Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 15. nóvember 1994 173.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Alþýðubandalagið í Reykjavík: „Sama gamla dótið áfram" Ráðherrann Rannveig „Það mætti mér hlýlegt og já- kvætt viðmót þegar ég kom til starfa í ráðuneytinu í morgun. Ég er nú svo lánsöm að þekkja vel málaflokkana sem hér er unnið með, bæði vegna fyrri starfa minna sem sveitarstjórnarmaður og aðstoðarmaður ráðherra, en ekki síst sem formaður félagsmálanefndar Alþingis. Ég hef góð kynni af starfsfólkinu hér og hlakka til þessa ögrandi verkefnis. Ég lít á pólitísku málin í ráðuneytinu sem samvinnuverkefni okkar jafnað- armanna þar sem mér er falin verkstjórn og þar sem ég er að taka við af samherja verður að sjálfsögðu haldið áfram þar sem frá var horfið. Hér bíða bæði brýn og spennandi verkefni og hér eru erfið mál sem mikil- vægt er að finna farsæla lausn á. Þó ég haldi áfram þar sem frá var horf- ið reikna ég með að í mínum störfum gæti eitthvað breyttra áherslna. Vitaskuld eru þetta ekki draumaaðstæðurnar til að taka við ráðherra- embætti en það verður ekki á allt kosið og ég er full bjartsýni," sagði Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra í stuttu spjalli við Al- þýðublaðið í gær. Á myndinni má sjá Rannveigu heilsa nýjum einkarit- ara sínum, Maríu Guðmundsdóttur. A-mynd: E.ÓI. - segir birtingarmaður um væntanlegan framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Talið fullvíst að Guðrún Kr. Óladóttir freisti þess að fella nöfnu sína Helgadóttur úr 2. sæti. bandalagið, en hann var talinn verða eitt af helstu trompum Jóhönnu Sig- urðardóttur í hinum nýja flokki sem hún hefur boðað. , Já, það er rétt, að Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur rætt við mig og ég hef sagt, að ég vilji stuðla að sameiginlegu fram- boði Jóhönnu, Alþýðubandalagsins og óflokksbundinna. Ef slikt kæmist á koppinn þá er ég til viðræðu,“ sagði Ögmundur í gær. Annar verkalýðsleiðtogi sem nefndur hefur verið til sögunnar er Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins og einn helsti hvatamaður að stofnun Fram- sýnar, hins nýja alþýðubandalagsfé- lags í Reykjavík. Hann sagði í sam- tali við blaðið í gær: „Ég hef bara lesið um það í blöðunum að ég sé á leiðinni í framboð. Ég hef svosem ekki orðið fyrir óbærilegum þrýst- ingi.“ Björn Grétar sagði enganveg- inn „sjálfgefíð“ að hann færi í fram- boð, þótt hann væri forystumaður í Framsýn. „Við i' Framsýn eigum fullt af góðu fólki og ég er mjög önn- um kafínn maður.“ Heimildir Alþýðublaðsins henna að Guðrún Kr. Óladóttir varafor- maður Sóknar hafí fullan hug á að gefa kost á sér, en í samtali við blað- ið kom hún af fjöllum þegar hugsan- legt frantboð hennar var nefnt: „Það er ekki nokkur maður farinn að ræða það við mig. Ég hef ekkert hugsað út í þetta.“ Heimildamaður úr Alþýðubanda- laginu. sem þekkir vel til, sagði hins- vegar „öruggt“ að Guðrún Kr. freisti þess að fella nöfnu sína Helgadóttur úr öðru sæti listans. Sami heimilda- maður sagði ennfremur að nafn Svanhildar Kaaber, fyn"verandi for- manns Kennarasambandsins, væri iðulega nefnt. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hefur verið nefnd sem mögulegur kandidat á lista Alþýðubandalagsins. Innan Birtingar, þarsern er að finna helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar í Alþýðubanda- laginu, er mjög takmarkaður áhugi á prófkjörinu. „Þetta verður sama gamla draslið," sagði birtinganuaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Hvað er í pottinum?" Ögmundur íhugar framboð fyrir Alþýðubandalag- ið - með skilyrðum. A-myndír: E.ÓI. Hann sagði að ólíklegt væri að Birt- ing myndi tefla fram þátttakanda í prófkjörinu. Annar birtinganuaður tók undir að lítill áhugi væri á prófkjörinu, og að- spurður sagði hann að biningarmenn myndu tæpast standa í mikilli baráttu fyrir Guðrúnu Helgadóttur. Sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur Ólafur Ragnar Grímsson lagt að Guðrúnu að draga sig í hlé, en í samtali við blaðið í gær þvertók hún fyrir að svo væri: „Nei, það hefur Svavar: Ungur maður og óumdeilanlega hæfur, segir Guðrún Helgadótt- ir. Guðrún: Ólafur Ragnar er alltof greindur til að biðja mig að hætta. Björn Grétar: Ekki orðið fyrir óbærilegum þrýst- ingi - en útilokar ekki framboð. Hyggst freista þess að fella nöfnu sína: Guðrún Kr. Óladóttir. hann ekki gert. Ólafur Ragnar er greindur rnaður, einsog þú veist, og honum dytti ekki í hug að biðja mig um slíkt.