Alþýðublaðið - 14.10.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 14.10.1994, Page 3
Föstudagur14. október 1994 TIÐIHDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 , Almenningur væntir svo mikilla lífsgæða að tilkostnaður þjóðfélagsins verður mikill við að halda uppi þeim stuðli sem menn vilja búa við.. .Færra fólk nyti betri efnahags því arðurinn af fiskunum sem veiðast dreifðist á færri hendur. Ég tel því að íslendingar ættu að nota getnaðarvamir betur og meira og gera sig ánægða með tvö eða þrjú böm í stað fjögurra eða fimm,“ segir REYNIR TÓMAS GEIRSSON, sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum: Alttof mörg bömfæðast Kér á landi... - segir kvensjúkdómalæknirinn. Hann bíður spenntur eftir að franska fóstureyðingarpillan komi hér á markað og bendir einnig á að þótt ýmis getnaðarvamarlyf séu ekki komin á íslenskan markað þá megi sækja um undanþágu vegna flestra Verður framtíðin fólgm «pungunarvörn" í staði getnaðarvarnar íssas r lclur.luum tifíþno ork, fSSSSr-"- í,eínaðurvarnir verð i ‘’tornukín, en á sviði' mm-r taa a gið ..franskn piflun-- £nn”“ur™ ■"ttCírS!1'® um tr rðr !,na «‘;n>í*UvaMar ‘Ctút áil Jtnla '4'fram!'“? nn:"n í.nÆ.Wa-1 IBiihrnianu,',, i£ " 1 ví *<’«■ < ii „iSnÍTJ „ t<ar K-U mc!,r„mSnnni*"ia. a„ íjenið og dður hafíi ös,n>' ’’aerTr-' kvensjúkd xyo .suinax ktMw, lUa. Iin þcsxi mri (prógthiilöiicn) c cinin voru unni nirt) virg 5,UI k.,,1 kv nnh.i rnit, PTOfMtósraiu li„| vurkun, ‘vo m„io (irirra Vcrtd hii- upnrii„„kj„r„i„„ Pr„tír.s,„gcnmn J)( nnfil Ifkn „ukj. Eg álít að við íslendingar séum að eiga of mörg böm. Hér fæðast kannski 20-30% fleiri börn ár- lega en æskilegt væri. Fæðing- artíðni í þessu 250 þúsund manna þjóðfélagi er 4500 til 4600 nýburar árlega. Væri tíðn- in hlutfallslega sú sama og í grannlöndum okkar væm fæð- ingarum 1000færri.“ Þetta segir Reynir Tómas Geirsson, sérfræðingur í kven- sjúkdómalækningum, meðal annars í viðtali við tímaritið Lyíjatíðindi. Hann segir að við íslendingar eigum við fólks- fjölgunarvandamál að etja eins og aðrir á tímum atvinnuleysis og minnkandi þorskgengdar. Því sé nauðsynlegt að fólk spyrji á hverju öll þessi böm eigi að lifa. Reynir Tómas vill stórauka notkun getnaðarvama og fræðslu um vamir. Þungun- artíðni meðal stúlkna 19 ára og yngri sé langtum meiri hér en í grannlöndunum af því að hér sé getnaðarvamarnotkun ekki jafn mikil. „í Danmörku láta árlega um helmingi fleiri konur af hveij- um þúsund framkvæma fóst- ureyðingu en hér á landi - en þar er þungunartíðnin líka mun minni. Þetta má ekki skilja svo að Danir séu svo slæmt fólk að þeir vilji fremur láta eyða fóstmm en við íslend- ingar. Dönsku konumar virðast að vísu fremur fara í fóstureyð- ingu en íslenskar konur, ef þær verða á annað borð þungaðar - en þær verða líka síður þungað- ar,“ segir læknirinn. Reynir Tómas segir í viðtal- inu að takmörkun fólksijölda sé okkur hagsmunamál rétt eins og í þróunarríkjunum. „í okkar daglega lífi krefj- umst við þess að geta haldið uppi ákveðnum lífsgæðum. Til dæmis þykir nú hveijum ung- lingi sjálfsagt að hann eigi bíl. Almenningur væntir