Alþýðublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 Sumir hafa meiri (kosninga)rétt Munur á atkvæðavægi milli kjör- dæma á íslandi jafngildir því að Vest- firðingur geti kosið þrisvar sinnum meðan Reykvíkingurinn greiðir sitt eina atkvæði. Alþýðublaðið leggur spurningar um kjördæmamál og at- kvæðavægi fyrir þingmenn og lítur á langa og stranga baráttu fyrir jöfnun kosningarétti Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, þingmaður í Reykjavík: Eitt kjör- dæmi er ekki lausnin 1. Nei. Hér er í eðli sínu um að ræða einfalt mannréttindamál sem snýst um það að hver og einn borgari eigi að hafa jöfn áhrif á það hverjir veljast til starfa á löggjafarsamkom- unni. Hér ætti að sjálfsögðu að gilda gamla kjörorðið „einn maður, eitt at- kvæði“ til þess að réttlætinu sé full- nægt. Hvenær það markmið næst síðan fram að fullu hér á landi verð- ur tfminn að leiða f ljós. 2. Nei. Með því að gera landið allt að einu kjördæmi myndi stór hluti þingmanna tapa af því aðhaldi sem fylgir nálægð við kjósendur í fleiri og minni kjördæmum. Kjósendur myndu sömuleiðis finna fyrir meiri fjarlægð við þingmenn sína en nú er. Þótt hugmyndin um eitt kjördæmi muni tryggja kjósendum fullt jafn- rétti að því er varðar atkvæðavægi tel ég ekki að hún sé raunhæfur kostur eins og nú standa sakir. Jöfnuði er einnig hægt að ná með öðrum leið- um sem skyldari eru núgildandi kerfi. Alþýðublaðið lagði fjórar spurningar skriflega fyrir þingmenn úr stjórnmála- flokkunum fimm sem sæti eiga á Alþingi. Spurning- arnar voru svohljóðandi: 1. Finnst þér einhver rök mæla með því, að vægi at- kvæða sé mismunandi eftir landshlutum? 2. Ertu hlynntur því að landið allt verði eitt kjördæmi, og ef ekki, hvaða rök mæla gegn því að þínu mati? 3. Hvað finnst þér um þá hug- mynd að kjósendum verði gert kleift að velja einstakl- inga fremur en flokkslista í alþingiskosningum? 4. Finnst þér að fækka eigi þingmönnum? 3. Ég tel mjög álitlegt að auka val- frelsi kjósenda um frambjóðendur á kjördag og gefa kost á persónukjöri jafnhliða kosningu flokksins. Slík kerfi þekkjast víða í nálægum lönd- um og gefast vel. Eg tel það af hinu góða að auka vald kjósenda um nið- urröðun frambjóðenda á listum flokkanna. 4. Já, mér finnst það. Um það hef- ur reyndar einnig verið ályktað á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ágæt byrjun væri að fækka um einn í hverju kjördæmi. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra: Landid allt verði eitt kjördæmi 1. Það má alveg eins snúa þessari spumingu við og spytja: Þarf það að vera grundvallaratriði að atkvæði séu jöfn eftir landshlutum? Ef við lít- um á hvemig þetta er annarsstaðar, þá sjáum við að það er engin algild regla að svo sé. I flestum löndum em önnur sjónarmið lögð til grundvallar og af þeim leiðir síðan hvemig vægi atkvæðisréttarins skiptist á milli ein- stakra landshluta þó svo að víðast sé tekið mið af þessu atriði. Hér á landi hafa verið færð rök að því að eðlilegt sé að nokkurt mis- ræmi sé á milli landshluta varðandi atkvæðisréttinn. Það er hinsvegar erfitt að sjá að það hafi þjónað þeim tilgangi sem til var ætlast, það er að vinna gegn byggðaröskun. 2. Já ég er hlynntur því að landið verði gert að einu kjördæmi. Það byggi ég meðal annars á eftirfarandi atriðum: a. Það er eina leiðin til þess að fá gegnsæjar kosningareglur ef halda á því markmiði að jafna að fullu á milli flokka. b. Sú sérstaða okkar að meirihluti þjóðarinnar býr á til þess að gera á litlum hluta landsins gerir það óað- laðandi að vemlegur meirihluti þing- manna verði kjördæmakosnir af því svæði. Frá sjónarhóli landsbyggðar- innar er miklu æskilegra að þeir væm kjömir þingmenn landsins alls. c. Við gleymum því oft í þessari umræðu að við Islendingar emm ekki fjölmennari en svo að það sam- svarar einu kjördæmi í nágranna- löndum okkar. Þá vil ég einnig benda á að á síðustu árum hefur það færst í vöxt í öllum stjómmálaflokk- um að þingmenn fari í heimsóknir og fundarferðir í önnur kjördæmi en þeirra eigin. Það hefur sýnt sig að kjósendur kunna mjög vel að meta þetta og það eykur hæfni þingmanna til þess að takast á við verkefni sín. Það má því með sanni segja að við séum að nokkm farin að vinna eins og landið væri eitt kjördæmi. Eg tel hinsvegar að forsenda fyrir þessari breytingu sé sú, að vald verði fært frá Alþingi og ríkisstjóm til hér- aðanna í þeim málaflokkum sem standa næst einstaklingunum og eðli máls samkvæmt er miklu eðlilegra að séu leyst á þeim vettvangi. 