Alþýðublaðið - 03.11.1994, Síða 5

Alþýðublaðið - 03.11.1994, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Krossinn stendur kyrr þótt heimurinn hringsnúist Alþýðublaðið birtir kafla úr nýrri bók Jóhannesar Páls II. Jóhannes Páll II páfi er höfundur einstæðrar bókar sem út kom í síð- ustu viku og vakti heimsathygli. I bókinni Yfir þröskuld vonarínnar glímir páfi við þær grundvallar- spurningar sem verið hafa förunaut- ar mannkynsins frá örófi alda. Til- urð bókarinnar er sérstæð. Italskur blaðamaður og rithöfundur, Vit- torio Messori, var valinn til þess á síðasta ári að eiga ítarlegt sjónvarp- sviðtal við páfa í tilefni þess að 15 ár voru liðin frá krýningu hans. Ekkert varð úr viðtalinu vegna anna páfa - hann er sem kunnugt er ótrúlega at- orkusamur - en páfa fannst spurn- ingarnar svo athyglisverðar að hann tók sig til á stopulum næðistundum og skrifaði niður svör við spurning- um Messoris. Við berum niður á tveimur stöðum í þessari einstöku bók. Um þjáninguna Messori spyr: Orð þín opna trú- uðum mönnum vissulega nýja og lieillandi sýn sem verður enn ein staðfestingin cí trú þeirra. En samt sem áður megum við ekki gleyma því að á öllum tímum hafajafnvel sann- kristnir menn spurt sjálfa sig á ör- lagastund: Hvernig getum við hald- ið áfram að trúa á Guð sem á að heita Hinn miskunnsami faðir; sem á að vera - eins og Nýja testamentið er til vitnis um - kœrleikurinn sjálf- ur, en um leið virðast þjáningar, óréttlœti, sjúkdómar og dauðinn ríkja jafnt í veraldarsögunni sem í einkalífi okkar sjálfra'! Og páfi svarar: „Stat crux dum volvitur orbis - krossinn stendur kyrr þótt heimurinn hringsnúist. Eins og ég hef sagt áður, þá erum við í rauninni í miðri sögu frelsunar- Rithönd páfa. innar. Auðvitað gat ekki farið hjá því að þú nefndir það sem er sífelld uppspretta efans, efa sem snertir ekki aðeins gæsku Guðs heldur sjálfa tilveru hans. Hvemig gat Guð leyfl svo mörg stríð, fangabúðir og helför seinni heimsstyrjaldarinnar, svo dæmi séu tekin? Er sá Guð sem lætur þetta allt saman viðgangast ennþá sannur kærleikur, eins og heilagur Jóhannes kemst að orði í fyrsta bréfi sínu? Og sýnir Guð sköpunarverki sínu í rauninni sanngirni? Leggur hann ekki of miklar byrðar á herðar ein- staklinganna? Lætur hann ekki manninn axla þessar byrðar einan, og dæmir hann til lífs án nokkurrar vonar? A sjúkrahúsum liggur fólk með ólæknandi sjúkdóma, óteljandi börn eru illa fötluð, og öllu þessu fólki er algerlega neitað um mögu- leikann á venjulegri hamingju hér á þessari jörð, þeirri hamingju sem sprettur af ástinni, hjónabandinu og fjölskyldunni. Samanlagt verður úr þessu ansi dökk mynd sem dregin hefur verið upp í bókmenntum bæði að fomu og nýju. Nefna má til dæm- is verk þeirra Fjodors Dostojevskís, Franz Kafkas og Alberts Camus. Guð skapaði manninn með rök- hugsun og frjálsan vilja, og þannig setti hann sjálfan sig í rauninni skör neðar dómgreind mannsins. Saga frelsunarinnar er líka og um leið saga hins stöðuga dóms ntannsins yfir Guði. Ekki aðeins yfir efasemd- um og spurningum mannsins sjálfs, heldur beinlínis yfir Guði sjálfum. Að vissu leyti er Jobsbók Gamla testamentisins skýrasta dæmið um þennan dóm. Líka er um að ræða ihlutun frá illum anda sem er e n n þ á kænni en maðurinn og ætlar sér greini- lega ekki aðeins að d æ m a manninn, h e 1 d u r sömuleiðis Guð og gjörðir hans í sögu mannkynsins. Einmitt það kemur líka fram í Jobsbók. I einni af fyrri spurningum þínum komst þú beint að kjarna málsins er þú orðaðir spuminguna svo: Var það í rauninni nauðsynlegt fyrir frelsun mannsins að Guð léti taka son sinn af lífi á krossinum? í sambandi við umræðuefni okkar nú, þá verðum við að spyrja okkur sjálf: Hefði verið hægt að hafa það einhvem veginn öðruvísi? Hefði Guð getað réttlætt sjálfan sig frammi fyrir sögu mannsins án þess að gera kross Krists að miðdepli þeirrar sögu? Auðvitað er ein hugsanleg mótbára gegn þessari spumingu sú, að Guð þurfi alls ekkert að réttlæta sjálfan sig fyrir manninum. Það nægir að hann sé almáttugur. Frá þessu sjónarmiði hlýtur hvaðeina