Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tími hennar mun koma! Viti menn Alþýðubandalagið hefur oft í sögu sinni gert tilkall til að taka yfir lilut- verk Alþýðuflokks og gerast tals- maður frjálslyndrar jafnaðarstefnu hér á landi. Á árunum 1970 til 1975 urðu ófarir Alþýðuflokksins til þess að forystumenn Alþýðubandalagsins vonuðust eindregið til að kratamir hyrfu af Pallborðið þýðubanda- lagið sæti eitt að sögu- legri arf- leifð jafnað- armanna á I s I a n d i . Ekkert varð Birgir Hermannsson skrifar af því og í kjölfarið upphófust mikl- ar deilur í Alþýðubandalaginu um hugmyndafræði og pólitískan stíl. Um það leyti sem Jón Baldvin Hannibalsson reif Alþýðuflokkinn upp úr enn einum öldudalnum til for- ystu í íslenskum stjómmálum, þá - eftir fimm ára stjómarsetu - hertók tilvistarkreppan Alþýðubandalagið og sér ekki fyrir endann á þeim deil- um enn í dag. Á síðasta ári tók hjarta Ólafs Ragnars mikinn kipp þegar fréttist af auknum deilum innan Alþýðu- flokksins. Við brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur og slæmt gengi í skoðanakönnunum vöknuðu aftur gömlu draumamir um yfirtöku Al- þýðubandalagsins á hlutverki krat- anna. I þetta skiptið mátti svo sem leyfa öðmm að vera með - til dæmis Kvennalistanum. Ólafur Ragnar er óþreytandi við að telja landsmönn- um trú um að sinn flokkur sé eini jafnaðarmannaflokkurinn á íslandi, Alþýðuflokkurinn sé íhaldshækja og jafnaðarstefna hans blekkingar einar. Það veldur því auðvitað mikilli skelfingu innan Alþýðubandalagsins að Jóhanna Sigurðardóttir er að lík- indum meiri ógnun við Alþýðu- bandalagið en Alþýðuflokkinn. Tilvistarkreppa Alþýðubanda- lagsins virðist því engan endi ætla að taka. Tímabundnar ófarir Alþýðu- flokksins breyta engu um þá stað- reynd. „Hver er tilgangurinn með starfsemi Alþýðubandalagsins?" Spyr Morgunblaðið í Reykjavíkur- bréfi. „Hann er ekki lengur sá að byggja upp sósfalisma á Islandi. Hann er ekki lengur sá að reka herinn úr landi og segja landið úr Atlantshafsbandalag- inu. Hann er ekki lengur sá að vera pólitískur arm- ur verkalýðshreyfingar- innar. Hver er tilgangur- inn?“ Þessarar sömu spumingar hafa margir spurt sig síðustu dagana og yfirgeftð ílokkinn í kjölfarið. Frjálslynd jafnaðarstefna að Vest- ur-evrópskri fyrirmynd á erindi við okkar þjóðfélag. Hvað sem segja má um Alþýðuflokkinn og stefnu hans í gegnum tíðina, þá er hann boðberi þessara sjónarmiða. Alþýðubanda- lagið hefur aldrei verið það. Flokkur- inn hefur aldrei gert upp við arfleifð sína, þó núverandi formaður vilji gleyma sósíalismanum og telji það efnahagsstefnu flokksins helst til ágætis að höfuðvígi kapítalismans, Alþjóðabankinn í Washington, mæli sérstaklega með henni. Eitt helsta einkenni Alþýðubandalagsins er þjóðleg íhaldssemi; andstaða við EFTA, GATT og EES em skýr dæmi um þetta. Alþýðubandalagið er því alls ekki í stakk búið til að taka við af Alþýðuflokknum, heldur mun hann að óbreyttu ástandi verða áhrifalaus andstöðuflokkur, líkt og sambærilegir flokkar á Norðurlönd- unum. Erindi flokksins við kjósend- ur er í hæsta máta óljóst. En hvert er þá erindi Jóhönnu Sig- urðardóttur við kjósendur? Enn sem komið er, er það óljóst þó ekki virð- ist mikill munur á stefnu hennar og Alþýðuflokksins. Ef eitthvað er, þá „Minn tími mun koma, sagði Jóhanna í sumar. Það má rétt vera - í stjórnarandstöðu gegn íhaldsstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili. Bráðlega mun einnig koma tími á Jóhönnu að hætta í pólitík...Stofnun Þjóðvakans á sér ekki neinar forsendur í þeim vandamálum sem við blasa á næstu árum og mismunandi lausnum á þeim. Frjálslynd jafnað- arstefna lifir, hennar tími mun koma!