Alþýðublaðið - 12.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. október Unglist ’94 Listahátíð unga fólksins í Reykjavík Unglist, listahátíð ungs fólks verður haldin í þriðja sinn dagana 15. til 23. október næstkomandi. Á hátíðinni - sem sett verður í Ráðhúsi Reykjavíkur laugar- daginn 15. október klukkan 12:00 - gefst fólki kostur á að kynnast þeirri listsköpun sem ungt fólk er að fást við þessa dagana á hinum og þessum stöðum í Reykjavík; á kaffi- húsum og markaðstorgum, í verslunarmiðstöðvum og kvikmyndasölum - og víðar. Aðalskipuleggjandi Ung- listar '94 er Hitt Húsið, menningar- og upplýsinga- miðstöð ungs fólk sem heyrir undir íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur. Skipulagning Starfshópur frá listafélögum framhaldsskólanna vinnur að skipulagningu hátíðarinnar í samstarfið við Hitt Húsið ásamt öðru ungu fólki. Síðast- liðið ár var sú stefna tekin, að færa list unga fólksins út til al- mennings; því var Hitt Húsið ekki notað undir uppákomur - né aðrir staðir sem unga fólk- inu tengjast - heldur var há- tíðin flutt á kaffihús og aðra samkomustaði. Svo verður einnig í ár. Á eftirtöldum stöðum verða tónleikar, upplestrar. kvik- myndasýningar, leiksýningar og fleira sem lýtur að listsköp- un dagana sem Unglist '94 stendur yfir: Ráðhúsi Reykjavíkur, Perl- tinni, Sólon íslandus, Kaffi Reykjavík, Ara í Ögri, Kola- portinu, Kringlunni, Há- skólabíói og einnig verður Hressó og fyrrum Skrifstofu Flugleiða í Lækjargötu breytt í gallerí á meðan Unglist '94 stendur. Maraþon Fyrsta atriðið á Unglist ’94 er ljósmynda- og stuttmynda- maraþon sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 15. október klukkan 12:00 (strax að setningu hátíðarinnar lok- inni). Úrslit keppninnar verða birt á ljósmynda- og stuttmynda- sýningu í Háskólabíói mánu- daginn 17. október klukkan 20:00, en þar verða einnig sýndar aðrar áhugaverðar stuttmyndir eftir ungt fóik og sýnishom úr myndum eldri og reyndari kvikmyndaleikstjóra sem nú eru í vinnslu. Skráning í Ijósmyndamara- þonið og stuttmyndamaraþon- ið er í Hinu Húsinu, Brautar- holti 20, sími 624320. Fyrir þá sem seint eru á ferðinni verður hægt að skrá sig í Ráðhúsi Reykjavíkur frá klukkan 11:00 sama dag og maraþonin hefjast. Ljósmyndir Keppendur í Ijósmynda- maraþoni eiga að mæta með 35 millimetra myndavélar í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 12:00 á laugardaginn og þar fá þeir 12 myndverkefni (þemu), 12 mynda filmu og 12 klukkustundir til að leysa verkefnin. Það er því ekkert svigrúm fyrir mistök og keppendur þurfa að vanda vinnu sína. Dómnefnd skipa Gunnar Finnbjörnsson frá Hans Pet- ersen, Gunnar Andrésson frá DV, Már Guðlaugsson frá Hinu Húsinu og Bára Krist- insdóttir ljósmyndari. Verðlaun fyrir bestu mynd- imar gefur Hans Petersen hf; glæsilegar Canon EOS og Canon Prima myndavélar. Stuttmyndir Keppendur í stuttmynda- maraþoni eiga að mæta með vídeótökuvélar sínar (VHS, S- VHS, Video-8mm, Hi-8) í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 12:00 á laugardaginn og fá þar úthlutað myndverkefni og 5 mínútna langri vídeóspólu. Skilafrestur er til klukkiin 18:00 sama dag. Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í keppninni. Verðlaun fyrir bestu stutt- myndina em 50 þúsund króna úttekt í einu besta SP-Beta klippistúdíói landsins, Nýja bíó. Fyrir aðrar áhugaverðar myndir verða veitt verðlaun frá Myndbandavinnslunni. Listasmiðjur Á Unglist ’94 verða starf- ræktar þrjár listasmiðjur í Hinu Húsinu: - Leiksmiðjan sem hefur starf á opnu helgarnámskeiði 15. og 16. október og uppúr því verður Skieruleikhúsið stofnað, en það ntun troða óforsvarandis upp vítt og breitt unt borg og bý. Leið- beinandi verður Rúnar Guð- brandsson. - Rokktextasmiðja sem reynir að svara spumingunni: Er íslenskan hæf í rokki? Leiðbeinendur verða Kristján Kristjánsson (KK) og dokt- or Gestur Guðmundsson. - Slelpurokksmiðjan verður einnig starfrækt fyrir stelpur með rokkbakteríuna og er leiðbeinandi þar á bæ Mar- grét Ömólfsdóttir, fyrmm Sykumtoli. Norðrið rokkar Hluti af Unglist ’94 verður nonæna tónlistarhátíðin Nor- den rockar (Norðrið rokkar), en þar munu hijómsveitir frá vinabæjum Reykjavíkur troða