Alþýðublaðið - 12.10.1994, Page 8

Alþýðublaðið - 12.10.1994, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 12 október 1994 Á síðasta ári biðu 17 bana í UMFERÐARSLYSUM: Fæst banaslys fráárinu 1969 - Mikil fækkun ölvaðra ökumanna á síðustu árum Asíðasta ári létust 17 manns í umferðarslys- um hér á landi og hafa jafnfáir ekki látist í umferðar- slysum á einu ári í 24 ár eða frá því á árinu 1969. Um 1.430 manns slösuðust í umferðinni í fyrra, þar af 246 alvarlega. Færri ökuinenn eru teknir fyrir meinta ölvun við akstur með hverju ári sem líður. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni skýrslu Umferðarráðs um umferðar- slys á íslandi 1993. Sem fyrr segir létust 17 í umferðarslys- um í fyrra en árið áður létust 21. í skýrslunni má sjá að frá 1966 hafa samtals 654 látist í umferðarslysum. Langflest voru banaslysin árið 1977 þeg- ar 37 létust. Umferðarslys voru flest í ágúst í fyrra eins og svo oft áður eða 109 og næst flest slys voru í maí eða 100. Slysin voru fæst í janúarmánuði eða 65. Hér er átt við slys sem lög- reglumenn gerðu skýrslu um. Þegar litið er á yfirlit um aldur ökumanna sem áttu aðild að slysum í fyrra sést að 45% þeirra voru 17 ára. Hlutfallslega látast flestir á aldrinum 17 til 20 ára í umferð- arslysum. Á árunum 1972 til 1993 létust alls 95 á þeim aldri eða að meðaltali 23,75 úr hverjum aldursárgangi. Til samanburðar má geta þess á Fjöldi ökumanna Meint öivun við akstur 1980-1993 '80 ‘81 '82 ‘83 ‘84 '85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 '90 91 ‘92 '93 "" * f • ’ ■ þessu tímabili létust 103 á aldr- inum 25 til 40 ára eða 6,9 úr aldursárgangi. Á aldrinum 41 - 64 ára létust 100 eða 4,3 úr ald- ursárgangi. Á árunum 1975 til 1993 slös- uðust 2.496 börn á aldrinum 0 til 14 ára í umferðarslysum og 59 létust. 1 skýrslunni má sjá að í fyrra voru samtals 1.955 ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Hafa þeir ekki verið jafn fáir á þeim tíma sem súlurit í skýrslunni nær yfir eða frá 1980. Af þeim sem voru teknir fyrir meintan ölvunarakstur í fyrra voru 914 teknir í Reykja- vík og 1041 utan borgarinnar. Árið 1987 voru samtals 2.664 ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur en síðan hefur þeim fækkað ár frá ári. Þótt færri hafi verið teknir fyrir ölvunarakstur en áður fjölgaði ölvuðum ökumönnum sem lentu í umferðarslysum. í fyrra voru þeir 52 en 46 á ári næstu tvö ár á undan. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Dagur hvíta stafsins verður á laugardaginn og verður þá opið hús hjá BLINDRAFÉLAGINU að Hamrahlíð 17: í sporum blindra Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins er á laugardag- inn, 15. október, og verður þá opið hús hjá Blindra- félaginu að Hamrahlíð 17. Dagurinn hefst með því að gengið verður um Kringluna og þaðan að Hamrahlíð og mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fara í broddi fylk- ingar með bundið fyrir augun og bera hvítan staf. Hvíti stafurinn er aðalhjálp- artæki blindra og sjónskertra við að komast leiðar sinnar. Hann er jafnframt forgangs- merki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafmn svo að hann komi að sem mestum not- um. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kennileiti. Þegar blindur maður eða sjónskertur þarf að komast yfir götu, heldur hann hvíta stafnum skáhallt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrir vegfarendur taka í æ ríkara mæli tillit til blindra og sjón- skertra sem nota hvíta stafinn. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR borgar- stjóri ætlar að sína blind- um samstöðu á laugar- daginn með því að ganga í broddi fylkingar með bundið fyrir augu og bera hvítan staf Alþýðublaðsmynd Aðal vandamál blindra eru kyirstæðir bílar á gangstéttum. 