Alþýðublaðið - 27.10.1994, Side 3

Alþýðublaðið - 27.10.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hverjir eru verstir? Sú mikla umræða sem verið hefur í gangi um siðferði í pólitíkinni hefur greinilega haft mikil áhrif í þjóðfé- laginu. Stjómmálamenn hafa verið undir smásjánni og einhvem veginn virðist manni sem allar þeirra gerðir séu nú vegnar og metnar á einhverri siðferðisvogarskál. Það út af fyrir sig er alls ekki slæmt, því vitaskuld á allt sem stjómmálamenn aðhafast að þola dagsbirtuna, en miklu vena er, þegar einkanlega einn ilokkur er tek- inn fyrir og reynt að koma á hann ein- hverjum spillingarstimpli. Er Alþýðuflokkurinn spilltastur? Nú um stundir beinast öll spjót að Alþýðuflokknum og keppast fjöl- miðlar við að sannfæra þjóðina um að öll hin pólitíska spilling sé tengd flokknum. Þar gildir raunar einu, þó tfunduð séu dæmi um svipuð vinnu- brögð úr öðmm stjómmálaflokkum, þeim virðist allt fyrirgefið, sama hvort um er að ræða Hrafnsmál Sjálf- stæðisflokksins, kaup Ólafs Ragnars á úreltum forritum eða makalausir samningar Guðmundar Bjarnasonai' við starfsmann í heilbrigðisráðuneyt- inu. Allt em þetta mál, sent tæpast þola dagsbirtuna, en einhvem veginn virðast ekki skaða viðkomandi flokka. Þetta er vissulega umhugsunarefni fyrir okkur alþýðuflokksmenn, því við vitum allra manna best, að sá spillingarstimpill sem nú er reynt að setja á okkur er með öllu ómaklegur. Vitaskuld getur okkur orðið á í mess- unni rétt eins og öðmm, en að halda því fram að Alþýðuflokkurinn sé spilltastur allra, er fáránlegt. Hvar er til varnar vorum sóma? Ef Alþýðuflokkurinn ætlar að ná einhveijum árangri í komandi kosn- ingum, þá verður hann að bregðast við þessum áróðri á fumlausan og ákveðinn hátt. I mínum huga verður það að gerast, að þeir sem harðast hafa verið gagnrýndir geri afdráttar- laust hreint fyrir sínum dymm. Ef þeim finnst að þeir hafi þegar gert það, þá verður það að standa. Hér dugar ekkert næstum því. Við verð- um að hafa hreint borð. Við eigum að fara í allsherjar na- flaskoðun á ílokknum og reyna að Pallborðið Guðmundur Oddsson skrifar skilgreina þau vandamál sem heitast brenna. Til þess eigum við að fá fag- fólk okkur til aðstoðar, sem getur leiðbeint okkur. Það er okkur svo mikils virði, aö hreinsa flokkinn af þeirri óværu sem á honum hvílir, að við megum ekkert til spara og raunar engan tíma missa. Hvenær er mælirinn fullur? Sú mikla umfjöllun sem ýmis verk Guðmundar Ama hafa fengið í þjóð- arsálinni hlýtur að kalla fram þá spumingu, hvenær stjómmálamenn hafa gengið of langt og þá kannski ekki síður hver á að ráða hvaða við- brögðum eða viðurlögum er beitt. Mín skoðun er alfarið sú, að viðkom- andi aðili eigi að hafa allt fmmkvæði í þessum málum. Við verðum að gera þá kröfu til stjómmálamanna að þeir hafi rétt stöðunrat. Hins vegar verða allir stjómmála- menn að gera sér Ijóst að þeir em hvergi nærri einir í heiminum og þeir hvorki geta né mega haga sér þannig, að þeir skaði með gerðurn sínum þann flokk sem þeir em f. Ef slíkt gerist, þá er það ekki orðið neitt einkamál viðkomandi stjómmála- manna, heldur alls flokksins. Þess verið gagnrýndir geri afdráttarlaust hreint fyrir sínum dyrum. Ef þeim finnst að þeir hafi þegar gert það, þá verður það að standa. Hér dugar ekkert næstum því. Við verðum að hafa hreint borð.