Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Minning: Lúðvík Jósepsson - fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra Fæddur 16. júní 1914 - Dáinn 18. nóvember 1994 Lúðvík var allt annarrar gerðar en þeir merkisberar kommúnismans á þriðja og ljórða áratugnum, sem mest létu að sér kveða. Orðaflaumur draumóraglópsins lék honum ekki á tungu. Umvandanir umboðsmanns rétttrúnaðarins féllu fyrir ofan garð og neðan fyrir austan. Sjálfsupphaf- in hégómadýrð hálfmenntamanna sem boðuðu fagnaðarerindið á kaffi- stofum auðnuleysisins, svokallaðra „stofukomma", var honum eitur í beinum. Samt var hann einn af þeim. En kommúnismi Lúðvíks fyrir austan var svipaðrar ættar og sósíaldemó- kratí Hannibals fyrir vestan. Þeir lærðu ekki réttlætiskenndina af bók, heldur fundu þeir til með bræðrum sínum og systrum og vildu vinna sínu fólki það sem þeir máttu. Lúð- vík var íbernsku einlægur kommún- isti, sem trúði á framtíðarríkið eins og það var útlistað af mærð Einars og sigldum beturvitringshætti höf- uðskáldsins, sem laug gerska ævin- týrinu að hans kynslóð. Einhvem veginn hef ég á tilfinn- ingunni að útgerðarforstjórinn að austan hafi snemma fundið út að „rekstrargrundvöllur" þess pólitíska samyrkjubús, sem hér var rekið í umboði Stalíns, hafí verið óbeisinn. En látið kyrrt liggja. Kannski af mis- skildum trúnaði við æskuhugsjónina - en líklegar þó af meðfæddri þrjósku útkjálkamannsins. Hafi hann skynjað á undan hinum „að veröldin hafði hann vondslega blekkt'' nennti hann ekki að gera veður út af því, heldur þagði þunnu hljóði með glotti á vör. Ætli honum hafi ekki fundist að hann ætti nóg með Neskaupstað og „rekstrar- grundvöll" sjávarútvegsins, sem einatt var tæpur? Kannski hann hafi ekki viljað „missa glæpinn“; viljað vera harðsvíraður og forhertur? Það er alltjent afstaða sem skírskotar gjaman til þeirra sem verða að bjarga sér sjálftr, af eigin rammleik. Auðvitað fannst okkur, hinum yngri mönnum, sem kynntumst hon- um lítillega seinna á lífsleiðinni. að þessi þögla líkfylgd ranghugmynd- anna sæti um hann og stæði honum fyrir þrii'um. Hann var umlukinn þögn, sem auðvelt var að misskilja sem þótta. En það var ekki þannig. Hann bar annarra byrðar og vildi ekki telja það eftir sér. Sumir misskildu þetta og héldu að hann vildi losna undir oki lyginnar. Það var lengi hald Hannibals, en einkum þó vopnabróður hans, Björns Jónssonar, forseta ASI. Þeir fundu að meintur kontmúnismi Lúð- víks var annarrar gerðar en hinna. Þeir héldu jafnvel að hann væri sósí- aldemókrat eins og þeir - enda upp- mnninn úr sama jarðvegi og þeir. Þessi misskilningur átti mikinn þátt í stofnun kosningabandalags Hanni- bals og Lúðvíks, sem kallað var Al- þýðubandalag. Það tók þá rúman áratug að komast að hinu sanna - og leiðrétta misskilninginn. Annars var margt líkt með Hanni- bal og Lúðvík, þrátt fyrir aldursmun upp á rúrnan áratug. Báðir voru þeir útkjálkamenn, sem ólust upp við kröpp kjör sem meitluðu hug og stældu kjark. Báðir áttu þeir eftir að sækja að höfuðborginni, annar að vestan, hinn að austan, og sitja í rík- isstjómum saman. Samt vom þeir gjörólíkir menn. Stundum fannst mér eins og Lúðvík væri austfirska útgáfan af Hannibal. Báðir fetuðu þeir sömu slóð að nrarkinu