Alþýðublaðið - 14.10.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 14.10.1994, Side 1
Þofskurinner greind skepna „Ég mótmæli því alltaf þegar ég heyri heimskum mönnurn líkt við þorska. Rannsóknir hafa leitt hið gagnstæða í ljós. Þorskurinn er mjög greind skepna“, seg- ir Logi Jónsson. fiskalífeðl- isfræðingur við Háskóla ís- lands, í viðtali við tímaritið Uppltátt, sem Flugleiðir gauka að innanlandsfarþeg- um sínum. Logi segir meðal annars að sýnt hafi verið fram a að fiskar, og þá sérstaklega þorskurinn, eru næmir á ým- is hljóðmerki og sé það næsta auðvelt að fá þorskinn til að koma að æti, þegar hann heyrir ttkveðin hljóð. Þá sé það alkunna að lyktar- skyn fiska er mjög næmt og hefur það iðulega verið hag- nýtt til að laða þá að beitu um langan veg. Heigarlygi ALÞÝÐUBLAÐSINS: Sameiginlegt knattspymulið Alþýðubiaðsins og Vikublaðsins gjörsigraði Qöbniðiamótið... Síðast- liðinn laugardag fór fram hið árlega íjölmiðla- mót Blaða- tnannafé- lag ís- lands í knattspymu á gervi- grasvelli Leiknis í Breið- holti. í keppninni taka allir alvöru fjölmiðlar landsins þátt - og nokkrir minnimátt- ar að auki. Það er skemmst frá því að segja aðAlþýðu- blað og Vikublað sendu að vanda sameiginlegt lið til keppninnar; Sameiningarlið jafnaðarmanna - og viti menn: Liðið gjörsigraði riðil sinn og fór þráðbeint í úr- slitaleikinn. Ekki náðist upp úr talsmönnum Blaðamanna- félagsins hvaða lið keppti við Sameiningarlið jafnaðar- manna en þó er vitað með nokkurri vissu að leikurinn fór 14—2, jafnaðarmönnum í vil. Markatala jafnaðar- manna í keppninni var 77-7. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Sameiningarlið jafnað- armanna sigrar í fjölmiðla- mótinu í knattspymu og hef- ur liðið því hlotið farandbik- ar Blaðamannafélagsins til eignar. Einsog sjá má á með- fylgjandi mynd Lúðvíks Geirssonar var gleði jafnað- armanna mikil að úrslitaleik loknum... Gallað útboð VEGAGERÐAR RÍKISINS olli gjaldþroti verktakans RÖGNVALDS KRISTINS RAFNSSONAR og víðtækum vandamálum þeirra sem að verkinu komu. Vegagerðin vill hespa málinu af með 2,6 milljón króna greiðslu og loforði um að málið verði látið kyrrt liggja. Efnið sem verktakanum var gert að nota er í meira lagi vafasamt að ál'iti BJÖRNS JÓNASSONAR jarðfræðings: Gjaldþrata getur Rögnvaldur ekki sótt sinn rétt - „Ég er gjaldþrota, atvinnulaus og peningalaus með öllu og get því ekki ráðið mér lögfræðilega aðstoð,“ segir Rögnvaldur Kristinn Að sjálfsögðu vil ég sækja minn rétt, - en ég er gjaldþrota, atvinnulaus og peningalaus með öllu og get því ekki ráðið mér lögfræðilega aðstoð. Svo einfalt er það. Ég get mig ekkert hreyft, enda þótt ég hafi sannanir fyrir stórfelld- um mistökum Vegagerðar rík- isins við útboðsgerðina. Ég er ekki einn um það að telja að dómstólar myndu dæma Vega- gerðina til hárra bóta.“, sagði Rögnvaldur Kristinn Rafns- son, verktaki. Hann fór llatt á útboði Vega- gerðarinnar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Skuldir hans munu nema 20 til 30 milljónum króna eftir að alls konar kostnaður hefur lagst á upphaflegar kröfur. Slíkur kostnaður gerir slæmt ástand sýnu verra á skammri stund. Björn Jónasson, jarðfræð- ingur, segir um jarðefnið sem Rögnvaldi var gert að nýta norður í Eyjafirði við gerð RÖGNVALDUR KRISTINN RAFNSSON. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason kafla Ólafsíjarðarvegar: „Ásamt því að hér er um afar vafasamt burðarlagsefni að ræða og vafasamt að það standist kröfur Vegagerðar rík- isins, þá er efnið afar erfitt í vinnslu, bœði í námu og niður- lögn vegna óheppilegrar sam- setningar ásamt því að vera óeðlilega þungt". Vegagerð ríkisins, opinbert fyrirtæki sem er nánast einrátt um vegagerð í landinu, viður- kennir rnistök sín opinberlega. Vegagerðin vill hinsvegar hespa málinu af með 2,6 millj- ón króna greiðslu og loforði um að málið verði látið kyrrt liggja. Vegagerðin fékk vegarspott- ann tilbúinn undir klæðningu fyrir 3.506 krónur lengdarmetr- ann. Það mun nánast vera „Bónus-verð“ í kaupum á slíkri vinnu. Eftir sitja með sár enni fjölmargir sem ekki fengu umbun verka sinna. Alþýðublaðið náði ekki tali af vegamálastjóra eða öðrum yfirmönnum embættisins í gær. Þeir voru á löngum fundahöld- um. -Sjá blaðsíðu 8 Skrifað undir nýskipan í Isamræmi við stefnu ríkis- stjómarinnar um nýskipan í ríkisrekstri og aukið sjálfstæði stofnana var ákveðið að gerð yrði tilraun með samnings- stjómun í opinbemm rekstri. I gær var skrifað undir fyrstu samninga þessara gerðar, samning iðnaðarráðuneytis við Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins við Geislavamir ríkisins. I samn- ingunum er annars vegar kveð- ið á um áherslur ráðuneytanna í starfsemi stofnananna, þjónust- una sem þær veita og þær ár- angur sem þær skuldbinda sig til að ná. Hins vegar er kveðið á um fjárveitingar og aukið sjálf- ræði sem stofnanimar hafa til að ná settu marki. Samningam- ir em til þriggja ára, en ijárveit- ingar em háðar fyrirvara um fjárveitingar Alþingis. Samningsstjórnun byggir á, að gerður er formlegur þjón- ustusamningur milli stofnunar og viðkomandi fagráðuneytis þar sem stofnunin selur ráðu- neytinu tiltekna þjónustu fyrir ákveðið verð. Markmið samn- ingsstjómunar er að ná fram hagkvæmari rekstri og betri þjónustu með því að dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja ákvarðanir sem næst vettvangi. Fjárhagshlið samninga af ríkisrekstri þessu tagi þarf að vera staðfest af fjármálaráðherra og á með- fylgjandi mynd má sjá þá Há- kon Ólafsson, forstjóra Rann- sóknastofnunar byggingaiðnað- arins, ráðherrana Sighvat Björgvinsson og Friðrik Sop- husson og Sigurður Magnús- son, forstjóra Geislavama ríkis- ins, við undirritun samningsins. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Sniglabandið kynnir um þessar mundir söngdúettinn The Toys, sem skipaður er tveimur ungum Sömun, sem komnir evu til íslands til að láta skíra sig! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason KJARARANNSÓKNANEFND um þróun launa og kaupmáttinn: Rýmarhjá j sumum eneykst hjáoðnim Greitt tímakaup í dag- vinnu hækkaði um 0,9% frá öðmm árs- fjórðungi 1993 til sama tíma- bils á þessu ári hjá landverka- fólki innan Alþýðusambands Islands, segir Kjararann- sóktmnefnd. Vísitala fram- færslukostnaðar hækkaði hins vegar á sama tímabili urn 2,2%. Kaupmáttur tímavinnu- launa minnkaði því um 1,3% segir nefndin. Kauptaxtar flestra stétta vom óbreyttir á tímabilinu. Mánaðarlaun landverka- fólks innan ASÍ hækkaði aft- ur á móti meira, eða 2% milli áðurgreindra tímabila, sem þýðir kaupmáttarrýmun um 0,2%. Kjararannsóknanefnd segir að meiri hækkun mán- aðarlauna en greidds tíma- kaups í dagvinnu megi skýra með örlítilli lengingu vinnu- tíma. Mest hækkuðu laun hjá skrifstofukonum og verka- körlum og aðeins í þessum tveimur hópum jókst kaup- máttur mánaðarlauna, hjá konum á skrifstofum um 5,7%, úrtakið að vísu of lítið, og hjá verkakörlum um 1,9%.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.