Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 1
Ögmundur Jónasson á leið í framboð fyrir Alþýðubandalagið: Stefnir í harðan slag um efstu sætin Guðrún Helgadóttir útilokar ekki að hún reyni að fella Svavar Gestsson úr efsta sætinu. Útlit er fyrir harða baráttu í opnu prófkjöri Alþýðubandalagsins fyrir þingkosningamar í Reykjavík. Hart virðist sótt að Guðrúnu Helgadóttur - en hún útilokar hinsvegar ekki að hún muni freista þess að fella Svavar Gestsson úr efsta sæti listans. Ög- mundur Jónasson, sem nefndur hefur verið sem eitt helsta trornp Jóhönnu Sigurðardóttur, er nánast örugglega á leið í framboð fyrir Alþýðubandalag- ið. Þau þrjú munu væntanlega takast á um efstu sætin, en líklegt er að Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður Sóknar, gefi einnig kost á sér. Heim- ildamaður sem vel þekkir til innan Alþýðubandalagsins, sagði hinsveg- ar að líklega yrði Hildi Jónsdóttur, ritstjóra Vikublaðsins, teflt fram gegn Guðrúnu Helgadóttur. Innan Birtingar er mjög lítill áhugi á próf- kjörinu og ólíklegt er að frambjóð- andi komi í prófkjörið úr þeirra röð- um. - Sjá fréttaskýringu á baksíðu. Alþýðubandalagið í Kópavogi vill prófkjör í Reykjanesi: Valþór íhugar að fara í framboð „Ég hef vissulega velt því fyrir mér að gefa kost á mér í prófkjöri Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, ef það verður prófkjör, líkt og ijölmargir aðrir. Ég vil að prófkjör verði haldið og legg til að það fari fram samkvæmt sömu reglum og í Reykjavík og á sama tíma í báðum kjördæmunum,“ sagði Valþór Hlöð- versson í samtali við blaðið í gær. Valþórereinn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins í Kópavogi og hefur leitt bæjannálapólitík flokks- ins þar. Hann sagði að Alþýðubandalag Kópavogs hefði samþykkt á aðal- fundi sínum í Iok október að beina þeirri áskorun til stjórnar kjördæmis- ráðs flokksins að prófkjör verði við- haft við val á framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Málið væri til meðferðar hjá stjórninni og yrði væntanlega afgreitt á fundi kjör- dæmisráðs sem kæmi saman seinna í þessum mánuði. Ólafur Ragnar Grímsson skipaði 1. sæti á lista Alþýðubandalagsins við síðustu kosningar en í 2. sæti var Sigríður Jóhannesdóttir úr Keflavík. Valþór var spurður hvort hann gæfi kost á sér í 2. sætið en hann sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann gæfi kost á sér yfirhöfuð. „Ég hef hins vegar skorað á fólk að gefa kost á sér við prófkjörið ef af því verður og hef velt þessu fyrir mér sjálfur. En þá ekkert endilega í 2. sætið. Alveg eins í I. sæti, 3. sæti eða hvaða sæti sem er. Ég veit ekki hvaða tilhögun verður við val á lista ef af prólkjöri verður. Stundum er bara krossað við og krossafjöldinn ræður. En ég geri mér vonir um að ákveðið verði að hafa prófkjör í stað uppstillingar," sagði Valþór Hlöð- Mengunaróhöpp við ísland: Tveir þriðju eru af völdum erlendra skipa Á síðustu 20 árum hafa tveir þriðju hlutar mengunaróhappa á skipaslóð hér við land tengst skip- um, sem voru undir stjórn er- lendra skipstjórnarmanna. Alls hafa orðið 12 slík óhöpp, og 8 vegna skipa, sem voru undir stjórn útlendinga. Þetta kom fram í svari umhverf- isráðherra við fyrirspurn frá Petr- ínu Baldursdóttur (A) á Alþingi. Petrína spurði jafnframt, hvort ekki væri nauðsynlegt í Ijósi þessa að gera strangari kröfur um leið- sögn slíkra skipa hér við land. Um- hverfisráðherra tók undir það, en benti