Alþýðublaðið - 30.09.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 30.09.1994, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TILVERAN Föstudagur 30. september 1994 ÍSLENSKA EINSÖNGSLAGHD, einstæð yfírlitssýning í Menningairniðstöðinni Gerðubergi opnará sunnudaginn. Þama verða sýndarum 200 Ijósmyndiraftónskáldum og fíytjendum íslenskra einsöngslaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótnahandrit, veggspjöldog aðrir munir sem segja sögu sönglífs á íslandi frá því um miðja síðustu öld: Magnað franrtak Menningarmiðstöðin Gerðuberg opnar á sunnudaginn yfir- litssýningu sem ber yfirskriftina „íslenska einsöngslagið“. Á sýningunni verða um 200 ljósmyndir af tónskáldum og flytjendum íslenskra einsöngslaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótnahandrit, veggspjöld og aðrir munir sem segja sögu sönglífs á íslandi frá því um miðja síðustu öld. Útbú- in hefur verið sýningarskrá með um 120 Ijósmyndum og æviágrip- um tónskálda. Við opnun sýningarinnar sem stendur allt til I. des- ember flytur Jón Þórarinsson tónskáld erindi og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson með að- stoð Jóns Stefánssonar píanóleikara. Einnig verður tónskáldum boðið að velja sér fyrirfram ákveðin ljóð til að semja við lög sem frumflutt verða í lok sýningarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem sett er upp yfirlitssýning sem sérstaklega er helguð íslenska einsöngslaginu. Sýningin nær yfir mjög áhugavert tímabil í menningarsögu Islend- inga: „ Tónlistaríðkun ú Islandi er að vakna til lífsins, kennsla hefst í nótnalestrí og byrjað er að kenna söng. A sama ti'ma og Island breytist úr bœndasamfélagi í auðuga fiskveiðiþjóð tekur menningar- lífið ói sig nýja mynd. Eftirþvísem líðuró 20. öldina dafnar sönglíf- ið, söngkennsla er þú orðinfastur liður í skólastarfi og listafólkfer til lítlanda að fullnema sig ísöng og hljóðfœraslœtti. Við eignumst tónskáld, tónlistarfélög skjóta upp kollinum og tónlistarskólar eru settir ó stofn... Viðfangsefni yfirlitssýningarinnar í Gerðubergi er að bregða upp svipmyndum af listafólki sem hefur með hljóðfceraslœtti, söng og sönglagagerð átt veigamikinn þátt í að móta sönglífá ís- landifrá tniðri 19. öld. Myndefnið á sýningunni er ekki tæmandi heldur veitir innsýn í menningarsögulegt viðfangsefhi sem vert vœrt að kryfja til hlítar, “ segir í tilskrífelsi til blaðsinsfrá Sigrúnu Páls- dóttur í Gerðubergi. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið í um það bil ár og er hún ávöxtur Ljóðatónleika Gerðubergs líkt og tónleikamir í Borgar- leikhúsinu á afmæli Reykjavíkur 18. ágúst síðastliðinn. Þjóðminja- safnið sér um allar eftirtökur á ljósmyndum og ætlar safnið í fram- haldi af sýningunni að koma á fót tónlistardeild í ljósmyndadeild Þjóðminjasafnsins. Á sunnudögum í október og nóvember verður ís- lenska einsöngslaginu gerð góð skil í Gerðubergi í tengslum við sýn- inguna. Þama verður hægt að ganga að fyrirlestrum, ljóðasöng og hljóðfæraleik. Ennfremur sér Sverrir Guðjónsson söngvari um leið- sögn um sýninguna. Kort: Menningarmiðstöðin Gerðuberg imrrm Vinningstölur 28. sept. 1994 J VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING P 63,6 2 58.745.000 C1 5 af 6 !EÆ+bónus 0 440.077 m 5 af 6 ”Tl 115.258 H 4afe 284 1.936 ri 3 af 6 1Ci+bónus 1.109 213 Aðaltöiur: V)(Í4)(Í6: 17)(26)(45 BÓNUSTÖLUR Heildarupphaeð þessa viku: 119.061.892 á Isl.: 1.571.892 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91* 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IHT MEÐ FTRIHVARA UM PRENTVJLLUR Uinningur I f°r öanmerkur ÓLAFUR FRIÐRIKSSON (fæddur 1886, dáinn 1964) er fyrir margt löngu orðin ein af stærstu goðsögnum íslenskra stjómmála. Og það verðskuldað því þetta var maðurinn