Alþýðublaðið - 01.11.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 01.11.1994, Qupperneq 8
iunnum Þriöjudagur 1. nóvember 1994 165.tölublaö - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Seyðisfjörður: Mikil grútar- mengun drep- ur æðarfugl Grútamiengun frá skipum og verksmiðju hefur valdið umtalsverð- um fugladauða á Seyðisftrði, sam- kvæmt frétt í Austurlandi. Blaðið segir frá því að lögreglan haft nýlega kannað ástand mála í Lóninu, sem er í hjarta bæjarins, og fundið tíu æðar- fugla sem voru svo illa leiknir af grút að ekki reyndist unnt að bjarga þeim öllum. „Hver yrði talan, væri allur fjörðurinn kannaður?" spyr blaðið. Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um málið hjá lögreglunni á Seyðis- ftrði, þarsem símsvari á lögreglu- stöðinni gefur einungis upp númer í farsíma sem ekki náðist í. Sigurjónssafn: Skrúfan afhjúpuð Nýverið var stytta eftir Siguijón heitinn Olafsson myndhöggvara af- hjúpuð á lóð safnsins sem við hann er kennt á Laugamesi. Verk Sigur- jóns ber heitið Skrúfan, og var eitt lykilverka hans í vinnu að íslands- merki til minningar um lýðveldis- stofnun. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að færa Skrúfuna í var- anlegt efni og hafa ijölmargir lagt málinu lið. S \ Eldhuginn og Skrúfan: Birgitta Spur hefur byggt Sigurjónssafn upp af míklum krafti. Allaballar: Skattar og skattsvik Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur fund á fimmtudagskvöldið um skattamál og skattsvik. Þar mun Skúli Eggert Þórðarson skattrann- sóknastjóri ijalla um skattsvik og Steinþór Haraldsson yfirlögræðingur hjá rfkisskattstjóra ijalla um skatta- kerftð. Þeir munu síðan svara fyrir- spurnum. Jónas Eggertsson, sem titl- aður er skattgreiðandi í fréttatilkynn- ingu, flytur ávarp í upphafi fundar- ins. Fundarstjóri er Sjöfn Ingólfs- dóttir, nýkjörinn varaforseti BSRB. Fundurinn er haldinn á Komhlöðu- loftinu, hefst klukkan hálfníu um kvöldið og er öllum opinn. ff Nú þarf Friðrik að taka upp budduna" -segir Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Borgar- spítalinn rekinn með um 300 milljón króna halla í ár og rætt um sameiningu við Landakot. Rekstur Borgarspítalans í Foss- vogi stefnir í 300 milljón króna tap í ár. í fyrra var hallinn af rekstrinum 124 milljónir króna. Kristín A. Ól- afsdóttir, stjórnarformaður sjúkra- stofanna borgarinnar segir að fram- undan séu flóknar ákvarðanir um hugsanlegar breytingar á rekstrar- formi sjúkrahússins, meðal þeirra er sú hugmynd að Borgarspítalinn verði einskonar verktaki fyrir ríkið. „Nú þarf Friðrik að taka upp budd- una,“ sagði Kristín. „Ríkið getur ekki lengur undan því vikist að greiða það sem til þarf til reksturs spítalans". Viðræðunefnd hefur starfað frá því í byrjun september á vegum heil- brigðis- og ijármálaráðuneyta og skoðað ýmsa möguleika varðandi sameiningu Borgarspítala og Landa- kots, sem í raun er meginmálið í starfi net'ndarinnar. FuIItrúar spítal- anna hafa setið í nefndinni. „Hér er um afar flókin mál að ræða, ekki síst hvað varðar starfs- mannamálin. Það er ekki hægt að segja til um hver niðurstaðan verður, en ætlast er til að nefndin skili áliti ekki síðar en I5. nóvember næst- komandi", sagði Kristfn. Heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, sagði í samtali við Morgunblaðið um helgina að í urn- ræðunni væru tvær leiðir til að leiða til lykta vandamál Borgarspítala. Annars vegar að Borgarspítalinn geri samning við ríkið um skilgreind verkefni sem ríkið kaupir af sjúkra- húsinu. Hins vegar er um