en völdu gerólíkar leiðir. Vestfirðingar nota tungumálið til að tjá sig með því; segja hug sinn allan - og eru einatt misskildir. Hannibal var erki-Vest- firðingur, tilfmningaríkur og ör- geðja. Og kaus fremur stríð en frið, ætti hann tveggja kosta völ. Og hirti aldrei um að líta um öxl lil að sjá, hvort nokkur fylgdi honuni að mál- um. Lét skeika að sköpuðu. Lúðvík var allt annarrar gerðar, þótt honum gengi hið sama til; að rétta hlut sfns fólks. Hann notaði tungumálið einatt til að leyna hugs- un sinni; tefldi aldrei á tvær hættur og trúði á skipulagið umfram garp- skapinn. Hannibal var sjarmör, sem hreif fólk með sér. Lúðvtk var vinnuhestur, sem vann fólk til fylgi- lags með hægðinni. Báðir voru pól- itíkusar af guðs náð. Þeir áunnu sér virðingu andstæðinganna, sem kom- ust snemma að því lullkeyptu; að við menn væri að eiga. Kynni mín af Lúðvík urðu aldrei náin, þótt maðurinn væri mér hug- leikinn. Eg sá út undan mér þegar Hannibal, Finnbogi Rútur og Björn Jónsson lögðu á ráðin með Lúðvik um stofnun Alþýðubandalagsins í stofu móður minnar árið 1956. Sum- arið 1958, þegar Lúðvík færði út landhelgina í 12 mílur gerðist ég for- hleramaður á flaggskipi sjávarút- vegsráðherrans, Gerpi. Og þótti hálft í hvoru gaman að, hver völlur var á stórútgerð þeirra Neskaupstað- arkomma, Lúðvíks, Bjarna og Jó- hannesar. Seinna þegar ég var snúinn heim frá námi 1964 og hafði fengið viku- blaðið Frjálsa þjóð til afnota til að krefjast afdráttarlauss uppgjörs við líkfylgd Einars og Brynjólfs, rakst ég fljótt á þögnina sem umlukti Austfjarðagoðann. Hann taldi gaff- albitasölu til Sovéts skipta Austfírð- inga meira máli en að bera sannleik- anum vitni um sovétfasismann. Seinna kynntist ég honum sem and- stæðingi á árunum 1968 til 1970, þegar stríðið stóð um inngöngu okk- ar í EFTA. Bjöm Jónsson setti mig í nefnd, sem tilnefnd var af þing- flokkunum, til að móta stefnu í því máli. Þar kynntist ég mönnum eins og Pétri Benediktssyni, Magnúsi frá Mel og Lúðvik Jósepssyni, að ógleymdum Gylfa, sem ruddi okkur braptina til inngöngu í EFTA. Ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með vinnubrögðum Lúð- víks í því máli. Hann treysti sér vel, var töluglöggur, fróður og fundvís á veilur í málflutningi andstæðinga. Fylginn sér á fundum, ófyrirleitinn í málflutningi, en þröngsýnn. Enn voru það leifarnar af hinni heiman- fengnu hugmyndafræði, sem stóðu honum fyrir þrifum. Því að Lúðvík hefði orðið fyrsta flokks lögfræðing- ur og hinn frambærilegasti hagfræð- ingur, hefði hann getað hrist af sér „- hlekki hugarfarsins“, sem lagðir voru á hann í æsku. En hann treysti sér ekki til að beita sér fyrir úrsögn úr EFTA, eftir að hann var sestur í stól Gylfa í við- skiptaráðuneytinu 1971. Þvert á móti. Þrátt fyrir harða andstöðu inn- an Alþýðubandalagsins, bar hann ábyrgð á gerð fríverslunarsamnings við Evrópubandalagið 1972 - svo- kallaðri bókun sex. Það þótti inn- siglisvörðum réttnínaðarins fim rnikil að Lúðvík skyldi dirfast að semja við „auðvaldsófreskjuna“, þótt ekki væri nema um tolialækk- anir á fiski. Samningarnir hefðu að vísu aldrei fengist nema af því að Gylfa tókst að koma okkur í EFTA, þrátt fyrir öll landráðabrigslin. Þótt lærður væri um „rekstrar- grundvöll" sjávarútvegsins, skorti