og hinsvegar að
lita ekki olíuna en endurgreiða
þess í stað gjaldið. Starfshópur-
inn lagði til að seinni kosturinn
yrði valinn og hefur fjánnála-
ráðherra ákveðið í samræmi við
þá tillögu að miða við olíugjald
án litunar.
Kostimir við olíugjald án lit-
unar em að mati starfshópsins
afgerandi. Kostnaður við hana
er lítil og hún er í sjálfu sér ein-
föld, undandráttur á að vera
minni en í núverandi kerfi og
alll eftirlit auðveldara. Reynsla
af þungaskatti fyrir atvinnubif-
reiðar, svosem vöruflutninga-
bifreiðar, hefur sýnt að núver-
andi kerfi er alls ófullnægjandi.
Það er flókið og erfitt í fram-
kvæmd, býður upp á undanskot
sem erfitt er að stemma stigu
við og stuðlar að óviðunandi
mismunun á samkeppnisað-
stöðu til óhagræðis fyrir hina
skilvísu.
I skipunarbréfi nefndarinnar
sem ætlar er að semja laga-
fmmvarp um olíugjald, kemur
meðal annars fram að fjármála-
ráðherra vill að farið verði í öll-
um meginatriðum eftir tillögum
meirihluta áðurnefnds starfs-
hóps. Ennfremur að við undir-
búning málsins verði hugað að
þeim frávikum og sértilvikum
sem vakin er athygli á í skýrslu
starfshópsins. I því efni verði
meðal annars miðað við eftir-
farandi:
- Tiyggt verði að upptaka ol-
íugjalds íþyngi ekki búrekstri
og verði olíugjald vegna hans
endurgreitt eða það bætt með
öðmm hætti
- Sérleyfishafar og eigendur
almenningsvagna fái olíugjald
endurgreitt eða starfsemi þeirra
styrkt á annan hátt, til að
mynda með beinum framlögum
sem þá geta tekið mið af þörf
fyrir slíka aðstoð
- Auknum rekstrarkostnaði
vegna vinnuvéla verði mætt, til
dæmis með lækkun gjalda á að-
föng og eftir atvikum með
tímabundnum endurgreiðslum
- Gjald af olíu til húshitunar
verði endurgreitt samkvæmt
stöðluðum reglum
- Utgerðum sem nota gasolíu
á fiskiskip verði gert kleift að
kaupa olíu án gjalds eða fái
endurgreiðslur án óeðlilegrar
fjárbindingar
- Kannað verði hvort rétt sé
að hafa auk olíugjalds, fast
gjald á þyngstu díselbifreiðar
I tillögum starfshópsins er
lagt til að útsöluverð olíu verði
svipað verði 92 oktana bensíns.
Ef gengið er út frá því, að
gjaldtaka og skattbyrði verði
með svipuðu móti og nú er í
þungaskattskerfi, er áætlað að
nettótekjur af olíugjaldi verði
rétt yfir 2,1 milljarði króna eða
álíka miklar og tekjur af þunga-
skatti eru áætlaðar á þessu ári.
Stefnt er að því að nefndin
skili lagafrumvarpi, sem lagt
verði fram á Alþingi í nóvem-
ber. Miðað er við að nýtt fyrir-
komulag geti tekið gildi um
mitt næsta ár.
Alþýðublaðsmynd
r
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands:
n
Flokksstjómarfundur
✓
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til
flokksstjórnarfundar sunnudaginn 2. október 1994. Fundurinn
verður haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 10:30.
Dagskrá:
1. Jón Baldvin Hannibalsson: Stjórnmál og siðferði.
2. Guðmundur Arni Stefánsson: Skýrsla félagsmálaráðherra.
3. Rannveig Guðmundsdóttir: Yfirlýsing og tillögur þingflokks
Alþýðuflokksins.
4. Umræður.
5. Önnur mál.
Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til
atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í
flokksstjórn atkvæðisrétt.
Formaður.
GUÐMUNDUR KARL aftur í stjóm
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og ttyggingamálaráð-
herra, hefur skipað Guðmund Karl Jónsson. forstjóra Frí-
hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, sem formann Stjórnar-
nefndar Ríkisspítalanna. Guðmundur er 54 ára lögfræðingur.
Hann gegndi starfi formanns stjómamefndarinnar á ámnum
1992 til ársloka 1993...
FISKLYKT á sýningu
„Það er fisklykt á Lánsmuseet“, byrjar myndarleg frásögn af
íslenskri sýningu í Jönkjöpings-Posten á laugardaginn. Sýn-
ingin ísland og hafið var opnuð þann dag í Lénsminjasafninu.
Þar eru sýndir bátar, veiðarfæri, líkön, ljósmyndir og fleira úr
sögu sjósóknar á Islandi, - þar em jafnvel komnar togvíra-
klippumar alræmdu. Þeir Jón Allansson og Björn G.
Björnsson hafa sett sýninguna upp en Sjóminjasafn íslands
stendur nú í fyrsta sinn að sýningu á erlendri gmnd. Hug-
myndin að sýningunni er hinsvegar komin frá Jakobi S.
Jónssyni, leiklistarfræðingi, sem búsettur er í Svíþjóð. Á
myndinni má sjá Jón Allansson, safnvörð við Sjóminjasafn
Islands í Hafnarfirði, við opnun sýningarinnar...
Stór og litrík SÝNING
Valgerður Árnadóttur Hafstað opnar sýningu á verkum
sínum í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag. Valgerður hefur
undanfarin 20 ár búið í New York, en þar áður 16 ár í Frakk-
landi. Hér er á ferðinni stór og litrík sýning, sem vert er að
skoða. Ókeypis aðgangur, opið alla daga frá klukkan 14:00 til
19:00, lokað á miðvikudögum...
Veröld PÉTURS GAUTS
Einn fremsti leikari Noregs, Thoralv Maurstad kemur fram í
Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 16:00 og flytur sýn-
inguna Nej jeg gjör ei. En personlig parafrase over Peer
Gynt, byggt á leikriti Henriks Ibsens um Pétur Gaut. Maurst-
ad kemur hér fram sem leiðsögumaður inn í veröld Péturs
Gauts...
GUNNSTEINN stjómar Valdinu
Frá og með 30. september verða þær breytingar á Verdi-óper-
unni Valdi örlaganna að Gunnsteinn Ólafsson tekur við
hljómsveitarstjóm verksins af Maurizio Barbacini. Mun
Gunnsteinn stjóma næstu Ijórum sýningum, en eftir það
stjóma þeir til skiptis, Rico Saccani, Barbacini og Gunn-
steinn. Aðsókn að óperunni hefur verið með eindæmum góð
og nú er sala aðgöngumiða á næstu sýningar hafin...
MENNINGIN um helgina
★ Kvikmyndasafn MÍR sýnir á sunnudag klukkan 16:00
myndina Stórbrotið líf í bíósalnum að Vatnsstíg 10. ★Á
morgun opnar myndlistarsýningin Salon 1994 í Gallerí Greip
við Vitastíg með þátttöku fjölmargra myndlistarmanna. Opið
daglega frá klukkan 14:00 til 18:00. ★Gunnar M. Andrés-
son opnar sýningu í Gallerí 11 að Skólavörðustíg 4A á morg-
un. Opið daglega frá klukkan 14:00 til 18:00. 'kDanshöf-
undakvöld er í Tjamarbíói, síðustu sýningar á spennandi
dansverkum á laugardagskvöld klukkan 20:00 og sunnudag
klukkan 15:00. ★Hjá Frú Emilíu \ Héðinshúsinu við Selja-
veg verður opnuð póstkortasýning á morgun...