Alþýðublaðið - 19.10.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 19.10.1994, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 Erlend hringekja Umsjón: Stefán Hrafn Hagalín Lifandi daudir í Bridgwater Góðu fréttirnar frá breska smá- bænum Bridgwater eru þær, að hin 51 árs gamla Dorothy Cushing, sem eitt sinn var úrskurðuð sem helsjúk af lungnakrabbameini, er sprelllif- andi og hefur í raun aldrei verið hraustari. Slæm- u fréttimar eru þær, að áður en læknamir upp- götvuðu að þeir höfðu ruglað saman röntgen- myndum af Cus- hing og öðmm sjúklingi, fram- ■* kvæmdu þeir kvalafulla (og alveg gjörsam- lega ónauðsyn- lega) lyfjameð- ferð á henni: lyfjameðferð sem leiddi meðal ann- ars til hármissis. Hin áður dauðvona Cushing gaf einnig frá sér föt sín og skartgripi ásamt því að greiða útfar- arkostnað sinn fyrirfram. Þrátt fyrir að Dorothy Cushing sé um þessar mundir að lögsækja læknana og sjúkrahúsið í von um miskabætur þá reynir hún að forðast biturleikann. „Nú er hver einasti dagur og hver einasti þáttur lífsins mér óendanlega dýrmætur," segir hún. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Bridgwater: Dor- othy Cushing hafði búið sig undir dauðann. Draumaliðið í Manila Annað sérstætt viðskiptaævintýri tengt Asíuleikunum hefur valdið stjómvöldum á Filippseyjum ómældum vandræðum. Hópur 55 Filippseyinga tók sig til og reyndi að komast til Japan undir þvf yfirskyni að vera landslið heimalands síns í blaki. Talið er næsta öruggt að til Japans leituðu þeir eftir atvinnu. Vandræðagangur stjómvalda Fil- ippseyja felst í því að eyjamar hafa alls ekkert landslið í blaki. Yfirmenn innflytjendaeftirlitsins í Japan kom- ust á snoðir um málið eftir að hafa skoðað gmnsamlega flugáætlun 55- menninganna: Filippseyjar-Thaí- land-Indland-Suður Kórea-Japan. Hópur platblakmannanna var þegar í stað rekinn úr landi í Japan þar sem augljóst þótti til dæmis. að flestir vom annaðhvort of gamli eða of lág- vaxnir til að geta verið keppendur í hinu alþjóðlega blakmóti. Þrátt fyrir að lögreglan í Filippseyjum hafi nú handtekið forsprakka hópsins, kappa að nafni Jerry Velasco, þá neita hin- ir 54 „liðsmenn" hans alfarið að leggja fram ákæm á hendur honum. Og það þótt þeir hefðu greitt honum sem svarar til tæplega 150 þúsund ís- lenskra króna fyrir að skipuleggja svindlið. „Þetta er þjóðarskömm,“ sagði einn fbúa Manila, Alfle Aver- ia. „Við getum ekki ásakað neinn nema okkur sjálf ef að aðrar þjóðir líta héðan í frá á Filippseyjar sem land svindlara." Banvænn þorsti í Eucla Ökumenn í þurrkahrjáðu héraðinu Outback í Astralíu sveigðu fram og til baka sem óðir væm og hemluðu í gríð og erg f síðustu viku til að forð- ast árekstur við þúsundir dýra sem streymdu þvert yflr malbikaða veg- ina. Afangastaður þess ferðalags var að komast í polla sem myndast höfðu við vegina eftir stórkostlegt skýfall - hið mesta í þtjá mánuði. Hópar kengúra létu lífið á og við vegi héraðsins og sömuleiðis emir sem sest höfðu til gæða sér á hræjun- um. „Kengúmr - lifandi sem dauðar - em orðnar alvarleg og lífshættuleg umferðarhindmn og við höfum ráðið mann í þjónustu okkar til að gæta veganna," sagði Darryl Ott, yflrlög- regluþjónn Eucla. Byggt á Time. Getur einhver sanngirni verið fólgin í þeirri kröfu almennings, að stjórnmálam< sýna af sér hið strangasta siðferði þegar þjóðfélagið sjálft er gjörspillt og rotið fyrir sér og einn af þeim er alistair McALPiNE, einn af pistlahöfundum stórblaðsi verða hugleiðingu um málið fyrir stuttu: Síðastliðinn sunnudag settist ég inná kaffihúsið Florian við torg heil- ags Markúsar í Feneyjum og fékk mér bolla af Ijúffengu