Lúðvík víðsýni til að ná áttum í þessu veigamikla máli. Uppvakn- ingar fortíðarinnar byrgðu honuni sýn til framtíðar. Það var á þessum árum sem ég fann upp hugtakið „grútarbræðsluhagfræði" um boð- skap Lúðvíks. Þessi hagfræði snerist um að reikna arð af skuttogurum og loðnubræðslum, sem þjóðlegum at- vinnuvegum. Aðrir atvinnuvegir en sjávarútvegur og landbúnaður voru úrskurðaðir óþjóðlegir - stundum „sníkjudýr á þjóðarlíkamanum''. Galdurinn var sá að ntillifæra fjár- muni frá óverðugum til verðugra eins og til dæmis þegar afli brást eða skuldasöfnun sjávarútvegsins keyrði úr hófi. Aðferðin var gengis- felling. Afleiðingin varð óðaverð- bólga. Lærisveinar Lúðvíks, ráð- herragengi Alþýðubandalagsins f rikisstjórn Gunnars Thoroddsens, leiddu þessa „grútarbræðsluhag- fræði“ til rökréttrar niðurstöðu með því að koma verðbólgunni upp í 130%. Þeir sem voru fyrirfram dæmdir til að tapa hverri orrustu í þessari vonlausu baráttu við vindm- yllurnar voru launþegar. Samt hét það svo að allt væri þetta gert í þeirra nafni og í þeirra þágu. Þjóðin er fyrst núna rétt að byrja að jafna sig á þessum hremmingum. Hagfræðileg hugsun var stimpluð landsbyggðarljandsamleg og þar með óþjóðleg. Þessi grútarbræðslu- hagfræði þótti lika góð hjá SIS og reið því risafyrirtæki loks að fullu við lok Framsóknaráratugarins. En það má Lúðvík eiga og þess skal minnst að hann var langtum snjallari málflytjandi þessarar fræðikenning- ar en nokkur þeirra, sem á eftir komu og enn klappa sama steininn. Það var að fenginni þessari reynslu sem ég lagði hart að þeim Hannibal og Bimi að láta vera að mynda svokallaða vinstristjórn árið 1971, eftir kosningasigur Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna. Ég lagði til að þeir fóstbræður veittu Olafi Jó- hannessyni hlutleysi til að mynda minnihlutastjórn meðan þeir snem sér að því með oddi og egg að sam- eina jafnaðarmenn ásamt þeim Gylfa og Benedikt, eins og þeir höfðu verið kosnir til. Því miður átti ég ekki nóg undir mér í þann tíð til að forða þessu slysi. Og fór sem fór. Sagan af þríeykinu, þeim Lúðvík, Bjarna og Jóhann- esi í Neskaupstað er engu að síður kapftuli út af fyrir sig í stjórnmálasögunni. Sú var tíð að jafnaðarmenn réðu lögum og lofum í Nes- kaupstað undir forystu gáfumannsins Jónasar Guðmundssonar, sem seinna var kenndur við pír- amída. Þeir fóstbræður Lúðvík, Bjami og Jóhannes voru rétt á þrítugsaldri, þegar þeir byrjuðu kerfis- bundið að grafa undan Jón- asi og ryðja brautina fyrir hina kommúnísku bylt- ingu, að minnsta kosti á Neskaupstað. Þeir skiptu snemma með sér verkum. Lúðvík átti að sjá um pólitíkina; Bjarni um bæjarmálin; og Jóhann- es um útgerðina. Þvflíkir byltingarseggir þurftu að sjálfsögðu að gefa út blað undir boðskapinn. Þar sem þeir höfðu engin efni á prentsmiðjuvinnu og þaðan af síður var til fjölritari, hömruðu þeir boðskapinn á ritvél og notuðu kalkipapp- Greiðsla húsaleigubóta Borgarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp greiðslu húsaleigubóta fyrir árið 1995, í samræmi við lög nr. 100/1994. Húsaleigubætur eru ætlaðar tekju* og eignalitlu fólki sem leigir á almennum markaði. Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta mánuði eftir að réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Tekið er við umsóknum hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39. Upplýsingabæklingur og umsóknareyðublöð liggja þar frammi. Umsóknarfrestur er 15. hvers mánaðar, í fyrsta sinn 15. desember 1994. Skilyrði húsaleigubóta eru m.a. eftirfarandi: • að umsækjandi hafi lögheimili í Reykjavík. • að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigu- samning til a.m.k. sex mánaða. • að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklingsherbergi. • að leiguhúsnæðið sé ekki í eigu borgar eða ríkis. Reykjavík, 24.11.1994 Borgarstjórinn í Reykjavík ír til að fá út fjórrit; og svo aftur og aftur, þar til nauðsynlegu upplagi var náð. Svona vinna bara „frelsað- ir“ menn. Og þar sem þeir vissu að þeir höfðu ekki roð við Jónasi á mann- fundum var fundið ráð við því. Þeir leigðu sér kjallaraherbergi með speglum þar sem þeir sátu á síð- kvöldum og „gestikúleruðu" framan í spegilinn til þess að æfa tilþrifa- mikinn stíl í ræðustól. Löngu seinna, þegar Lúðvík tók ofan gleraugun og hvessti augun framan í fundarmenn, kom mér í hug sagan af hinum unga Demosþenes í Neskaupstað. Spegill, spegill herm þú mér... Eitt hljótum við að viðurkenna að leiðarlokum: Það er ólíku saman að jafna hversu betur rættist úr barna- sjúkdónti kommúnismans hjá þeim félögum Lúðvík, Bjama og Jóhann- esi en þeim Plekhanov, Lenin og Stalín, sem meira þóttu þó eiga und- ir sér. Að vísu hefur meirihlutinn í Neskaupstað aðeins staðist í hálfa öld, en Sovétið lafði í sjötíu ár. En seint munu þeir Framsóknarkomm- ar á Neskaupstað leiða þvilíkar hörmungar yfir Austfirðinga sem Sovéttrúboðið eystra. Enda ólíku saman að jafna - útgerðinni á Nes- kaupstað eða ryðkláfum kjarnorku- veldisins, sem nú ntara í kafi undan Novaya-Semlya. Austfirðingar trúðu Lúðvík Jós- epssyni snemma fyrir litlu. Og hann var settur yfir mikið, enda brást hann ekki trúnaði þeirra. Við mun- um lengi minnast sjávarútvegsráð- herrans Lúðvíks Jósepssonar, sem með undirskrift sinni færði út land- helgina, fyrst í 12 ntílur 1958 og síð- ar í 50 mílur 1972. Víst er það svo að Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðingur, lagði traustan grundvöll að þessari nýju sjálfstæðisbaráttu með framsýnni löggjöf um vísinda- lega verndun landgrunnsins þegar árið 1948. Og lagði á ráðin um sókn og vörn í því máli í tvísýnni atskák við rétttrúnað ríkjandi lögfræði og hagsmunavörslu stórþjóða. En Lúðvík Jósepsson var líka rétt- ur maður á réttum stað. Hann hafði haflst af litlu úr sjávarplássi norður við Dumbshaf. Hann þekkti af eigin reynslu harða lífsbaráttu íslenskra sjómanna. Hann vissi að afkoma þjóðarinnar var undir því komin að auðlindin yrði ekki rányrkt af út- lendum togaraflota. Hann var ekki haldinn neinni vanmetakennd gagn- vart útlendum stórbokkum og vissi vel, hvers hann var megnugur. Hann var réttur maður á réttum stað. Og heimurinn tók eftir þessum harðsnúna útkjálkamanni. Sagan segir að hann hafi komist næst því, íslenskra stjómmálamanna, að prýða forsíðu Time Magazine sem byltingarforinginn, sem stóð upp í hárinu á ríkisstjórn hennar hátignar, Bretadrottningar. En annar hvor þeirra Makaríosar erkibiskups á Kýpur eða Nassers Egyptalandsfor- seta hafi rutt honum