svo mik- illa lífsgæða að tilkostnaður þjóðfélagsins verður mikill við að halda uppi þeim stuðli sem menn vilja búa við. Færra fólk nyti betri efnahags því arðurinn af fiskunum sem veiðast dreifð- ist á færri hendur. Ég tel því að íslendingar ættu að nota getn- aðarvamir betur og meira og gera sig ánægða með tvö eða þrjú böm í stað fjögurra eða fimm,“ segir Reynir Tómas. Sem lið í því að halda mannfjölgun í skefjum hér á landi vill kvensjúkdóma- fræðingurinn láta fella niður virðisaukaskatt af getnaðar- vömum sem mundi lækka verðið um 19,7%. „Þá álít ég að fleiri hér á landi ættu að láta gera á sér ófrjósemisaðgerðir en verið hefur. í ófijósemisaðgerðum hafa ýmsar nýjungar koinið fram og tæknin hefur batnað,“ segir Reynir Tómas. „Enn einn nýr þáttur í getn- aðarvömum sem við emm að reyna fá hingað til lands gæti kallast „contragestion“ í stað „contraception" - sem mætti þýðast sem þungunarvöm fremur en getnaðarvöm. Hér á ég við frönsku pilluna sem stundum er kölluð „fóstureyð- ingarpillarí* á íslensku.. .Enn hefur lyfið ekki komist í al- menna notkun nema í 3-4 lönd- um. Framleiðandinn er franskt lyfjafyrirtæki sem að hálfu er í eigu stórrar lyfjasamsteypu sem einkum framleiðir efni fyr- ir evrópskan landbúnað. Það veldur erfiðleikum hve bændur í Mið-Evrópu em íhaldssamir og andvígir fóstureyðingum, enda flestir kaþólskir. Hefur samsteypan því verið treg til að leyfa þessu undirfyrirtæki sínu að selja lyfið, þar sem hún ótt- ast viðbrögð viðskiptavina sinna,“ segir kvensjúkdóma- læknirinn. Um önnur getnaðarvamalyf segir hann: „.. .úrvalið fer sí- vaxandi og þótt ekki séu öll lyfin komin hingað til lands má nálgast þau flest með því að sækja um undanþágur.“ Endurgreiöslu KRAFIST Furðumálin um opinbera embættismenn sem tekist hefur að mergsjúga kerfið var efni í ályktun á fundi Menningar- og friðarsamtaka kvenna um síðustu helgi. Fundurinn vill að Rikisendurskoðun og Ríkisskattstjóri athugi vandlega og beri saman samninga rflcisins við félög opinberra starfsmanna hvort þeir opinberir embættismenn sem fengið hafa greiðslur fyrir ónotaða námskeiða- og þingfararstyrki hafa fengið greiðslur samkvæmtgildandi samningum við félögin, til dæmis Lœknafélag Islands. Komi í ljós að embættismenn hafi tekið við hærri greiðslum en samningar kveða á um, ber að krefja þá um endurgreiðslu á mismuninum. Siðanefnd lækna og aðrar hliðstæðar nefndir í fagféfögum em hvattar til að taka ábyrga afstöðu til þess hvort það teljist til misnotkunar ef styrkir til endunnenntunar og faglegrar þjíílfunar em mót- teknir án þess að styrkþeginn notfæri sér þau námskeið eða þing sem styrkþeginn gerði ráð fyrir að sækja... Vetrarfagnaður REGNBOGA Herleg veisla verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstudags- kvöldið 21. október næstkomandi á vegum Regnbogans. samtaka um Reykjavíkurlistann. Þar munu nienn rifja upp sætar endurminningar frá baráttunni síðastliðið vor og eiga saman góða stund. Fagnaðurinn hefst klukkan 19:30 með for- drykk, en síðan er borðhald með miklum krásurn. Kvennakór Reykjavtkur, Steinunn Sigurðardóttir, Steini Frœndi og