Alþýðublaðið - 27.10.1994, Qupperneq 8
Fimmtudagur 27. október 1994
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk
Mi>YniiRifnih
163.tölublað - 75. árgangur
Viðtal við Arnór Benónýsson, skotspón fjölmiðla undanfarna daga. í dag er
ég fullkomlega rúinn æru og sárin sem ég hef hlotið munu seint gróa. Ég er
fyrirfram dæmdur af fjölmiðlum og þarafleiðandi almenningi, segir Arnór.
Ég er fyrirfram
dæmdur sem þjófur
Ekki ágreiningur
við stjórn Davíðs
- varðandi vaxtamál,
seeir Steinarímur
„Ég held
að það sé
ekki uppi
neinn ágrein-
ingur milli
mín og rtkis-
stjórnarinnar
v a r ð a n d i
vaxtamál. Ég
vek athygli á
því að við-
skiptaráð- Fl;am ' sviðsljósið:
herra hefur til F'n9 BSRB
dæmis lagt samþykkti sérstakt
mikla áherslu traust á Steingrími
á það að bankar gætu lækkað vexti
og ég er honum sammála. Ég tel að
vextir á hærri endum kjörvaxtakerf-
isins þar sem einstaklingamir eru séu
hættulega háir og held að engan
greini á um það,“ sagði Steingrímur
Hermannsson Seðlabankastjóri í
samtali við blaðið.
Steingrímur flutti erindi um vaxta-
og Ijármagnsmál á þingi BSRB í
fyrradag og ræddi erfiða skuldastöðu
heimilanna. Fréttir af ræðunni urðu
tilefni til ummæla forsætisráðherra á
Alþingi sem bentu til að hann væri
ekki sammála bankastjóranum. Þing
BSRB samþykkti þá sérstaka tillögu
þar sem Steingrími er þökkuð ræðan
og Iýst yfir fyllsta trausti á hann í til-
efni „ómaklegrar gagnrýni.“
í samtali við Alþýðublaðið sagðist
Steingrímur ekki hafa gert athuga-
semdir við þau ummæli Qármálaráð-
herra að skuldastaða heimilanna
skapaði ekki neina hættu á kreppu í
bankakerfmu. Hins vegar væri það
eins og að fljóta að ósi, ef ekki
feigðarósi, ef menn horfðu ekki á þá
staðreynd að engar skuldir hér hefðu
vaxið hraðar á þessu ári en skuldir
heimilanna. Steingrímur Hermanns-
son sagðist líka hafa bent á þá stað-
reynd að bilið á milli bankavaxta og
vaxta af ríkisbréfum hefði tvöfaldast
á tveimur til fjórum árum. Hins veg-
ar færi þetta eftir hvaða bankalán
væri miðað við. Hér væru neyslulán
eins og yfirdráttur á reikningi eða
skuld á krítarkorti á tiltölulega lágum
vöxtum miðað við önnur lönd. Vext-
ir á algengustu skuldabréfum væm
hins vegar háir.
,J>að sem ég gerði á fundinum hjá
BSRB var að segja í hreinskilni það
sem ég veit réttast í þessum málum,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
Frítt á barnum
í Ingólfscafé
Ingólfscafé býður til afmælis-
veislu þann 28. til 29. október
næstkomandi. Vegna afmælisins
hefur verið boðað til hátíðahalda
sem hefjast stundvíslega klukkan
22 næstkomandi fóstudag og
munu standa með hléum til 03, að-
faranótt sunnudags. Frítt verður á
barnum milli 22 og 23 á föstudags-
kvöldið. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá stjórnendum Ing-
ólfscafé, töffurunum Skildi og
Erik. I tilefni afmæiisins hefur
skreytingameistarinn Claudio
breytt Ingólfscafé í aðra veröld.
Verslunin Flauel verður með
„Furðushow“ og listamennirnir
Ingibjörg Stefánsdóttir, Þossi,
Svala Björgvinsdóttir, Grétar og
Margeir vcrða á staðnum með
uppákomur. Einnig treður upp
Brassbandið og erlendur rappari
heiðrar gesti með nærveru sinni.
Miðað við afmæla-reynslu síðustu
ára eru gestir minntir á að mæta
tímanlega til að losa við mestu bið-
raðirnar. Jafnaðarmenn eru sér-
staklega hvattir til að svipast um
eftir barþjóninum „Skugga-
Baldri“, Baldri Stefánssyni, sem
hversdags gegnir stöðu fram-
kvæmdastjóra SUJ...
