Alþýðublaðið - 30.09.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 30.09.1994, Síða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 30. september 1994 MMMMl Hagvöxtur í löndum OECD heldur áfram að styrkjast en samt dregur ekki úr atvinnuleysi í Evrópu. Spá fyrir árið 1994 gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í löndum OECD verði 8,5%, en það þýðir að 35 milljónir manna eru án atvinnu. í aðildar- löndum Evrópusambandsins er gert ráð fyrir 12% atvinnuleysi á þessu ári, en þar eru rúmlega 18 milljónir manna án vinnu. Spáð er 2,6% hagvexti að meðaltali í ríkjum OECD á þessu ári og 3% á því næsta: Uppsveif la er í efnahag iðnríkja agvöxtur í aðildarlönd- um OECD styrkist stöðugt, en um leið hefur ótti um vaxandi verð- bólgu valdið því að langtíma- vextir hafa hækkað og skulda- bréf lækkað í verði. Spáð er 2,6% hagvexti að meðaltali í ríkjum OECD á þessu ári og 3% á því næsta. A meginlandi Evrópu hefur árferði einnig batnað, þótt það hafi ekki dugað til að draga úr atvinnu- leysi, sem er að meðaltali rúmlega 12% í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Á gjald- eyrismörkuðum hefur gengi Bandaríkjadals fallið á þessu ári gagnvart öðrum helstu myntum og gengi japanska jensins hefur hækkað. Þetta kemur fram í grein í nýjasta heíti Hagtalna mán- aðarins þar sem fjallað er um alþjóðleg efnahags- og pen- ingamál. Hagvöxtur í OECD- ríkjum hefur glæðst og er tal- ið að hann muni að jafnaði nema 2,6% í ár. Spá OECD gerir ráð fyrir 2,9% hagvexti á næsta ári. Það er athyglis- vert að víða er það aukin iðn- aðarframleiðsla til útflutnings fremur en aukin neysla sem liggur að baki. Birgðir hafa að vísu aukist, en samt stefnir í að vöxtur heimsverslunar í ár verði með mesta móti frá ár- inu 1980.1 Asíulöndum er hagvöxtur að jafnaði um 8% í ár, um 3% í Afríku og Suður Ameríku, en enn er mikill samdráttur í flestum ríkjum á áhrifasvæði fyrrum Sovétríkj- anna. Betra árferði Hagvöxtur er dágóður í Bandaríkjunum. Spáð er allt að 4% raunaukningu lands- framleiðslu í ár og 3% á næsta ári. Efnahagur í Japan ætti einnig að batna sam- kvæmt spám á þessu ári, þótt hagvöxtur verði að líkindum minni en í Bandaríkjunum, eða 1,8% í ár. í Evrópusam- bandinu er einnig spáð batn- andi árferði. Þar dróst lands- framleiðslan saman um 0,4% í fyrra, en spáð er 1,9% vexti í ár, og hefur uppgangurinn í efnahagslífinu þar verið nokkru hraðari en búist hafði verið við. Eftir því.sem hagvöxtur hefur styrkst hefur ótti manna við að verðbólgan aukist á næstunni vaxið, einkum í Bandaríkjunum, en hagvöxtur tók fyrst við sér þar eða þegar á árinu 1992. Þrátt fyrir þetta er verðbólga enn fremur lítil í iðnríkjunum, og er gert ráð fyrir að hún verði um eða inn- an við 3% í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi, heldur minni í Japan og Frakklandi, en aðeins meiri á Ítalíu. Atvinnuleysið Þrátt fyrir bjartara útlit á ýmsum sviðum er ennþá mik- ið atvinnuleysi í löndum OECD. Spá fyrir árið 1994 gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í löndum OECD verði 8,5%, en það þýðir að 35 milljónir manna eru án atvinnu. I aðild- arlöndum Evrópusambands- ins er gert ráð fyrir 12% at- vinnuleysi á þessu ári, en þar eru rúmlega 18 milljónir manna án vinnu. Atvinnuleysi hefur minnk- að í Bandaríkjunum frá árinu 1992 og er gert ráð fyrir 6,3% atvinnuleysi á þessu ári. Sum- ir telja jafnvel að atvinnuleysi hafi náð því marki, að neðar verði ekki komist án vaxandi verðbólgu. Hækkun vaxta Langtímavextir hafa farið hækkandi í löndum OECD. í Bandaríkjunum fóru þeir að hækka í október á síðasta ári og í Japan tóku langtímavext- ir að hækka í byijun janúar á þessu ári. Stuttu sfðar fóru vextir að hækka í Þýskalandi, Bretlandi og víðar. I Banda- ríkjunum hækkaði seðlabank- inn skammtímavexti í febrúar til þess að draga úr hættu á aukinni verðbólgu. Margir fjárfestar litu á þessa vaxta- breytingu sem vendipunkt í vaxtaþróuninni. Víðahafa seðlabankar gripið til þess ráðs að hækka vexti til að vinna gegn verðbólgu, svo sem í Bretlandi nýverið, og jafnframt hefur seðlabanki Þýskalands látið af frekari lækkunum skammtímavaxta í bili. Frá áramótum og fram í september hafa langtímavext- ir hækkað um 1,2 prósentust- ig í Bandaríkjunum, 2,4 í Bretlandi, 1,8 í Þýskalandi og 1,0 í Japan. Á Norðurlöndum fyrir utan ísland, hefur vaxta- hækkunin verðið að jafnaði meiri, eða allt upp í 4,8 pró- sentustig í Svíþjóð. Fall dollarans Bandaríkjadalur hefur á ár- inu fallið verulega gagnvart japönskujeni og 12. júlí kost- aði dalur aðeins 96,7 jen. Þetta er lægsta gengi Banda- ríkjadals miðað við jen síðan í lok seinni heimsstyrjaldar. í byrjun september var gengi dalsins komið í um 100 jen og hafði þá einnig hækkað gagn- vart Evrópumyntum, en féll svo aftur fyrir miðjan septem- ber. Um miðjan september hafði gengi þýsks marks hækkað um 12,3% gagnvart Bandaríkjadal frá meðalgengi í janúar í ár, gengi jens um 12,5% og bresks punds um 5,1%. Gengi íslenskrar krónu hafði hækkað um 7,9% gagn- vart dal. Ríkishalli Búist er við að viðskipta- halli í Bandaríkjunum aukist í ár í 2,1% reiknað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, en hallinn var 1,7% í fyrra. í Jap- an nam afgangur í viðskiptum við útlönd 3,2% af vergri landsframleiðslu árið 1992, en hlutfallið hefur farið lækk- andi og er því spáð að það muni nema 2,8% í ár og 2,5% á næsta ári. Fjárhagsstaða hins opinbera hefur versnað í flestum lönd- um OECD síðan 1989. Heild- arhalli ársins 1993 nam 4,25% af vergri landsfram- leiðslu. I Evrópulöndum OECD var hallinn enn meiri, eða 6,25%. Stór hluti þessa halla er kerfisbundinn þólt merkjanlegur hluti hans sé bundinn hagsveiflunni. Að- gerðir til að minnka hallann eru mislangt á veg komnar. Búast má við að lánsfjárþörf hins opinbera muni víða vinna gegn lækkun langtíma- vaxta og þar með draga úr hagvexti. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.