sem Guð tekur sér fyrir hendur eða lætur líðast að vera viðunandi. Þessa afstöðu tekur Job í bók Biblíunnar. En Guð er ekki aðeins almáttugur - hann er Ifka al vitur og, eins og ég hef margtekið frarn, þá er hann líka kær- leikurinn sjálfur. Og hann þráir að réttlæta sig í augum mannsins. Hann er ekki hin algeri, sem er utan við heiminn og lætur sig einu varða þjáningar mannkynsins. Hann er Emanúel, Guð-með-oss, sá Guð sem deilir kjörum með manninum og tekur þátt í örlögum hans. Á upplýs- ingatfmanum mótaðist í Evrópu al- gjörlega röng mynd af Guði - en ég segi: Nei! Guð er alls ekki einhver vera sem stendur utan við heim mannsins, og lætur sér nægja að vera í sjálfum sér alvitur og almátt- ugur. Viska hans og almáttur er af fúsum og frjálsum vilja sett í þjón- ustu sköpunarinnar. Séu þjáningar við lýði í sögu mannkynsins, þá skil- ur maður hvers vegna almáttur Hans birtist í almætti auðmýkingarinnar á krossinum. Það hneyksli sem kross- festingin var, er enn í dag lykillinn að skilningi okkar á hinum mikla leyndardómi þjáningarinnar, sem á svo ríkan þátt í allri sögu mannkyns- ins. Jafnvel ýmsir gagnrýnendur krist- indómsins á vörum dögum eru sam- mála um þetta efni. Jafnvel þeir sjá að hinn krossfesti Kristur er sönnun þess að Guð stendur með manninum í þjáningum hans. Guð stillir sér upp við hlið mannsins. Hann gerir það á mjög róttækan hátt. „Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd, og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.“ Þessi kafli bréfs Páls postula til Filippí-manna segir alla söguna. Öll þjáning, hvort heldur þjáning einstaklinganna eða þjáning mann- kynsins í heild, stafar frá náttúruöfl- um og er leyst úr læðingi af frjálsum vilja mannsins; styrjaldarinnar, gú- lag-eyjaklasarnir, helförin gegn Gyðingum en lfka, til dæmis, helför- in gegn svörtum þrælum frá Afr- íku.“ Frjáls vilji mannsins Vittorio Messori spurði nú ein- faldlega: Hvers vegna lætur Guð þjáninguna viðgangast? og í greinar- gerð sinni með spumingunni segir hann meðal annars: Hvernig stendur ú því að Guð hefur ekki upprœtt þjáning- una úr þ e i r r i v e r ö l d sem hann skapaði - og virðist þvert á m ó t i haldafast í að lina í e n g u þjáningar mannsins. Er hér ekki um að rceða einskonar „guðlegt getuleysi", en jafitvel sannkristið fólk tekur sér orð af því tagi oftlega í munn, einkum þeir sem eiga við efa eða eifiðleika að stríða í trú sinni? Og nú sVarar páfi: „Já, að vissu leyti mætti segja að andspænis hin- um frjálsa vilja mannsins hafi Guð ákveðið að gera sjálfan sig getulaus- an. Og maður gæti bætt því við að Guð sé að gjalda fyrir þá miklu gjöf sem hann færði þeirri veru er hann skapaði „eftir sinni mynd og líkan sér", Ifkt og segir í Fyrstu Mósebók. Frammi fyrir þessari gjöf sem Guð hefur fært manninum, það er að segja hinum frjálsa vilja, þá heldur Guð uppteknum hætti og setur sjálf- an sig fyrir dómstól mannsins, fyrir ólögmætan alþýðudómstól sem spyr Hann ögrandi spurninga: „Ert þú þá konungur?“ Ifkt og Pílatus spurði Jesú, og: „Er það satt að allt það sem hendir f veröldinni, f sögu ísraels, í sögu allra þjóða heimsins, velti á þér einum?“ Við þekkjum svör Krists við þess- ari spurningu sem lögð var fyrir hann frammi fyrir dómstóli Pílatus- ar: „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn að ég beri sann- leikanum vitni.“ En þá spyr Pílatus á móti: „Hvað er sannleikur?“ og þar með lauk málaferlunum, hinum hörmulegu málaflækjum er maður- inn dró Guð fyrir sinn eigin dómstól, dómstól sinnar eigin sögu, og dóm- urinn sem að lokum var kveðinn upp var ekki í samræmi við sannleikann. Pílatus segir: „Eg finn enga sök hjá honum,“ og síðar skipar hann Gyð- ingum: „Takið þér hann og kross- festið. „Með þessum hætti þvær Píl- atus hendur sínar af málinu og færir ábyrgðina aftur í hendur hinum uppivöðslusama fjölda. Þannig sjáum við þegar maðurinn dæmir Guð, þá er sá dómur ekki byggður á sannleika, heldur á hroka, eða á undirförulu samsæri. Og er ekki raunin einmitt sú um sögu mannkynsins, er þetta ekki sannleik- urinn um okkar öld? Á okkar tímum hefur sami dómur fallið aftur og aft- ur f óteljandi dómssölum kúgunar- og alræðisríkja. Og fellur ekki dóm- urinn líka hvað eftir annað í þingsöl- um lýðræðisríkja þegar til dæmis eru samþykkt með reglulegu milli- bili lög sem dæma til dauða mann- eskju sem ennþá er ekki einu sinni fædd? Guð stendur alltaf með hinum þjáðu. Almáttur hans birtist einmitt í þeirri staðreynd að hann tók af fús- um og frjálsum vilja á sig þjáningar. Hann hefði getað valið annað kost. „Það hneyksli sem kross- festingin var, er enn í dag lykillinn að skilningi okkar á hinum mikla leyndardómi þjáningarinnar, sem á svo ríkan þátt í allri sögu mann- kynsins.“ páfa, „Yfir þröskuld vonarinnar Páfi á íslandi: Bók hans á sér engin fordæmi og mun seljast í risaupplögum. Hann hefði getað valið að sýna fram á mátt sinn jafnvel meðan á sjálfri krossfestingunni stóð. Því var meira að segja stungið að honum - í Mark- úsarguðspjalli segir: „Stígi nú Krist- ur konungur ísraels niður af krossin- um svo að vér getum séð og trúað.“ En hann lét ekki undan þeirri freist- ingu. Sú staðreynd að hann hékk á krossinum allt til dauðans, sú stað- reynd að á krossinum gat hann sagt fyrir munn allra sem þjáðst hafa: „Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ - einmitt sú stað- reynd er sterkasta röksemdin í sögu mannkynsins. Ef kvölin á krossinum hefði aldrei átt sér stað, þá hefði sá sannleikur að Guð er kærleikurinn, ekki verið á rökum reistur. Því jú! Guð er kærleikur og af þeim sökum einum gaf hann son sinn, til þess að opinberast endan- lega sem kærleikurinn. Kristur er sá sem „elskaði uns yfir lauk“, lfkt og segir í Jóhannesarguðspjalli. „Uns yfir lauk,“ þýðir allt til síðasta and- artaks. „Uns yfir lauk“ þýðir að hann sætti sig við allar hugsanlegar af- leiðingar af synd mannsins, og tók þær á sínar herðar. Þetta gerðist ná- kvæmlega eins og spámaðurinn Jes- aja hafði sagt: „En vorar þjáningar voru það sem hann baíóg vor harm- kvæli er hann á sig lagði. Vér álitum honum refsað, sleginn af Guði og lít- illækkaðan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjarða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér alheilbrigðir. Vér fórum villtir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ Maðurinn sem þjáist er opinber- um þessa kærleika, sem „umber allt“ eins og segir í fyrra Korintubréfi, þessa kærleika sem er mestur, eins og einnig segir í sama bréfi, meiri en trú og von. Maðurinn sem þjáist er opinberun ekki aðeins þess Guðs sem er Kærleikur, heldur líka þess Guðs sem úthellir kærleika í hjört- um vorum yfir heilagan anda sem oss er gefinn," eins og segir í Róm- verjabréfinu. Þegar upp verður stað- ið og mannkynið kemur saman frammi fyrir Kristi krossfestum, þá mun sá rnaður sem á þátt í endur- lausn kærleikans standa betur að vígi en hinn sem telur sig vera ósveigjanlegan dómara yfir gjörðum Guðs bæði í sínu eigin lífi og í lífi alls mannkynsins. Þannig erum við að lokum í mið- depli sögu frelsunarinnar, eða end- urlausnarinnar. Dómur Guðs verður dómur mannsins sjálfs. Hið guðlega og ríki mannsins í þessum atburði mætast, liggja saman og verða eitt. Hér verðum við að nema staðar. Frá sæluboðum Fjallræðunnar liggur leið Fagnaðarerindisins um Haus- kúpustað og að fjallinu þar sem Kristur ummyndaðist. Erfiðleikarnir og ögrunin sem felast í því að skilja þýðingu krossfestingarinnar á Haus- kúpustað eru svo miklir að Guð sjálfur vildi vara postulana við því sem gerast yrði milli föstudagsins langa og páskadags. Þessi er hin endanlega þýðing föstudagsins langa: Maður, þú sem dærnir Guð, sem skipar honum að réttlæta sjálfan sig frammi fyrir þín- um dómstól, leiddu hugann að sjálf- um þér, gættu að hvort þú kunnir ekki sjálfur að bera ábyrgð á dauða þess dæmda manns, gættu að hvort dómurinn yfir Guði sé ekki þegar að er gáð dómur yfir þér sjálfum. Hug- leiddu hvort þessi dómur og það sem af honum hlaust - krossfestingin og síðan upprisan - séu ekki þrátt fyrir allt eina leið þín til frelsunar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.