„Það yrði fullkomnað ef ég yrði
látinn dúsa á dýflissunni fyrir starf
mitt að Listahátíð í Hafnarfirði, það
yrði þá eftir öðru sem á undan er
gengið. Og það mun ég gera ef mál
þróast á þann veginn. I dag er ég full-
komlega rúinn æru og sárin sem ég
hef hlotið munu seint gróa. Ég er fyr-
irfram dæmdur af fjölmiðlum og
þarafleiðandi almenningi. En þjófur
hef ég aldrei verið,“ sagði Árnór
Benónýsson leikari sem íjölmiðlar
og bæjarstjóm Hafnaríjarðar hafa
sótt að af miklu offorsi að undan-
fömu. Amór segir að í raun sé eng-
inn að leita að sannleikanum í mál-
efnum Listahátíðar. Verið sé að leita
að manni til að negla, - og maðurinn
sé Guðmundur Árni Stefánsson.
Sjálfur sé hann aukaatriði í málinu.
Arnór Benónýsson segir í viðtali
við Alþýðublaðið að það hafi verið í
janúar I993 sem Guðmundur Árni
Stefánsson hafði samband og spurði
hvort hann væri á lausu. Amór var
síðan ráðinn til að hafa umsjón með
íjárstreymi Listahátíðar í Hafnarfirði
og veita listræna ráðgjöf. Hófst hann
handa hinn I9. janúar við starf sitt.
Þá lá fyrir að mestu dagskrá hátíðar-
innar, metnaðarfull dagskrá, sem
spannaði heilan mánuð vorið 1993.
Hátíðin var ekki einasta stór í snið-
um, hún tókst vel og fékk mörg fal-
leg lýsingarorðin, bæði í fjölmiðlum
og í munni þeirra fjölmörgu sem
hennar nutu.
Ósammála í upphafi
hvernig ad var stadid
„Eins og fram hefur komið fór
margt úrskeiðis í fjárhags- og bók-
haldsmálum hátíðarinnar. Þetta vom
mistök sem gerð vom í upphafi og ég
varstrax ósammála mönnum um það
hvemig að var staðið. Ég bað ítrekað
um að annar háttur yrði hafður á í
fjármálum hátíðarinnar. Ég vildi að
hlutafélagið hefði eigin ávísana-
reikning og tékkhefti, sem auðvitað
var eðlilegt fyrir þetta stórt fyrirtæki.
Þess í stað var hátíðin rekin fyrir
reiðufé, sem er óðs manns æði. En
þetta var semsé sameiginleg niður-
staða bæjaryftrvalda og stjórnar
Listahátfðar Hafnarfjarðar hf.,“
sagði Amór Benónýsson.
Listahátíð Hafnarfjarðar hf. var
framkvæmdaaðili listahátíðarinnar,
fyrirtæki í eigu stjómarmannanna
þriggja aðila, þeirra Gunnars
Gunnarssonar, skólastjóra Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar, sem er for-
maður stjórnarinnar; Sverris Olafs-
sonar myndhöggvara; og Arnar
Óskarssonar, hljómsveitarstjóra og
skólastjóra Myndlistarskóla Hafnar-
fjarðar.
Óljós skil milli
hlutafélags og bæjar
„Þegar ég kom að lá fyrir ákvörð-
un um I5 milljón króna styrk Hafn-
arfjarðarbæjar til hátíðarinnar. Þegar
til kastanna kom reyndust skilin milli
bæjarins og hlutafélagsins alls ekki
nógu skýr. Sannleikurinn var sá, og
ég fullyrði það, að það vildi enginn
koma nálægt peningamálum hátíðar-
innar, og það er mergurinn málsins.
Það lá fyrir fjárhagsáætlun sem
menn gerðu auðvitað ráð fyrir að
mundi standast. Ákveðin atriði í
þessari fjárhagsáætlun gagnrýndi ég
strax og mitt mat á ákveðnum kostn-
aðarliðum var hreint ekki alltaf það
sama og hjá stjómendum hátíðarinn-
ar. En mitt valdsvið var ekki að taka
ákvarðanir í stóm málunum. I raun-
inni varég valdalaus maður, en starf-
aði með stjóm hlutafélagsins eftir að
ég kom að þessu og sat fundi hennar.
Eins og eðlilegt er urðu stundum
átök á þessum fundum og deildar
meiningar um hvaðeina. Ég átti
minn þátt í því að horfið var frá þvf
ráði að ráðast í að setja upp ópem
eftir Finn Torfa Stefánsson, tón-
skáld. Ég sá í hendi mér að það hefði
reynst allt of dýrt fyrirtæki, sem
hefði aðeins höfðað til örfárra. I
þessu efni fékk ég stuðning stjómar-
innar og við þetta var hætt,“ segir
Amór Benónýsson.
Útreikningar
sem stódust ekki
„Eins og ég hef áður sagt var kerfi
fjárstreymisins þannig að ég tók út
greiðslur nánast daglega hjá bæjar-
gjaldkera, eftir því sem fé þurfti
meðan á hátíðinni stóð. Það stóð
ekkert á greiðslunum. Minn nánasti
samstarfsmaður á bæjarskrifstofun-
um var hins vegar Gunnar Rafn
Sigurbjörnsson, bæjarritari, en ekki
Guðmundur Ámi.