1 tilefni dagsins hefur verið ákveðið að hafa opið hús fyrir almenning í húsi Blindrafélags- ins að Hamrahlíð 17. Dagurinn hefst með því að klukkan 13 verður gengið um Kringluna og þaðan að Hamrahlíð 17. Borg- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ætlar að sína blindum samstöðu með því að ganga í broddi fylkingar með bundið fyrir augu og bera hvítan staf. Klukkan 14 hefst opna húsið að Hamrahlíð 17, þar sem Blindrafélagið og Sjónstöð Is- lands kynna starfsemi sína. Gefin verður kostur á að sjá fólk að störfum, sjá hjálpartæki og jafnvel að upplifa það að starfa á sjónar. Selt verður kaffi og heitar vöfflur með ijóma. HELGIHJÖRVAR, framkvœmdastjóri Blindrafélagsins, mun standa í ströngu nœst- komandi laugardag þegar alþjóðlegur dagur hvíta stafsins verður haldinn hátíðlegur. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Ritstjóri Víkur- blaösins segir Alþýðublaðið vera hátind íslenskrar blaðamennsku Jóhannes Sigurjónsson, hinn gráglettni ritstjóri og altmuligmaður Vtkurblaðsins á Húsavík, er í íslenskum ljölmiðlaheimi einna helst þckktur sem glöggur stjóm- málaskýrandi og þykir djúp- hyglinn með eindæmum. Kappinn velti fyrir sér fram- boðsmálum Jóhönnu Sig- urðardóttur í blaði sínu lyrir stuttu. Jóhannes einbeitir sér þar að sínum heimaslóðum; nefnilega Þingeyjarsýslu og skrifar nteðal annars: „Þegar Jóhanna heitin frá Örk fékk þá flugu í höfuðið í Frakklandi forðum að hún væri útsendari erkiengla og hefði ákveðnu hlutverki að gegna, fylgdu henni fjölmarg- ir pótentátar og herramenn sem á hana trúðu, eða töldu í það rninnsu. :>ð þeir hlytu af auknar mannvirðingar. Nú hyggst önnur Jóhanna, Sigurðardóttir, þeysa um ís- lensk héruð og safna liði á lista. Og verða þá væntanlega rnargir kallaðir en fáir útvald- ir. Fólk á Norðurlandi eystra sent hyggur á franta í pólitík sér þama kjörið tækifæri til að komast á þing, minnugt þess þegar Kolbrún Jóns- dóttir fór svo óvænt inn um árið fyrir Bandalag jafnaðar- manna. En hvurjir koma helst til greina, til dæmis hér í Þingeyjarsýslu, sem oddvitar Arkar-listansT Jóhannes skrifar síðan að fyrst hljóti böndin að berast að óánægðum krötum. Hins- vegar sé þar úr vöndu að ráða þar sem enginn óánægður krati finnist í kjördæminu. „- Þetta er svo dæmalaust já- kvætt fólk og jafnaðargeðs- legt,“ skrilar riLstjórinn. Hversu ótnilegt sem það nú hljómar. Þá telur hann að hugsan- lega komi til greina að leita til fólks sem ákveðinna einka- hagsmuna hafi að gæta, lil að mynda Árna Loga meindýra- eyðis. Sá mun helst hafa á stefnuskránnk að útrýma öll- um rottum á Islandi og telur Jóhannes að þar myndi þing- setan óneitanlega hjálpa til. „Hugsanlega hafa einhverj- ir Mývetningar áhuga á því að komast á þing, með það í huga að setjast í stól mennta- málaráðhcrra, vegna undan- genginnar reynslu af þeim málaflokki. Og einhver taldi að ritstjóri Víkurblaðsins þyrlti að komast á þing til að redda ríkisstyrk til handa blaði sínu,“ skrifar Jóhannes ennfremur, en hann hefur ein- sog kunnugt er lengi strög- glað einn við það hugsjóna- starf að korna Víkurblaðinu út. Rilstjórinn tekur af öll tví- ntæli og segist hafa hafnað þessari hugmynd nú þegar og ætlar ekki að stefna á frama í pólitík. En ekki eni þama öll kurl komin tii grafar: „Hans takmark í lílinu er hinsvegar að komast á hátind íslenskrar blaðamennsku og gerast rit- stjóri Alþýðubltiðsins.“ Þessi voru lokaorð pistils Jóhannes- ar Sigurjónssonar, ritstjóra Víkurblaðsins...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.