Marrakesh- tei. Bar þá svo til, að mig ávarpaði kona á óræðum aldri og virtist í miklu uppnámi. Eg þekkti konuna strax; þetta var móðir stúlku sem ég á vingott við fyrir 35 ámm. Eftir hið venjulega endurfundafum og fát bauð ég henni sæti. Við tókum tal saman og ég uppgötvaði fljótlega að þetta var engan veginn móðir gömlu vinkon- unnar; móðirin var dóttir þessarar gömlu vinkonu minnar. Hin ótrúlega hradferd tímans Það er alveg hreint ótrúlegt hversu hratt tíminn líður og jafn ótrúlegt hversu lítið við tökum eftir hraðferð hans. Burtséð frá þessum venjulegu lífsgæðum - farsímum, betri húsa- kosti, fleiri rásum í sjónvarpinu, hraðfleygari flugvélum og hvað þetta nú allt heitir - hefur í raun af- skaplega lítið breyst. Fólk í dag er að mörgu leyti alveg einsog það var fyr- ir 35 ámm. Fyrstu raunverulegu kynni mín af stjórnmálum vom í Bretlandi. Eg hafði nýverið yfirgefið skólakerfið og býst við að það hafi verið hneyksli sem fyrst fangaði athygli mína. Þetta var Profumo-málið, hneyksli sem innihélt Christine Ke- eler, kynlíf, nokkra ráðherra, þjóðar- öryggi og njósnara. Þetta mál rúllaði og rúllaði í öllum fjölmiðlum og endaði náttúrlega nteð því að rúlla yfir breska forsætis- ráðhetTann, íhaldsmanninn Harold Macmillan. Hinn valdaþreytti íhaldsflokkur náði aldrei alveg að hrista af sér draug Profumo-málsins og þrátt fyr- ir að lávarðurinn Alec Douglas- Home, hinn nýi forsætisráðherra, stæði sig ágætlega töpuðu íhalds- menn í næstu kosningum - með litl- um mun þó. Fabian, Balladur og Berlusconi Um síðustu helgi vom blöðin sem fyrr að velta sér upp úr hneykslis- málunum. „Réttarhöld vegna eitmnarmáls Laurent Fabian hófust í gær.“ Þetta vom upphafsorð langrar greinar í laugardagsútgáfu Times. Hverjum jteim sem ekki las lengra fyrirgefst, að hafa gert ráð fyrir að franski forsætisráðherrann fyrrver- andi hafi þama ef til vill verið að koma aldraðri frænku sinni fyrir kattamef. En nei, þannig var alls ekki í pott- inn búið. Dómstólar em nú famir að kafa niður í hneykslismál vegna eyðnismitaðs blóðs. Tveir af fyrrum ráðherrum Laurent Fabian em einnig undir smásjánni vegna málsins. Jafnvel sú ára flekkleysis og heið- arleika sem umlukti Edouard Ball- adur, núverandi forsætisráðherra, í upphafi hefur látið á sjá. Sama gildir um heiðarleikastefnuna sem kom Silvio Berlusconi til valda; ýmsir ef- ast nú þau mál öll saman. Hreinar Hendur ekki lengur flekklausar Meira að segja stjómmálaflokkur Umberto Bossi - þessi sem hóf leit- ina að heiðarleika í ítölsku þjóðlífi með herferðinni Hreinar Hendur (Clean Hands) - virðist ekki svo ýkja heiðarlegur. Herald Tribune sagði frá því á mánudaginn að ítalskir rannsókna- dómarar væm teknir til við hinn um- svifamikla fataiðnað. Lögmaður Giorgio Armani við- urkenndi að hafa þegið mútur. „Allir vissu að hlutimir vom svona,“ sagði hann. „Og ef hundruðir manna vom yfirheyrðir þá voru þúsundir sem gerðu það. Hlutir hér á Italíu er gerð- ir á þennan hátt, með mannlegum samskiptum frekar en með ströngum reglum." Þetta sjónarmið lögmanns Armani á svosem rétt á sér og það getur vel verið að þetta sé sá póll sem flestir Italir taka í hæðina. Italía hefur hins- vegar mjög nákvæma lagasetningu - í landinu eru raunar 28 þúsund lög. Og þetta nákvæmlega er kjami vandamáls Itala; Lögbrot á Italíu verða að einskonar vana - á svipað- an hátt og reykingar. Eftir því sem tíminn líður verður munurinn ógreinilegur á því að reykja eina síg- arettu á dag og á þvf að reykja fjörtíu sígarettur á dag. Hugmyndir manna um eigið heilsufar einhvem veginn fara fyrir lítið. Syndir Breta af kynferdislegum toga A síðasta ári handtóku