Það er svo innanhússmál þeirra á
bæjarskrifstofunum hver sagði hvað.
Upphaflega var talað um 15 milljón-
ir króna styrk bæjarins, en þegar ljóst
var að hann hrykki engan veginn fyr-
ir kostnaði var styrkurinn hækkaður
og um það sömdu stjóm Listahátíðar
Hafnartjarðar hf. og bæjarstjóm sín á
milli,“ segir Amór. Það var því ljóst
að útreikningar stjórnar Listahátíðar
Hafnartjarðar hf. stóðust ekki, enda
var bætt við atriðum á hátíðinni og
forsendur breyttust stómm.
Fagnar lögreglurannsókn
Nú þarf semsagt að hengja mann.
Og hann heitir Arnór Benónýsson,
maðurinn sem ráðinn var meðal ann-
ars til að hafa umsjón með fjár-
magnsstreymi hátíðarinnar. Hann
fær að lesa í blöðum að hann megi
eiga von á lögreglurannsókn á starfi
sínu fyrir listahátíðina góðu í Firðin-
um.
„Ég fagna innilega niðurstöðu
bæjarstjómar Hafnarfjarðar að und-
irbúa málið þannig að hægt verði að
senda það til Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Ég fagna og óttast ekki. I
þessu máli hef ég hreina samvisku",
segir Amór Benónýsson.
Fjölmiðlar hafa fjallað um starf
Amórs á óæðri nótunum og gjarnan
slegið undir belti eins og kallað er á
máli hnefaleikara. Rætt hefur verið
um stórar veislur, sukk með fjármuni
og plastpoka með bókhaldsgögnum
uppi í Kjós. Var listahátíðin í Hafn-
arfirði ein samfelld orgía?
„Það er fjarri lagi að svo hafi ver-
ið, alla vega tók ég ekki þátt í neinni
slíkri óráðsíu. Þvert á móti var lögð
rík áhersla á að fara sparlega með
fjármuni hátíðarinnar og við gerðum
oft góð kaup og fengum alls konar
afslætti hjá fyrirtækjum. Reikningar
og tölur sem hafa verið viðraðir í
fjölmiðlum um mikil veisluhöld eiga
eðlilegar skýringar. Þannig mátti
skilja á blaðafréttum að Nigel
Kennedy fiðlusnillingur hafi borðað
og drukkið fyrir 40 þúsund krónur -
væntanlega ásamt mér - á veitinga-
húsinu A. Hansen. Það er ekkert ver-
ið að benda á að með Kennedy var
17 manna lið, hljóðfæraleikara, um-
boðsmann, rótara og fleiri, sem nutu
matarins. Ég kom þar hvergi nærri.
Reikningurinn var fyrir málsverð
handa öllum þessum hópi. Annar
reikningur og stærri er gerður tor-
tryggilegur, frá veislueldhúsinu
Kokknum. Þar er innifaldar meira en
400 máltíðir málsverðir, sem eldhús-
ið matreiddi handa listamönnum há-
tíðarinnar allan mánuðinn. Sjálfur
sat ég engar stórar veislur á vegum
hátíðarinnar, en væntanlega skilja
það allir að hátíðin varð að taka al-
mennilega á móti gestum sínum og
veita þeim eðlilegan beina,“ segir
Arnór.
Eftirmiddagsbladid heggur
Amór segir að kviksögur um per-
sónu hans og framgang við hátíðina
hafi borist sér til eyra strax á meðan á
hátíðinni stóð og jafnvel fyrr.
Blaðakona við eftirmiðdagsblaðið
DV spurði Amór beint út í viðtali:
Dastu í það og stalst fé úr sjóðum
Listahátíðar? Amór segist eðlilega
hafa svarað þessu neitandi, enda hafi
hann hvorki dottið í það, né heldur
að hann hafi látið greipar sópa um
sjóði hátíðarinnar. Upp úr þessari
spurningu blaðsins kom fyrirsögn:
Datt ekki í það og stal ekki pening-
um. Þetta finnst mörgum afar leið-
andi fyrirsögn og til þess fallin að fá
lesendur til að efast um sannindi
svars Amórs.
Arnór segir að vissulega sámi sér
vinnubrögð fjölmiðla af þessu tagi.
Hann hafi ekki verið sakaður um
þjófnað. Auk þess sé enginn sé sekur
fyrr en sekt hans sé sönnuð. Hann
eigi ekki von á því að neitt misjafnt
verði á hann sannað.