af forsíðunni á seinustu stundu. Time hefði væntan- lega selst vel í Neskaupstað þann daginn. En varla hefði þá Lúðvík, Bjarna og Jóhannes grunað það þá að þyrlubjörgunarsveit Varnarliðs- ins ætti eftir að lenda á Rauða-torg- inu og taka þátt í hátíðahöldunum á sjómannadaginn sem sérstakir heið- ursgestir arftaka þeirra í bæjarstjórn Neskaupstaðar. Það mega gjarnan heita „sögulegar sættir“. Fyrir hönd okkar íslenskra jafnað- armanna votta ég eftirlifandi eigin- konu Lúðvíks, Fjólu Steinsdóttur, afkomendum þeirra, vinum og vandamönnum samhygð og virð- ingu. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannatlokks Islands - og utanríkisráðherra. ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Helga E. Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands alþýðuflokkskvenna í viðtali: Kynjahlutfall á framboðslistum verði jafnt 1999 „Ég tel að tími sérstakra hreyfinga kvenna og unga fólksins sé alls ekki liðinn. Reyndar finnst ntér, að aldrei fyrr hafi verið meiri nauðsyn fyrir konur - og sömuleiðis unga fólkið - að standa santan. Það er fráleitt að halda öðru fram og fáir gera slíkt aðrir en einstaka afturhaldssinnar sem sjá sér hag í því, að halda niðri fyrrnefndum hreyfmgum," segir Helga E. Jónsdóttir frá Kópavogi sem síðastliðinn laugardag var kjör- inn formaður Sambands alþýðu- flokkskvennna á fjölmennu lands- þingi þess á Hótel Loftleiðum (- sjá svipmyndir hér á síðunni). Varafor- maður var kjörin Petrína Baldurs- dóttir (Grindavík), ritari Guðlaug Sigurðardóttir (Hafnarfirði), gjald- keri Hlín Daníelsdóttir (Reykjavík) og Kristfn Bjömsdóttir (Vestur- byggð) meðstjómandi. Alþýðublaðið spjall- aði við hinn nýkjörna formann Sambandsins í gær: - Helga, hver verða fyrstu verk þín sem for- manns? Þetta verður vœntanlega talsvert verk þar sem Sambandið lief- ur legið í dvala... „Einsog hjá öllum öðmm nýkjömum for- mönnum verður milt fyrsta verk, að boða stjómarfund og búa til starfs- áætlun ásamt nýju stjórninni. Við er- um ákveðnar í að rífa upp starfið af krafti og myndugleika. Við ætlum að koma okkur upp öflugu tengiliðaneti um land allt og emm staðráðnar í að hefja Samband alþýðuflokkskvenna til vegs og virðingar. En jú, þetta verður óneitanlega mikið verk. Við horfum hinsvegar fullar bjartsýni fram á veginn. Það kom í ljós á þing- inu að mikill hugur er í konum í Al- þýðuflokknum og þær ætla að auka sinn skerf innan flokksins. Eitt stærsta ánægjuefnið á þinginu var til dæmis hversu öflugar konur af yngstu kynslóðinni em að koma upp f flokknum. Þær létu til sín taka og fengu góðar viðtökur okkar sem eldri emm. Það er vonandi að þessar ungu jafnaðarkonur sjái sér fært að starfa meira með okkur og taki stall- systur sínar í auknum mæli í starfið. Vaxtarbroddinum verður að halda við.