Alþýðublaðið - 01.11.1994, Side 6

Alþýðublaðið - 01.11.1994, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 RAÐAUGLYSINGAR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til náms- efnisgerðar á fram- haldsskólastigi Menntamálaráðuneytiö auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Minnt skal á að heimilt er samkvæmt nýjum reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, náms- efnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 18. nóv- ember nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til handrita- rannsókna í Kaup- mannahöfn I framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræðimanni styrktil hand- ritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkur- inn veitist til allt að tólf mánáða dvalar og nemur nú um 16.700 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæ- anske Legat) Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verk- efni að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rann- sókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða ís- lenskrar tungu, sögu eða bókmenntum, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum, sem þyki skara fram úr. Til úthlutunar á næsta ári eru 32.000 danskar krónur. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1995 er til 5. desember nk., en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommision) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og til- högun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspeki- deildar Háskóla (slands. Menntamálaráduneytið, 27. október 1994 Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólakennarar Staða aðstoðarleikskólastjóra í Lindarborg v/Lindargötu er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ragnheiður Halldórs- dóttir í síma 15390. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Til foreldra barna á leik- skólaaldri í Reykjavík Munið að skila útsendum umsóknareyðublöðum um heilsdagsleikskóla fyrir 31. október. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólakennarar Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeld- ismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 í 50% starf f.h. Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 í 50% starf e.h. Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350 Einnig vantar leikskólakennara þroskaþjálfa eða starfs- mann með aðra uppeldismenntun í stuðningsstarf, ým- ist fullt starf eða að hluta, í eftirtalda leikskóla: Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Stakkaborg v/Stakkahlíð, s. 39070 Þroskaþjálfi eða leikskólakennari með sérmenntun ós- kast í 4 klst. stuðningsstarf f.h. á leikskólann Foldaborg v/Blöndubakka, s. 71240 til að sinna einu barni. Þá vantar matráð í leikskólann Bakkaborg v/Blöndu- bakka, s. 71240. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 Tillaga að breyttri landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Landnotkun er breytt úr íbúðarsvæði í verslun og þjón- ustu, þ.e. skrifstofubyggingu (sendiráð). Uppdrættir með greinargerð verða til sýnis í Borgarskipulagi, Borg- artúni 3, 3. hæð, kl. 9-16 alla virka daga frá 1. nóvember 1994 til 13. desember 1994. Athugasemdum ef einhverj- ar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 28. desember 1994. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík FLOKKSSTARF Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins á Norðurlandi vestra Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra verður haldið í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauð- árkróki, sunnudaginn 6. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Umræður um prófkjör 3. Undirbúningur Alþingiskosninga: Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins 4. Stjórnmálaviðhorfið: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra 5. Önnur mál. Allir jafnaðarmenn velkomnir Þing BSRB ályktar um sjávarútvegsmál: Tekið undir stefnu Al- þýðuflokks BSRB telur koma til greina að skipta landhelginni með tilliti til skipagerða, veiðarfæra og strandbyggða. Það vakti athygli á þingi BSRB í síðustu viku að nokkrar umræður urðu um sjávarútvegsmál, sem annars hafa lítið verið til umfjöllun- ar á vettvangi opinberra starfs- manna. í kjölfarið var samþykkt ályktun þar sem f einu og öllu er tekið undir stefnu Alþýðuflokksins í stjávarútvegsmálum. Tillagan var lögð fram af Þresti Kristóferssyni en hann starfar við Hafnarvogina á Rifi á Snæfellsnesi. I ályktuninni er lögð á það megin- áhersla að fiskistofnamir við ísland eigi að vera sameign þjóðarinnar og varað er við þeirri þróun að veiðiheimildir safnist á hendur ör- fárra „sægreifa". BSRB telur að allar forsendur aflamarkskerfis í sjávarútvegi hafi brugðist, og síðan segir orðrétt: „Samkvæmt upphaflegum mark- miðum með lögfestingu kvótakerf- isins ætti þjóðin nú að ausa af gnægtabrunnum þeim er kerfið átti að skapa. Öll þessi markmið hafa brugðist og þjóðin hoifir upp á sí- fellt minnkandi afla og afturför í lífskjörum". I ályktuninni varpar BSRB fram nýrri hugntynd um að landhelginni verði skipt upp með tilliti til skipa- gerða, veiðarfæra, strandbyggða og atvinnusköpunar tii þess að styrkjar stoðir landsbyggðarinnar. Bent er á það að smábáta og bátaútgerð skili mestri atvinnu til landsmanna og því lögð áhersla á að efia slfka út- gerð óháð því hvaða ftskveiði- stjómunarkerfi sé við lýði. I lok ályktunarinnar segir; „Þá ber að snúa við þeirri gengdarlausu þróun auðhyggjunar sem lýsir sér í hrika- legri fjölgun verksmiðjuskipa, sem fiytja vinnsiu sjávarfangs út í hafs- auga og útrýma og úrelda störf og fasteignir launamanna vítt og breitt um landið“. Kosningalöggjöfin: Borgarafundur verður í kvöld Stjómmálahreyfingar ungs fólks standa sameiginlega að opnum borgarafundi um breytingar á kosn- ingaiöggjöfinni f Ráðhúsinu klukk- an 21 í kvöld. Fundurinn hefst á því að kynntar verða nokkrar leiðir til úrbóta. Því næst hefst yfirheyrsla yfir forystumönnum stjómmála- flokkanna um breytingar á löggjöf- inni. Stjórnmálahreyfingar ungs fólks hvetja alla sem áhuga hafa á stjóm- málum og kosningalöggjöfinni að fjölmenna á fundinn. Fundinum verður sjónvarpað um allt land. Samband Alþýðuflokkskvenna ÍSLAND OG EVRÓPU- SAMBANDIÐ Innganga Norðurlanda, áhrif á íslenskt at- vinnulíf, staða íslenskra kvenna o.fl. Innganga Norðurlanda í ESB Hver eru ágreiningsefnin? Áhrif smáríkja, atvinnu- og byggðastefna eða félags- málastefna ESB? íslenskt atvinnulíf og ESB Kostir og gallar fullrar aðildar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Ný viðhorf í Evrópumálum Staða íslenskra kvenna. Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur. Umsjón: Margrét S. Björnsdóttir. Fundurinn er opinn öllum Alþýðuflokkskonum og er haldinn í Rósinni, félagsmiðstöð Alþýðuflokksins, Hverf- isgötu 8-10.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.