að ræða breytingar á stjómfyrirkomulagi þar sem inn í stjórn Borgarspítala komi fulltrúi heilbrigðisráðuneytis. Báðar þessar leiðir munu tengdar því að spítalarnir tveir sameinist. „Mér finnst þessi fyrri leið heppi- legri, enda þótt í henni séu fólgnar ýmsar hættur. Fjárlagaleiðin er blind og tekur ekki mið af þjónustunni sem innt er af hendi. Að því leyti er fyrri kosturinn betri,“ sagði Kristín. Kristín A. Ólafsdóttir vildi ekki líta svo á að gjörðir Ama Sigfúsdótt- ur, fyn verandi borgarstjóra og fyrir- rennara hennar sem formaður stjóm- ar sjúkrastofnana borgarinnar hefðu haft mikil áhrif á rekstur Boigarspít- ala. Eins og kunnugt er stóð Arni fyr- ir launahækkunum innan spítalans, sem og „heimatilbúnum vanda", sem Sighvatur kallar svo, en það er að búa til ýmsa titla innanhúss í heimildarleysi og ijölga stjómunar- stöðum á hjúkrunarsviði. „Það hefur komið fram í skýrslu endurskoðanda að í fyrra jukust heildarlaun hjúkrunarfræðinga við Borgarspítalann ekki. Varðandi samningana sem gerðir vom 1992 við hjúkrunarfræðinga er það að segja að þar er ekki um háar fjárhæð- ir að ræða. Og varðandi skipulags- breytingarnar, sem ég tel að eigi eftir að skila sér í betri stjórnun, þá námu þær ekki nema 12 milljónir af þeim 300 sem spítalann vantar á þessu ári, en þessar breytingar á skipulagi voru ákveðnar af fyrri stjórn spítalans á síðasta ári,“ sagði Kristín. Kristín A. Ölafsdóttir sagði að í íjáraukalögum 1994 væri reiknað með að bæta spítalanum rekstrartap- ið, en þó í allt of Iitlum mæli. Megin- ástæða hins ntikla taps væri að sjálf- sögðu stóraukið álag á sjúkrahúsinu. Fram hefði komið í samantekt Sím- onar Steingrímssonar, rekstrarráð- gjafa hjá heilbrigðisráðuneytinu ný- lega að álagið á sjúkrahúsum í Reykjavík hefði aukist um 5% á þrem árum, árin 1990-1993 vegna mannijölgunar og vegna aldraðra. Bráðavaktir sem fluttust til Borgar- spítala frá Landakoti 1992 hefðu reynst dýrari en reiknað var nteð. Þá hefur spítalinn þurft að greiða upp- bætur á lífeyri til lífeyrissjóðs, hátt í 100 milljónir á fimm árum. Hvorki Kristín: Meiri sparnaður kemur af fullum þunga niður á þjónustu við sjúklinga. ríki eða borg hafa talið sig eiga að greiða þessa peninga. Þetta hefur hreinlega étið innan úr spítalanum. „Borgarspítalinn hefur nú þegar náð fram sparnaði þar sem hægt er að spara. Verði framhald þar á er ljóst að sá spamaður mun koma af fullum þunga fram á þjónustunni,” sagði Kristín Á. Ólafsdóttir að lok- um. Framsókn á Reykjanesi: Drífa í slaginn Guðmundur Bjarnason um kyrrt fyrir norðan. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hefur tilkynnt að hún sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins í Reykjanesi. Það sæti er laust eftir að Steingrímur Her- mannsson tók við embætti seðla- bankastjóra. Þá liggur fyrir að Unn- ur Stefánsdóttir úr Kópavogi og Hjálmar Árnason skólameistari í Keflavík taka þátt í slagnum um efsta sætið. Siv Friðleifsdóttir og Jó- hann Einvarðsson hafa líka verið orðuð við framboð, en þau hafa ekki tilkynnt neitt opinberlega. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Reykjanesi verður haldið 13. nóvember og þar verður tekin ákvörðun um, hvernig valið verður á listann. Heimildainaður Alþýðu- flokksins í Framsóknarflokknum sagði að langlíklegast yrði haldið prófkjör, þótt ýmsir séu því mót- fallnir. Með öðrum hætti væri ekki hægt að gera upp á milli frambjóð- enda án eftirmála. Ekki er talið að Jóhann Einvarðs- son, sem var í öðru sæti síðast, gefi kost á sér. Hinsvegar er fullvfst að Siv, sem er leiðtogi framsóknar- manna á Seltjarnarnesi, sækist eftir fyrsta sæti. Guðmundur Bjarnason, fyrsti þingmaður Norðurlands eystra og varaformannsframbjóðandi á flokksþingi Framsóknar síðar í mánuðinum, hefur sterklega verið orðaður við framboð á Reykjanesi. Það væri í samræmi við hina svo- kölluðu „þéttbyggðastefnu“ for- ystumanna Framsóknar. Stein- grímur flutti sig af Vestfjörðum á Reykjanes og fylgdi þarmeð í fót- spor Ólafs Jóhannessonar, þáver- andi formanns. sem færði sig af Norðurlandi vestra til Reykjavíkur. Heimildir Alþýðublaðsins herma að Guðmundur hafi útilokað að hann fari í framboð syðra. Það þýðir hins- vegar að þrír þingmenn Framsókn- ar nyrðra, þau Guðmundur, Val- gerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson munu væntan- lega berjast hart um efstu tvö sætin á listanum þar. Framsóknarmenn munu nær örugglega missa þingsæti á Norðurlandi eystra, þarsem eitt þingsæti verður flutt úr kjördæm- inu við næstu kosningar - einmitt suður á Reykjanes. Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Pétur H. Blöndal á hæla þingmanna Katrín Fjeldsted upp fyrir Markús Örn sem hafnaði í 10 sæti. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík röðuðu sér í sjö efstu sæt- in í prófkjöri flokksins um helgina ineð formann og varaformann í broddi fylkingar. Á hæla þingmann- anna komu þau Pétur H. Blöndal, Katrín Fjeldsted og Markús Örn An- tonsson sem lenli í 10 sæti og kom slæmt gengi hans nokkuð á óvart. Davíð Oddsson fékk 5.376 at- kvæði í I. sæti en samtals 6.480 at- kvæði af 6.885 gildum atkvæðum prófkjörsins. Hann fékk 152 atkvæði í 10. sæti eða 20 fleiri en Friðrik Sop- husson sem fékk 4.330 atkvæði í 2. sæti og 6.406 atkvæði samtals. Björn Bjamason vann ömggan sigur í 3. sæti með 2.362 atkvæði og 6.398 at- kvæði samtals. Þetta er óbreytt röð frá lista tlokksins við síðustu kosn- Vinningstölur laugardaginn: 29. okt. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5af5 0 1.892.308 g+4at5 4 82.011 04af5 68 8.321 0j 3af5 2.585 510 Aðaltölur: ®@® BÓNUSTALA: 4 Heildarupphæð þessa viku kr. 4.104.530 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 ingar. Geir H. Haarde fékk 2.089 at- kvæði f 3. sæti og vantaði því nokk- uð á til að velta Birni. Geir fékk flest atkvæði allra frambjóðanda saman- lagt eða 6.567 og 4. sætið. Þær Sólveig Pétursdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir háðu tvísýna baráttu um 5. sæti. Svo fór að Sól- veig vann þar sem hún fékk samtals 52 atkvæðum meira í fimm efstu sætin og 5.913 atkvæði í heild. Lára Margrét er í 6. sæti með heldur fleiri atkvæði í heild eða samtals 6.138. Guðmundur Hallvarðsson hafnaði síðan í 7. sæti með 5.526 atkvæði í heild. Pétur H. Blöndal náði 8. sæti með 5.257 atkvæði samtals, Katrín Fjeldsted fékk samtals 5.141 at- kvæði og 9. sæti og Markús Öm hafnaði í 10. sæti með 5.033 atkvæði í heild. Síðan kom Ari Edwald í 11. sæti, Ásgerður Jóna Flosa- dóttir í 12. sæti, Ari Gísli Braga- son í 13. og Guðmundur Krist- inn Oddsson rak lestina. Á kjörskrá voru 15.016. At- kvæði greiddu 7.297 eða 48,6%. Gild atkvæði voru samtals 6.885 en auðir og ógildir 412. Urslitin eru ekki bindandi þar sem þátt- taka var undir 50% en ekki er búist við að röð 10 efstu verði breytt. Átti von á þessu Pétur H. Blöndal sagði úrslit prófkjörsins svipuð og hann átti von á. Hann væri mjög ánægður með þennan árangur. Pétur kvaðst ekki viss um að kosn- ingabarátta í prófkjöri hefði verulega mikið að segja. Það Pétur og þingmennirnir sjö: Pétur H. Blöndal