“ vegna verða menn að gæta alls vel- sæmis í störfum sínum en umfram allt að fara að almennunt leikreglum og þekkja mörkin. Hver er stada flokksins í dag? Ég hef vitaskuld eins og fjölmargir okkar flokksmanna velt fyrir mér stöðu Alþýðuflokksins nú um stund- ir. Satt best að segja er hún í engu samræmi við það sent hún gæti verið, því ég tel að við höfum staðið okkur vel í núverandi ríkisstjóm og haft þar afgerandi forystu í mörgum þýðing- armiklum málum. Málefnalega er staða flokksins góð og hennar vegna gælum við náð góðum árangri í kom- andi kosningum, en fleira kemur til. Sú ákvörðun Jóhönnu Sigurðar- dóttur að segja sig úr flokknum hefur vissulega skaðað flokkinn. Það er hins vegar hlutur sem ég er sannfærð- ur um að við munum vinna okkur út úr þegar nær dregur kosningum og kosningabaráttan kemst í algleym- ing. Ég hef því ekki svo miklar áhyggjur af Jóhönnu.Ég hef hins veg- ar miklar áhyggjur af því, að á meðan þessi spillingammræða er í gangi tak- ist okkur ekki að ná starfmu almenni- lega í gang. Hinn almenni flokks- maður er tilbúinn til starfa, en hann krefst þess, að forysta flokksins sé með hreint borð og tilbúinn til átaka af fullum krafti. Höfundur er bæjarfulitrúi í Kópavogi og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins. Gluggagægir dagsins Markús Örn Antonsson, alias Krúsi, starfsmaður í Myndbæ býr á Vesturgötu 36. Hann fær sér stund- um göngutúr síðla kvölds, og trítl- ar einatt ÍTamhjá Vesturgötu 39. í gær sagði Krúsi lesendum Mogg- ans hvað hann sá innum gluggann: „Þegar formaður Alþýðuflokksins fær sér dömuvindil og sötrar svart kaffi að næturlagi á Vesturgötunni er ráðabmgg í uppsiglingu...“ Þetla er spennandi. En Kmsa hefiir orðið kalt sfðasta vetur, enda hclur hann greinilega noipað marga nótt á glugganum. Hann segir: „Þeir vom býsna margir vindlamir, sem tottaðir vom sl. vetur þegar R- lista framboðið var undirbúið...“ Enginn furða þótt Krúsi væri ögn kalinn þegar hann klöngraðist úr borgarstjórastólnum! En piottið sem hann afhjúpar nú er þetta: JBH gaf Alþýðublaðinu fyrirskip- un urn að gefa Agli Helgasyni fyr- irskipun um að ráðast á Sollu borg- arstjóra af því Solla styður heilaga Jóhönnu. Got it? Ungir sjálfstæðismenn í Garðabæ em ekkert að skafa utan af því í nýjasta blaði sínu. Þar er Ólafur G. Einarsson sakaður um „valdhroka og yfirlæti" fyr- ir að hafa lengstaf neitað að birta upplýs- ingar um ráð- stöfunarfé menntamála- ráðuneytisins. Samkvæmt ör- uggum heim- iidum varð allt vitlaust meðal sjálfstæðis- manna í Garðabæ vegna greinarinnar um Ólaf - enda er hann Garðbæing- ur sjálfur og hefur sterkasta vígi hans í kjördæminu ver- ið. Hinir og frökku sjálf- stæðismenn vom teknir rækilega á beinið fyrir að veitast að leiðtoganum. Það setn kannski er skondnast við málið et' hinsvegar það, að á forsíðu sarna tölublaðs er mynd af hæstvirtum menntamálaráðhena að taka fyrstu skóflustungu að nýjum skóla. Er nerna von að ráðherranum hafi bmgð- ið þegar hann fékk gusuna yfir sig á næstu opnu... Nokkrar forvitnilegar ljóðabækur em vænt- anlegar, þótt sjálfsagt fari ekki mikið fyrir þeim í flóðinu mikla. Mál og menning gefur út nýja bók eftir Geirlaug Magnússon skáld á Sauðárkróki, sem er tvímælalaust kominn í fá- mennan hóp okkar albestu skálda. Ekki er ólíklegt að önnur ljóðabók frá MM veki athygli líka; það er fyrsta bók matkrákunnar og bóhemsins Jóhönnu Sveinsdóttur. Hún hefur áður skrifað bók uni ís- lenska elskhuga og matar- gerðarlist, og auk þess birt ljóð og ljóð á stangli. En nú er það sumsé heil bók... Ekki sér fyrir endann á útvarpsfarsanum. Á laugardaginn ntun einn af brottreknu pistlahiifundun- um, Ólafur Hannibalsson, flytja pistil sinn hjá Páli Heiðari Jónssyni. Ólafur var, sem kunnugt er, rekinn í hádegisfréttum en ráðinn aftur í kvöldfréttum. Hann verður væntanlega á fram- boðslista sjálfstæðismanna fyrir vestan og getur þess- vegna átt yfir höfði sér að vera rekinn aftur... Ein ástsælasta skáldkona seinni ára, Jakobína heitin Sigurðardóttir, lét eftir sig handrit með minn- inguni sem koma út á næst- unni. Þar segir frá