yfirvöld í Mílanó næstum hvetja einustu per- sónu sem einhverja möguleika höfðu á því að eyða smá peningum í búð- unum þar í borg. Nú em sömu yfirvöld farin að handtaka þá sem sjá verslununum fyrir vömm. I Bretlandi hafa menn litla sem enga yfirsýn - og lítinn sem engan áhuga - á spillingu í stjórnmálum. Þar af leiðir að þegar breskir stjóm- málamenn syndga þá em þær syndir yfirleitt af kynferðislegum toga. Hegðun vissra þingntanna breska Ihaldsflokksins á þessu ári hefur gert það að verkunt að uppátæki Christ- ine Keeler virðast sem bamabrek. John Major upplifði varla viku á síðastliðnu vori án þess að einhver ráðherra hans væri ekki gripinn glóðvolgur við framhjáhald í bólinu með konu - eða karli. A meginlandi Evrópu hefði eng- inn kippt sér upp við háttalag af þessu tagi - öllum hefði staðið ná- kvæmlega á sama. Og ég býst svo- sem við að sá tími muni renna upp að breskir þegnar átti sig á því þing- menn geri gjaman minni skaða við framhjáhaldsiðju en við lagasetn- ingu á þingi. Grundvallarmistök Jeffrey Archer Hneykslismál íhaldsmanna hafa ávallt verið af kynferðislegum toga á meðan hneykslismál meðlima Verkamannaflokksins hafa alltaf verið fjárhagsleg. Það er einmitt þessi staðreynd sem gerir það að verkum að „hin alvar- legu mistök“ sem Jeffrey Archer hefur viðurkennt em hræðilegt áfall fyrir Ihaldsflokkinn. A viðkvæmu augnabliki hjálpaði hann nefnilega vini sínum í viðskiptum með hluta- bréf í fyrirtæki sem eiginkona Arc- her stýrir. Þegar þingið kemur aftur saman munu þingmenn Verka- mannaflokksins ekki láta þetta mál liggja í láginni. Hneyksli eru orðin ein helstu vopn stjórnmálamanna. Fyrirsagnir tveggja af bresku sunnudagsblöðunum tilkynntu að Mark Thatcher sætti nú ákæru vegna fjárglæfra. Þvflíkt kjaftæði! Lögfræðingar sem vinna gegn prósentuhlufalli af hugsanlegum skaðabótum - mannaveiðarar við- skiptaheimsins - hafa lagt fram mál- sókn gegn honum. Einkamálsóknir af þessu tagi em daglegt brauð t Bandaríkjunum og varla að greint sé frá þeim í fjölmiðlum. Reyndar blandast fáum hugur um að breskir fjölmiðlar greina ekki frá svona málsóknum nema til að valda móður mannsins vandræðum á stjórnmálasviðinu. Stjórnarkreppa ógnar umbótum í Slóvakíu Maður að nafni Meciar Nokkrir mánuðir eru síðan þing Slóvakíu losaði sig við þáverandi forsætisráðherra, Vladimir Meciar, með því að samþykkja vantrauststillögu á hann. í síðustu viku setti almenningur strik í reikninginn, stjórnmálaflokkur hans hlaut 35% í þingkosningum og Kovac forseti neyddist þannig til að kalla á þennan andstæðing sinn til að mynda næstu ríkisstjórn Það em aðeins nokkrir mánuðir liðnir síðan þing Slóvakíu losaði sig við þáverandi forsætisráðherra, tæki- færissinnann Vladimir Meciar, með því að samþykkja vantraustslill- ögu á hann. I síðustu viku setti al- menningur hinsvegar strik í reikn- inginn og færði Meciar aftur inn í leikinn. Stjómmálaflokkur hans, Lýðræðishreyfing Slóvakíu, hlaut 35% atkvæða í þingkosningum. Michal Kovac forseti neyddist þannig til að kalla á þennan foma andstæðing sinn til að mynda næstu ríkisstjórn. Hinn baráttuglaði Vladimir Meci- ar lét frá sér dæmigerð skilaboð við kalli forsetans; Hann hundsaði við- ræður um myndun samsteypustjóm- ar algjörlega og sendi í staðinn tvo staðgengla sína með skýr skilaboð: Meciar krafðist tafarlausrar afsagnar Kovac forseta. Bedid milli vonar og ótta Þessi viðbrögð Meciar gefa alla- vega hluta af svari við þeirri spurn- ingu sem vofa mun yfir landinu næstu vikumar á meðan stjórnar- myndunarviðræðumar fara fram: Mun hinn 52 ára gamli Meciar snúa til baka einsog taminn rakki eftir gelt sitt á hliðarlínu