Alþýðublaðið - 19.10.1994, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Ekki hafði ég verið lengi í Sambandi
ungra jafnaðarmanna á Viðreisnarárunum,
þegar formaðurinn, Sigurður E. Guðmunds-
son, tilkynnti mér það að hefði ég í huga ein-
hverja framtíð í flokknum, þá skildi ég ræða
við Emilíu, sem ég og gerði. Ég komst fljótt
að því að við Emilíu var hægt að ræða flest.
Varðandi praktíska hluti sagði hún jafnan:
„Talaðu við hann Baldvin og sjáðu svo til.“
Þær urðu margar ferðimar til Baldvins og
alltaf rættist úr. Öðlingur eins og faðirinn,
ráðagóður eins og eiginkonan, skíragull eins
og háleitasta stjómmálastefna veraldar, jafn-
aðarstefnan.
Baldvini mínum, Jóhanni og öllum vinum
og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð.
Megi algóður Guð styrkja þau í hinni miklu
sorg og leggja Emilíu mína sér að hjarta.
- Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Einn besti liðsmaður Alþýðuflokksins er
fallin frá. Emilía Samúelsdóttir lést á sjúkra-
húsi í Reykjavík, aðfaramótt 12. þessa mán-
aðar Emilía var eldheitur jafnaðarmaður og
starfaði af miklum þrótti fyrir Alþýðuflokk-
inn og jafnaðarstefnuna alla sína tíð. Það var
leitun að liðsmanni, sem var eins ósérhlífin
og Emilía var. Hún var alllaf boðin og búin
að vinna hvaða verk sem var fyrir Alþýðu-
flokkinn. Það var sama hvort það var vinna í
stjóm eða skemmtinefnd Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur, starf á kosningaskrifstofu
eða söfnun í afmælisgjöf fyrir einhvem
flokksmanninn, alltaf var Emilía liltæk og
reiðubúin til starfa.
Leiðir okkar Emilíu lágu fyrst saman á Al-
þýðublaðinu, þar sem hún var auglýsinga-
stjóri en ég blaðamaður. Hún var duglegur
auglýsingastjóri eins og í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún var mjög sannfærandi
þegar hún talaði við auglýsendur. Þeir vom
ekki margir sem neituðu henni um auglýs-
ingu. Það var reglulega gaman að vinna með
Emilíu á Alþýðublaðinu.
Emilfa var unt skeið fomtaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur og stjómaði þá fé-
laginu af miklum þrótti. En mest lét hún að
sér kveða sem formaður skemmtinefndar Al-
þýðuflokksfélagsins.
Því starfi gegndi hún um langt árabil með
miklum glæsibrag. Fræg vom spilakvöldin
sem hún stóð fyrir ámm saman en engin af
forystumönnum Alþýðuflokksins í Reykja-
vík komst hjá því að mæta þar.
Hér verða ekki rakin öll þau miklu og
margvíslegu störf sem frú Emilía vann fyrir
Alþýðuflokkinn, aðeins látið nægja að geta
þess, að hún sat í miðstjóm og flokksstjóm
Alþýðuflokksins um langt árabil og einnig
sat hún mörg flokksþing, meðal annars það
síðasta, fyrr á þessu ári.
Emilía var traustur flokksmaður. Hún var
ávallt holl forystumönnum flokksins á hverj-
um tíma enda þótt hún væri ekki alltaf sam-
mála þeim. Fyrir henni var jafnaðarstefnan
hugsjón um réttlátt þjóðfélag og Alþýðu-
flokkurinn tækið til þess að láta þá hugsjón
verða að veruleika. Ef henni fannst einhver
vinna sérstaklega vel í llokknum fyrir hug-
sjón jafnaðarstefnunnar, tók hún þann hinn
sama upp á arma sína og studdi hann í einu
og öllu. Þannig var Emilía.
Hún var mjög hjálpfús. Hún vildi hvers
manns vanda leysa. Ætíð gaf hún sér tíma til
jtess að aðstoða aðra. Ef hún vissi um vanda-
mál hjá einhverjum var hún þegar búin að
bjóða fram hjálp sína. Þeir vom orðnir marg-
ir innan Alþýðuflokksins sem Emilía hafði
aðstoðað. Það var því eðlilegt, að hópurinn í
kringum Emilíu væri orðinn stór. Hún var
vinsæl. Það laðaðist að henni fólk úr öllum
áttum. Þess vegna var aðeins eðlilegt að
henni væri sýndur margvíslegur trúnaður.
