Alþýðublaðið - 02.11.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 02.11.1994, Síða 8
MÞYBUBUBID Miðvikudagur 2. nóvember 1994 166.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Sambandsþing SUJ í Ölfusborgum um næstu helgi Slagur í vændum Reyknesingar sækja í sig veðrið Spennan í kringum sambandsþing ungra jafnaðarmanna magnast nú dag frá degi. Undanfarinn rnánuð hefur verið Ijóst að Magnús Ami Magnús- son, núverandi formaður SUJ hyggst ekki gefa kost á sér á næsta kjörtíma- bili en ritari sambandsins, Jón Þór Sturluson, 24 ára hagfræðingur frá Stykkishólmi, hefur lýst því yfir að hann stefni á embætti formannsins. Það sem hins vegar magnar spennuna er það að nú þrýsta Hafnfirðingar af öllu afli á Gest G. Gestsson, 26 ára hagfræði- og stjómmálafræðinema að bjóða sig fram á móti Jóni Þór. Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði er langstærsta aðildarfélag SUJ og finnst Hafnfirðingum þeirra hlutur hafi ver- ið fyrir borð borinn innan SUJ undan- faiin ár. I dag er einungis einn af ell- efu manna framkvæmdastjóm Sam- bandsins þaðan úr bæ. Gestur var í tjórtánda sæti á framboðslista Al- þýðuflokksins í Reykjanesi í síðustu alþingiskosningum og var formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafn- arlirði um árabil. Gestur var einnig fomtaður nemendafélags Fjölbrauta- skóla Garðabæjar veturinn 1988- 1989. „Eg er enn að hugsa mig um, en það er ljóst að ég ligg undir miklum þrýstingi félaga minna í Hafnarfírði um að fara í formanninn," segir Gest- ur í samtali við Alþýðublaðið. „Eins og staðan er í dag tel ég víst að ég njóti stuðnings allra Hafnarfjarðar- fulltrúanna í embættið og einhvers hluta annarra Reyknesinga. Við verð- um að sjá til með önnur félög." „Býst ekki vid mótframbodi " Jón Þór Sturluson sagðist á þessari stundu ekki búast við mótframboði Gests. Hann sagðist óska eftir sem bestum stuðningi við sitt framboð og að ekki ætti að kjósa fomienn eftir einhverjum hreppalfnum. Hann sagð- ist annars eiga von á skemmtilegu þingi þar sem farið verði ofan í grund- vallaratriði í starfsemi sambandsins og aðildarfélögunum sjálfum gefið meira vald, á kostnað framkvæmda- stjórnarinnar. Reglur um fulltníafjölda á sam- bandsþingum SUJ em um margt sér- stakar, því á þingið eru allir félagar í sambandinu velkomnir, svo fremi þeir hafi tilkynnt þáttöku sína tíu dög- um fyrir þing. Nú er það svo að um 90 þátttakendur hafa tilkynnt sig og því stefnir í eitt fjölmennasta sambands þing í manna minnum. Af þessum 90 eru 33 Hafnfirðingar og eru þeir einir því rúmlega þriðjungur þingfulltrúa. Keflvíkingar senda 17 fulltrúa og verða næst fjölmennastir á þinginu. Magnús Árni: Ekki áfram. Jón Þór: í formanninn. Frá Reykjavík koma 12, átta úr Njarð- vík, einnig átta úr Kópavoginum og færri úrhinum félögunum. Þegarfull- trúatala Reykjaneskjördæmis er tekin saman er ljóst að úr þessu öflugasta vígi jafnaðarmanna á Islandi koma um 75% þingfulltrúa. Það þýðir að taki þessi félög sig saman um eitthvað geta þau ráðið því sem þau vilja. Réttur hlutur Reyknesinga Núverandi framkvæmdastjóm SUJ er að stórum hluta til skipuð Reykvík- ingum. Ljóst er að erfitt verður fyrir þá að halda stöðu sinni innan sam- bandsins í ljósi mikillar þátttöku Reyknesinga. Þó er vfst að flestir af þeim sem nú sitja í framkvæmda- stjóm sambandsins stefna að endur- kjöri eða að því að þoka sér upp met- orðastigann. Fyrir þinginu liggja lagabreytinga- tillögur sem flestir gera ráð fyrir að verði í höfuðatriðum samþykktar. Þar er gert ráð fyrir að í stað 11 manna framkvæmdastjómar, verði sjö manna framkvæmdastjóm og allt ályktunarvald færist frá henni til sam- bandsstjómar, sem endurspeglar bet- ur stærð og áhrif aðildarfélaganna. Einnig er gert ráð fyrir því að embætti ritstjóra málgagna verði tekið úr framkvæmdastjóminni og í staðinn komi annar varaformaður, sem sjái jafnframt um alþjóðatengsl sam- bandsins. I embætti varaformanna má búast við að margir verði kallaðir en fáir útvaldir. Nú þegar hafa heyrst nöfn þeirra Eiríks Bergntanns Einars- sonar úr Reykavík og Aðalheiðar Sig- ursveinsdóttur frá Akureyri. Eiríkur hefur að undanfömu unnið gott starf í samstarfsnefnd ungliðahreyfinga um kosningakerfisbreytingar, svo og veitt forystu nýstofnuðum samtökum ungra Evrópusinna á íslandi og Aðal- heiður er formaður endurvakins fé- lags ungra jafnaðarmanna á Akureyri og varð efst í kjöri til flokksstjómar Alþýðuflokksins á síðasta flokks- þingi. Eiríkur var einnig kjörinn í flokksstjóm á því þingi. Líklegt er tal- ið að Reykvíkingar rnuni leggja á það mikla áherslu að fá Eirík kjörinn, því þrátt fyrir fáa fulltrúa á þinginu er Reykjavíkurfélagið annað fjölmenn- asta aðildarlélag SUJ. Kynjakvóti rugiar stöduna í Ijósi styrks síns á þinginu er