Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 Erlend hringekja Nýt t og ríkt Kína: Uppgangur og útþensla Undanfarin ár hefur verið ótrúlegur efnahagsuppgangur í Kína. Helsti höfundur hans, Deng Xiaoping, er níræður að aldri og líklega dauðvona. Þótt friður ríki á yfirborðinu gæti ástandið í Kína reynst mjög ótryggt að honum gengnum. Hið nýja Kína. Skýjakljúfar. Um 60 milljón sveitamenn hafa flykkst til stórborga í leit að hagsæld. Kannski eru þetta mestu þjóðflutningar í sögunni, að minnsta kosti á friðartímum. Þessa dagana situr Bill Clinton Bandankjaforseti á ráðstefnu í Djak- arta ásamt leiðtogum átján Asíuríkja. I þeim hópi er Jiang Zemin forseti Kína. Ráðgert er að þeir leiðtogamir eigi ítarlegar viðræður. Fréttaskýr- endum ber saman um að yfir þeim fundi muni hanga spuming sem eftir vill verður ekki borin upp, en er engu að síður áleitin: Getur Kína haldið sínu striki eftir fráfall Deng Xiaop- ing sem er níræður og talinn dauð- veikur? Deng kom síðast fram opinberlega í febrúar síðastliðnum. Flokkslínan er að hann sé við góða heilsu, en traust- ar heimildir herma að hann sé á sjúkrahúsi. Líkt og til að búa eftirlif- enduma undir fráfall hans og tryggja sess hans í sögunni hefur úrval úr rit- um leiðtogans nýskeð verið endur- prentað. Bækumar seldust í risaupp- lagi og á vinnustöðum vom haldnir fundir þar sem verk Dengs vom rædd í þaula. Síðustu árin hefur verið óvenju friðsamlegt um að litast í Asíu. Stöð- ugleiki hefur ríkt og það er ekki síst því að þakka að Kínveijar hafa verið með allra rólegasta móti, bæði heimafyrir og á alþjóðavettvangi. Umbætur Dengs Xiaoping og manna hans hafa tryggt gríðarlegan hagvöxt í Kína sfðustu fimmtán árin, að meðaltali hefur hann verið níu af hundraði á ári. Af þessum sökum hafa kjör almennings batnað stór- kostlega og því hafa kínverskir kommúnistar getað setið við völd meðan kommúnistastjómir annars staðar í heiminum hafa fallið með brauki og bramli. En nú virðast ýms- ar blikur á lofti. Brothættur efnahagur Dýrtíð fór mjög vaxandi í upphafi síðasta árs og var helsta ástæðan óheft spákaupmennska á fasteigna- markaði. Neytendum þótti þetta ógott og stjómvöld brugðust við með því að ákveða verðstöðvun á helstu matvörutegundum. Allt kom fyrir ekki og verðbólgan hélt áfram að vaxa og hefur verið á bilinu 30 til 40 af hundraði í stórborgum. Stjómvöld hafa látið hengja upp skilti þar sem er tilgreint opinbert verð á ýmsum neysluvamingi og áminningar um að kaupmenn megi ekki leggja meira en tíu prósent ofan á það. Sérfræðingar segja að vissulega muni þetta lækka verðbólguna, en slíkar ráðstafanir geti þó aldrei dugað til langframa. Óheft bankalán gætu lika orðið til þess að auka verðbólgu. A fyrstu níu mánuðum þessa árs lánuðu kínversk- ir bankar 56 prósent meira fé en á sama tíma f fyrra. Mikið af þessum peningum hefur farið í óarðbær fyrir- tæki eða til að halda lífinu í ríkisfyrir- tækjum sem ella yrðu að loka. Það er hins vegar ekki einfalt mál að skera niður fjárstreymi til ríkisfyrirtækja, enda myndi slíkt athæfi vekja mikla óánægju meðal verkamanna sem reyna að draga fram lífið á sultarlaun- um. Almannatryggingakerfið í Kína er mjög vanþróað og meðan svo er þora stjómvöld ekki að hætta á að fyrirtæki verði gjaldþrota í stórum stfl. Bændur streyma nú úr sveitum og í stórborgimar í leit að vinnu. Stjóm- völd telja að tala brottfluttra síðustu árin sé um 60 milljónir; kannski hafa slíkir þjóðflutningar aldrei þekkst í mannkynssögunni, að minnsta kosti ekki á friðartíma. Örsnautt bænda- fólk sem finnur ekki fótfestu í borg- urn er l'ullt óánægju og stuðlar að mikilli aukningu á glæpum. En þótt margir séu óánægðir með kjör sín og spillingu hjá