Veidileyfi á Arnór
- og Gudmund Árna
Eftir að bæjarstjórn Hafnarfjarðar
fékk Guðmund Friðrik Sigurðs-
son, endurskoðanda, til að fara ofan í
fjárhagsmál Listahátíðarinnar og
ljóst var að um gat upp á 800 til 900
þúsund krónur var að ræða, hafði
lögmaður Amórs samband við end-
urskoðandann og benti honum á að
eðlilegt væri að Arnór fengi aðgang
að fylgiskjölunum til að skýra málið.
Endurskoðandinn sagði að til þess
þyrfti leyfi frá bæjarstjóra. Skömmu
síðar hringdi endurskoðandinn með
þau boð bæjarstjóra að það leyfi yrði
ekki veitt.
„Það er nú mín tilfinning að öll
stjórn Listahátíðar Hafnarfjarðar hf.
beri ábyrgð í þessu máli, en við hana
eða um hana er ekki rætt í því sam-
bandi svo mér sé kunnugt og hún
reyndar öllum gleymd. Það hefur
einfaldlega verið gefið út veiðileyfi,
- á mig og Guðmund Áma Stefáns-
son sérstaklega. Það held ég að sé
mergurinn málsins. Hins vegar er
það gott mál að nú liggur fyrir
skýrsla endurskoðanda um málið,
því nú ætti að vera hægt að ræða
þetta mál á rökrænan hátt í stað þess
að notast við kjaftasöguformið",
sagði Amór.
Hann segir að rangfærslurnar og
slúðrið í sumum fjölmiðlum hafi
verið átakanlegt dæmi um óvönduð
og siðlaus vinnubrögð. Þannig var
látið að því liggja að einhver slitur af
bókhaldsgögnum hátíðarinnar hafi
legið í reiðileysi í yfirgefnu húsi í
Hvammsvík í Kjós. Þama hafi verið
um að ræða poka með afrifum af
miðum frá tónleikum Nigels Kenne-
dys.
„Það vildi svo vel til að afrifumar
vom taldar meðan á tónleikunum
stóð, - og viðstaddir vom fyrir til-
viljun tveir lögfræðingar, sem geta
vottað hversu margir borguðu sig inn
á tónleikana," segir Arnór.
Ég er reidubúinn ad taka á
mig það sem að mér snýr
„Það sem eftir stendur er þetta:
Mistök vom vissulega gerð við
framkvæmdina og er ég reiðubúinn
að taka á mig það sem að mér snýr.
En eftir stendur að haldin var vegleg
og ef til vill of löng og dýr listahátíð
í bænum. Þessi hátíð þótti heppnast
afar vel og naut mikilla vinsælda.
Hátíðin átti sinn stóra þátt í að
auka veg Hafnaríjarðarbæjar og íbúa
hans menningarlega séð. Þannig
varð hátíðin bænum til mikils vegs-
auka.
Ég hef sagt það að ef ég hefði
keypt mér hús, þá hefðu menn ef til
vill getað farið að bollaleggja um
það hvort peningunum hefði verið
viturlega ráðstafað. I því tilviki hefði
verið hægt að leggja á kaupin raun-
sætt mat samkvæmt markaðsverði
fasteigna.
Þannig er þessu auðvitað ekki far-
ið, þegar lagt er mat á eitt stykki
listahátíð. Hátíðin skilaði auðvitað
„tekjum" þegar hún lyfti andliti
gamals bæjarfélags, sem ekki þótti
tiltakanlega vel á vegi statt menning-
arlega séð til skamms tíma. En lista-
hátíð hverfur út í buskann og eftir
verður aðeins endurminning um vel
heppnað framtak.
Auðvitað geta menn rætt um það
fram og til baka hvort hátíðin hafi
verið þess virði að leggja í hana. Ég
held sjálfur að svo hafi verið,“ sagði
Amór Benónýsson að lokum. •
Ásgerður Búadóttir sýnir í Listasafni íslands
Frumkvöðull nútíma veflistar
„Það er mikill heiður að vera boðið að sýna hér," sagði Ásgerður Búa-
dóttir myndlistarkona í stuttu samtali við Alþýðublaðið í gaer, en hún
opnar sýningu sína í Listasafni íslands næstkomandi laugardag. í að-
faraorðum sýningar Ásgerðar segir Aðaisteinn Ingólfsson listfræðing-
ur, að í listrænni ögrun sinni og lotningu fyrir landinu - lífi þess og
ásýnd - sýni myndlistarkonan sig vera helstan arftaka frumherja í ís-
lenskri myndlist. „Ásgerður Búadóttir er frumkvöðull nútíma veflistar
hér á landi. Hún hefur að verðleikum hlotið mikið lof fyrir myndvefnað
sinn og verið í fremstu röð...Þessi sýning á nýjustu veftum hennar
staðfestir að hún er einnig meðal helstu listamanna okkar íslendinga í
nútíð," skrifar Aðalsteinn.