hugs- anlegt að Suðumesjamenn muni gera tilkall til annars varaformannsemb- ættisins. Líklegasti kandidat Suður- nesjamanna er formaður félagsins í Keflavík, Friðrik Kristján Jónsson, útvarpsmaður á Utvaipi Bros. Það mun ráðast af því hvort Gestur verður kjörinn formaður eður ei hvort hann mun sækjast eftir embætti fyrsta varaformanns og mun hann eiga meirihlutastuðning í það embætti vís- an ef sú staða kemur upp. Einnig er ljóst að verði lagabreytingamar sam- þykktar verður embætti formanns utanrikismálanefndar SUJ lagt niður. Við embættisverkum þess tekur ann- ar varaformaður eins og áður segir. Embætti formanns utanrikismála- nefndar hefur undanfarið verið í höndum Kjartans Emils Sigurðsson- ar. Kjartan hefur ekki ennþá gefið neitt uppi um fyrirætlanir sínar á þing- i nu en ljóst er, að ef hann hyggst halda þeim áhrifum sem hann heíur í dag, verður hann að fara í slaginn um ann- an varafomiann. Annað sem gæti mglað útkomunni í kjör í framkvæmdastjóm er starfs- regla sú sem málefnaþing SUJ í febrúar síðastliðnum setti samband- inu að leitast við að hafa kynjaskipt- ingu í nefndir og ráð sem jafnasta. Það veldur því að þær konur sem vilja gefa sig í enhver embætti innan fram- kvæmdastjómarinnarem nánast sjálf- kjömar og næstum ómögulegt verður að ganga framhjá Aðalheiði í embætti fyrsta eða annars varaformanns, nerna önnur kona bjóði sig fram gegn henni, eða að afgangurinn af fram- kvæmdastjóminni verði ekkert nema konur. I ljósi kynjahlutfalla innan sambandsins í dag er ljóst að það verður að teljast harla ólíklegt. Sem dæmi má geta þess að af tólf fulltrií- um Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavik er ekki ein einasta kona. Ungir jafnadarmenn í kosningabaráttu Önnur kona sem gæti komið og tekið hvaða embætti sem er að mati manna er Þóra Amórsdóttir úr Kópa- vogi. Hún var á framboðslista jafnað- armanna fyrir síðustu sveitarstjómar- kosningar og þykir hafa sýnt með framgöngu sinni þar að hún sé væn- legur framtíðarmaður innan hreyfing- arinnar. Annar er sá Kópavogsbúi sem talinn er njóta óskoraðs trausts fiestra þingfulltrúa en það er Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafi, formaður aðildarfélagsins þar í bæ. Hann þykir hafa skilað miklu starfi fyrir félagið, auk þess sem hann veitir forstöðu ein- um af þremur málefnahópum sem em að störfum fyrir þingið. Það em því margir kallaðir en fáir útvaldir í embætti innan fram- kvæmdastjómar SUJ, enda ljóst að ungir jafnaðarmenn ætla sér stóran hlut í þeirri kosningabaráttu Alþýðu- flokksins sem nú er í þann mund að fara í gang. Enginn bilbugur: Sjúkraliðar héldu fjölmennan félagsfund i gær og þar voru þau mæðgin Þorbjörg Erlingsdótt- ir og Gunnar Bjarnason - bæði í baráttuhug. A-mynd: E.ÓI. Lítið þokast í sjúkraliðadeilunni Fengu aðeins 10 daga laun „Við héldum mjög fjölmennan félagsfund þar sem mættu yfir 200 sjúkraliðar. A fundinum var farið yfir stöðu mála og þá ákvörðun að greiða sjúkraliðum aðeins laun til 10. nóvember. Sjúkraliðar sem eiga að vinna í verkfalli sam- kvæmt einhliða nafnalista ríkis og borgar fengu þó allan mánuðinn greiddan. En hafi ætlunin verið að tvístra samstöðunni með þessu þá hafði það þveröfug áhrif,“ sagði Kristín A. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélagsins í sam- Gjöfín hans Erró 1 dag mun menningarmálanefnd Reykjavíkur kynna hina miklu og umtöluðu listaverkagjöf Errós í til- efni af því að sýning verður opnuð á verkum hans á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Samhliða er að koma út vegleg listaverkabók um Erró. Sýningin ber einfaldleg yfirskriftina Gjöfin, og fer vel á því, enda um að ræða langstærstu listaverkagjöf fyrr og síðar. Erró: sýning og bók. tali við blaðið. Sjúkraliðar á Land- spítala, Borgarspítala og Landa- koti fengu á mánudaginn greidd laun til 10. nóvember með fyrr- greindum undantekningum. Verkfall sjúkraliða á að koma til framkvæmda á miðnætti þann 10. þessa mánaðar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Kristín A. Guðmundsdóttir sagði lítið hafa þokast í átt til sam- komulags. Næsti fundur deiluaðila hefur verið boðaður á Fóstudag- inn. Hvernig var hann, þessi Byron? Félag íslenskra fræða: Byron og Don Juan Félag íslenskra fræða boðar til fundar með dr. Guðna Elíssyni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. nóvember 1994 klukkan 20.30. Guðni talar um höfundarnafn Byrons og Don Juan. Guðni er cand. mag. í ís- lenskum bókmenntum frá Háskóla íslands og doktor í enskum bók- menntum frá háskólanum í Austin, Texas. Hann er nú stundakennari við Háskóla íslands. Eftir fram- sögu Guðna gefst mönnum kostur á léttum veitingum áður en al- mennar umræður heljast. Fundur- inn er öllum opinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.