“ er kröfugerðin meiri um útgjöld og skattheimtu, auk áherslu á betra sið- ferði. Bergmál úr kröfugerðarpólitík Alþýðubandalagsins hljómaði kröft- uglega á Hótel Islandi. „Þjóðvakinn" er ennþá óskrifað blað, þó ljóst sé að hann stendur og fellur með Jóhönnu sjálfri. Stjómarandstaðan hefur hing- að til haldið upp á hana, en virðist nú vera búin að taka af sér hanskana og mun á næstu mánuðum væntanlega ráðast af meiri hörku gegn Þjóðvak- anum en í ríkisstjóminni. „Minn tími mun koma,“ sagði Jó- hanna í sumar. Það má rétt vera - í stjómarandstöðu gegn íhaldsstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins á næsta kjörtímabili. Bráð- lega mun einnig koma tími á Jó- hönnu að hætta í pólitík, enda hefur hún verið á þingi síðan 1978 eða í sextán ár og þar af sjö ár sem ráð- herra. Hennar tími ntun því brátt enda. Deilur Jóns og Jóhönnu, særð- ur pólitískur metnaður eða aðrar gamlar erjur forystumanna skipta litlu ef litið er lengra en til næstu kosninga. Jóhanna ein og sér á auð- vitað ekki „sök“ á því hvernig komið er, en hanni væri hollt að minnast þess að kynslóðaskipti eru framund- an í íslenskri vinstrihreyfingu. Stofnun Þjóðvakans á sér ekki neinar forsendur í þeim vandamálum sem við blasa á næstu árum og mis- munandi lausnum á þeirn. Fijálslynd jafnaðarstefna lifir, hennar tími mun koma! Höfundur er aðstoðarmaður umhverf- isráðherra og stjórnarmaður í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna. Talsvert umrót er nú í pólitíkinni á Vestfjörð- um. Alþýðubandalagið á mjög undir högg að sækja, og staða Framsóknar er harla óljós, enda ekki búið að velja arftaka Olafs Þ. Þórðar- sonar. Sjálf- stæðis- flokkur er firna- sterkur í kjör- dæminu og Alþýðuflokkurinn mun ennþá halda sjó dável, enda hafa Vestfirðir jafnan verið næststerkasta vígi flokks- ins. Nýverið var haldin fyrri umferð forvals Al- þýðubandalagsins, og höfðu 182 rétt til þátttöku. Aðeins helmingur, 97, nýtti sér þann rétt og voru 65 einstaklingar tilnefndir. Þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson fékk þokka- lega útkomu, 83 atkvæði, en á hæla hans komu ís- firðingurinn Bryndís G. Hinumegin Láttu ekki einsog kjáni... Þú veist að við munum standa hérna til eilífðarnóns... Friðgeirsdóttir með 70 at- kvæði og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Suður- eyri með 68. Seinni umferð fer fram á næstunni, og er kosið milli sex efstu í for- valinu og þriggja sem kjör- nefnd bætir við. Ekki er nein glimrandi ánægja með Kristin, enda óttast sumir alþýðubandalagsmenn vestra að missa hið ótrygga þingsæti ef hann verður oddviti þeirra áfram... Fréttamenn á Hótel Is- landi ruku upp til handa og fóta þegar þrír þekktir alþýðubandalagsmenn birt- usi á lundi Þjóðvaka. Þar voru á ferð Helgi Hjörvar einn af áhrifa- mestu yngri mönnum flokksins, Flosi Eiríksson varabæjarfulltrúi í Kópa- vogi og Kristján Valdi- marsson fyrrum fram- kvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. Þeir stöldr- uðu ekki lengi við, létu sér nægja að hlusta á ræðu gamals félaga úr