“ - Hvað segirðu um þá fullyrðingu að kynja- og aldursskipting eigi að heyra sögunni til í stjómmálaflokk- um ? „Ég tel að tfmi sérstakra hreyfmga kvenna og unga fólksins sé alls ekki liðinn. Reyndar finnst mér, að aldrei fyrr hafl verið meiri nauðsyn fyrir konur - og sömuleiðis unga fólkið - að standa saman. Það er fráleitt að halda öðru fram og fáir gera slíkt aðrir en einstaka miðaldra karl- menn og afturhaldssinnar sem sjá sér hag í því, að halda niðri fyrrnefndum hreyftngum. Staða kvenna innan Alþýðuflokksins gefur engan veginn til kynna, að réttast væri að leggja Samband alþýðu- flokkskvenna niður. Ég hef heldur ekki séð, að staða unga fólksins innan flokksins geft tilefni til að slá Sam- band ungra jafnaðarmanna af. Þetta eru kjömir vettvangar til að þjálfa fólk upp til frekari þátttöku í stjórn- málum. Það er nú oft þannig, að fólki finnst þægilegra, að fá að þreifa fyrir sér í hreyfingum með smærra snið- inu áður en það færir sig út á hið stóra Ieiksvið og ekkert nema gott eitt um það að segja. Sér- stakar hreyfingar kvenna og ungs fólks laða gjam- an til sín fólk sem annars hefði ekki fyrir sitt litla líf komið nálægt stjórn- málum. Það ber ekki að lasta undir nokkrum kringumstæðum. En auðvitað á fólk - hvort sem það em konur eða ungt fólk - að geta bæði látið til sín taka innan al- þýðuflokksfélaganna jafnt sem inn- an eigin samtaka. Það er heillavæn- legasta formið og eina sem vit er í.“ - Hvað getið þið gert til að efla samstöðu kvenna ístjómmálum? „Ingibjörg Sigurðardóttir, þing- maður í Sviþjóð, hélt til að mynda fyrirlestur á þinginu og kom þar inná afar athyglisverða hluti. í hennar heimabæ hafa konur með sér þver- pólitískan samstarfshóp og hittast á einskonar hvatningarfundum þar sem þær stappa í hvor aðra stálinu. Ég er ekki að segja að ég sjái slíkt verða hjá okkur, en þetta er óneitan- lega sniðugt fyrirbæri. Það segir sig sjálft, að konur verða að standa sam- an ætli þær sér að ná árangri. Það er grundvallaratriði. Við eigum eftir að hugsa upp áhrifaríkar aðferðir til að þjappa konum betur saman og vænt- anlega eiga menn eftir að sjá ein- hverjar nýjungar líta þar dagsins ljós. Við höfum ýmislegt í pokahorninu.“ - Svo við snúum okkur að málefn- unum, hver voru helstu stefnuatriði þingsins um helgina? „Þar ber hæst ályktun um, að stefna beri að því markmiði, að ekki síðar en árið 1999 verði kynjahlutfall á framboðslistum Alþýðuflokksins orðið jafnt; 50/50. Einnig ber að nefna ályktun um að Samband al- þýðuflokkskvenna ætlar að hefja starf innan sinna raða sem miðar að því, að kynna sér rækilega kosti og galla aðilar. Okkur finnst að tilflnn- anlega vanti fræðslu um þessi mál. En það er öruggt, að án þess að sækja um Evrópusambandsaðild mun Is- land aldrei geta metið kosti og galla aðildar af raunsæi. Annars erum við Vinningstölur iaugardaginn: 26. nóv. 1994 VINNINGAR 5 af 5 +4af5 4 af 5 3 af 5 FJÓLDI VINNINGA 153 4.822 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 8.235.825 109.820 7.420 550 að taka saman ályktanir þingsins sem var óvenju frjósamt á málefna- sviðinu ásamt því að vera fjölmenn- asta þing Sambands alþýðuflokks- kvenna í áraraðir. Málefnavinnunni var skipt í fjögur stefnusvið: Jafnrétt- is-, atvinnu-, Evrópu- og fjölskyldu- hóp. Það gefst betra tækifæri síðar til að greina frá því sem þar fór fram.