Sfðustu árin átti Emilía við vanheilsu að
stríða. Það varð gífurlegt áfall fyrir hana þeg-
ar sonarsonur hennar féll frá í blóma lífsins.
Emilía lét ekki bugast. Hún sýndi aðdáunar-
verðan kraft fram til hins síðasta.
Emilía var tvígift. Fyni maður hennar var
Sigurður Möller vélstjóri. Eignuðust þau
einn son, Jóhann G. Möllertannlækni. Sfðari
maður hennar var Baldvin Jónsson hæstarétt-
arlögmaður. Hann lifir konu sína.
Útför Emilíu verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag. Ég votta eftirlifandi eiginmanni
hennar, syni og öðram aðstandendum inni-
legustu samúð mína. Drottinn blessi minn-
ingu Entilíu Samúelsdóttur.
- Björgvin Guðmundsson.
Ég hef aðeins einu sinni sótt flokksþing
breska Verkamannaflokksins sem gestur -
og það fyrir löngu síðan. Hugh Gaitskell var
þá leiðtogi flokksins í stjórnarandstöðu.
Eins og venja er um þing breskra stjóm-
málaflokka var þetta eldheitur pólitískur eld-
húsdagur, en um leið eins konar fjölskyldu-
hátíð og vakningarsamkunda þar sem menn
gerðu sér dagamun í góðum félagsskap
þeirra sem þóttust skyld í andanum.
Ein var sú kona sem lét að sér kveða á
þessu flokksþingi og greinilega átti hug og
hjörtu hinna útvöldu í framvarðasveit flokks-
ins sem þama var saman komin. Hún heitir
Barbara Castle og átti síðar eftir að gegna
ráðherraembættum í ríkisstjómum Wilsons.
Þegar hún hafði lokið máli sínu fór fagnaðar-
bylgja um salinn. Sessunautur minn, sem
aldrei ætlaði að hætta að klappa, sagði til út-
skýringar: „She is the darling of the Party.“ -
Hún er eftirlætið okkar allra.
Þessi löngu gleymda minning brýst fram í
hugann þegar ég minnist Emilíu Samúels-
dóttur. Ég geymi margar myndir af henni frá
flokksþingum og kosningabaráttu okkar
jafnaðarmanna í Reykjavík þar sem hún var
lífið og sálin í góðra vina hópi. Því að hún
var eftirlætið okkar allra - átti hug okkar og
hjörtu.
Emilía Samúelsdóttir var fríð kona sýnum.
Grönn og kvik í hreyfingum, glaðvær og.
hláturmild, örgeðja og ákaflynd, en kvenleg
fram í fíngurgóma. En hafi einhverókunnug-
ur haldið að þar færi eitthvert flöktandi ftðr-
ildi. komst sá hinn sami fljótlega að því full-
keyptu. Hún var nefnilega ekki öll þar sem
hún var séð, hún Ernilía. Hún mótaði sér ein-
arðar skoðanir og fylgdi þeim fram af festu
og sannfæringarkrafti og gat verið býsna
hörð í horn að taka ef því var að skipta. Og
tók ógjaman nei fyrir svar. Og komst upp
með það.
Ernilía naut góðrar skólagöngu á þeimar
tíðar mælikvarða. Hún útskrifaðist úr
Kvennaskólanum og hafði greinilega ekki
slegið slöku við námið. Samt fór hún ung að
vinna fyrir sér, aðeins 16 vetra yngismær.
Fyrsta launaða vinnan hennar var reyndar
að bera út Alþýðublaðið, þá á bamsaldri. Rit-
stjórn Alþýðublaðsins varð síðan vinnustað-
ur hennar í um 20 ár, þar sem hún gegndi
starfi auglýsingastjóra. Síðar tók hún að sér
starf framkvæmdastjóra Alþýðuprentsmiðj-
unnar.
