Alþýðublaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins:
ESB er á dagskrá
I gær lagði Alþýðublaðið tvær spurningar fyrir nokkra þingmenn
Sjálfstæðisflokksins: 1. Er Evrópusambandsmálið á dagskrá? 2. Ertu
hlynnt(ur) því að við sækjum um Evrópusambandsaðild og könnum
þannig hvernig samningi við getum náð?
Árni R. Árnason,
Reykjaneskjördæmi:
1. Já. Eg tel raunar að samskipti við hinar
Evrópuþjóðimar hljóti alltaf að vera á dag-
skrá.
2. Já, ég er hlynntur því. Það er óhugsandi
að útiloka aðild. Eg er hinsvegar þeirrar
skoðunar, að áður en við sækjum um ESB-
aðild þá eigum við að athuga fríverslunar-
samning við Bandaríkin. Slíkan samning
verður náttúrlega ekki hægt að gera eftir
inngöngu í Evrópusambandið.
Árni R. Árnason,
Hlynntur umsókn.
Tómas Ingi Olrich,
Málið er á dagskrá.
Tómas ingi Olrich,
Nordurland eystra:
1. ESB-málið er búið að vera á dagskrá
síðan samningamir um Evrópska efnahags-
svæðið hófust. Það mál var til lykta leitt
með samningnum um Evrópska efnahags-
svæðið, þegar tengsl okkar við Evrópusam-
bandið voru tryggð. Það liggur fyrir stefnu-
mörkun Alþingis um tvíhliða samning við
Evrópusambandið á grundvelli EES. Á
þessu hefur engin breyting orðið.
2. Umsókn um aðild að Evrópusamband-
inu er ekki aðeins ákvörðun um það, að reyna ná sem hagkvæmustum við-
skiptasamningum við Evrópusambandið og hagstæðumn sjávaiútvegs-
samningi einsog margir vilja vera láta. Aðild að ESB - einsog það sam-
band er nú - er jafnframt ákvörðun sem snertir sjálfstæði íslands og stjóm-
arskrá. Auk þess snertir það einnig þátttöku okkar í öryggissamvinnu Evr-
ópuríkja og almenna þróun stjórnmála- og efnahagsmála. Það er tilgangs-
laust að sækja um aðild að Evrópusambandinu ef menn em ekki sannfærð-
ur um þeir ætli að vera þátttakendur í stjómmálalegum sammna í kjölfar
Maastricht. Það er nú fyrirsjáanlegt, að á grundvelli Maastricht verður ekki
unnið að öryggi og efnahag Evrópu í heild. Það verður að verða breyting á
því. Við eigum að fylgjast með þróun Evrópusambandsins eftir að það hef-
ur aðlagast þeim breytingum sem fall Sovétríkjanna hafði í för með sér. Þá
kemur til álita, að skoða aðild að Evrópusambandinu.
Sturla Bödvarsson,
Vesturlandskjördæmi:
1. Ég lít svo á að Evrópusambandsmálið
sé á dagskrá í dag og verði á dagskránni í
framtíðinni. Málið verður reyndar á dagskrá
með mismunandi hætti. Við þurfum að
fylgjast grannt með því hvað er að gerast á
vettvangi Evrópusambandsins og taka síðan
afstöðu samkvæmt þróun mála.
2. Nei, umsókn er ekki á dagskránni.
Sturla Böðvarsson,
ESB er á dagskrá.
Sigrídur Anna
Þordardóttir,
Reykjaneskjördæmi:
1. Varðandi það, hvort Evrópusambands-
málin séu á dagskrá, þá hefur það verið af-
staða míns flokks að svo sé ekki. Mér finnst
hinsvegar fyllilega tímabært, að alvarlegar
umræður fari fram um þetta mikilvæga mál.
