Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MMOUBUOID Stofnað 1919 Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Auðvitað er ESB á dagskrá Alþýðublaðið spyr í dag nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til Evrópusambandsins og hugsanlegrar um- sóknar íslands um aðild. Svar Sigríðar Önnu Þórðardóttur er einkar athyglisvert. Hún segir: „Varðandi það, hvort Evrópu- sambandsmálin séu á dagskrá, þá hefur það verið afstaða míns flokks að svo sé ekki. Mér finnst hinsvegar fyllilega tímabært að ræða þetta mikilvæga mál.“ Sigríður Anna er öllu varfæmari en aðrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins sem leitað var álits hjá. Hún vill greinilega ekki styggja formann Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað lýst því yfír að Evrópumálin séu alls ekki á dagskránni; þau eigi ekki að ræða. Máiflutningur Davíðs Oddssonar í þessu máli ber því miður vitni um pólitíska meinloku, sem á lítið skylt við þá röggsemi sem þykir allajafna einkenna störf hans. Sigríði Önnu finnst tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn hætti að láta einsog málið sé ekki til umræðu. Auðvitað er ESB-málið á dagskrá. Um það eru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sammála - að formanninum einum undanskild- um. Þau Ámi R. Ámason, Tómas Ingi Olrich, Sturla Böðvars- son, Einar K. Guðfinnsson og Lára Margrét Ragnarsdóttir svara spumingu Alþýðublaðsins um það á afdráttarlausan hátt; þótt þau greini síðan vissuiega á um það, hvort ísland á að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ESB-málið er á dagskrá hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, og gott betur: Nýleg skoðanakönnun Morgunpóstsins leiðir í ljós, að meirihluti sjálfstæðismanna vill aðild að Islands að Evr- ópusambandinu. Flokksformaðurinn getur ekki trakterað þetta fólk á því að málið sé ekki til umræðu. Davíð Oddsson lýsti yfir því, á þingi ungra sjálfstæðismanna í sumar, að Alþýðuflokkurinn myndi eflaust reyna að stela kjós- endum frá Sjálfstæðisflokknum út á ESB- málið. Með þessari athugasemd villtist Davíð inná gamalgrónar villigötur stjóm- málamanna: Að flokkarnir þeirra eigi atkvæði einsog hver önn- ur ríkisskuldabréf. Auðvitað verður tekist á um ESB-málið fyr- ir kosningamar í apríl. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins em greinilega að búa sig undir það, einsog svör þeirra í Alþýðu- blaðinu í dag gefa til kynna. Ekki á vetur setjandi Fulltrúar ungliðahreyfmga stjómmálaflokkanna héldu sameig- inlegan blaðamannafund í fyrradag til þess að kynna yfirlýs- ingu þarsem segir að núverandi misvægi atkvæða sé óþolandi brot á mannréttindum. Ungliðamir vilja að kosningalögin verði endurskoðuð rækilega í vetur, með það fyrir augum að vægi at- kvæða alstaðar á landinu verði jafnt. Núverandi kosningalög em ekki á vetur setjandi, segir í yfirlýsingunni. Það er fagnaðarefni að krafan um jafnt vægi atkvæða nýtur æ meiri hljómgmnns í öllum stjómmálaflokkum. Jafnframt em menn að skilja að um er að ræða stórkostlegt mannréttindamál. í nýlegri umfjöllun Alþýðublaðsins var leitað álits þingmanna úr öllum flokkum og meginniðurstaða þeirra var hin sama: Að atkvæðavægi eigi að vera jafnt. Menn greinir á um