Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 1
Framboðsmál á Norðurlandi vestra: Jóhanna hefur ekki haft samband viö mig - segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem útilokar ekki framboð. Vitað er um fjóra hugsanlega frambjóðendur í fyrsta sætið fyrir Alþýðuflokkinn í kjördæminu. „Ég veit það nú ekki. Ég held það þurli tvo til. Jóhanna hefur ekki haft samband og beðið mig um það. Ann- ars skil ég ekki afhverju ég er stöðugt spurður að því, hvort ég ætli kannski í framboð með Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Ég veit ekki betur en ég greiði enn flokksgjöldin mín, ekki hef ég sagt mig úr Alþýðuflokknum og áskrifandi að Alþýðublaðinu hef ég lengi'verið. Annars er ég svona yfirhöfuð tregur til að fara í framboð og þá gildir einu fyrir hvem það er. Ég myndi segja um framboðsmál mín á Norðurlandi vestra, að það væri allt óráðið á þessari stundu," sagði Siglfirðingurinn Jón Sæ- mundur Sigurjónsson þegar Al- þýðublaðið hafði samband og spurði um framboðsmál hans - og þá hvort hann ætli ef til vill í framboð fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kunnugir teljaað sé jafn líkiegt og að hann fari fram fyrir Alþýðuflokkinn. Vitað er um þrjá aðra hugsanlega frambjóðendur ef til prófkjörs Al- þýðuílokksins kemur á Norðurlandi vestra: I samtali við Alþýðublaðið kvaðst Kristján L. Möller forseti bæjarstjómar á Siglufirði enn óráð- inn hvort hann muni gefa kost á sér í fyrsta sætið. Vitað er um áhuga Björns Sigurbjörnssonar, for- manns bæjarráðs Sauðárkróks, en hann gaf það sterklega til kynna fyrr í haust að hann hefði áhuga á að bjóða sig fram í fyrsta sætið ef til prófkjörs kæmi. Þá er einnig mikið rætt um að Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, hafi áhuga á þessu sama sæti, en hann hefur meðal ann- ars starfað mikið að menntamálum innan Alþýðuflokksins að undan- förnu. Þess má geta að einn af tíðinda- mönnum blaðsins taldi það fráleitt að Jón Sæmundur Sigurjónsson færi Ætlar Jón Sæmundur Sigurjóns- son í framboð með Jóhönnu? „Ég veit það nú ekki. Ég held það þurfi tvo til. Jóhanna hefur ekki haft samband og beðið mig um það." A-mynd: E.ÓI. fram fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur - og hvað þá Alþýðuflokkinn - á Norðurlandi vestra. Hinsvegar vissi hann til þess, að sú hugmynd væri rædd meðal stuðningsmanna Jó- hönnu að Jón Sæmundur færi fram fyrir hana í Reykjaneskjördæmi. Nýjar bækur hækka um 10% - segir Björn Eiríksson í Skjaldborg. „Ég spái því að nýjar bækur muni hækka í verði að meðaltali um 10% frá því í fyrra. Útgefendur geta ekki lengur tekið á sig virðis- aukaskattinn og aðrar kostnaðar- hækkanir, en engu að síður verður bókaverð mjög hagstætt,“ sagði Björn Eiríksson forstjóri Bókaút- gáfunnar Skjaldborg í samtali við Alþýðublaðið. Björn sagði verð- lagningu bóka aldrei vera sam- ræmda rnilli útgefanda og það væri hending hvað bókaverð væri svip- að. Hann gæti því bara talað fyrir sitt forlag þegar hann ræddi um verðbreytingar á bókum, en hins vegar væri líklegt að aðrir útgef- endur hækkuðu verðið álíka. „Hér munu sumar bækur hækka um 20% og aðrar ekki neitt. Við höfum ekki hækkað verð á harnahókum lengi og verðlagt þær undir eitt þúsund krónum meðan aðrir útgefendur hafa selt sínar barnabækur nokkur hundruð krónum dýrara. En nú komust við hjá Skjaldborg ekki hjá því að hækka verð barnabóka. Undan því verður ekki vikist lengur,“ sagði Björn. Björn sagði ennfremur að síð- ustu þrjú árin hefðu útgefcndur tekið á sig kostnaðarhækkanir sem næmu hátt í 30% án þess að láta það koma fram í bókaverði. Þar munaði mestu um 14% virðisauka- skattinn í fyrra. Nú væru nokkrar verðhækkanir á pappír auk þess- ara fyrri hækkana. Nauðsynlegt væri að koma með nokkra verð- leiðréttingu enda flest forlögin komin á hnén, þau sem ekki væru búin að loka. Varðandi jólabókaútgáfuna í ár sagðist Björn Eiríksson telja að von væri á liðlega 300 titlum sem væri tcmmilcgu