sem einna stærstan þátt átti í stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands. Ólafur var einnig ritstjóri Alþýðublaðsins um árabil og bæjarfulltrúi í Reykjavík, ásamt því að skrifa skáldsögur, smásögur og leikrit. Eftirfarandi viðtal er óneitanlega afar sérstakt og kemur inná þann hluta ævi Ólafs sem lítið hefur verið fjallað um; dvöl hans á hæli fyrir fólk með geðræn vandamál. Viðtalið var tekið af H J. sumarið 1983 við HJALTA JÓHANNESSON, starfsmann á KLEPPI: - Hjalti Jóhannesson, þú munt um skeið hafa veríð starfsmaður á geðveikrahælinu Kleppi, meðan Ólafur Friðriksson dvaldist þar. „Ég byrjaði að starfa þar haustið 1960 og vann þar um árs skeið. Eg verð að segja eins og er, að mér brá dálítið að sjá Ólaf Friðriks- son, þann þekkta og gamla verkalýðsforingja vera kom- inn á geðveikrahæli". - En voru þar ekki fleiri nafnkunnir menn sem sjúklingar? ,Úg get nefnt tvo aðra...“ - Tókst fljótlega kunn- ingsskapur með ykkur Ólafi? „Já, og var það út af rakstrinum. Starfsmenn rök- uðu hann, sumir heldur glannalega. Þegar ég rakaði hann, fór ég varfæmislega að. Urðum við brátt góðir vinir‘‘. - Ólafur hefur þá verið nokkurn veginn frjáls ferða sinna? „Hann var þá enn á lok- uðu deildinni, en fór síðar á opnu deildina. í fyrstu hafði Olafúr verið órólegur. Braut hann þá 24 smárúður. Áður en hann kom á hælið, hafði hann leitað til bandaríska sendiráðsins, að mér er sagt“. - Var Ólafur mikið á ferli? „Á morgnana gerði hann alltaf æfmgar, líklega Miillersæfmgar, og gekk síðan talsvert um. Hann lá ekki uppi í rúmi, gekk frem- ur um gólf‘. - Hann hefur líka verið á gangi kringum sjúkra- húsið? ,Já, og var ég stundum á vappi með honum“. - Um hvað ræddi hann? „Hann ræddi nú býsna margt. Hann lagði fyrir mig ýmsar þrautir. Hverjar þær voru man ég nú ekki leng- ur“. - Þrautir? „Ég er að kanna hvað ungir menn vita nú til dags“, sagði Ólafur. Ýmislegt bar á góma. Hann sagði lands- mönnum hætta til ofáts, en það yrði mönnum að aldur- tila. íslensku máli sagði hann hraka, og bætti því við, að Sigurður Guðmunds- son, skólameistari á Akur- eyri, hefði ekki verið eins góður íslenskumaður og af hefði verið látið. Að því hefði hann vikið meðan hann var ritstjóri“. - Rifjaði hann upp þá daga? „Örsjaldan og þá meðal annarra orða. Þegar hann var ritstjóri Alþýðublaðsins var hádegisverður hans eitt rúnstykki og bolli af tei, að hann sagði“. - Vék hann stundum að stjórnmálum? „Nei, það var sem þau hefðu verið máð út úr huga hans. Á tvennt gat hann þó ekki heyrt minnst án þess að skipta skapi: Annað var Rússar, hitt var kjarnorka.“ - Fékkst Ólafur við náttúruskoðun? „Ég fór stundum með honum niður í fjöru, en á því virtust aðrir starfsmenn ekki hafa haft áhuga“. - Athugaði hann mar- flær? „Hann velti við steinum, Ieit undir þá eða tók þá upp“. - Fékkst hann við að skrifa? „Til þess hafði hann lé- lega aðstöðu. Hann var byij- aður að skrifa sitthvað um náttúrufræði, sem hann ætl- aði að senda Vikunni. Ég held að hann hafi ekki lokið við neitt af því“. - Las hann mikið? „Blöðin las hann alveg upp til agna og bækur las hann lrka. Eina bók lánaði ég honum. Um þetta leyti kom út Gamli maðurinn og hafið eftir Hemingway. Hafði hann lesið þá bók áð- ur á ensku. Sagði hann þýð- inguna vera afleita. Hann gat verið dálítið dómharð- ur“. - Kynntist hann mörg- um á hælinu? „Nei, þegar hann gekk út með hópnum, talaði hann ekkert, rölti bara. Minnti það á þjóðsöguna um Kjar- val, kunningja hans: Strax og þriðji maðurinn kom, fór hann að bulla“. - Ólafur hefur verið allvel hress, þegar þú hættir á spítalanum? „Já, það var hann“. - Lét hann síðar raka af sér skeggið? „Áður en lauk var hann nauðrakaður.“ Alþýðubiaðsmynd

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.