útfærslur, en einfaldasta frambúðarlausnin er sú að gera landið allt að einu kjördæmi. Alþingismönnum ber siðferðileg skylda til þess að taka á mál- inu af einurð og festu; þeir geta ekki leitt hjá sér kröfu þjóðar- innar í þessu efni. Garður gangstíga sem liggja aftur saman Það er mér í bamsminni þegar ég fór fyrst að lesa blöðin að í þingfrétt- um Morgunblaðsins stóð ævinlega lítið (k) í sviga aftan við nöfn þing- manna Alþýðubandalagsins sem tóku til máls á Alþingi. Eg man ekki hvenær þetta breyttist, en ég held það hafi ekki verið fyrr en seint á átt- unda áratugnum. Ætli sé ekki nokk- um veginn óþarft að taka fram að (k)-ið stóð fyrir kommúnisti. I þessu litla (k)-i fólst náttúrlega ógurlega mikil sag: sem þarf ekki að rekja. Kjami máls- ins er sá að ritstjór- ar Morgunblaðsins vildu láta líta út iyrir að þingmenn Alþýðubandalags- ins væm kommún- istar. Þetta var kaldastríðslegt í hæsta máta, því þrátt fyrir söguleg tengsl, einstaka Rúmeníu- og Rúss- landsferðir flokksforingja og klásúl- ur um þjóðnýtingu í stefnuskrá var Alþýðubandalagið enginn kommún- istaflokkur. Þeir flokksmenn sem vom ekki beinlínis elliærir vom löngu búnir að slíta tengslin við Sovétríkin. Það var ekki fyrr en á þriðja glasi að tók sig upp hálfgleymd aðdáun þeirra á Sta- lín. Það er varla hægt að segja heldur að á þessum ámm hafi Alþýðu- bandalagið átt neina bræðraflokka. Menntamönnum í flokknum þótti reyndar illt að lifa í tómarúmi og gerðu dauðaleit að einhverju til að hanga í; um tíma sáu þeir ekki sólina fyrir Maó, svo Kastró, og síðar fylltust þeir aðdáun á ítölskum kommúnistum þegar þeir slógu af harðlínunni og fóru að kalla sig Evr- ópukommúnista. En að öðm leyti byggði flokkur- inn á þessu einkennilega samblandi af sósíalisma og þjóðemishyggju sem Einar Olgeirsson hrærði sam- an; geggjaðri hugmyndasúpu þar sem Marx og Engels svömluðu inn- an um hetjur sjálfstæðisbaráttunnar og garpa þjóðveldisaldar. Magnaðasta birtingarfonn þessara hugmynda var baráttan gegn hemum og Nató sem var háð með rökum úr kvæðurn þjóðskálda - var ekki Keflavfkurgangan hin íslenska út- gáfa af Göngunni miklu? Tíma- bundnar hliðargreinar voru svo upp- hlaup gegn stóriðju og EFTA, en heilagasta stríðið var háð gegn Kanasjónvarpinu og þar vannst mesti sigurinn, kannski sá eini. Þetta var tilvemgmndvöllurinn, en þegar öllu var á botninn hvolft var hann þó ekki mikilsverðari en svo að foringjar Alþýðubandalags- ins vom reiðubúnir að gleyma hon- um hvenær sem þeim hentaði. Að því leyti hefðu fylgismenn hers og Nató ekki getað fengið meðfærilegri andstæðing. Þar fyrir utan gekk pólitík flokks- ins á þessum tíma helst út á að tala í hneykslunartóni um skran í verslun- um og andskotast út í búðarfólk, heildsala og milliliði sem var flokks- kredda að væm að stela undan Silfur Egils Egill Helgason skrifar þjóðarauði íslendinga með faktúm- falsi. Öllu því liði var brigslað um óþjóðhollustu sem löngum hefur verið vinsælast hnjóðsyrði hjá Al- þýðubandalaginu. Núorðið er Alþýðubandalagið svo snautt að það á ekki einu sinni þenn- an vott af hugmyndafræði. Mennta- mennimir sem einu sinni reyndu að hugsa fyrir flokkinn hafa engan sósí- alisma að skilgreina lengur og em að laumast hljóðlega burt. Það eina sem ^“■■■■■i^^^eimir eftir af er xenófóbt'an, tor- tryggnin í garð út- lendinga. En múr- ar hafa hmnið og viti menn: smátt og smátt er Al- þýðubandalagið að eignast bræðra- flokka að nýju. --------------- Óvænt kemur í Ijós að gamlir gangstígar liggja aftur saman. Falleraðir kommúnistaflokk- ar Austur-Evrópu hafa gengið í end- umýjun lífdaga og - þeir líta út eins og Alþýðubandalagið. Félagar frá því forðum tíð ná saman á nýjan leik, að minnsta kosti í andanum. Ekki það að Alþýðubandalagið hafi nein flokkstengsl við karla eins og Gysi f Þýskalandi, Meciar í Sló- vakíu, Brazaukas í Litháen, Horn í Ungverjalandi og Pavliak í Póllandi eða kæri sig yfirleitt um það. Eg er viss um að flestir Alþýðubandalags- menn vildu frekar vera í félagsskap krata með Carlson í Svíþjóð, Scharping í Þýskalandi og Blair á Englandi - bara af því það er miklu flottari klúbbur. Hængurinn er bara sá að svoleiðis kratar hafa undanfarið legið í angist- arfullri naflaskoðun um öll sín gmndvallarprinsípp, velferðarkerfið eins og það leggur sig. Það hefur Al- þýðubandalagið enga löngun, getu eða forsendur til að gera. Bomir uppi af vansælu og von- leysi hafa gömlu kommúnistamir verið að ná furðulega góðum árangri í kosningum í Austur-Evrópu. Flokkamir þeirra hafa verið skírðir upp á nýtt og hafa máski yfir sér svo- lítið kratískt yfirbragð. Pólitík þeirra fer þó fyrst og fremst fram með rök- um tilfinningalífsins; það er alið á tortryggni, andúð og ótta við breyt- ingar. Viðlagið sem alltaf hljómar er hvað þetta sé mikil svívirða allt sam- an. Þeir láta eins og þeir séu útvaldir til að veija fólk fyrir hinum stjóm- málamönnunum sem af óeðlilegum hvötum vilji gera líf þess óbærilegt; úlfum sem um stundarsakir hafi bmgðið sér f líki hjarðmanna og sæti færis að rífa litlu fómarlömbin á hol. Að öðm leyti en að gera ráð fyrir því að fólk sé upp til hópa frekar fá- víst eru þetta vita hugmyndalausir pólitíkusar og tækifærissinnaðir út í gegn; af eðliskænsku vita þeir að það er líklegt til árangurs í pólitík að halda sig við fáar einfaldar fullyrð- ingar sem þurfa alls ekki að vera snjallar eða frumlegar. Alit em þetta gamalreyndar og notadrjúgar brellur pópúlista, og þama fara skilin milli hægri og vinstri að verða vemlega óljós. Og þama emm við farin að sjá móta fyr- ir útlínunum á Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið hefur tileinkað sér þá vinnureglu pópúlistans að ráð- ast á öll mál með látum. Það er rokið upp til handa og fóta og talað hátt og mikið. Þingmenn flokksins em stolt- ir af því að tala mest á Alþingi - eins og það sé eitthvert afrek eða tilgang- ur í sjálfu sér. Ekki verður maður var neinn sér- stakan áhuga á hugmyndum eða framkvæmdum, heldur fer málflutn- ingurinn fram með því að bregða upp sem geigvænlegustum myndum (sem gefa kærkomið frí frá því að hugsa); Sjúklingar liggja í andaslitr- um á göngum spítala, kmmla íhalds- ins seilist í útvarpið, kolkrabbinn ætlar allt að éta, það er glaumur og gleði í veislusölum ríkisins, utanrík- isráðherra er ( útlöndum með sjálf- stæði þjóðarinnar í vasanum eins og skiptimynt, en fyrir utan félagsmála- stofnun stendur örsnautt fólk í langri biðröð. í reyndinni lætur Alþýðubanda- laginu þó best að beita sér í litlum málum - þar er hægt að gera mestan hávaða og þar er hugmyndafátæktin síst til baga - og langbest þegar veg- ið er að Ríkisútvarpinu sem flokkur- inn lítur ú sem eins konar móðurskip eða að menningunni þar sem Alþýðubandalagið fer um eins og full Fúrtseva*. Máski virkar þetta ágætlega. Alþýðubandalagið virðist altént þokkalega á sig komið og bræðra- flokkamir nýju em að sækja í sig veðrið. Þeir vita kannski ekki hvorir af öðrum en leiðir þeirra liggja sam- an á nýjan leik. Óg ætli menn að beita svona pólitík til langframa er til ágætis mottó, komið úr smiðju erkipópúlista allra tíma, Adolfs Hitl- er, sem vissi upp á hár hvemig flokki sínum yrði mest ágengt: „Með því að nota töframátt einfaldana, andspænis þeim hrynur öll mótspyrna.“ *Ekaterina Aleksevna Fúrtseva, menningar- málaráöherra Sovétríkjanna frá 1960-1974. Þótti klár á flokkslínunni en illa aö sér í menn- ingunni. „Alþýðubandalagið hefur tileinkað sér þá vinnureglu pópúlist- ans að ráðast á öll mál með látum. Það er rokið upp til handa og fóta og talað hátt og mikið. Þingmenn flokksins eru stoltir af því að tala mest á Alþingi - eins og það sé eitthvert afrek eða tilgangur í sjálfu sér.“ Dagatal 27. október Atburdir dagsins 1505 Ivan mikli, fyrsti Rússakeis- arinn, safnast til feðra sinna. 1662 Karl II Englandskóngur selur Dun- kirk til Lúðvík XIV. 1971 Nafni Kongó breytt f Zaire. 1971 Breska þingið samþykkir inngöngu Bret- lands í EBE. Afmælisbörn dagsins James Cook skipstjóri og land- könnuður, 1728; Niccolo Paganini ítalskur tónsmiður, 1782; Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti og handhafi friðarverðlauna Nóbels, 1858; Dylan Thomas eitt frægasta skáld aldarinnar, kom Wales á landa- kort bókmenntanna, 1914; Sylvia Plath bandarísk goðsögn og skáld- kona sem framdi að lokum sjálfs- morð, 1932; John Cleese breskur háðfugl og einn besti gamanleikari vorratíma, 1939. Annálsbrot dagsins Eitt fóstur heyrðist gráta í móður- innar lífi í Kaupenhafn, 7 vikum fyrri en það var fætt, sem var eitt teikn um það eptirkomandi stríð. Skarðsannáll, 1563. Lokaord dagsins Eg er búinn að drekka 18 óbland- aða viskísjússa í röð. Ég held að það sé met. Dánarorð Dylan 'rhomas skálds (1914-53), eins af afmælisbömum dagsins. Málsháttur dagsins Það er ekki oft, að hún amma mín deyr. Módgun dagsins Ég man og eftir, að Jónas Hall- grímsson kom einu sinni, þegar hann kom utanlands frá; hann var búldu- leitur og fúllegur að sjá, og mjög hæglátur. Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Ord dagsins Blótaðu ekki, bróðir minn, böl það eykur nauða. Engum hjdlpctr Andskolinn, og ctllrci síst í dauða. Hallgrímur Pétursson. Hann dó þennan dag ár- iö 1674. Skák dagsins Við lítum á handbragð frímerkja- safnarans Anatolys Karpovs í skák sem hann tefldi 1' Las Palmas 1977 við Italann Tatai. Karpov hefur svart og er f þann veginn að ryðja hvítu mönnunum útaf borðinu einsog sjá má. Síðasti leikur hvíts var 23. Dc2. Karpov kom með snotran loka- hnykk. 23.... Dd3!! 24. exd3+ cxd3+ 25. Kd2 He2+ 26. Kxd3 Hd8+ 27. Kc4 Hxc2+ 28. Kxb4 Hcd2 29. f3 Bf8+ 30. Ka5 Bd7+ Hér fékk hinn ógæfu- sami Tatai sig loksins fullsaddan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.