“ - Hvað jinnst þér um stöðu Al- þýðuflokksins, þrir og fjórir þing- menn skoðanakönnun eftir skoðana- könnun, þetta er ekki glœsilegt... ? „Þetta er hrikalegt. Ég er slegin yf- ir þessum niðurstöðum - eiginlega hálf sorgmædd. Mér flnnst Alþýðu- flokkurinn alls ekki eiga þessa útreið skilið. Við höfum verið í ríkisstjóm í sjö ár og gffurlega mörg framfaramál komist í gegn; mörg þeirra stórkost- leg þjóðþrifamál. Island í dag er afar ólíkt því sem var fyrir sjö árum og þar á Alþýðuflokkurinn stóran hlut að máli. Ráðhen-ar flokksins hafa yfirhöfuð staðið sig með sóma og málefnastaðan er sterk. Það er dag- Ijóst. Málið er hinsvegar, að stjórn- málin í dag virðast snúast æ meira um persónur ákveðinna manna; um- fjöllun um persónur tröllriður allri umræðu um stjómmál. Einsog stað- an er þá fara málefnaleg stefna, af- staða og árangur sem náðst hefur fyr- ir lítið í þessum hroðalega hráskinna- leik misvandaðra fjölmiðla og pólitíkusa.“ - Nú studdir þú Jóhönnu í formannskjöri á flokksþinginu síðastliðið sumar, finnst þér kannski enn rétt að skipta um forystu? „Það er rétt að ég studdi Jó- hönnu Sigurðardóttur á sínum tíma og taldi hana fullkomlega verðugt formannsefni, en einsog svo margir aðrir hef ég orðið fyrir afskaplegum von- brigðum með hana. Það er ekkert launungarmál, að Jó- hanna lofaði mér og öðmm stuðningsmönnum sínum sfð- astliðið sumar, að yrði hún undir í slagnum myndi hún hlíta þeim úrskurði æðsta dómstóls flokksins. Það loforð stóð hún ekki við heldur tók þetta umtalaða skref og sveik okkur í tryggðum. Mér finnst forysta Alþýðuflokksins vera sterk um þessar mundir og sé ekki þörf á breytingum í nán- ustu framtíð á þeim vígstöðv- unum. En við verðum að sjá hvað setur. Æviráðning stjóm- málamanna í æðstu stöður er löngu liðin tíð.“ - Hver heldurðu að sé ástœðan fyrir þessum miklu vinsceldum framboðs Jó- hönnu? ,J3g bara hreinlega veit það ekki. Eigum við ekki að kalla þetta bara múgsefjun. Ég átta mig ekki á hvað hér er á ferð- inni og er ekki tilbúin til að svara spurningum um það. Ég velti því hinsvegar fyrir mér Helga E. Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands alþýðuflokkskvenna (til hægri), tekur við hinni táknrænu rós jafnaðarstefnunnar úr hendi Valgerður Guðmundsdóttur, fráfarandi formanns: „Ég tel að tími sérstakra hreyf- inga kvenna og unga fólksins sé alls ekki liðinn. Reyndar finnst mér, að aldrei fyrr hafi verið meiri nauðsyn fyrir konur - og sömuleiðis unga fólkið - að standa saman. Það er fráleitt að halda öðru fram," segir Helga E. A-mynd: E.ÓI. hvernig hún getur lagt svona róttæk- ar hugmyndir að breytingum fram; kona sem er búin að vera ráðherra þetta lengi... Hvað var hún eiginlega að gera allan tímann? Mér er spum. En ég vil fá að velta þessum málum öllum betur fyrir mér áður en ég tek að mér stjómmálaskýringar í dag- blöðum.“ - Eittlivað að lokum? , Já, það er náttúrlega þetta sígilda: Ég hvet allar konur sent aðhyllast jafnaðarstefnuna að koma og stari'a með okkur í Santbandi alþýðu- flokkskvenna. Við skulum ekki gleyma því, að án samstöðu stöndum við konur í stað. Tímarnir eru breytt- ir. Krafan um jafna skiptingu kynj- anna á framboðslistum árið 1999 er vissulega raunhæf, en eigi hún að nást í gegn þarf mikið átak og sam- stillt. Slíkt átak heppnaðist gríðar- lega vel hjá jafnaðarmönnum á Norðurlöndum og á að geta geftð góða raun hér. Konur em í sókn. Sameinaðar stöndum vér og sundr- aðarföllum vér...“ Aðaltölur: @@ @@@ BÓNUSTALA: © Heildampphæð þessa viku; [kr. 12.682.105^ UPPLÝStNGAR. SÍMSVARI 91- 68 15 1t LUKKULÍNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.