náði 8. sæti og varð efstur utanþingsmanna í prófkjör- inu. Allt bendir því til þess að hann láti til sín taka á Alþingi í vor. skipti meira hvað menn væm búnir að vinna fram að þeim tíma. Hann hefði verið með ákveðna ímynd í hugum fólks, tiltölega þekktur og þetta hefði hjálpað sér að ná þessum árangri. Pétur flutti röð nfu erinda á kosn- ingaskrifstofu sinni fyrir prófkjörið þar sem hann gerði grein fyrir við- horfum sínu til ýmissa mála og svar- aði fyrirspumum. Hann sagði að þessir fundir hefðu fallið í góðan jarðveg hjá þeim sem þá sóttu en að jafnaði voru milli 40 og 60 manns á hverjum fundi og yflrleitt nýir gestir á hverjum fundi. Pétur Blöndal sagði greinilegt að kjósendur vildu fá miklu meiri pólitíska umræðu en var í gangi. Líflegar umræður hel'ðu orð- ið eftir hvert erindi. Magur listi Ingi Björn Albertsson alþingis- maður, sem nú gaf ekki kost á sér í prófkjörinu, sagði úrslit þess svipuð og hann bjóst við. Þó hefði hann átt von á að Katrín Fjeldsted næði betri kosningu en það hefði eitthvað bmgðist í kynningunni. Slæm útreið Markúsar Arnar kæmi nokkuð á óvart. Það hefði hins vegar ekki komið á óvait að þingmennirnir röð- uðu sér í þessi sæti, enda listinn mag- ur og úr litlu að moða. Dræm þátt- taka í prókjörinu hljóti að vera um- hugsunarefni fyrir forystuna. Þarna hefðu tryggir flokksmenn mætt fyrst og fremst en þeir sem væru óánægð- ir eða tvístígandi leitt prófkjörið hjá sér. Gód byrjun Ari Edwald var einn af fáum ung- um frambjóðendum og sóttist eftir sjöunda sæti í prófkjörinu en hafnaði í því ellefta. Hann kvaðst þó ekki óánægður með niðurstöðuna. Þeir sem væm minna þekktir ættu alltaf nokkuð undir högg að sækja í svona prófkjöri. En þetta væri góð byrjun þvf hann hefði fengið yfir tjögur þús- und atkvæði. Ef prófkjörið hefði ver- ið bindandi í heild hefði það verið bindandi til og með ellefta sæti. „Mér fínnst ég geta vel við unað persónulega með að vera í því sem kalla má 2. varamannasæti. Hitt er annað mál að yfir helmingur kjós- enda á landinu eru undir 40 ára aldri. Með hliðsjón af því vildi ég sjá ein- hverja undir fertugu í öruggu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins sem ann- arra flokka. En þessi útkoma í próf- kjörinu dregur ekki úr mér kjark heldur herðir mig í baráttunni,“ sagði Ari Edwald. Markús í baráttusæti? Það vakti athygli í úrslitum próf- kjörsins að Markús Öm Antonsson skyldi hafna í 10. sæti en hann bauð sig fram í 4. sæti og var talinn eiga góða von um öruggt sæti. Markús sagði að það væri hægt að stefna að því að gera þetta 10. sæti að baráttu- sæti. Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú níu þingmenn í Reykjavík og hann hefði sterkan meðbyr. Það væri ógæfa vinstri aflanna að eftir því sem sameiningarhjalið ykist þá yrði sundrungin þeim mun meiri. Markús var spurður hvort þessa útkomu hans mætti að einhverju leyti rekja til þess að þátttaka í próf- kjörinu var ekki meiri en raun ber vitni. Hann sagði að ef mark væri takandi á þeim sem segðu menn óánægða með að hann hætti sem borgarstjóri og vildu kenna honum um iapið í kosningunum, þá ætti slíkt uppgjör sér væntanlega helst stað í flokksstarfinu. Reikna mætti með að þeir sem væru virkastir í starfinu hefðu helst skilað sér í prófkjörinu og ef þetta væri tilfelli þá mætti segja að uppgjör hefði farið fram og þessu máli lokið. En vissulega hefði það verið vonbrigði að hafna í tíunda sæti og raunar hefði tilviljun ráðið því nokkuð í hvaða sæti menn lentu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.