Þessi störf hennar í þágu Alþýðublaðsins
verða reyndar ekki aðskilin frá störfum henn-
ar í þágu flokks og hreyfingar. Á þeim vett-
vangi féll henni ekki verk úr hendi í meira en
60 ár. Og það væri synd að segja að hún hafi
gengið til verka með hangandi hendi eða af
skyldurækninni einni saman. Þvert á móti.
Hún var lífið og sálin í félagsskapnum.
Hún vissi flestum betur að stjómmála-
hreyfing er ekki bara endalaust strit fyrir
málefnunum sjálfum, heldur líka lifandi
hreyfing þar sem manneskjan sjálf skiptir
mestu máli. Og Emilía vissi að maður er
manns gaman. Og til þess að viðhalda og hlú
að lífsneistanum í hreyfmgunni þurfti að fá
fólk til að hittast og gleðjast saman; gera sér
dagamun saman - kynnast hvert öðra á
óformlegan hátt og í afslöppuðu umhverfi.
Þessu hlutverki gegndi Emilía Samúels-
dóttir í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur ára-
tugum saman, íyrst sem fonnaður skemmti-
nefndar félagsins og síðar sem fyrsta konan
sem var formaður félagsins.
Emilía var ætíð boðin og búin að leggja
sitt af mörkum ef á þurfti að halda og að eig-
in frumkvæði. Vinsældir hennar vora miklar
enda var hún mikill vinur vina sinna. Hún
fylgdist með högum fjölda fólks. Ef eitthvað
bjátaði á var hún boðin og búin að leggja
fram hjálparhönd. Þegar vel gekk var hún
mætt á staðinn til að samfagna félögum sín-
um. Hún var sú sent hringdi til að minna á af-
mæli eða önnur tímamót í lífi eða starfi fé-
laga og vina. Hún laðaði að sér fólk vegna
þess að menn fundu að henni stóð ekki á
sama. Hún bar góðan hug til samferðamanna
og vissi af reynslu að sælla er að gefa en
þig&ja.
Þess vegna átti hún hug okkar og hjörtu.
Þess vegna var hún „the darling of the Party“
- eftirlæti okkar allra til hinstu stundar.
Við jafnaðarmenn kveðjum Emilíu Samú-
elsdóttur ineð eftirsjá, hlýhug og virðingu.
Ástvinum hennar, eftirlifandi eiginmanni
Baldvini Jónssyni, bömum þeirra og fóstur-
bömum og öðrum vinum og vandamönnum
sendum við hlýlegar hugsanir samhygðar og
vináttu.
- Jón Baldvin Hannibalsson.
Minningarorð:
Emilía Samúelsdóttir
Fædd 10. júní 1916 - Dáin 12. október 1994
Kvedja frá Akureyri
Árið 1956 var mikið íþróttafár fyrir ungan
smala í Mosfellsdal. Það voru ófá þrístökkin
sem vora æfð á melunum fyrir neðan Kýrgil-
ið. í gilinu þar sem Egill faldi sjóðinn.
En einnig ár sem smalinn ungi sótti á Læ-
kjames. Sumarbústað föðursins og Emmu.
Þar smakkaði smalinn ungi á beikoni í fyrsta
sinn. Bragðið situr enn í munni.
Á þeim áram var mikið ræktað í Laxnes-
landinu. Þó smalinn ungi fengi oft andlega
ræktun hjá bóndanum, í Gljúfrasteini sem
hann hitti á fömum vegi var hann einnig sett-
ur í ræktun trjáa.
Emma var verkstjórinn. Hún gaf mér fyrir-
skipanir og rak áfram með harðri hendi. Þó
karli föður mfnum virtist það ekki vera Ijúft
er ég viss um að svo var ekki undir skelinni.
En Emma stundaði einnig mannrækt. Einu
sinni eftir eina beikonveisluna sagði hún við
smalann unga: Veistu Gísli að það er eitt sem
er nauðsynlegt í lífinu. Það er að kunna að
þakka fyrir sig. Þú átt alllaf að þakka fyrir
þig. Leika í heimahúsum. Ég skildi sneiðina
og upp frá því fór smalinn ungi að þakka fyr-
ir sig.
