Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 l Hverjir voru þar? Á stofnfundi Þjóðvaka voru mörg kunnugleg andlit: Gunnar Eyjólfs- son leikari, Ásgeir Hannes Eiríks- son fyrrum pylsusali og alþingis- maður, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir varaþingmaður Framsókn- ar, Jónatan Þórmundsson prófess- or, Hjörtur Pálsson skáld, Kristín Á. Ólafsson fyrrum borgarfulltrúi, Jóhannes Gunnarsson í Neytenda- samtökunum, Páll Halldórsson for- maöur BHMR, Helgi Pétursson varaborgarfulltrúi R-listans, Jóhann- es Guðmundsson bílstjóri, Arthur Morthens varaborgarfulltrúi R-list- ans, Þorlákur Helgason fyrrum for- maður Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur, Ólína Þorvarðardóttir fyrrum borgarfulltrúi, Dóra Hafsteinsdótt- ir starfsmaður R-listans, Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Jörundur Guðmundsson skemmtikraftur, Gerður Steinþórsdóttir fyrrum borgarfulltrúi, Vilhelm Ingimund- arson fyrrum framkvaemdastjóri Al- þýðuflokksins, Pétur Sigurðsson varaþingmaður Alþýðuflokksins, Bjarni Guðnason prófessor, Hall- grfmur Sveinsson fyrrum liðsmað- ur Borgaraflokksins, Ingibjörg Stef- ánsdóttir upplýsingafulltrúi og Hannes Jónsson fyrrum sendi- herra. Stjómmál byggjast á til- finningum einstaklinga - sagði Ágúst Einarsson á stofnfundi Þjóðvaka, sem á sjötta hundrað manns sóttu. Framboð í öllum kjördæmum, opinn landsfundur í janúar. „Hreyfingin mun byggja á hug- sjónum jafnaðarstefnunnar. Kjöl- festa hennar verður mannúð, réttlæti og samhjálp með alþýðu fólks og þeim sem eiga undir högg að sækja,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á stofn- fundi Þjóðvaka á Hótel íslandi á sunnudaginn. A sjötta hundrað manns sóttu stofnfundinn, sam- kvæmt upplýsingunt dyravarða sem töldu inn í húsið. Atta ræðumenn ávörpuðu fund- inn: Jóhanna, Agúst Einarsson pró- fessor, Guðrún Amadóttir, Þorsteinn Hjartarson skólastjóri á Skeiðum, Asta B. Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, Sigur- lín Sveinbjarnardóttir forstöðumaður Norræna skólasetursins, Runólfur Agústsson lektor á Bifröst og Sig- urður Pétursson sagnfræðingur. Agúst og Sigurður voru til skamms tíma félagar í Alþýðu- RAÐAUGLYSINAR Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum aö ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090 Funaborg v/Funafold, s. 879160 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Leiðtogi nýs flokks - Þjóðvaka: Jó- hanna hefur sagt flokkakerfinu stríð á hendur og boðar framboð í öllum kjördæmum. A-mynd: E.ÓI. flokknum en Runólfur var í Alþýðu- bandalaginu og virkur í starfi Birt- ingar. Ágúst Einarsson sagði í ávarpi sínu að stjómmál byggðust á tilfinn- ingum einstaklinga, og almenningi væri nóg boðið að horfa upp á fram- ferði stjómmálamanna. Brýnt væri að setja siðareglur í pólitík og draga úr afskiptum stjómmálamanna af banka- og sjóðakerfinu. I efnahagsmálum sagði Ágúst að leggja bæri áherslu á lága verðbólgu, hagvöxt og aukinn útflutning. Hann gerði einnig sjávarútveginn að um- Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. fLeikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast í stuðningsstarf í leikskólann Árborg v/Hlaðbæ. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 874150. Sævar Ciesielski berst nú fyrir því að mál sitt verði tekið upp að nýju fyr- ir dómstólum. Hann bað um að fá að ávarpa fundinn, en fékk í staðinn vil- yrði fyrir því að Jóhanna myndi kynna sér málið. Hér ræðir Sævar við Þor- lák Helgason. A-mynd: E.ÓI. Liðsauki úr Alþýðubandalaginu: Páll Halldórsson formaður BHMR hefu sagt skilið við Alþýðubandalagið og mætti á stofnfund Þjóðvaka. ræðuefni og sagði að Þjóðvaki myndi beita sér fyrir hóflegu veiði- leyfagjaldi. Hvorki Ágúst né Jó- hanna útilokuðu í ræðum sínum mögulega aðild Islands að ESB. Ág- úst sagði Þjóðvaki vildi hvorki „óða- got Alþýðuflokksins né einangmnar- stefnu Sjálfstæðisflokksins" í ESB- málum. Rétt væri að taka upp við- ræður við hagsmunasamtök sem þau skilyrði sem Island ætti að setja fyrir aðild að sambandinu. Ágúst nefndi einnig í ræðu sinni að Þjóðvaki myndi beita sér fyrir fækkun þingmanna, úr 63 í 50, og jöfnun atkvæðisréttar. Flokkurinn myndi einnig beita sér fyrir harðari refsingum vegna heimilisofbeldis. Að lokum sagði Ágúst: „Þess stjórnmálahreyfing byggir ekki ; neinu öðru en tilftnningum fólksins Hún á skilið að vinna - hún verður að vinna.“ Aðrir ræðumenn Þjóðvaka lögðu, flestir hverjir, megináherslu á að ella yrði velferðarkerfið, uppræta at-í vinnuleysið og stokka upp skattaj kerfið. I máli Jóhönnu Sigurðardóttui kom fram að Þjóðvaki mun bjóð; fram í öllum kjördæmum í kosning- um í apríl á næsta ári. Landsfundui flokksins verður haldinn seinni hluta janúar og verður öllum opinn serr] skrá sig til þátttöku. i i i t Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sfmi 27277. ALÞÝÐUFLOKKURINN Kjördæmisráö Alþýðuflokksins á Reykjanesi: Aðalfundur í Keflavík Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Reykjanesi verður haldinn á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík, mánudaginn 5. desember. Fundurinn hefst klukkan 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um tilhögun við val á framboðslista vegna næstu Alþingiskosninga. 3. Stjórnmálaviðhorfið: Almennar umræður. 4. Önnur mál. ATHUGIÐ! Kvöldverður verður á boðstólum um klukkan 19:00. - Stjórnin. Hvað finnst mönnum um framkomin stefnumál Þjóðvaka: Ábyrg og traust stefna eða eyðslusemi á almannafé? Boðar Jóhanna Sigurðardóttir ábyrga og trausta stefnu í þjóðmál- um eða er hún aðeins að boða eyðslusemi á almannafé? Um þetta eru menn ekki sammála. I ræðu sem Jóhanna flutti á fundi Þjóðvaka á sunnudaginn gerði hún grein fyrir því hvaða stefnu hin nýja hreyfing ætlaði að marka í hinum ýmsu mála- llokkum. Alþýðublaðið spurði Mörð Ámason, Hannes Hólmstein Gissur- arson og Óskar Guðmundsson álits á þessum stefnumálum og fara svör þeirra hér á eftir. „Mér líst ákaflega vel á stefnumál Þjóðvakans. Eg átti svo sem ekki von á að stefnan í velferðarmálum væri mjög frábrugðin því sem fram hefur komið hjá vinstri hreyfingum. En ég hlustaði sérstaklega eftir stefnutónum í efnahagsmálum, ríkis- fjármálum og þá kannski einkum í sjávarútvegsmálum. Mér leist vel á það allt saman,“ sagði Mörður Áma- son Birtingarmaður. Mörður sagði stefnuna vera ábyrga og trausta í þeim málaflokkum sem hann nefndi og slíkt hefði ekki einkennt vinstri menn í stjómarandstöðu. Evrópu- hljómurinn f málflutningi Þjóðvaka væri mjög f líkingu við það sem hann hugsaði sjálfur og allt öðm vísi en of- stopinn í öðmm flokkum. I fram- haldi af þessu var Mörður spurður hvort hann og fleiri Mörður: Líst áhrifamenn Birt- vel á Þjóðvaka. ingar ætluðu að ganga til liðs við Þjóðvakann. „Ég þori ekkert að segja um það. Við er- um ýmsir að velta þessu fyrir okkur. Það hefur gerst áður að menn úr þessum hópi hafa farið eitthvað ann- að. Væntanlega taka menn eftir því að þarna voru ýmsir gamlir sjálf- stæðismenn, til dæmis Runólfur Ág- ústsson sem flutti þama ræðu; einn af snjöllustu ungum mönnum sem ég hef unnið með,“ sagði Mörður. „Ég er hræddur um að sú félags- hyggja sem Jóhanna Sigurðardóttir boðar sé eyðslusemi á almannafé. Fátækt fólk verður ekki ríkt á því að gera ríkt fólk fátækara," sagði Hann- es Hólmsteinn Gissurarson dósent. „Sósíalistar hafa reynt þetta á tuttug- ust öld og þeim hefur alls staðar mistekist. Ef ís- lendingar eiga að WIL**' - vera samkeppms- •f’ hæfir við aðrar þjóðir og landið að halda áfram að vera í byggð verða Hannes: fyrirtækin að bera Eyðslusemi á meiri arð en þau almannafé. gera núna. Jóhanna fer í þveröfuga átt við það. Þess vegna lýst mér ekki á hennar stefnu,“ sagði Hannes Hólm- steinn og bætti við: „Síðan er það líka sérkennilegt ef hún ætlar að lýsa sig ábyrgðarlausa á sjö ára samfelldri stjómarsetu sinni. Henni tekst ekki að hlaupa frá því.“ „Þetta var að öðmm þræði stemmningsfundur og stemmningin lagðist vel í mig. Það er sú stemmn- ing að það þurfi að stokka upp ís- lenska fiokkakerfið og að mynda öfl- ugt mótvægi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það er einsog sú draumsýn verði raunverulegri í svona stemmningu,“ sagði Óskar Guðmundsson blaða- maður. Óskar sagði að útfærsla á stefnumálum í smáatriðum væri , ekki mál dagsins. Þessi hreyfing væri í burðarliðn- um og fundurinn á , sunnudaginn hefði \ ekki verið formleg ‘ flokksstofnunj heldur kynning 3 : sýn í stemmn- hreyfingu sem væri ’ ■n9U- að taka á sig ýmis konar form, ; „Svona hreyfing stendur kanski fyrst í og fremst fyrir almennum markmið- um um félagshyggju og frjálslyndi og hinar fomu og nýju dyggðir. í Mergurinn málsins eru skilaboðin til stjórnmálaflokkanna. Þetta eru: flokksvélar sem em farnar að hiksta, orðnar ryðgaðar og dálítið bilaðar.; Breið hreyfing sem er mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn getur ekki rekið einhverja homogenstefnu í öllum málaflokkum. Stefnan er bara al- mennur valkostur við Sjálfstæðisj flokkinn, verður mýkri, mannúð- legri, félagshyggjusinnaðri en um leið frjálslynd,“ sagði Óskar Guð- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.