Birtingar- armi Alþýðubandalagsins, Runólfs Ágústssonar... Einn af ræðumönnum Þjóðvaka á sunnudag- inn var Þorsteinn Hjartar- son skólastjóri í Brautar- holti á Skeiðum. Við heyr- um að alþýðubandalags- menn á Suðurlandi sé hon- um vægast sagt gramir. Hann er sakaður um að hafa hringt kerfisbundið í alþýou- banda- lagsfólk í kjör- dæminu og reynt að fá það í herbúð- ír Jo- hönnu Sigurðardóttur... Hormón dagsins Einsog bent er á í forystu- grein hlaðsins í dag er orðið Þjóðvaki nýyrði í íslensku. Mál- rannsóknadeild Alþýðublaðs- ins hefur hinsvegar kannað málið, og getur upplýst að nýja orðið stendur í raun traustum fótum í íslenskri tungu. Vænt- anlega þarf ekki að útskýra merkingu orðsins Þjóð- í þessu samhengi, samanber þjóðníð- ingur, þjóðsöngur eða þjóðleg- ur. Seinni liðurinn, -vaki er líka til í íslensku frá fornu fari og er útskýrður svona í Orðabók Menningarsjóðs: safi úr inn- kirtli, hvati, hormón, efni sem stjórnar efnaskiptum líkamans. Þjóðvaki þýðir þessvegna einfaldlega Þjóðhormón eða jafnvel Þjóðhvati. Ætli Hvati viti af þessu? Fimm á förnum vegi Hvernig heldurðu að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB í Noregi fari? Haraldur Þór Skarphéðinsson, skrúðgarðyrkjumaður: Vonandi segja Norðmenn nei. Eru ekki allir sammála um það? Svava Haraldsdóttir, nemi: Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á þessu máli. Atli Steinar Bjarnason, at- vinnulaus: Því miður verður Evr- ópusambandsaðild ekki samþykkt. Jakob Guðbjartsson, atvinnu- laus: Ég held að Norðmenn segi nei... Sem beturfer Arnaldur Halldórsson, Ijós- myndari: Meirihlutinn segir já. Ungir framsóknarmenn eru mjög óánægðir með kosningu til framkvæmdastjórnar. Þetta eru ekkert annað en miðaldra kerlingar. Guöjón Ólafur Jónsson formaður Sambands ungra framsóknarmanna. DV í gær. Heimdallur og Borgara- flokkurinn voru í raun bara hliðarspor. Ásgeir Hannes Eiríksson aðspurður um erindi sitt á stofnfundi Þjóðvaka. Morgunpósturinn í gær. Þessvegna er það mjög mikill skaði fyrir bind- indissinnað fólk að Guðmundur Arni Stefánsson, heilbrigðis- ráðherra og síðar félagsmálaráðherra, var þvingaður til að segja af sér. Þar fór maður sem hafði töluverðan skilning á starfi hugsjónafólks og framlagi frjálsra félaga til fegurra mannlífs í landinu. Hilmar Jónsson stórtemplar. Víkurfréttir 24. nóvember. Ég er hér til að fylgjast með. Það eru nú ennþá fimm mánuðir til kosninga. Mörður Árnason, einn helsti foringi Birtingar, aðspuröur um erindi sitt á stofnfundi Þjóðvaka. Morgunpósturinn í gær. Ólafur G., greidd skuld er glatað fé. Fyrirsögn á kjallaragrein eftir Þorfinn Guðnason kvikmyndagerðarmann. DV í gær. Það er ágætt dæmi um umfjöllun (fjölmiðla) þegar menn segja að Agúst Einarsson hafi verið þungavigtarmaður í Alþýðuflokknum. Ágúst hefur þrisvar sinnum sagt skilið við Alþýðuflokkinn. Jón Baldvin Hannibalsson. Morgunpósturinn í gær. Þeir Svavar og Stein- grímur munu því líklega losa sig við Ólaf á þann hátt sem alltaf hefur verið augljósastur. Skilja hann einan eftir í hönd- um á kjósendum. Það eru engar líkur til að hann lifi það af. Palladómur eftir ÁS í Morgunpóstinum í gær. Jæja, Jón Baldvin kemst þóenn inn sem uppbótarþingmaður! Loki að túlka niðurstöður skoðana- könnunar DV í gær. Samkvæmt henni fengi Alþýðuflokkur nú þrjá þingmenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.