Emma var af Briemsætt. Hún var mikill
„Brímari". Þegar leikbróðir minn sem nú er
forsætisráðherra kom í heimsókn og sest var
í kaffi í Hlíðunum hjá Emrnu var hún sífellt
að leggja okkur lífsreglumar. Oftlega feng-
um við að heyra söng Áma Kristjánssonar
ásamt mannræktinni og þegar söngvarinn
náði hæstu tónunum í Hamraborginni, sagði
Emma: Svona langt ná fáir. Þannig ræklaði
hún metnað í okkur Davíð.
Emma var jafnaðarmaður. Hún tók mikinn
þátt í flokksstarfi Alþýðuflokksins og starf-
aði um skeið við Alþýðublaðið. Mérerkunn-
ugt unt að hún starfaði með mörgum góð-
gerðarsamtökum enda mátti hún ekkert aumt
sjá.
Ég held að þó hún hafi ekki verið í sviðs-
ljósi stjómmála hafi hún haft áhrif á marga
ráðamenn. Slíkur var sannfæringarkraftur
hennar ef hún beitti sér.
Fyrir það era margir þakklátir henni.
Nú er haust í Lækjamesi. Trén fella laufin
og þau era mörg. Smalinn er löngu hættur að
vökva þau enda þau vaxin yfir höfuð hans.
En eftir situr minningin um góða konu
sem er sárt saknað af syni og eiginmanni og
allri fjölskyldunni sem er stór.
Ég sendi mínar samúðarkveðjur. Þakklæti
frá smalanum. Þakklæti til konunnar sem
kenndi honum að þakka fyrir sig. Þakkir frá
okkur systkinunum.
- Gísli Baldvinsson.
En cístin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í Ijóssins geimi;
og jjarlœgð og ndlcegðfyrr og nú
ossfmnst f>ar í eining streymi.
Frd heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
- Einar Benediktsson.
Ást og gleði eru yndislegar tilfinningar.
Saman umvefja þær það besta í góðum fé-
lagsskap. Þannig umhverfi bjó Emilía vinum
sínum. Henni þótti vænt um alla og alls stað-
ar var hún gleðigjafi.
Emilia var jafnan formaður skemmti-
nefndar Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sá
um árshátíðir og stjómaði spilakvöldum.
Hún var óþreytandi að koma með heims-
fræga gesti á árshátíðimar og máttu ráðherr-
ar Alþýðuflokksins hafa sig alla við að hjálpa
henni. Hún gat lfka töfrað fram svo góð verð-
laun á öllum spilakvöldum, að alltaf var fullt
hjá henni, þótt þjóðin væri reyndar löngu
hætt að spila en horfði bara á sjónvarpið. Síð-
ar varð hún svo formaður Alþýðuflokksfé-
lagsins, fyrst kvenna til að stjóma því.
Emilía var vakin og sofin yfir Alþýðu-
flokknum. Hún var endalaust í símanum yfir
málefnum flokksins og allir gátu leitað til
hennar. Eftir Viðreisnarstjómina kom mikill
afturkippur í starf flokksins. Við, sem þá
skipuðum stjórn Alþýðuflokksfélagsins hér í
Reykjavík, gerðum hvað við gátum til þess
að flokkurinn sykki ekki alveg. Árin 1974
rétt mörðum við formanninn, Gylfa Þ. Gísla-
son, inn sem kjördæmakjörinn og fjórir
komu á uppbót. Þessi vamarsigur var ekki
si'st Emilíu og hennar frábæra manni, Bald-
vin Jónssyni, að þakka.
Fjóram árum síðar kom svo Vilmundar-
sigurinn og fjórtán manna þingflokkur. Þá
reyndi aftur mikið á. Formaður flokksins,
sem þá var Benedikt Gröndal stóð í ströngu,
ekki síst þegar hann var bæði orðin forsætis-
og utanríkisráðherra. Emilía hélt herráðs-
fundi og varði formanninn og flokkinn, eins
og henni var lagið. Þau hjón hafa svo staðið
heilsteypt að baki Jóni Baldvin og þeirri sig-
urgöngu, sem flokkurinn hefur átt síðustu ár.
Margir áttu góð viðskipti við Emilíu sem
framkvæmdastjóra Alþýðuprentsmiðjunnar
og stolt sýndi hún mér þakkarbréf frá þáver-
andi leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur,
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands.