Alþýðublaðið - 19.10.1994, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MWBUBLMB
Stofnað 1919
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 140
Það sem
þingmenn óttast
Samkvæmt stjómarskrá íslands em þingmenn ekki bundnir
öðmm kvöðum en sannfæringu sinni. Samt er það nú svo, að
fæstir þingmenn ráðgast alvarlega við sannfæringu sína áðuren
þeir greiða atkvæði í veigamiklum málum. Birgir Hermanns-
son stjómmálafræðingur vék meðal annars að þessu í athyglis-
verðri grein í Alþýðublaðinu í gær, þarsem hann sagði alþingis-
menn alltof oft ganga erinda hagsmunasamtaka við stefnumót-
un. Þá sagði Birgir: „I Alþingistíðindum má jafnvel lesa játn-
ingar þingmanna, þess efnis að þeir séu ósammála málinu en
treysti sér ekki til að ganga gegn vilja hagsmunasamtaka."
En stjómmálamenn em ekki bara hræddir við öflug hags-
munasamtök. Flestir þingmenn eru logandi hræddir við kjós-
endur. Þingmenn em, margir hverjir, reiðubúnir að fóma bæði
eigin sannfæringu og heilbrigðri skynsemi til þess að þóknast
kjósendum sínum. í engu máli kemur þetta jafn skýrt fram og í
afstöðu þingmanna til jöfnunar atkvæðisréttar. Þar láta jafnvel
ágætustu landsbyggðarþingmenn stjómast af óttanum við kjós-
endur heima í héraði.
í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu 13. október er viðtal við
Margréti Frímannsdóttur, þingmann Alþýðubandalagsins á
Suðurlandi. Þar er hún meðal annars spurð um afstöðu sína til
jöfnunar atkvæðisréttar. Margrét svarar: „Ég get svosem vel
skilið að Reykvíkingar séu fúlir yfir því að þeirra atkvæði hafí
ekki sama vægi og okkar á landsbyggðinni. Við skulum þó
muna að við emm hinsvegar fúl yfir því að Reykvíkingar hafa
ráðuneytin og nær allar opinberar stofnanir hjá sér. í Reykjavík
eru allar helstu ákvarðanir teknar og þar er valdið. Ég held að
það geri ekkert til þótt vægi atkvæða vegi eitthvað upp á móti
þessu valdi.“
Þetta er alveg óvenju afkáraleg röksemdafærsla, enda er
Margrét greinilega fyrst og fremst að segja það sem hún heldur
að sunnlenskir kjósendur vilji heyra. Það er hrein hundalógík
að tala um það að reykvískir kjósendur séu „fúlir“ - en það sé
allt í lagi, af því þeir hafí allt „valdið“ í heima hjá sér í Reykja-
vík. í fyrsta lagi er jafn atkvæðaréttur mannréttindamál. Þeir
sem búa á suðvesturhominu eiga ekki að vera þriðja eða fjórða
flokks borgarar þegar kemur að þingkosningum. Við setjum lög
um að ekki megi mismuna fólki vegna kynferðis, trúarbragða
eða litarháttar - en farsæll þingmaður á borð við Margréti Frí-
mannsdóttur telur ekkert því til fyrirstöðu að mismuna fólki
vegna búsetu. Þannig sé nefnilega landsbyggðinni bætt upp að
allt valdið sé í Reykjavík. Þetta er dapurlegur málflutningur.
En hvemig er það svo með þetta óttalega vald í Reykjavík? Er
Margrét Frímannsdóttir kannski að tala um Alþingi Islendinga
- þarsem þingmenn landsbyggðarinnar em í meirihluta!
Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að jöfnun atkvæðisréttar er
sjálfsagt mannréttindamál. Skoðanakönnun Gallup fyrir réttu
ári sýndi að drjúgur meirihluti kjósenda í öllum kjördæmum
vill jafna vægi atkvæða. Flestir þingmenn elta almenningsálitið
og þessvegna er nokkur von um, að almenningur hafí að lokum
vit fyrir þingheimi í þessu máli einsog svo mörgum öðmm.