á að í nýlcga samþykktum lögum, sem heyra undir sam- gönguráðuneytið væri það kleift, ef viðkomandi ráðherra vildi. Petrína taldi að í ljósi reynsl- unnar af slysi kúbverska skipsins Carvik á dögunum, væri nauðsyn- legt að setja á fót mengunarbóta- sjóð, sem kostaði hreinsun vegna slíkra óhappa, ef ekki væri unnt að krefja tryggingafélög eða aðra um bætur. Hún vísaði í dæmið af skipinu Erik Boye sem strandaði við Breiðdalsvík fyrir 3 árum, þar sem sveitarfélagið neyddist til að leggja út í kostnað, sem ekki tókst að innheimta. Umhverfisráðherra upplýsti, að í frumvarpi sem væntanlega kæmi til kasta þingsins á næstunni væru ákvæði um slíkan sjóð. Orðastaður Jóns H. Jónssonar: Kærkomin bók fyrir þá sem eiga samskipti við íslenska tungu.A-mynd: E.ÓI. Stórvirki á sviði íslenskrartungu „Það býr mest í þeim stóru orðum sem við eigurn yfirleitt ekki erindi við,“ segir Jón Hilrnar Jónsson mál- fræðingur, höfundur nýrrar orðabók- ar sem út kom hjá Máli og menningu í gær. Jón Hilmar segir að nafn rits- ins, Orðastaður - orðabók um ís- lenska málnotkun, feli í sér þríþætta merkingu. „I fyrsta lagi er útskýrt hvemig tiltekið orð stendur í um- hverfi sínu. Þá skírskotar heiti bókar- innar til orðasambandsins að eiga orðstað við einhvem, og loks þess að segja eða yrkja eitthvað í orðastað einhvers." í bókinni em 11 þúsund uppflettiorð, og eru þar sýnd um 45 þúsund orðasambönd, um 15 þúsund notkunardæmi tilgreind og tiltekin um 100 þúsund samsett orð. I for- mála að hinu mikla verki sínu vitnar Jón Hilmar í ljóð Jóns prófessors Helgasonar, I Ámasafni, þarsem segir: hvarsem égfletti, við eyru mér ólguðu og sungu / uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Þá segir Jón Hilmar: „Þegar ég hóf að semja þessa orðabók fannst mér á vissan hátt sem ég væri að leggja upp í erfiða langferð. Eins og jafnan við slíkar aðstæður blandaðist saman til- hlökkun og kvíði og óvissa um hvort fararefnin yrðu næg. En áður en ég vissi af hafði skynjunin breyst og ferðin orðin að heillandi kynnisferð um íslenska tungu og íslenskan orða- forða þar sem ný útsýn blasti við á hverju leiti. Þannig finnst mér ég hafa notið áþekkrar reynslu og skáldið iýsir, og í rauninni lít ég svo á að það sé mælikvarði á gildi bókar- innar hvort hún getur miðlað ein- hverju af þeimi reynslu til lesenda.” Guðmundur Árni Stefánsson í viðtali Alþýðublaðsins: Velférðar- málog ESB-aðild- arumsókn - verða meginmálefni kosningabaráttu Al- þýðuflokksins. „Það liggur í augum uppi að minni hyggju að kjaramál og hagur fjöl- skyldna í landinu verða meginmálin. Það hefur reynt á þolrifin hjá launa- fólki almennt í samdrætti síðustu ára og það þarf að bæta kjör fólks með ýmsum hætti. Þá er ég ekki bara að tala um þá sem eru lægst launaðir heldur hinn almenna launamann sem er mjög skuldsettur. Eitt af þeim málum sem ég var að vinna að í fé- lagsmálaráðuneytinu og innan míns flokks er að koma á greiðsluaðlögun fyrir skuldsettar fjölskyldur. Það þarf líka að betrumbæta húsnæðislána- kerfið í þá átt að létta greiðslubyrð- ina. Sömuleiðis þurfum við að leggja höfuðáherslu á atvinnumálin því það er ekki hægt að una því að hér sé at- vinnuleysi. Það hefur að vísu dregið úr því og er nú um 3,4% enjtað er of mikið,“ segir Guðmundur Ámi Stef- ánsson, alþingismaður og varafor- maður Alþýðuflokksins, í viðtali við Alþýðublaðið. Við þurfum líka að styrkja vel- ferðarkerfið og ég hef verið að horfa sérstaklega á hag barnmargra fjöl- skyldna sem þarf að bæta. Velferðar- málin í víðum skilningi verða því stærstu baráttumál okkar f komandi kosningum. Utanríkismálin verða einnig mjög áberandi í umræðunni og þar á ég við hugsanlega aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu. Ég vil sjá um- ræðuna snúast um það hvað aðild að ESB þýðir í raun og veru fyrir hag ís- lenskra fjölskyldna. Það þaif að koma því betur til skila en hingað til.“ - Sjá blaðsíðu 7. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, alþingismaður Kvennalistans á Vestfjörðum, ætlar ekki í fram- boð með Jóhönnu, heldur sitja á framboðslista Kvennalistans: Kvennalistinn jarðar samfylkingarhugmyndir - og ætlar að bjóða fram eigin lista í öllum kjördæmum. Miklar umræður spunnust á ný- loknum Landsfundi Kvennalistans um kosti þess og galla að bjóða fram einar sér í komandi alþingiskosning- um. Kvennalistinn telur að þar sem engar samfylkingarhugmyndir eða - tilboð hafi borist frá öðrum stjórn- málaöflum og lítill áhugi virðist á slíku meðal forystumanna annarra stjórnmálaafla þá beri Kvennalistan- um, að bjóða fram í eigin nafni í öll- um kjördæmum. Þar með hafa sam- fylkingarhugmyndir innan Kvenna- listans beðið skipbrot - allavega í bili. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, alþingismaður Kvennalistans á Vest- fjörðum, hefur um nokkurt skeið verið ákafasti talsmaður samfylking- arhugmynda innan Kvennalistans. Heimildannenn segja það koma til vegna þess, að Jóna Valgerður eigi engan möguleika á að komast aftur inná þing sem efsta kona framboðs- listans í kjördæminu. Þar af leiðandi leiti hún nú allra leiða til að Kvenna- listinn (allavega á Vestfjörðum) bjóði fram með öðru stjómmálaafli eða -öflum. Alþýðublaðið heyrði hljóðið í Jónu Valgerði í gærmorg- un: „Þessar hugmyndir mfnar um samfylkingu Kvennalistans og ann- arra samtaka í komandi alþingis- kosningum fengu heilmikinn hljóm- grunn á Landsfundinum um helgina. Ég vil taka það fram, að ég hélt þessu fram til að skerpa kvennabaráttuna. Ég hefði viljað setja þetta þannig fram, að færi Kvennalistinn að at- huga slfka samfylkingarhugmyndir þá væri það með þeim skilyrðum, að okkar stefna hefði mikið vægi í þeirri samfylkingu og síðan hefðu fram- boðslistamir meirihluta kvenna og helst konur sem efstu mer.n fram- boðslista. Því er ekki að neita að ég horfði þama til Reykjavíkurlistans þar sem mér fannst við ná góðum ár- angri. Kvennalistinn á þar þrjá af átta borgarfulltrúum. Landsfundur Kvennalistans taldi hinsvegar heilla- vænlegra að skerpa kvennabaráttuna með öðmm hætti; semsagt að bjóða fram einar sér. Hvað varðar stöðu mína á Vest- fjörðum þá eru sögusagnir þess eðlis að ég hyggist fara í tfamboð fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur uppspuni einn og eiga ekki við rök að styðjast. Ég ætla heldur ekki í sérframboð. Upp- stillingamefnd Kvennalistans á Vestfjörðum, sem skipuð var um rniðjan október, hefur ákveðið að efstu þrjár f síðustu kosningum verði einnig efstar í komandi kosningum. Viðræður em einnig í gangi við aðr- ar konur sem á þeim lista sátu. Ég mun sitja á framboðslista Kvenna- listans á Vestljörðum í komandi al- þingiskosningum." Jóna Valgerður: Hugmyndir mínar um samfylkingu Kvennalistans og annarra samtaka í komandi alþing- iskosningum fengu heilmikinn hijómgrunn á Landsfundinum um helgina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.