hinu opin- bera er þó enn friðsamlegt um að lit- ast í Kína. Eins og sakir standa virðist fátt benda til þess að atburðir á borð við mótmælin á Tienanmen-torgi 1989 endurtaki sig. Gódur vinur eda vidsjárverdur? Allt gæti það þó breyst við fráfall Dengs. Núverandi leiðtogar Kfna ríkja í skjóli hans og þiggja völd sín að vissu leyti frá honum. An hans gæti það orðið þeim enn erfiðara að taka efnahagsmálin föstum tökum. Skoðanir þeirra um hversu langt skal ganga í umbótaátt em líka skiptar. Allir em þeir þó sammála um gildi hagvaxtarins. Hann treystir ekki að- eins stöðu þeirra heimafyrir heldur hefur hann mjög eflt álit Kína á al- þjóðavettvangi eftir linnulaus stríð og umbrot alla þessa öld. Á síðustu ámm hefur Kína stór- bætt samskiptin við gamla andstæð- inga eins og Taiwan, Rússland, Víet- nam og Suður-Kóreu. I síðustu viku fór Jiang Zemin forseti til Hanoi og ræddi við ráðamenn þar. Um svipað leyti var Li Peng forsætisráðherra á ferð í Seoul, háttsettastur kfnverskra leiðtoga til að heimsækja Suður-Kór- eu síðan löndin tóku upp stjómmála- samband 1992. Kfna vill láta telja sig í flokki stór- velda og nágrannaríki fallast núorðið á það. Þau hafa hins vegar áhyggjur af viðleitni Kínverja til að efla her sinn sem er sá fjölmennasti í heimi. Kínverski flugherinn keypti nýverið 26 Su-27 ormstuflugvélar frá Sovét- ríkjum og ráðgert er að panta margar í viðbót. Sjóherinn hefur óðum verið að eignast ný skip. Sérfræðingar segja að einn tíundi hluti Kínahers sé beinlínis þjálfaður til að geta gert snögg úthlaup á erlendri gmnd. Stjómin í Beijing lætur eins og al- þjóðlegt bann við tilraunum með kjamorkuvopn sé ekki til; síðast sprengdu Kínveijar kjamorku- sprengju neðanjarðar í október. Stjómvöld í Beijing gefa lítið út á ógnina sem nágrannaríkjum gæti stafað af Kína, þótt ljóst sé að þau dreymir um leiðandi hlut- verk í þessum heimshluta. Þau segja að þótt framlög til hemað- armála hafi hækkað í aurum talið hafi þau lækkað sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu. En þessi öri vöxtur Kína veldur því að erfitt er að segja fyrir um hvetjir verða öflugastir í þessum heimshluta næstu áratugina. Enn hafa Bandaríkjamenn mest ítök, en Japanir hafa verið að færa sig mjög upp á skaffið. Samband Japana og Kínverja er nokkuð stöðugt, að minnsta kosti í bili. I/arkárir Bandaríkjamenn Að undanfömu hefur stefna Bandaríkjastjómar verið sú að forð- ast að styggja Kínveija. William Perry vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna lýsti því nýlega yfir að Bandaríkjunum stafaði ekki ógn af Kína, ólíkt því sem margir virtust halda. I samræmi við þetta hafa bandarískir stjómmálamenn heldur forðast að ræða óþægileg mál við Kínveija. Þegar Perry var nýlega í Beijing minntist hann til dæmis ekki á vopnasölu Kínverja til Iran sem Bandaríkjamönnum hefur löngum þótt hið versta mál. Hann minntist heldur ekki á að Kínverjar nota fé sem kemur frá erlendum fyrirtækjum í gegnum ýmiss konar samstarfs- verkefni til að íjármagna vopnafram- leiðslu. Bandaríkjamenn forðast líka að minnast á bágt ástand mannréttinda- mála í Kína. Það er næstum eins og atburðimir á Tienanmen-torgi hafi aldrei gerst. Kínastjóm hefur ekkert slakað á klónni. Þegar Bandaríkja- stjóm ákvað í vor að veita Kína áfram bestu viðskiptakjör, eins og það heit- ir, notaði Beijingstjómin tældfærið til að þjarma enn að andófsmönnum. Að álíti mannréttindahópa í Banda- ríkjunum gera bandarískir erindrekar ekki meira en að anda um mannrétt- indabrot í Kína, svona rétt til að bjarga andliti Clintons forseta. Aðstoðarmenn Clintons segja þó fullum fetum að hann ætli að ræða mannréttindamál við Jiang Zemin forseta. Líklegt er þó að efnahagsmál