Alþýðuflokkurinn hefur áratugum saman barist fyrir jöfnun
atkvæðisréttar. Tæplega sjötíu ár em síðan Jón Baldvinsson og
Héðinn Valdimarsson hófu baráttu fyrir því að landið allt yrði
eitt kjördæmi. Þessi stefna jafnaðarmanna var síðast áréttuð á
flokksþingi í sumar, og á sér fylgismenn langt út fyrir raðir Al-
þýðuflokksins. Vonandi tekst sem flestum þingmönnum að
yfirstíga óttann við ímyndaðan vilja kjósenda og tileinka sér
heilbrigða skynsemi í þessu stórmáli. Annað væri ansi „fúlt.“
Líkskurður í bókmenntum
Ætli nokkur stétt á íslandi sé fá-
nýtari en bókmenntafræðingar? Ekki
misskilja mig. Ég segi ekki að bók-
menntafræði sé mjög „þjóðhagslega
óhagkvæm“ einsog það heitir á
tæknimáli. Bókmenntafræðingar
verða þannig ekki sakaðir um að
bera ábyrgð á kreppu í efnahagslífi
eða hruni þorskstofnsins. Málið er
talsvert alvarlegra. Ég held nefnilega
að íslenskum bókmenntum stafi
meiri hætta af fræðingunum sem við
þær eru kenndar en nokkru öðru. Há-
skóli Islands útskrifar menn á færi-
bandi sem virðast líta svo á, að bók-
menntafræði sé miklu merkilegri en
sjálfar bókmenntimar. Þegar maður
les lærðar greinar eftir unga bók-
menntafræðinga læðist líka að
manni sá grunur, að þetta fólk hafi
litla ást á skáldskap. Ég er að vísu
ekki alveg viss um þetta atriði, af
þeirri einföldu ástæðu að ungir bók-
menntafræðingar tjá sig yfirleitt ekki
á íslensku. Þeir skrifa ekki heldur á
neinu því tungumáli sem orðabækur
ná yfir og þessvegna get ég því mið-
ur ekki farið með greinar þeirra til
löggilts skjalaþýðanda. Með öðrum
orðum: Það virðist vera markmið
flestra bókmenntafræðinga að skrifa
á máli sem er framandi og óskiljan-
legt öðrum en kollegum þeirra.
Sigurður Nordal ber höfuð og
herðar yfir alla þá sem um bók-
menntir hafa skrifað á íslensku.
Hann var einn af mestu stílsnilling-
um aldarinnar. (Hinir? Vilmundur
landlæknir, Þórbergur, Sigurbjöm
biskup, Málfríður Einarsdóttir,
Gyrðir og Laxness.) Ég hef aldrei
rekist á setningu eftir Nordal þarsem
hugsunin er ekki hnitmiðuð og skýr.
Það leynir sér aldrei eitt andartak,
hvort sem hann lofar eða lastar, að
hann ann skáldskapnum. Greinar
Nordals um fslensk skáld em skrif-
aðar af svo mikilli þekkingu og
djúpu innsæi að ekki verður betur
gert. Mér er til efs að íslenskur mað-
ur hafi verið sálgreindur á fullkomn-
ari hátt en Snorri Sturluson í ritgerð
Nordals. Sigurður Nordal vissi
nefnilega dálítið sem íslenskir bók-
menntafræðingar virðast ekki hafa
glóru um: Að skáldskapurinn verður
aldrei rifinn úr tengslum við lífið
sjálft. Þetta skilja ekki anatómíusér-
fræðingamir í bókmenntadeildinni.
Þeir líta á skáldskap einsog lík, sem
þeir kryfja af vandvirkni og skrifa
um óskiljanlegar skýrskur á óskiljan-
legu máli. Kunningi minn í Háskól-
anum segir mér að Sigurður Nordal
sé ekki „inn“ hjá kennurum í bók-
menntum. Hann þyki of gamaldags.
Það var nefnilega það. Mér segir nú
samt svo hugur, að hvaða smágrein
Nordals sem er, sé lífvænlegra fram-
lag til íslenskrar bókmenntafræði en
samanlögð afrek líkskurðarmanna
Háskólans í tuttugu ár.
Þegar ég stundaði samkvæmislífið
fyrr á öldinni rakst ég stundum á
unga bókmenntafræðinema. Tvennt
áttu þeir yfirleitt sameiginlegt: Þeim
fannst mikið sport að vera í bók-
menntafræði og þeir vor afskaplega
illa að sér um íslenskar bókmenntir.
Einu sinni spurði ég konu, sem næst-
um hafði lokið BA-prófi, hvaða ís-
lensk skáld 18. aldar hún gæti nefnt
mér. Hún hugsaði sig lengi um og
svaraði svo: „Bíddu við, var hann
Eggert Olafsson ekki uppi á 18. öld?