“ Guðrún kvaðst fagna því ef Ög- mundur Jónasson gæfí kost á sér í prófkjörið. „Ég hef gegnum árin bar- ist við ýmis stórveldi, svosem einsog Asmund Stefánsson 1987. Hann náði síðan því miður ekki kjöri úr þriðja sætinu.“ Stöðu Svavars Gestssonar sem oddvita listans í Reykjavík er ekki verulega ógnað enn sem komið er. Guðrún Helgadóttir útilokaði hins- vegar ekki að hún gæfí kost á sér í fyrsta sætið. „Ég hef verið í fjórða, þriðja og öðru sæti. Ég á ekkert ann- að eftir en fyrsta sætið.“ Hún vildi aftur á móti ekki segja afdráttarlaust að hún stefndi gegn Svavari og árétt- aði að hún byði sig ekki fram í ákveðið sæti. „Svavar er ungiir mað- ur og óumdeilanlega hæfur. Honum hefur verið treyst til ýrnissa forystu- starfa í okkar flokki. Ég vona að við njótum starfskrafta hans áfram.“ ,jif ég er of gömul eða Ijót eða handónýt að mati félaga minna, þá kentur það bara í ljós í prófkjörinu. Ég ætla ekki að lyfta litla fingri í prófkjörsbaráttu.“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður um yfír- vofandi uppgjör í prófkjöri Alþýðu- bandalagsins. Ögmundur Jónasson formaður BSRB er nú sterklega orð- aður við framboð fyrir Alþýðu- Sigurður Tómas Björgvinsson fjallar um kaflaskil í utanríkisstefnu Svía: Sænskt módel - evrópskur staðall Það fór eins og flestir höfðu spáð að ESB-dómínóið frá austri til vest- urs myndi halda áfram, og á sunnu- dag lét sænski dómínókubburinn undan þunga skynseminnar. Aðild Svía að Evrópusambandinu hefur lengi verið á dagskrá sænskra stjóm- mála, því í raun hafa stóru alþjóð- legu iðnfyrirtækin í Svíþjóð lengi verið í Evrópusambandinu. Nú hefur stjómvöldum hins vegar tekist að sannfæra meirihluta kjósenda um það að kostirnir við aðild séu fleiri en gallamir. Carlson sigrar Þrátt fyrir hörð átök á milli já- hópsins og nei-hópsins undanfamar vikur, þá er málið löngu afgreitt hjá stjómmálaflokkum landsins. ESB- aðild hefur verið opinber stefna allra stærstu stjómmálaflokkanna í nokk- ur ár. Ymsir telja að það hafí einmitt verið samstaða og samhljómur gömlu erkiíjendanna Ingvars Carl- son og Carls Bildt sem gerði útslagið í baráttunni um Evrópusambandsað- ild Svía. Það er ekki á hverjum degi sem formenn jafnaðarmanna og íhaldsmanna flytja sömu ræðumar í Svíþjóð. Niðurstaðan er því að mörgu leyti sigur fyrir báðar blokk- irnar, til vinstri og hægri, í Svíþjóð. Þó er ljóst að Ingvar Carlson forsæt- isráðherra hefur ástæðu til þess að gleðjast meira, því kannanir fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sýndu að meirihluti kjósenda jafnaðarmanna var á móti aðild, en samkvæmt könn- unum sem teknar voru á kjörstöðum Vinningstölur laugardaginn: 12. nóv. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING [| 5af 5 0 1.863.139 p>H+4af5 3 107.800 EJ^afö 103 5.416 H 3af 5 3.264 398 Aðaltölur: BÓNUSTALA: 34 Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.043.459 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 var meirihluti jafnaðarmanna hlynntur aðild að Evrópusamband- inu. Þegar til lengri tíma er litið koma úrslitin tii að styrkja Carlson og jafnaðarmannaflokkinn í heild sinni. Atvinnan eflist Fullyrða rná að hin efnahagslegu rök hafi vegið mjög þungt hjá Svíum í þessari mikilvægu þjóðaratkvæða- greiðslu. Landið hefur verið að ganga í gegnum einhverja mestu efnahagskreppu síðari tíma. Veru- legur samdráttur hefur orðið í út- flutningsiðnaði undanfarin ár og í dag er um 10 prósenta atvinnuleysi í Svíþjóð. Skuldir þjóðarinnar hafa hlaðist upp og ríkið hefur átt í miklu basli við að láta enda ná saman. Ný ríkisstjóm jafnaðarmanna hefur boðað aðhaldsaðgerðir, með til- heyrandi skattaálögum