fjöldi. Þetta væri ein- hver fækkun á titlum frá í fyrra og kæmi einkum frani í því að lítið yrði nú gefið út af stórum og dýrum verkum scm væru lengi að borga sig upp. Haun bjóst við að auglýs- ingum yrði stillti í hóf til að halda kostnaði niðri. Björn kvaðst sann- færður um að bóksala yrði ekki minni en fyrir jólin í fyrra. Gísli S. Einarsson alþingismaður: Ber Vegagerðin enga ábyrgð? Gísli S. Einarsson, alþingismaður jal'naðarmanna á Vesturlandi, hefur óskað eftir svömm Halldórs Blöndal samgönguráðhena vegna útboðs- ntála Vegagerðar ríkisins. Fyrir- spurnimar em sex talsins og em til komnar meðal annars vegna fréttar í Alþýðublaðinu nýlega þar sem Rögnvaldur Kristinn Rafnsson verk- taki telur sig hafa farið halloka í við- skiptum við Vegagerðina. Gísli spyr í fyrsta lagi hvort Vega- gerð ríkisins noti staðalinn ÍST 30 í útboðsgögnum sínum. Hann spyr hvort brögð hafi verið að þvf að verktakar haft lögsótt Vegagerðina síðustu fimm ár vegna þess að þeir haft talið að hún l'ari ekki að eigin skilmálum. Og spuil er hvort Vega- gerð ríkisins hafi boðið bætur vegna ósamkomulags eða vegna aukaverka í kjölfar ónákvæmra útboðsgagna undanfarin fimm ár. Þá er spurt hversu oft Vegagerðin hefur viður- kennt galla í útboðslýsingu eftir samninga í kjölfar tilboða. Loka- spurningin er: Ber Vegagerðin ábyrgð á eigin útboðsgögnum? I Alþýðublaðinu 14. október segir frá viðskiptum verktakans Rögn- valdar Kristins Rafnssonar við Vegagerð ríkisins. Þar lýsir jarð- fræðingur yfir því að verktakanum haft verið gert skylt að nota efni sem reyndist afarerfitt í vinnslu, auk þess sem það standist vart kröfur Vega- gerðar ríkisins um gæði. Upplýsing- um um burðarlagsefnið var ekki komið á framfæri í útboðsgögnum, en í staðli ÍST 30, sérskilmálum Vegagerðarinnar er skýrt tekið fram að allar niðurstöður rannsókna á því efni sem vinna á, skuli fylgja. i Kót i I ett u ka rl i n n Líflegar umræður urðu á Alþingi í gær um matvælaverð á íslandi og Bandaríkjunum, í kjöl- far könnunar fréttastofu Sjónvarps. Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður, kollvarpaði þeim niðurstöðum könnunarinnar að matur kostaði miklu meira á íslandi, með því að skipta einfaldlega bandarískum kjúklingi út og taka inn í staðinn rammíslenskar lambak- ótilettur. Egill brá sér í matvörubúð í gær með ljósmyndara Alþýðublaðsins og rannsakaði verð á þeim tíu vörum sem könnunin náði til - að kjúklingnum semsagt undanskildum. Inn- kaupakarfa Egils kostaði 2.694 krónur, en hann hefur reiknað út að sömu vörur kosti 2.619 krónur vestra. Niðurstöður Sjónvarpsins voru hinsvegar þær að íslensk innkaupakarfa kostaði 3.442 en bandarísk 1.423,90. Nánar er sagt frá málinu á baksíðu. Alþýðublaðið í dag Vitsmunir eða aflsmunir Jón Baldvin Hanni- balsson skrifar 3 Pólsk nýlenda á Haití 5 Einn Reykvíkingur - þrír Vestf irðingar ítarleg umfjöllun um kjördæmamál og atkvæðisrétt 6 Goðsögn Framsóknar Rökstólar 2 Landbúnaður í kreppu Leiðari 2 Kgsið um ESB á íslandi 8 Ungir jafnaðar- menn halda nor- ræna ráðstefnu Um helgina mun Samband ungra jafnaðarmanna vera gest- gjafi ráðstefnu Samtaka ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum um stöðu jaðarbyggða Evrópu og nýtingu auðlinda þeirra er þar kunna að finnast. Ráðstefnan fer fram á Flúðum. Vænst er tuttugu framámanna í hreyfingum nor- rænna ungra jafnaðarmanna til landsins. Búast má við að engin logn- molla ríki á ráðstefnunni ef mál- efni Evrópusambandsins ber á góma, en ungir jafnaðannenn í Svíþjóð og Noregi leggjast ein- dregiðgegn Evrópusambandsaðild þjóða sinna, á meðan félagar þeirra hér á landi eru helstu stuðnings- ntenn Evrópusambandsaðildar ls- lands. Danir eru sem kunnugt er aðilar að Evrópusambandinu og ekki er vitað annað en að ungir jafnaðarmenn þar í landi, séu nokkuð sáttir við sinn keip þar inn- an. Magnús Árni Magnússon formaður SUJ: Ráðstefna um stöðu jaðarbyggða Evrópu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.