Þessi þama, þú veist, sem drukknaði
í Breiðafirði. Konan hans lfka. Það
var svo ægilega sorglegt." I þessari
ræðu var fólgin öll þekking viðmæl-
anda míns á íslenskum bókmenntum
heillar aldar. 19. öldin var henni
álíka lokuð bók og sú 18. Að vísu
sagðist hún „elska Jónas Hallgnms-
Þankastrik
Hrafn
Jökulsson
skrifar
son“ en við nánari eftirgrennslan
kom í ljós, að sú ást var einkum
byggð á samkennd hennar vegna
ástarógæfu skáldsins. Þessi bók-
menntafræðingur hefði ekki getað
unnið sér til lífs að fara með eina
ljóðlínu eftir Steingrím Thorsteins-
„Þegar ég stundaði samkvæmislífið fyrr á
öldinni rakst ég stundum á unga bók-
menntafræðinema. Tvennt áttu þeir yfir-
leitt sameiginlegt: Þeim fannst mikið
sport að vera í bókmenntafræði og þeir
voru afskaplega illa að sér um íslenskar
bókmenntir.“
son, Benedikt Gröndal eða Gisla
Brynjúlfsson. Hún hafði aldrei lesið
Einar Benediktsson, Stefán frá
Hvítadal, Jakob Smára - í einu orði
sagt: Eiginlega ekki nokkum skap-
aðan hlut. Hvað var daman eiginlega
að læra í skólanum? Henni fannst
greinilega að blessaður bókmennta-
arfurinn væri mestan part arfi í
skrautjurtagarði íslenskra nútíma-
bókmennta. Hún gat að sönnu sett á
langar tölur um Guðberg og Thor og
Svövu, en á henni var helst að skilja
að einn góðan veðurdag hefðu ís-
lenskar nútímabókmenntir orðið til
úr engu.
Nú er vert að undirstrika, að þessi
ágæti viðmælandi sker sig á engan
hátt úr hópi ungra kollega sinna, eft-
ir því sem ég kemst næst. Sjálfsagt
em til bókmenntafræðingar sem hafa
pata af því, að þokkalegur skáld-
skapur hafi þrifist á íslandi fyrir daga
Guðbergs og Thors og Svövu - en
þeir láta þá ekki mikið í sér heyra.
Bókmenntadeild Háskólans virðist
því miður vera lokaður heimur, og
þaðan liggja engar líftaugar út í sam-
félag þeima íslendinga sem em svo
útúrbomlegir og gamaldags að hafa
einfaldlega ást á bókmenntum. Er þá
ekki þjóðráð að leggja deildina ein-
faldlega niður, áður en hún leggur
niður íslenskar bókmenntir, og leyfa
þessu fólki að finna sér raunveruleg
lík til að þjösnast á. %
Sigurður Nordal: Einn mesti stílsnillingur aldarinnar. (Blýantsteikning eftir Nínu Tryggvadóttur, frá 1950.)
Dagatal 19. október
Atburdir dagsins
1812 Undanhald Napóleons frá
Moskvu hefst, eftir blóðuga 12 vikna
herferð. 1963 Sir Alec Douglas-
Home verður forsætisráðherra Breta
í stað Harolds Macmillans. 1987
Jacqueline du Pré deyr; hún var einn
besti og ástsælasti sellóleikari heims.
Afmælisbörn dagsins
Páll Briem amtmaður, 1856;
Alfred Dreyfus foringi í franska
hemum sem var ranglega dæmdur
fyrir landráð, varð af því mikil saga,
1859; John Le Carré vinsælasti
njósnabókahöfundur kalda stríðsins,
1931; Peter Tosh reggítónlistar-
maður frá Jamæku.
Annálsbrot dagsins
Brenndi ein kvinna barn í grautar-
katli norður í Þingeyjarþingi, hét
Guðrún var Þorsteinsdóttir; hún fékk
iðran, varbrennd. Skarðsannáil, 1608.
Meidyrdi dagsins
Hver er svo Kristmann Guð-
mundsson, maðurinn sem getur látið
slfkt verk frá sér fara? Hann er höf-
undur nokkurra skáldsagna sem æv-
inlega hafa dáið gamlar eftir stutta
ævi.
Bjami Benediktsson frá Hofteigi, ritdómur um
Heimsbókmenntasögu Kristmanns, Þjóðviljinn
22. nóv. 1955.
Lokaord dagsins
Ég vil verða grafinn uppréttur - og
snúa í átt að Þýskalandi!
Georges Clemenceau, dáinn 1929; hann var
forsætisráðherra Frakklands í fyrra heims-
stríði.
Málsháttur dagsins
Þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Ord dagsins
Beitti smjaðrí og brígzlyrðum,
blíðu heimskra naut 'ann,
og á sníktum atkvœðum
inn íþingið flaut ’ann.
- Isleifur Gíslason.
Skák dagsins
Adolf Anderssen, 19. aldar meist-
arinn rómantíski, tefldi tvær af fræg-
ustu skákum sögunnar. I gær var sagt
frá Skókinni ódauðlegu en í dag lít-
urn við á Skákina sígrœnu. Anders-
sen hefur hvítt en Dufresne svart.
Emanuel Lasker, heimsmeistari í
skák 1894-1921, sagði að 19. leikur
hvíts væri einn snjallasti leikur allra
tíma. Myndin sýnir stöðuna eftir 16.
leik svarts, Dh5.
17. Rf6+! gxf6 18. exf6 Hg8 19.
Hal!! DxO Svartur hótar máti í
næsta leik. 20. Hxe7! Rxe7 21.
Dxd7!! Kxd7 22. Bf5++ Ke8 23.
Bd7+ Kd8 24. Bxe7 mát!