stjórnarandstöðunnar og taka þátt í framkvæmd þeirrar skynsemdarstefnu sem arftaki hans, forsætisráðherrann Jozef Moravcik, hefur sett og hefur í reynd virkað ágætlega - eða mun Meciar halda áfram þjóðemispredikunum, mót- mælum við umbætur; þeirri stefnu sem skóp 35% sigur hans? Undanfarar þess sem koma skal hjá Vladimir Meciar lofa ekki góðu. Um það em gagnrýnendur hans sam- mála. Þeir sjö mánuðir sem liðnir eru frá samþykki þingsins á vantraust- stillögu á hendur Meciar eru mark- aðir af stöðugum endurbótum á efna- hagsástandinu í Slóvakíu. Mánudir sáttaumleitana Þessir sjö mánuðir frá brottrekstri Meciar hafa einnig verið markaðir af sáttaumleitunum við hinn atkvæða- mikla ungverska minnihluta sem tel- ur um 600 þúsund manns, næstum því 11 % þjóöarinnar. Hættan sem nú er yfirvofandi er að hin sósíalíska hagfræði Meciar og þjóðemisskoðanir muni fara með efnahaginn beinustu leið afturábak. Hann þykir til alls líklegur og óttast er að hann rnuni einnig endurvekja lífseiga drauga spennu á milli þjóð- arbrota og gera á stuttum tíma út um það traust sem þjóðin hefur áunnið sér á sviði evrópska stjómmála. Meciar hefur engu gleymt Kosningabarátta Vladimir Meciar og flokks hans í þingkosningunum sýndi að kappinn hefur í engu glatað hæfdeikanum til að skapa sér vin- sældir meðal almennings og þá sér- staklega í dreifbýlinu - sem og á meðal eldri borgara. Meciar úthlut- aði Meciar-merktum kaffipökkum, lék aðalhlutverkið í þjóðernissinn- uðu myndbandi, Vivat Slovakia, og kynti undir vonum um endurhvarf til hins reglufasta efnahags sem ein- kenndi valdatíma kommúnista. Ennfremur hefur Meciar margoft lofað að stórminnka hið 14,1% at- vinnuleysi, hækka eftirlaun og laun starfsmanna ríkisins ásamt því að lækka skatta - og á heildina litið hægja ferli efnahagslegra umbóta í landinu. Brothættur efnahagur landsins Gæti hinn brothætti efnahagur Slóvakíu lifað af slíka meðferð? Þeir sem fylgjast best með stöðu rnála efa það, en hafa ber í huga að þeir efast einnig um að Meciar ætli í raun að efna þau loforð sem hann hefur gefið vinsældaveiðum. „Meira að segja á meðan hann var forsætisráðherra þurftum við að fylgjast grannt með því sem hann gerði, ekki því sem hann sagði," út- skýrir vestrænn embættismaður í Bratislava. Martin Cabadaj, úti- bússtjóri hins austurríska banka Creditanstalt í Slóvakíu, segir að það væri heimskulegt hjá Meciar að vagga bátnum of mikið þar sem Sló- vakíu gengi miklu betur urn þessar mundir en umheimurinn gerði sér grein fyrir. Eftir hið slæma sjálfstæð- isár 1993 þá ætti árið sem nú væri að líða, að sýna heilbrigðan vöxt; verð- bólgan hefur verið helminguð niður í 12% á ársgrundvelli og eignir ríkis- ins á erlendri grundu hafa því sem næst þrefaldast og nema nú um 1,4 milljörðum dollara. Óstödugleikinn mesta hættan Hvað sem púsluspili slóveskra stjórnmála líður þá er það ljóst, að mesta hættan sem steðjar að landinu er óstöðugleikinn sem óumflýjan- lega mun skapast við langdregna myndun starfhæfrar samsteypu- stjómar hinna sjö flokka sem fengu sæti á þingi í kosningunum. Með aðeins 61 af 150 sætum á nýju þingi getur flokkur Meciar ekki stjórnað einn. Ef Meciar heldur áfram að heimta afsögn og brott- rekstur Kovac forseta þá er deginum ljósara að hann mun eiga í veruleg- unt vandræðum með að finna sér samstarfsmenn á meðal hófsamari afla á þingi við myndun stjómar. Við það gæti skapast það sem stjórnmálaskýrendur hafa kallað rauð-brúnt bandalag þar sem flokkur Meciar myndi kalla til þátttöku Sló- veska þjóðemissinnaflokkinn og hið afturhaldssinnaða Bandalag sló-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.