3. Eg er hlynntur því að leitað verði leiða til þess að kjósendur geti valið bæði flokk og einstaklinga í kosningum. 4. Ég hef ekki ákveðna skoðun á því. Ég bendi hinsvegar á, að þegar þingmönnum hefur verið Ijölgað, þá hefur það gerst sem hluti af sam- komulagi um kjördæmabreytingum en ekki vegna þess að það hafi verið talin brýn þörf á fjölgun vegna þeirra verkefna sem þingmenn þurfa að leysa af hendi. Rannveig Guðmundsdótt- ir, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, þingmaður í Reykjaneskjördæmi: Einn maður - eitt atkvæði 1. Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda og það er grundvallar- sjónarmið í mínum flokki að kosn- ingaréttur sé jafn. Það er ótrúlegt að við höfum búið við það hátt á fjórða áratug að einstaklingar með 5-600 atkvæði taki sæti á Alþingi meðan frambjóðendur með allt að 3500 at- kvæða stuðning ná ekki kjöri. Fyrir Geir Haarde: Gamalt mannrétt- indamál að allir borgarar landsins hafi jöfn áhrif. mér er einn maður eitt atkvæði hom- steinn lýðræðisins. 2. Já, ég styð að landið verði eitt kjördæmi. Við emm fámenn þjóð í samfélagi þjóðanna og þingmenn eiga að leggja áherslu á samkennd og heildarhagsmuni. Kjördæmispot eins og það þekktist áður fyrr er sem betur fer að verða úrelt fyrirbrigði. En staða okkar á alþjóðavettvangi fær stöðugt aukið gildi fyrir afkomu og aðbúnað þjóðarinnar allrar. 3. Innan framboða flokkanna er mikilvægt að haf áhrif á röðun list- ans. Ég myndi vilja sá að þeim mark- miðum verði náð að kjósendur ráði hvemig frambjóðendur skipist í sæti verði náð í kosningunni sjálfri, því prófkjörin hafa ekki reynst sú lýð- ræðislega leið að því marki sem þeim var ætlað. Konur á Alþingi em því miður ennþá aðeins um Ijórð- ungur þingmanna og ein skýring þess er talin vera fjöldi kjördæma þar sem aðeins efsti maður á lista á góða möguleika. Konur eru sjaldan efsti maður á lista. Það er söguleg stað- reynd. Það þarf að einfalda kosn- ingareglur og gera það að eðlilegum þætti kosninga að velja einstaklinga innan þess lista sem kosinn er. Jóhannes Geir: Kjósendur eiga að geta valið bæði flokk og einstakl- inga í kosningum. 4. Það er fyrst og fremst mikilvægt að vera með gott starfhæft Alþingi. Mér finnst umræðan um fækkun þingmanna byggja of mikið á þeim sjónarmiðum að starf þingmannsins sé viðveran og umræðan í þingsal. Góð þingvinna og vönduð lagasetn- ing byggir á öflugu starfi nefnda Al- þingis sem vinna með ályktanir og fmmvörp. Alþjóðleg samskipti em einnig orðin veigamikill þáttur starfsins og mikilvæg fyrir okkar þjóð. Hvort fjöldi þingmanna er 63 eða lægri tala er ekki meginmál fyrir mér. Mestu ræður að skipulag og starfsemi þingsins tryggi lýðræðis- leg og góð vinnubrögð. Öflugt lýð- ræði og vönduð vinnubrögð tryggir þann góða árangur sem við viljum öll sjá. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaöur Kvennalista í Reykjavík: Lítil kjör- dæmi eru konum erfið 1. Nei. Kosningaréttur er persónu- bundinn réttur og ég sé engin rök Atkvæðavægi á Vestfjörðum, þarsem fæstir kjósendur eru á bakvið hvern þingmann, er reiknað 100%, og vægi atkvæða í öðrum kjördæmum síðan reiknað sem hlutfall af því. Þannig er til dæmis vægi atkvæða á Suð- uriandi 56% af vægi atkvæða á Vestfjörðum. 100% 92 O, 'O 72% 66% 56% 50% Vestfirðir Kjósendur á þingmann Norðurland vestra Austurland Kjósendur á þingmann Kjósendur á þingmann Vesturland Kjósendur á þingmann Suðurland Kjósendur á þingmann Norðurland eystra Kjósendur á þingmann 1.096. 1.432. 1.824. 1.978. 2.328. 2.633.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.