Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 29. nóvember 1994 Stofnað 1919 181.tölublað - 75. árgangur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Rólegra innan um liónin í Afríku - en í pólitísku umhverfi á íslandi núna. Ásta á fjölmennum stofnfundi Þjóðvaka en hlaut góða kosningu í miðstjórn Framsóknar. Halldór fékk rússneska kosningu í for- mannsembætti Framsóknarflokksins, Guðmundur varaformaður. „Ég ætla aðeins að hugsa mig um og sjá hvað setur,“ sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík þegar hún var spurð hvaða áætlanir hún hefði í pólitík. Ásta Ragnheiður var kjörin í miðstjóm Framsóknar- flokksins á sunnudaginn en sat þá fund Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Á flokksþingi Framsóknar var kjörin ný forysta. Halldór Ásgríms- son fékk hvorki meira né rninna en 97% atkvæða í formannskosningum. Guðmundur Bjamason fékk góða kosningu sem varaformaður. Konur vom kosnar í önnur embætti: Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri, Þuríður Jóns- dóttir varagjaldkeri, Ingibjörg Pálma- dóttir ntari og Drífa Sigfúsdóttir vara- ritari. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir var ekki á flokksþingi Framsóknar. Hún beið lægri hlut fyrir Ólafi Emi Haraldssyni í keppni unt 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík við komandi þingkosningar. Hún hefur dvalið í Afríku sem fararstjóri undan- famar vikur og er nýkomin heim. Hún sagði í gær að í Afríku hefði hún verið innan um Ijón, tígrisdýr og hý- enur, en það hefði verið mun rólegra heldur en hið pólitíska umhverfi sem hefði mætt henni hér við heimkom- una. Sú staðreynd að Ásta Ragnheið- ur kaus frekar að sitja fund Þjóðvaka en flokksþing Framsóknarflokksins á sunnudaginn kom forystumönnum flokksins í opna skjöldu. Ekki síst þar sem Ásta var 4. í röðinni við kjör í miðstjóm flokksins sem fór fram meðan á Þjóðvakafundinum stóð. Nokkur þúsund bækur, takk... Þjóðarbók hlöðunni berast sífellt rausnarlegar gjafir, og með sama áframhaldi hlýtur að takast að fylla hinar auðu hillur áðuren langt um líður. I gær afhenti Par- ker W. Borg, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, forráðamönnum Þjóðar- bókhlöðunnar nokkur þúsund bækur að gjöf, í tilefni lýðveldisafmælis og opnunar hins nýja safns. Um er að ræða bókakost Ameríska bóksafnsins, en það var til skamms tíma rekið af Menningarstofnun Bandaríkjanna hér á landi, og auk þess nokkur hundruð bækur um daglegt líf, sögu og stofn- anir vestra sem pantaðar voru sérstaklega vegna afmælisins. Á myndinni eru ánægðir bókamenn: Jóhannes Nordal, Einar Sigurðsson bókavörður, Sveinbjörn Björnsson rektor og Parker W. Borg sendiherra. A-mynd: E.ÓI. Ungir jafnaðarmenn: Fordæma „kampa- vínsferð" til Kína Sambandsstjóm ungra jafnaðar- manna sendi í gær frá sér afar harð- orða ályktun vegna ferðar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Kína. í ályktuninni segir að það sé skylda lýðræðislegra yfirvalda alstaðar í heiminum að þrýsta á um mannrétt- indi fyrir alla jarðarbúa; því skjóti „það skökku við þegar æðsti hand- hafi valds á Islandi þiggur boð eins alræmdasta alræðis- og harðstjómar- ríkis heims.“ Minnt er á miskunnar- lausa slátmn á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar 1989 og sagt að valdamenn í lýðræðisríkjum eigi „ekki að fara í kampavínsferðir til ríkja harðstjóma sem drottna í valdi ofbeldis og kúgunar." Óbreytt verð á fatnaði Verð á fatnaði hefur nánast staðið í stað hér á landi undan- farna 12 mánuði þrátt fyrir 4 til 5% meðalhækkun innflutnings- verðs á tímabilinu. Skýringin er talin að hluta vaxandi samkeppni innanlands og það aðhald sem innkaupa- ferðir til útianda veita. Svipaðra áhrifa gætir í verðbreytingum hcimilishúnaðar, auk þess sem þar gætir áhrifa lægri nðflutn- ingsgjalda í tengslum við gildis- töku EES-samningsins. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi tjármálaráðu- neytisins. Þar segir ennfremur að verð á matvöru hafl lækkað um 5,5% á síðastu 12 mánuðum. Það skýrist einkum af lækkun virðisaukaskatts á matvæli og vaxandi samkeppni í matvöru- verslun. Þetta svarar til þess að fjölskvlda sem eyddi um 40 þús- und krónum í mat í fyrra borgar nú um 2.200 krónum minna fyr- ir sögu vörutegundir. L.ayi ct raom a siornTunai KjoovaKa A sjötta hundrað manns sóttu stofnfund Þjóðvaka, hinnar nýju hreyfingar Jóhönnu Sigurðardóttur og stuðningsmanna hennar, á sunnudaginn. Á mynd- inni bera saman bækur sínar Jóhanna Sigurðardóttir, Sóiveig Ólafsdóttir, Ágúst Einarsson, Ólína Þorvarðar- dóttir og Runólfur Ágústsson. - Sjá umfjöllun blaðsíðu 6. A-mynd: E.ÓI Hreinar línur Guðmundar Árna: Margt sem kemur á óvart - segir Kristján Þorvaldsson skrásetjari bókar um pólitískan feril Guðmundar Árna Stefánssonar og aðdragandann að afsögn hans. „Ég er alveg viss um, að ýmis- legt á eftir að korna mönnum á óvart, ekki síst innan Alþýðu- flokksins," segir Kristján Þorvalds- son um efni bókarinnar Hreinar lín- ur sent hann hefur unnið að uppá síðkastið í samvinnu við Guðmund Árna Stefánsson alþingismann. Bókin kemur út hjá Fróða, og fjall- ar öðrum þræði um lífshlaup Guð- mundar Áma og pólitískan feril hans, en mest og gerst er sagt frá aðdraganda afsagnar hans sem fé- lagsmálaráðherra. Bókin er þannig unnin á skömm- urn tíma en hún er væntanleg í verslanir í byrjun næstu viku. En hvað kom Kristjáni mest á óvart? „Eftir að hafa farið yfir málin lið fyrir lið, er ég eiginlega mest hissa á því að Guðmundur Ámi skuli enn vera uppistandandi - og síðan haft þrek til að vinna bók um málið. En þetta var geysilega áhugavert. Ég hafði fylgst með málurn Guðmund- ar Árna, einsog aðrir með dellu fyr- ir þjóðmálum. Það var upplifun að heyra hvemig þetta kom honum fyrir sjónir og hvað gerðist bakvið tjöldin, - hann segir frá símtölun- um og leynifundununt þegar málið var að ná hámarki." Alþýduflokkurinn er með 4% fylgi Aiþýðuflokkurinn er með 4 pró- senta fylgi, fengi þar af leiðandi þrjá þingmenn ef kosið væri núna til Alþingis og tapaði 7 þingmönn- um frá því síðast. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem DV gerði um síðustu helgi og birti í gær. Flokkur Jóhönnu, sem nú hefur fengið nafnið Þjóðvakinn er með 23,4% í sörnu könnun DV. 15 þingmenn fengi Þjóðvaki kjörna og yrði því næststærsti stjórn- málaflokkur landsins. Flokkur Jó- hönnu hefur bætt við sig 15,6% frá því í könnun DV í október. í könnun blaðsins um helgina reyndist Framsóknarflokkurinn vera með 19% og 14 þingmenn (bætir við sig cinum), Sjálfstæðis- flokkurinn 34,6% og 18 þingmenn (tapar 8), Alþýðubandalag 11,9% og 9 þingmenn (stendur í stað), Kvcnnalisti 7,1% og 4 þingmenn (tapar 1). Ríkisútvarpið greindi síðan frá því á laugardaginn var að samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði 16. til 23. nóvem- ber er Alþýðuflokkurinn með 5,4%, Framsóknarflokkurinn 17,6%, Sjálfstæðisflokkur 40%, Alþýðubandaiag 11,8%, Kvenna- listi 5,8% og flokkur Jóhönnu með 17,6%. Þess má geta að sam- kvæmt þessari könnun Gallup var Alþýðuflokkurinn með 2,6% fylgi í Reykjavík en 13% á Reykjanesi. Fundir um ESB Iivrópusanibandið og Iðnþróunarfc- lag Eyjafjarðar standa fyrir ráðstefnu unt málefni Evrópu á Akurcyri á fimnitudaginn. Þá verður ráðstefna í Reykjavík á fiistudaginn um Evrópu- málin. Á Akureyri verður fjallað unt stöðu norðlcnsks atvinnulífs með tilliti til EES-samningsins og Evrópusam- bandsins, ekki síst í Ijósi jK'irra breyt- inga scm eiga sér stað í Evrópu vegna inngöngu EFTA-ríkjanna í ESB. Mcöal neðumanna verða Aneurin Rhys Hug- hes sendiherra ESB á íslandi og Magn- ús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri KEA. Ráðstefnan í Rcykjavík er haldin á vegum ESB og ASÍ og bcr yfirskriftina „Eigum við eríndi við Evrópusamband- ið?“. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra ávarpar ráðsteliiugesti í upphafi fundar. Meðal þeirra sem flytja framsiigu eru Bencdikt Davíðsson for- seti ASI og Ivor Lloyd Roberts sem sér um samskipti á sviði verkalvðs- og fé- lagsmála fyrir framkvæmdast jóm ESB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.