2. Ég tel það ekki tímabært einsog málin
standa. Ég.vil að minnsta kosti sjá hvernig
kosningar um Evrópusambandsaðild á hin-
um Norðurlöndunum fara. Ég vil sfðan taka sigriður ” na Þórðardótrir,
það fram, að ef til þess kemur í framtíðinni, (jmræður tímabærar.
að við ákveðum að sækja um aðild þá tel ég
brýnt að hagsmunir okkar verði tryggðir -
einkum á sviði sjávarútvegsmála.
Einar K. Gudfinnsson,
Vestfjardakjördæmi:
1. Já, það er á dagskrá.
2. Nei, ég er andvígur því.
Einar K. Guðfinnsson
Það er á dagskrá.
Lára Margrét
Ragnarsdottir,
Reykjavík:
1. Já. Evrópusambandsmálið eigum við
að ræða.
2. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess.
Lára Margrét Ragnarsdóttii
Eigum að ræða málið.
okksins, við umræður í
nbandinu: Andstæðingar að-
iir börðust gegn Fríverslun-
;svæðið. Þeir hafa jafnan
and:
Noregur er þegar þátttakimdi í þessum
þætti sambandsins gegn urn EES-
samninginn.
- Þar á eftir kemur samstarf aðild-
arrikjanna um efnahagsstefnu. Þau
skuldbinda sig til að halda verðbólgu í
lágmarki og að halli á fjárlögum fari
ekki yfir tiltekið hlutfall landsfram-
leiðslu. Þessari stefnu fylgja norsk
stjómvöld nú þegar. Þar af leiðandi
dregur nú úr atvinnuleysi. Svíar hafa
farið öfuga Ieið. Þar er fjárlagahalli
enn of mikill og erlendar skuldir of
miklar. Þar hækka vextir. Hefðu öll
Evrópulönd fylgt sömu stefnu og
norska stjómin væri ástand allt annað
og miklu betra í Evrópu.
Næsta skref efnahagssamvinnunn-
ar er að festa gengi gjaldmiðla. Slíkt
ástand ríkti á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og að hluta á hinum áttunda.
Bandaríkjastjórn ábyrgðist þá gengi
dollars og önnur ríki bundu gjald-
miðla sína við hann. Þetta skapaði
stöðugleika og framfarir. Hægt var að
skipuleggja til framtíðar.
Þegar gengi gjaldmiðla fór að
sveiflast jókst spákaupmennska. Það
leiddi til vaxtahækkana. Hátíð víxlar-
anna gekk í garð. Við upplifðum hag-
kerfi spákaupmennsku í stað hagkerf-
is framleiðslu.
Aftur til tíma
hagsældar og festu
Þeir sem komnir em á miðjan aldur
minnast sjötta og sjöunda áratugarins
sem tímabils hagsældar. Verðlag var
þá nokkuð stöðugt, ríkisbúskapurinn
var í jafnvægi og vextir lágir. Gengi
gjaldmiðla var þá stöðugt. Þetta er það
ástand, sem stefnt er að á nýjan leik
með aðild að Evrópusambandinu.
- Þriðja svið samstarfsins er utan-
ríkis- og öryggismál. Það er óhjá-
kvæmilega aðeins ávinningur fyrir
Evrópuríkin að starfa saman á þessu
sviði þegar horft er til hörmungasögu
ófriðar í Evrópu.
- I fjórða lagi hefur Evrópusam-
bandið staðfest félagslegan sáttmála
sem tryggir rétt launafólks. Markmið-
ið er að bæta kjör launafólks í hinum
snauðari íikjum sambandsins til jafns
við það sem þekkist í hinum betur
settu ríkjum. Þannig er einnig komið í
veg fyrir undirboð frá þessum lönd-
um, sem grundvallist á lægri launum
og lakari félagslegum kjörum launa-
fólks þar.
- Og loks má nefna nánara samstarf
dómsmála- og Iögregluyfirvalda í
ESB-Iöndunum sem styrkir baráttuna
gegn glæpum og eiturlyijasölu.
Þetta em meginatriði Maastricht
sáttmálans.