verði ofar á dagskránni. Eitt vandamálið er viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína sem gæti numið um 25 milljörðum dala í ár. Annað er löngun Kínverja til að fá aðild að GATT-samkomulaginu. Kínastjóm vill setja mjög ákveðin skilyrði fyrir aðild sinni. Hún segir að Kína sé þróunarland og eigi því ekki að þurfa að opna markaði sína upp á gátt eins og Bandaríkjamenn kreljast. Bandaríkjastjóm heldur því hins veg- ar fram að útflutningsatvinnuvegir í Kína séu svo háþróaðir að fráleitt sé að telja það til þróunarlanda. Nágrannaríkin í Asíu eiga ennþá meira undir því að Kínveijum vegni vel. Það er uppgangurinn í Kína sem ffamar öðm knýr áfram hjól við- skiptalífsins í Austur-Asíu. Ostöðug- leiki í Kína myndi ekki aðeins stofna þessu blómaskeiði í hættu, heldur er einnig líklegt að afleiðingin yrði gríð- arlegur straumur útflytjenda sem kannski yrði talinn í tugum milljóna. Þegar Bandaríkjastjóm hótaði að t svipta Kína bestu viðskiptakjömm J fyrr á þessu ári komu nágrannaríkin Kínverjum til vamar. Líklegt er að þau muni einnig styðja aðild Kín- verja að GATT. Asíuríki vita að það gæti orðið erfitt að hemja öflugt og ríkt Kína. En þau gera sér grein fyrir því að ennþá verri kostur er að Kína sé lokað land og einangrað. eh / Byggt á U.S.News & World Report. HÚSBYGGJENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð. og að uppgröft- ur að húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á að inntakspípur heimtauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyr- ir lóðamörk. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 604686. RAFMAQNSVEITA REYKJAVIKUR Gráir fyrir járnum Með óttablandinni virðingu fylgjast ríki Austur-Asíu með því hvemig Kínverjar verða stöðugt ríkari og öflugri. Þau eru raunar hæstánægð með efnahagsuppganginn í Kína, enda gefur hann Kínverjum góða ástæðu til að iifa í friði og spekt með nágrönnum sínum. Nágrannaríkin hafa líka auðgast sjálf á vaxtaskeiðinu í Kína og sitja ekki auðum höndum. Suður-Kóreumenn eru farnir að fjárfesta í stórum stíl í Kína. Sagt er að japanskir kaupsýslumenn séu núorðið illa haldnir af Kínaveiki. Fjárfestingar Japana í Kína hafa fimmfaldast sfðan 1990 og voru hátt í 2 milljarðar Bandaríkjadala í fyrra. Fyrr ár hittust japanskir her- foringjar og kínverskir kollegar þeirra í Beijing, það var fyrsti fundur sinnar tegundar frá því fyrir heimsstyrjöldina síðari. Kínverskir sjóliðar. Kínverjar gera tilkall til yfirráða í sunnanverðu Kina- Það sem nágrannaríkin hafa áhyggjur af er fyrst og fremst hvað Kína er hafi og nágrannaríki tortryggja áform þeirra þar. ótrúlega stórt land, hvað framtíð þess er óviss og hvað það hefur oft reynst móttækilegt fyrir öfgafullri þjóðemisstefnu. K/nverjar eiga í deilum við ríki í Suðaustur- Asfu um yfirráð yftr sunnanverðu Kínahafi. Þar er karpað um fiskveiðar og rétt til olíu- og námavinnslu og er vandséð að neinn ætli að gefa eftir. Það er helst að Japönum finnist sér ógnað. Um þetta hafsvæði sigla skip með hráefni og olíu til Japans. Ef Kfnverjar færa sig enn frekar upp á skaft- ið með því að fjölga herskipum og fiugvélum á svæðinu er líklegt að Japanir kjósi að fylgja eftir og efla vopnabúr sitt. Asíuríki hafa verið dugleg við að birgja sig upp af vopnum hin síðari ár. Nærvera um 100 þúsund bandarískra hennanna á svæðinu hefur hins vegar tryggt ákveðinn stöðugleika og haldið aftur af vopnakaupendum. Hins vegar er spurningin hversu lengi Bandaríkjamenn kjósa að halda úti herliði í As- íu. En meðan Kínverjar em jafn óviss stærð og nú verður að teljast líklegt að Asiuríki kæri sig alls ekki um að Bandaríkjamenn hverfi á brott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.