bemsku hennar á Homströndum á öndverðri öldinni. Bókin ber heitið I bamdómi og verður efalítið mörgum kær lesning... Hans Kristján Árnason þúsundþjaiasmiður er búinn að skrifa samtalsbók við Gunnar Dal rithöfund og heimspeking. Tryggir hlustendur þjóðarsálarinnar muna eflaust að um daginn hringdi hver konan á fætur annarri og bað um að end- ursýndur yrði sjónvarps- þáttur með Gunnari Dal þarsem hann útlistaði skoð- anir sínar á lífi og tilvem, þessum heirni og öðtum... Hinumegin Samkvæmið hafði lukkast frábærlega - en þá sá Mummi fílabeinið í nótnaborðinu. Fimm á förnum vegi Stundar þú íþróttir reglulega? Viti menn Já, mér finnst það ekki fallegt. Heimir Steinsson útvarpsstjóri, að- spurður af Hannesi Hólmsteini hvað honum fyndist um þau ummæli Sig- urðar G. Tómassonar að pólitísk aflús- un færi fram á RÚV. DV í gær. Eðlilegt er, að Bandaríkja- menn dragi úr umsvifum sín- um hér eins og nú horfir en það skiptir öllu máli, að varn- arviðbúnaður á Keflavíkur- flugvelli sé með þeim hætti, að hægt sé að taka hann í notkun á skömnium tíma. Leiðari Moggans í gær. Clinton vildi fá mig í klúrar munngælur. Fyrirsögn á frétt i DV í gær um konu sem kært hefur Banda- ríkjaforseta fyrir kyn- ferðislega áreitni þegar hann var ríkis- stjóri í Arkansas. Það er grafalvarleg þróun ef námi og menntun hér á landi fer hrakandi. Það er óverjandi sjálfskaparvíti. Það má ekki gerast. Ellert B. Schram, leiöari DV í gær. Auðvitað hefðum við helst viljað gefa bókina út en maður sættir sig alveg við að Mál og menning geri það úr því reglu- gerðin segir að það sé leyfilegt. Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri AB um þá ráðstöfun að Mál og menn- ing gefur út verðlaunabók AB og Reykjavíkurborgar. DV í gær. Þingmenn frá Norðurlöndun- um höfðu samband við mig í morgun og voru furðu lostnir og skildu ekki rökin fyrir því að ekki mátti greiða atkvæði um vantraustið. Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Tíminn í gær. Þorgeir Þorgeirsson hefur sér- staklega látið mannréttinda- málin til sín taka... Margir kunna honum litla þökk fyrir. Víða hefur hann orðið „pers- ona non grata“. Samt lætur hann hvergi deigan síga, en heldur ótrauður áfram sínu striki. Slíkir menn eru svo sannarlega þarfir hverju því þjóðfélagi sem ekki vill koðna í viðjum vanans. Sigurjón Björnsson, ritdómur um Sex hugleiðingar á hátíðarári eftir Þorgeir. Mogginn í gær. Borgarfulitrúar Sjálfstæðis- flokksins munu berjast gegn hærri sköttum á Reykvíkinga. Árni Sigfússon borgarfulltrúi. Mogginn igær. Eg verð að segja það að ég hef aldrei á minni lífsleið kynnst öðru eins félagslegu vanda- máli og ég fékk að takast á við í Sandgerði... Einnig var áfengisneysla stórt vanda- mál... Félagið hefur á undan- förnum árurn misst alltof marga leikmenn frá sér vegna óreglu sem fylgir óhóflegu skemmtanalífi. Þetta er veikur hlekkur í samfélaginu og inn- an félagsins, og á þessu verða Sandgerðingar að taka. Janus Guðlaugsson þjálfari 3. deildar liðs Reynis i fótbolta í viðtali í Suður- nesjafréttum. Reynir féll í 4. deild. Ég spái því að þjóðin verði upptekin af þessari keppni meðan hún stendur yfir. Geir H. Haarde, formadur Fram- Sigurveig Ástgeirsdóttir, nemi: Já, andlegar íþróttir. Aðallega bókmenntir. Skæringur Sigurjónsson, kaupmaður: Já, ég hleyp mikið og fer í líkamsrækt annað slagið. Úr þessu fæ ég orkuforða dagsins. Ingibjörg Björnsdóttir, list- danskennari: Nei, tnér dytti það ekki í hug. Arnór Diego, húsasmiður: Ekki einsog er. Ég er alltaf vinnandi. Ingibjörg Oliver Karlsdóttir: Já, ég syndi reglulega. Yfirleitt eru þetta 200 til 500 rnetrar í hvert skipti. kvæmdanefndar HM 95. Mogginn í gær.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.