Með aðild að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið emm við
þegar þátttakendur í mikilvægasta
þætti sambandsins - innri markaðn-
um. En við höfum ekki næg áhrif á
þróun hans og setningu leikreglna
verðum við ein eftir með Islandi og
Lichtenstein EFTA megin. Þátttaka í
öðmm þáttum samstarfsins ræðst af
þeirri efnahagsstefnu og utanríkis-
ntálastefnu, sem nú er framfylgt. En
hver er þá vandinn?
Rógburdur um frændþjóðir
Vandinn er sá að andmælendur að-
ildar hafa dregið upp þá hræðslumynd
af Evrópu?iambandinu, sem Neil
Kinnock fyrmm leiðtogi breskra jafn-
aðarmanna sagði að tæki út yfir allan
þjófabálk. Sú dökka mynd sem norsk-
ir andstæðingar aðildar hafa dregið
upp samræmist ekki skoðun systur-
flokka norska Miðflokksins og Sósí-
alíska vinstriflokksins annarsstaðar í
Evrópu.
Það má eflaust finna veikar hliðar á
samstarfi Evrópusambandsríkjanna.
En það er með
öllu óskiljanlegt
þegar fullyrt er
að samstarf 12
lýðræðisríkja
jafngildi afsali
lýðveldisins.
Eitt af vanda-
málum lýðræð-
isríkjanna er nú
að efnahagur
þjóðanna er orð-
inn svo alþjóð-
legur, að þegar
vextir hækka í
Svíþjóð þá veld-
ur það þrýstingi
á vexti í öðmm
löndum, þar með í Noregi. Höfum við
þá ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt? I
raun mun sjálfsákvörðunarréttur okk-
ar aukast tökum við þátt í samstarfi
um efnahagsstefnu. Það er lýðræðis-
legt viðfangsefni að leysa að mengun-
in þekkir ekki landamæri og ósónlag-
ið er sameign heimsins. Samstarf er
því óhjákvæmilegt.
I stað þess að draga upp dökka
mynd af nánustu vinaþjóðum okkar
og í stað þess að bæta á okkur því ör-
yggisleysi og vandamálum, sem
fylgja því að standa einir utan ESB
teljum við í Jafnaðarmannaflokknum
réttara að beina sjónum að þeim kost-
um sem aðild færir okkur.
- Okkur gefst færi á að vera með í
að móta í sameiningu frið í Evrópu.
- Okkur gefast betri hagstjómar-
tæki.
- Okkur gefast ný tækifæri í úrlausn
umhverfismála.
- Atvinnulífinu skapast útflutnings-
tækifæri og tryggari staða á evrópsk-
um mörkuðum.
- Norðurlöndin fá nýja möguleika á
að hafa áhrif á þróun og mótun heims-
hluta sem er okkar eigin heimshluti.
Enginn getur lengur slitið sig lausan
frá umhverfi sínu.
Framtídin er
samstarf þjódanna
Við í Jafnaðarmannaflokknum
beinum máli okkar að eldri kynslóð-
inni, sem hefur fært miklar fómir og
tekið skref af hugrekki. Við beinum
máli okkar að ungu kynslóðinni og
spyijum: Hvers vegna láta draga upp
dökka og neikvæða mynd af vina-
þjóðum móta viðhorf okkar þegar við
getum sjálf verið þátttakendur í að
byggja bjarta framtíð?
Hortlð til sögunnar og þróunarinn-
ar. Fyrst komu hið fámenna samfélag
smábyggðanna. Þau sameinuðust í
þjóðríkjum til að ráða við hin stóm
viðfangsefni. 19. og 20. öld vom aldir
þjóðríkjanna. Nú starfa þjóðríkin
saman innan svæða. Það gerist ekki
aðeins í Evrópu. í Miðausturlöndum
ræðir fsraelski jafnaðamtaðurinn
Shimon Peres um að koma á sameig-
inlegum innri markaði sem gmndvall-
ist á hinu fjórþætta athafnafrelsi.
Þannig vill hann gera foma fjendur að
bandamönnum.
