Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 RAÐAUGLÝSINGAR fHönnunarsamkeppni um grunnskóla Reykjavíkurborg efnir til tveggja þrepa samkeppni um hönnun þriggja heildstæðra, einsetinna grunnskóla í Reykjavík. Skólarnir verða byggðir í Engjahverfi, Víkur- hverfi og Borgarhverfi og verður stærð þeirra hvers um sig á bilinu 4-5 þús. ferm. Öllum, sem eru félagar í Arkitektafé- lagi íslands eða hafa réttindi til að leggja aðaluppdrætti fyr- ir byggingarnefnd Reykjavíkur, er heimil þátttaka í sam- keppninni. Keppnisgögn verða afhent þátttakendum í des- ember nk. samkvæmt nánari auglýsingu. Áætlað er að til- lögum í fyrra þrepi samkeppninnar verði skilað fyrir miðjan janúar1995. LANDSPITALINN í þágu mannúðar og vísinda LYFLÆKNINGADEILD Deildarlæknir VÉLSKÓLI ÍSLANDS Innritun á vorönn 1995 Umsóknir, ásamt gögnum um fyrra nám, verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 18. nóvember. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé orðinn 18 ára. Námið er byggt upp sem þrepanám með stighækkandi réttindum. Dómnefnd. Leikskólar Reykjavíkurborgar Stuðningsstörf Leikskólakennarar, þroskaþjálfar eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun óskast í stuðningsstörf í eftirtalda leik- skóla (um er að ræða hlutastörf): Árborg v/Hlaðbæ, s. 874150 Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Stakkaborg v/Bólstaðarhlíð, s. 39070 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. ^^^1 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Leikgarður v/Eggertsgötu, 2. 19619 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 í 50% starf e.h.: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Umsókn um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 1995 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 1995. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusam- lega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Einnig er ætlasttil að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verk- stöðu, fjármögnun, rekstraráætlun þjónustu- og vistunar- þörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1993 endurskoðaður af löggiltum end- urskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði árs- ins 1994. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðs- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Staða deildarlæknis (reynds aðstoðarlæknis) er laustil um- sóknar við Lyflækningadeild Landspítalans frá 1. janúar 1995 eða fyrr eftir samkomulagi. Þetta ersex mánaða staða með möguleika á framlengingu. Umsóknir berist til Þórðar Harðarsonar prófessors, Lyflækningadeild Landspítalans fyrir 7. desember nk. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson prófessor, s. 601000, Erna Milunka Kojic og Gerður Gröndal umsjónar- læknar, s. 601000, kalltæki. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast á Geðdeild Landspítalans í 100% starf. Starfið felst m.a. í félagsráðgjafaþjónustu við mót- tökudeild og umsókn með vernduðu heimili. Áskilin er menntun félagsráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 1. desem- ber nk. Upplýsingar um starfið veitir Rannveig Guðmunds- dóttir yfirfélagsráðgjafi í síma 601680 og s. 601714. Umsóknir sendist til Sigurrósar Sigurðardóttur yfirfélags- ráðgjafa, geðdeild Landspítalans að Kleppi, pósthólf 1429, 121 Reykjavík. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem hóskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Staða veiðistjóra Laus er til umsóknar staða veiðistjóra skv. 4. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með aðsetur á Akureyri. Staðan veitist frá og með 1. febrúar 1995. Embætti veiði- stjóra hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af op- inberri hálfu, sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völdum. Embættið sér um útgáfu veiðikorta og endurskoðun reikn- inga vegna kostnaðar við refa- og minnkaveiðar. Það birtir árlega yfirlit um veiðar á fuglum og spendýrum og stundar hagnýtar rannsóknir á villtum dýrum í samvinnu við aðrar stofnanir skv. ákvæðum laga. Veiðistjóri skal vera líffræð- ingur með sérþekkingu sem nýtist honum í starfi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, þ.á m. vísindastörf, sendist ráðuneytinu fyrir 8. desember nk. Nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið. Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! IUMFERÐAR RÁÐ 1. stig vélavörður, tekur 1 námsönn. 2. stig vélstjóri, tekur 4 námsannir. 3. stig vélstjóri, tekur 7 námsannir. 4. stig vélfræðingur, tekur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Sími 19755. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigs- veg, 105 Reykjavík. Skólameistari. Framkvæmdastjóri Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1. janúar 1995 Leitað er eftir einstaklingi með góða þekkingu og/eða reynslu af sveitarstjórnarmálum. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu af stjórnunarstörfum. Lögfræði-, við- skiptafræði- eða sambærileg menntun æskileg. Framkvæmdastjóri veitir forstöðu skrifstofu samtakanna og annast m.a. um fjármál, innheimtu, bókhald og áætl- anagerð fyrir SASS og stofnanir tengdar samtökunum. Framkvæmdastjóri vinnur að stefnumarkandi málum í samráði við stjórn samtakanna og hefur á hendi önnur þau störf sem stjórnin felur honum. Ráðningarkjör miðast við kjarasamninga opinberra starfs- manna. Ráðningartími miðast við kjörtímabil sveitar- stjórna, með venjulegum uppsagnarfresti. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til skrifstofu SASS, Eyrarvegi 8, 800 Selfossi, fyrir 16. nóvember 1994. Nánari upplýsingar veita: Hjörtur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri SASS, í síma 98-21088/98-21350 og Ólafía Jakobsdóttir, formaður SASS, í síma 98-74840. + Móðursystir mín, Gudbjörg Þorsteinsdóttir, Bergstaðastræti 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Gunnar Valdimarsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir, frá Grímsey, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum 13. nóvember. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju, föstudaginn 18. nóvember, klukkan 15:00. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezersdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Steingrímur Friðfinnsson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, Styrmir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.