á almenn- ing og niðurskurð í velferðarkerf- inu. I kosningabaráttunni sögðu þeir við kjósendur að fyrst yrði að koma atvinnulífinu af stað svo hægt væri að bæta velferðina á nýjan leik. Einn mikilvægasti hlekkurinn í því að endurreisa at- vinnulífið var aðild að ESB, að mati jafnaðarmanna. Aðild að Evrópusambandinu mun bæta starfsumhverfi fyrirtækja og auka flæði erlends fjármagns inn í landið. Sænsk stjómvöld vonast einnig eftir því að aðild muni stöðva flótta sænskra fyrirtækja úr landi, en öll helstu iðnfyrirtæk- in hafa komið sér upp útibúum í aðildarlöndum Evrópusambands- ins á undanförnum ámm og því hafa fjölmörg störf tapast úr landi. Sænska módelid? Það eru auðvitað söguleg tíðindi að Svíar skuli vera á leiðinni inn í al- þjóðleg samtök sem meðal annars byggja á yfírþjóðlegum stofnunum. Þessi niðurstaðan verður enn merki- legri þegar hlutleysisstefna Svía er höfð í huga, því Evrópusambandið rekur sameiginlega utanríkispólitfk og stefnir að sameiginlegum stofn- unum á sviði öryggis- og varnar- rnála. Svíar hafa því rofið þessa hlut- leysisstefnu sem verið hefur helsta einkennið á sænskum utnaríkismál- um á þessari öld. Að sama skapi hafa Svíar verið sjálfum sér nægir á öðr- um sviðum og jafnan talið vera fyrir- mynd annara þjóða. Menn velta því fyrir sér hvað verði nú um „sænska módelið" svokallaða? Munu hinar yfirþjóðlegu stofnanir Evrópusam- bandsins steypa hinn „týpíska Sven- son“ í staðlað Evrópumót eða verða áhrifín gagnkvæm? Reynsla Dana af rúmlega tuttugu ára evrópusamstarfi sýnir að sænska þjóðin þarf engu að kvíða. Danir hafa svo sannarlega haft áhrif innan Evrópusambandsins og ekki er að sjá að þeir séu minna danskir en þeir voru fyrir tuttugu ár- um síðan. Noregur næstur Ljóst er að með inngöngu Sví- þjóðar í Evrópusambandið hefur verið brotið blað í samrunaferlinu f Evrópu. Evrópusambandið hefur nú stækkað heilmikið til norðurs og Ingvar Carlson: Ýmsir telja að það hafi verið samstaða og samhljómur gömlu erkifjendanna Ingvars Carlson og Carls Bildt sem gerði útslagið í baráttunni um Evrópusambandsaðild Svía. A-mynd: E.ÓI. vægi Norðurlandanna er skyndilega orðið mjög mikið innan sambands- ins. Þessi rök munu vega mjög þungt í þeirri hörðu baráttu sem nú stendur yfír í Noregi, vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar þar í landi eftir hálfan mánuð. Norskir ráðamenn telja að innganga Svía muni ltafa mjög mikil áhrif í þá ált að Norðmenn muni samþykkja aðild að Evrópusam- bandinu. Staðsetningin á Þingi Norðurlandaráðs sem hefst í Tromsö í dag, er örugglega ekki tilviljunum háð. Andstaðan við aðild Noregs að Evrópusambandinu er sterkust í Norður-Noregi og því gera norskir stjómmálamenn sér vonir um að at- hyglin muni meðal annars beinast að starfsbræðrum þeirra frá Svíþjóð og Finnlandi sem nýverið hafa fengið umboð kjósenda til að ganga í Evr- ópusambandið. Allir eru sammála um að slagurinn verður harður í Nor- egi. Nei-hópurinn hefur haft yfír- höndina fram að þessu, nema þegar gengið hefur verið út frá því sem gefnu að Svíar samþykki aðild. Já- hópurinn hefur því alla möguleika á að bæta við sig síðustu vikurnar. Allt er notað í baráttunni og nú síðustu dagana hefúr afstaða lslands verið dreginn inn í ESB-umræðuna í Nor- egi. Norskir blaðamenn hafa beint athyglinni að afstöðu Alþýðuflokks- ins, sem einn flokka hefur lýst því yfir að Island eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þó ekki væri nema lil þess að fá fram kosti og galla aðildar í samningaviðræðum. Islenskir jafnaðannenn hafa lagt á það áherslu að Island eigi að sækja uin aðild óháð því hvort Norðmenn segja já eða nei í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Þeir hafa bent á þá stað- reynd að íslendingar geti orðið í for- svari fyrir sjávanitvegsmálum innan sambandsins ef þeir verði á undan Norðmönnum inn í sambandið. Þeg- ar horft er til „samstarfs" þessara frændþjóða á sviði sjávarútvegsmála undanfarin misseri, þá er þessi staða sú versta sem Norðmenn geta hugs- að sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.