Næsta öld verður öld álfa og svæða
þar sem þjóðrikin stari'a saman að
lausn hinna stóm viðfangsefna. Það
mun einnig styrkja Sameinuðu þjóð-
irnar. Heimsbyggðin er að móta sér
nýja stefnu.
Ég geri mér grein fyrir því að Mið-
flokkurinn er okkur ósammála. En
Noregur getur ekki byggt á slagorð-
um Miðflokksins. Það er þátttaka í
Evrópusam-
bandinu sem
skapar öryggi.
Noregur má
ekki glata því
tækifæri.
Stefnan er:
Samferda
vinaþjóð-
um!
N o r s k a
þjóðin hefur
notið góðs af
utanríkis- og
öryggismála-
stefnu Jafnað-
armanna-
fiokksins. Hún hefur oft verið gagn-
rýnd af mörgum þeirra sem nú and-
mæla aðild að ÉSB. Hvers vegna
skyldu þeir, sem áður höfðu á röngu
að standa, hafa rétt fyrir sér núna?
Lítið einnig til sögu síðustu ára og
allar árásir sem beint hefur verið að
Norska Jafnaðarmannaflokknum.
- Við sérhvem samning ríkisins og
bænda hefur Miðflokkurinn haldið
því fram að nú verði landbúnaðurinn
lagður niður. Hann hefur aldrei staðið
sterkar.
1993-97 (Deiors II packoge). OI the
odditíonol expenditure in the coming
fi»e yeors approximotely holf ís to be
used to strengthen economic ond
sodol cohesion.
- Vinstri sósíalistar og Miðflokkur-
inn hafa haldið því fram að samning-
urinn um EES myndi veikja stöðu
iðnaðarins og velferðarkerfið og um-
hverfið biði tjón af. Reyndin varð hin
gagnstæða. Nú reyna hinir sömu að
róa fólk með því að segja að EES-
samningurinn sé hinn rétti valkostur.
- Vinstri sósíalistar benda nú á
NATO sem valkost okkar í öryggis-
málum. Þetta eru sömu menn og alltaf
hafa viljað Noreg úr NATO!
- Hversu margar mótmælagöngur
hafa ekki verið famar gegn stefnu
Jafnaðarmannaflokksins í efnahags-
málum? Hversu margar ákúmr höf-
um við ekki fengið ffá Vinstri sósíal-
istum og Miðflokknum um að við séu
að laga samfélag okkar að Evrópu-
samfélaginu. Nú er það einmitt þetta
samfélag, sem við jafnaðarmenn höf-
umskapað, sem þessir vilja varðveita.
Ég spyr: Hvers vegna skyldu þeir,
sem jafnan hafa haft rangt fyrir sér og
sem nú vilja gera þá stefnu, sem þeir
hafa barist gegn, að sinni - hvers
vegna ætti að treysta þeim til að varða
norsku þjóðinni veginn í þeim flóknu
kosningum, sem framundan em?
Við verðum að kjósa nú eins og við
gerðum árið 1949, þegar Evrópa stóð
á ámóta krossgötum og nú og þegar
Atlantshafsbandalagið var stofnað.
Nú þegar kalda stríðið er að baki og
við getum treyst friðinn til framtíðar,
þá verðum við að vera samferða vin-
um okkar, lýðræðisþjóðum Evrópu -
innan NATO og ESB.
„Þeir sem komnir eru á miðjan aldur
minnast sjötta og sjöunda áratugarins
sem tímabils hagsældar. Verðlag var
stöðugt, ríkisbúskapur í jafnvægi, vext-
ir lágir og gengi gjaldmiðla stöðugt.
Þetta er það efnahagsástand sem stefnt
er að innan Evrópusambandsins.“
„Margar þeirra
röksemda sem nú er
beitt gegn aðild að
Évrópusambandinu
eru þær sömu og
kommúnistar beittu á
sínum tíma gegn aðild
að NATO. En þeir
höfðu rangt fyrir sér.“
'r þá
sér nú