Einar Kárason munu skemmta gestum og Saga-Class mun leika fyrir dansi. Veislustjóri verður Helgi Hjörvar. Að- gangseyrir er 3.500 krónur. Látið skrá ykkur hið snarasta í síma 1-68-00 milli klukkan 13 og 16. Stjömur í KIRSUBERJAGAREM Á sunnudagskvöldið fmmsýnir Frú Emilía gamanleikinn Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekov. Verkið var hið síð- asta og af mörgum talið mikilvægasta verk skáldsins, nánast farsi á köflum. Fyndið fólk sein segir eitt og gerir annar, sem reynir að róa sjálft sig með því að tala um nágrannana, veik- indin, gömlu dagana og fjarlæg lönd - og þráast við að opna augu sín fyrir sannleikanum. Það er Kristbjörg Kjeld sem fer með hlutverk frú Ranevskaju, aðalhlutverkið. Fjölmargir okk- ar bestu leikara koma fram: Jóna Guðrún Jónsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Þröstur Guðbjartsson, Ingvar E. Sig- urðsson, Steinn Ármann Magnússon, Harpa Arnardóttir, Kjartan Bjargmundsson, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Árni Tryggvason og Valgeir Skagjjörð. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen... Dagur HVÍTA STAFSINS Lögreglan vekur sérstaka athygli öku- manna á skyldu þeirra í umferðarlögum að aka skal hægt miðað við aðstæður, nálgist ökutæki aldraða eða fatlaða veg- farendur, sem og vegfarendur sem bera auðkenni sjónskertra. Þá er minnt á ákvæði untferðarlaga sem banna að leggja bflum á gangstéttir eða fyrir göngustíga. Of rammt kveður að þessu. Dagur hvíta stafsins er á morgun, fcistudaginn 15. október. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, segir að í tilefni dagsins muni lögreglan verða með kranabfla í sinni þjónustu og tjarlægja bíla sem fagt er á gang- stéttir eða göngustíga... KÓPAVOGUR, karlrembubær Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans í Kópa- vogi, óskapast yfir því í fréttabréfi Kvennalistans að enginn fiokkur var tilbúinn að gefa eftir áhrif og völd til liennar að loknum bæjarstjómarkosningum í vor. „Vissulega erum við bjartsýnar, þó að við búum í mesta karlrembubæ landsins“, segir Helga Sigurjónsdóttir... THE TOYS láta skíra sig Sniglabandið kynnir söngdúettinn The Toys, sem er skipaður tveim ungum Sömurn, sem komnir eru til Islands til að láta skíra sig! Sltm hf stendur nú í alvarleguin samningaviðræðum við piltana um plötuútgáfu. The Toys koma fram á Tveim vinum um miðnæturleytið á föstudags- og laugardagskvöld, en staðurinn hefur nú fengið verulega andlitslyftingu, stærri og flottari staður og hljómburðurinn ætti ekki að plaga dreng- ina úrTheToys... Þýsk KOSNINGAVAKA Á sunnudag fara fram kosningar til 13. Sambandsþings Þýskalands. Pýska sendiráðið og Goethestofnunin hér á landi efna af því tilelni til kosningavöku í Norræna húsinu. Fylgst verður með þýsku kosningasjónvarpi sem hefst klukk- an 16:30 á sunnudaginn. Fljótlega upp úr klukkan 17:00 má búast við fyrstu tölvuspám úr útvöldum kjördæmum landsins. Á kosningavökunni er boðið upp á þýskan kabarett auk þess sem Helmut Ruge hefur samið, en hann mun einnig skemmta gestum á kosningavökunni...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.