Alþýðublaðið - 12.10.1994, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.10.1994, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ EYTtÐ kveður upp úrskurð í máli lögreglumanns sem kærði áminningu: aut gegn fyrirmælum en fékk ekki hæfilegan Imælum við áminningunni berra mála númer 19/1991 skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitn- eskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. I þessu ákvæði felst ekki almenn heimild til ein- stakra lögreglumanna til að hefja sjálfstætt og hvenær sem er rannsókn máls án tillits til þess skipulags sem gildir hjá viðkomandi lögregluliði. I því tilviki sem hér um ræðir hafði ákveðnum lögreglumanni verið falið að samhæfa aðgerðir lög- reglunnar í Reykjavík gegn bruggi og þeim lögreglumönn- um sem fóru þess á leit að sinna málinu daginn áður var sérstaklega bent á að hafa sam- band við þennan lögreglu- mann, en það höfðu þeir ekki gert áður en þeir fóru á vett- vang. Með hliðsjón af þessu er ekki fallist á þá málsástæðu A i að þeim hafi verið skylt að hefja sjálfstætt rannsókn á mál- inu. Aftur á móti bar þeim skylda til að gera réttum aðila innan lögreglunnar grein fyrir vitneskju sinni eða grun. Óskað skýringa í kæru A er þess krafist að áminningin verði felld úr gildi vegna þess að þegar hún var ■ veitt hafi ekki verið gætt ákvæða stjómsýslulaga um af- hendingu gagna, frest til að koma að athugasemdum, rétt til að tjá sig, né hafi verið gætt jafnræðis með þeim starfs- mönnum sem komu að máli þessu. Þann 28. febrúar 1994 ræddu þeir G, varðstjóri og J, aðstoð- aryfirlögregluþjónn við lög- reglumennina fjóra sem stóðu að lögregluaðgerðinni og var á þeim fundi óskað skýringa þeirra á því að þeir hefðu farið að vinna í umræddu máli þrátt fyrir að yfirmaður þeirra hafi i lagst gegn því. Samkvæmt greinargerð um þennan fund tjáði A sig ekki um málið. Samkvæmt gögnum málsins gerist það næst að A er kallað- ur á fund Y, yfirlögregluþjóns þar sem atvik málsins eru rakin ásamt framburðum tiltekinna aðila. Að því loknu segir orð- rétt: „A hefur lesið framangreint og er honum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum og/eða athugasemdum á fram- færi. A segir þetta að megin leyti til vera rétt en segist þurfa lengri tíma til að tjá sig um þetta og vilja taka þetta með sér og tjá sig síðar. Honum er tjáð að hann geti fengið þann tíma sem hann þurfi, hér á staðnum. Hann segist þá ekki tjá sig frek- ar um þetta.“ í framhaldi af þessu er hon- um veitt áminning samkvæmt 2. málsgrein 7. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins númer 38/1954 og var áminningin kynnt kæranda og tekið fram að hún gildi þrátt fyrir mótmæli hans. Ekki kynnt gögnin Samkvæmt 13. grein stjórn- sýslulaga skal aðili máls eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft. í at- hugasemdum við þessa grein í frumvarpi til stjómsýslulaga segir að stjómvald taki almennt ákvörðun um hvort andmæli skuli koma fram skriflega eða munnlega. Þar segir og að í andmælareglunni felist að aðili máls, sem til meðferðar sé hjá stjómvaldi, skuli eiga þess kost að tryggja réttindi sín og hags- muni með því að kynna sér gögn máls og málsástæður er ákvörðun mun byggjast á, leið- rétta fram komnar upplýsingar og koma að frekari upplýsing- um um málsatvik áður en stjómvald taki ákvörðun í máli hans. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafði kæranda ekki verið kynnt nein gögn málsins eða aðrar fyrirliggjandi upplýs- ingar eða greinargerðir er kom að fundi hans með yfirlögreglu- þjóni þann 7. mars 1994. Skylt að veita frest Þrált fyrir að atvik máls séu í eðli sínu einföld og að kærandi hafi tekið þátt í þeirri aðgerð er leiddi til áminningar verður við mat á málsmeðferð í heild að líta til þess að samkvæmt 2. málsgrein 7. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins númer 38/1954 getur áminning verið undanfari brott- reksturs úr starfi. Þar sem áminning er íþyngjandi stjóm- valdsákvörðun er skylt að verða við beiðni aðila um að- gang að gögnum máls og hæfi- legan tíma til að kynna sér þau og koma að andmælum. Ráðu- neytið telur að skylt hafi verið að veita A umbeðinn stuttan frest til að undirbúa og koma að andmælum og að ekki hafi verið nægjanlegt að bjóða þann tíma sem hann þyrfti á staðnum eins og tekið er fram í bókun yfirlögregluþjóns, enda lá af- staða A til málsins ekki fyrir. ✓ Aminning feild úr gildi Samkvæmt 11. grein stjóm- sýslulaga ber stjórnvöldum að gæta samræmis og jafnræðis við úrlausn mála í lagalegu til- liti. í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi til stjóm- sýslulaga kemur fram að mis- munur í úrlausnum mála sé heimill enda byggist hann á frambærilegum og lögmætum sjónarmiðum. Mál þetta varðar fjóra lögreglumenn sem allir hafa lokið prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins. Lögreglumenn- imir A og C höfðu starfað lengi í Breiðholtsstöð lögreglunnar, en þeir B og D í rúmar tvær vikur. Ráðuneytið felst á þau sjónarmið sem fram koma í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík að sá mismunur sem er á viðbrögðum lögreglu- stjóraembættisins gagnvart að- ilum málsins sé ekki brot á jafnræðisreglu stjómsýslulaga. (I umsögn lögreglustjórans í Reykjavík kemur eftirfarandi fram um þetta atriði: „Varðandi það að ekki hafi verið gætt jafnræðis með lögreglumönn- unum fjórum sem þátt tóku í aðgerðunum segir lögreglu- stjóri að ástæða þess að tveir lögreglunrenn hafi ekki verið áminntir heldur fengið alvar- lega aðvörun sé sú að þeir hafi verið nýliðar á Breiðholtsstöð- inni og ókunnugir þeim staifs- aðferðúm sem þar hafi tíðkast og í óvissu um til hvers væri ætlast af þeim á hinum nýja starfsvettvangi. A hafi starfað þar ffá því að stöðin tók til starfa og eins og fram komi í greinargerð A hafi aðrar áhersl- ur og starfsaðferðir tíðkast þar og hafi nýliðamir á stöðinni verið undir handleiðslu þeirra AogC.) Með hliðsjón af því sem að framan er rakið telur ráðuneyt- ið að lögreglumennimir A, B, C og D hafi með því að fara í Xdal, Mosfellssveit, laugardag- inn 26. febrúar 1994, brotið gegn fyrirmælum varðstjóra um að vinna ekki að rannsókn máls vegna meinúar bruggunar á staðnum og á staðnum áður en lögregluaðgerðir hófust brotið gegn almennum fyrir- mælum með því að ræða við M í stað aðalvarðstjóra. Jafnframt telur ráðuneytið að viðbrögð yfirstjómar lögreglunnar í Reykjavík hafi ekki verið óeðlileg. Þar sem A var veitt áminning án þess að hann fengi hæfileg- an tíma til að koma að andmæl- um ber samkvæmt kröfu hans að fella hina kærðu áminningu úr gildi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.