upp á Tveimur vinum. Hljómsveitirnar heita: Tomski Beat (Danmörk), Bad IJver (Svíþjóð), Radiofanto- mene (Noregur), H.C. Ander- sen (Finnland) og Maus (ís- land). Aðgangur að öllum uppákomum er ókeypis og öllum heimill. HITT HÚSIÐ við Brautarholt í Reykjavík, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólk sem heyrir undir Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, er aðalskipuleggjandi UNGLISTAR ’94, listahátíðar ungs fólks verður haldin íþríðja sinn dagana 15. til 23. október nœstkomandi. Aiþýðubtaðsmynd/Einaróiason DÓMSMÁLARÁÐUNE Áminr varfél - Lögreglumaðurinn bn tíma til að koma að antí Fyrr á þessu ári var tveimur lögreglu- mönnum hjá lög- reglustjóraemb- ættinu í Reykjavík veitt áminning. Annar þeina kærði áminning- una til dómsmálaráðuneytisins og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Ráðuneytið hefur nú kveðið upp úrskurð þar sem áminning viðkomandi lög- reglumanns er felld úr gildi þar sem hann fékk ekki hæfilegan tíma til að koma að andmælum. Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð um málið þar sem sagt er frá mála- vöxtum í stuttu máli og gerð grein fyrir forsendum úrskurðar ráðuneytisins. Brugg í Mosfellsbæ Málavextir eru þeir að föstu- daginn 25. febrúar 1994 komu tveir lögreglumenn sem báðir unnu þá á Breiðholtsstöð lög- reglunnar í Reykjavík að máli við varðstjóra þar og óskuðu þess að fá að vinna daginn eftir að rannsókn bruggmáls á til- greindum stað í Mosfellsbæ. Varðstjórinn hafnaði þessari beiðni og skýrði lögreglumönn- unum frá því hvers vegna beiðni þeirra væri hafnað. Jafn- framt benti hann þeim á að hafa samband við þann rannsókna- lögreglumann hjá embætti lög- reglustjórans í Reykjavík, sem hefði umsjón með aðgerðum embættisins í bruggmálum og láta hann vita af grunsemdum sínum til að hann gæti gert nán- ari ráðstafanir. Daginn eftir fóm þessir lög- reglumenn ásamt tveimur starfsfélögum sem einnig unnu á Breiðholtsstöð lögreglunnar í Reykjavík að þeim stað í Mos- fellsbæ þar sem grunur lék á að áfengisframleiðsla færi fram. Þaðan höfðu þeir samband við rannsóknalögreglumanninn sem umsjón hefur með aðgerð- um embættis lögreglustjórans í Reykjavík í bruggmálum og skýrðu honum frá því að þeir væru á umræddum stað og sögðu menn vera á svæðinu. I samráði við rannsóknalögreglu- manninn ræddu fjórmenning- amir við þá menn sem voru á staðnum og handtóku þá síðan þar sem framleiðsla á áfengi stóð þá yfir. 1 framhaldi af þessu var tveimur lögreglumönnum sem þátt tóku í ferðinni í Mosfells- bæ veitt áminning fyrir að hafa farið á svig við þau fyrirmæli og þær starfsreglur sem þeim ber sem lögreglumönnum að hafa í heiðri. Hinir tveir lög- reglumennirnir fengu alvarlega aðvömn urn að starfa sam- kvæmt þeim reglurn og starfs- skyldum sem þeim hafa verið kynntar. Brot á fyrirmælum Niðurstöður í úrskurði ráðu- neytisins fara hér á eftir, en nöfn þeirra sem þar em til- greindir em felld brott: Lögreglumönnunum A, B, C og D, sem þátt tóku í þeirri að- gerð að taka bmggara í sumar- bústað í landi Z, Xdal, Mos- fellssveit, laugardaginn 26. febrúar 1994, var kunnugt um að beiðni þeirra um að vinna að uppljóstmn bmggmáls á þeim stað hafði verið hafnað daginn áður. A og D sem fóm fram á að mega vinna að því máli var bent á að upplýsa M, rann- sóknalögreglumann um málið en hann hafði með samræm- ingu á aðgerðum lögreglunnar í Reykjavík í bmggmálum að gera. Það gerðu þeir ekki, en . fyrir liggur að þetta mál hafði komið til tals milli C og M dag- inn áður. Áður en lögreglu- mennimir hófu lögregluaðgerð- ir á staðnum höfðu þeir sam- band við M, rannsóknalög- reglumann, en ekki aðalvarð- stjóra á vakt svo sem starfsregl- ur segja til um að gera eigi við aðstæður eins og þama vom og þeim vom kunnar. Ráðuneytið telur að það eitt að sammælast um að fara á staðinn, sem ekki er í alfara- leið, hafi verið brot á þeim fyr- irmælum að sinna ekki rann- sókn á þessu máli, þar sem lög- reglumönnunum mátti vera ljóst að á staðnum gæti sú stað: komið upp að þeir teldu sér skylt að heija rannsókn á mál- inu. Ekki almenn heimild Samkvæmt 2. málsgrein 66. greinar laga um meðferð opin-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.