Alþýðublaðið - 30.11.1994, Page 1
Væringar sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra:
ESB vann
Vilhjálmi
- segir Pálmi Jónsson á Akri, og kveður fjarri sanni að hann hafi grafið undan
samþingmanni sínum. Vilhjálmur: Pálmi hefði bara notað eitthvað annað en
Evrópumálin gegn mér ef þau hefðu ekki komið til.
„Ég tel rétt að menn spari stóru
orðin sem stundum er gripið til eftir
prófkjör. Ég tek hinsvegar ekki
nærri mér þótt eitthvað sé sagt í
minn garð,“ sagði Pálmi Jónsson al-
þingismaður í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Pálmi hefur um árabil
verið oddviti sjálfstæðismanna í
Norðurlandi vestra en dregur sig í
hlé við kosnjngarnar í vor. Vil-
hjálmur Egilsson, samþingmaður
hans í kjördæminu, hefur látið þung
orð falla um þátt Pálma í því að
Hjálmar Jónsson náði efsta sætinu í
prófkjöri um helgina. Vilhjálmur
lenti í öðru sæti eftir harða baráttu.
Pálmi fer ekki dult með að hann
studdi Hjálmar, segist enda hafa
fulla heimild til hafa skoðun á
mönnum og málefnum." Pálmi
hafnar því alfarið að hann hafi unn-
ið gegn Vilhjálmi.
En Vilhjálmur hefur aðra sögu að
segja: „Þú getur einfaldlega hringt f
menn sem hann talaði við. Ymsir af
stuðningsmönnum mínum voru í
þeim hópi. Skilaboð Pálma til þeirra
voru skýr: Hann vildi ekki sjá mig á
Iistanum.“
Að sögn Vilhjálms var ekki nóg
með að Pálmi styddi Hjálmar Jóns-
son í baráttunni um efsta sætið,
heldur reyndi hann að koma í veg
fyrir að Vilhjálmur héldi 2. sæti.
Heimildamaður á Norðurlandi sem
Alþýðublaðið talaði við, staðfesti
að Pálmi hefði lagt að mönnum að
kjósa Ágúst Sigurðsson á Geita-
skarði í 2. sætið.
Vilhjálmur Egilsson hefur lýst
þeirri skoðun sinni að ísland eigi að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu, og aðspurður kvaðst Pálmi telja
að það hefði öðru fremur grafið
undan Vilhjálmi í prófkjörinu.
„Evrópumálin voru honum fjötur
um fót, það heyrði ég á mönnum í
kjördæminu. Vilhjálmur er greindur
og dugmikill, og Evrópumálin voru
helst notuð gegn honum.“
Vilhjálmur tekur undir að ESB-
málin hafi verið notuð gegn sér en
segir líka: „Pálmi hefði bara notað
eitthvað annað gegn mér, ef þau
hefðu ekki komið til.“ .. ... , , ..
Þrátt fyrir þetta kvaðst Vl,hIalmur Egilsson: Palmi hafði samband við
Pálmi, í samtalinu við menn og sa9ðist ekki vilía sía mi9 a Hstanum.
blaðið, telja að Vilhjálmur Hann mun halda áfram að grafa undan mér.
ætti að vera í 2. sæti list- A-mynd: E.ÓI.
ans. „Það er ekki spurning. Úrslitin fram ásakanir um að framsóknar-
eru skýr. í reynd var enginn sem
sótti að þeim Hjálmari í tvö efstu
sætin."
En telur Pálmi vænlegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu
að hafa mann í baráttusætinu sem er
yfirlýstur stuðningsmaður umsókn-
ar að ESB? „Ég ætla að vonast til að
það megi ganga vel. Ég leyni því
ekki að ég er ekki sömu skoðunar
og Vilhjálmur Egilsson."
I kjölfar prófkjörsins hafa komið
mönnum hafi verið smalað til að
kjósa Hjálmar. Pálmi segir að það
sé „fjarri öllu lagi. Þó ég hafi ekkert
fylgst með, nema að litlum hluta, þá
get ég fullyrt það.“
Vilhjálmur sagðist í gær ekki enn
vera búinn að ákveða hvort hann
yrði á listanum. „Það liggur ekkert
á. Ég á rétt á þessu sæti. Pálmi mun
hinsvegar halda áfram að grafa und-
an mér. Það er alveg ljóst.“
Alþýðublaðið í dag
Óttinn sigraði í
Noregi
Leiðari 2
Eyðimerkurganga
vinstrimanna
Einsog gengur 2
Alþýðuflokkur í
pilsnerstyrk?
Magnús Árni 2
Deyjum ekki úrfordómum!
Hörður Torfason tónlistarmaður og Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur eru í landsliði íslenskra menningarvita
sem fram kemur á fjölskylduskemmtun Alnæmissamtakanna og ÍTR í Kolaportinu á morgun, 1. desember, í til-
efni alþjóðlega alnæmisdagsins. Alnæmissamtökin og ÍTR standa um þessar mundir isameiningu að átaksverk-
efni á höfuðborgarsvæðinu gegn alnæmi; „Fjölskyldan gegn alnæmi - umræða án fordóma". Aðrir listamenn
sem troða upp (og gefa vinnu sina) í Kolaportinu á morgun eru Borgardætur, Bubbi Morthens, Bubbleflies, Gys-
bræður, íslenski dansflokkurinn, KK, Kolrassa krókríðandi, Möguleikhúsið, P.S., Páll Óskar og Milljónamæring-
arnir, Rúnar Júlíusson, Sigfús Bjartmarsson, Sjón, Stefán Jónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tweety, Unun
og Þórarinn Eldjárn. Vert er að geta þess, að í tengslum við fjölskylduátakið gegn alnæmi standa 700 unglingar
fyrir maraþon-áheita-dansleik í Kolaportinu í dag. - Sannarlega þarft og gott framtak þarna á ferðinni; málefni
sem vert er að styrkja. A-mynd: E.ÓI.
Breytingar á kosningalögunum til umræðu:
Sífellt fleiri þing-
menn aðhyllast
eitt kjördæmi
- segir Guðmundur Árni Stefánsson sem situr í
viðræðunefnd um breytt kosningalög.
„Það á að gera úrslitatilraun til að
ná samkomulagi um breytingar á
kosningalögunum, meðal annars til
að jafna vægi atkvæða. Stefna Al-
þýðuflokksins er skýr því við viljunt
að landið verði eitt kjördæmi. Þeim
þingmönnum annarra flokka sem
koma fram með sömu sjónarmið fer
stöðugt tjölgandi. En það á eftir að
reyna á það hvort jafnvel verður hægt
að ná þverpólitískri samstöðu á þess-
um nótum," sagði Guðmundur Ámi
Stefánsson alþingismaður í samtali
við blaðið.
Hann á sæti í viðræðunefnd sem
ætlað er að leita samkomulags flokk-
anna um breytingar á kosningalögun-
um, en nefndina skipa tveir fulltmar
frá hverjum stjómmálaflokki. Fyrsti
fundur nefndaiinnar mun ráðgerður á
föstudaginn.
Guðmundur Ámi sagði að einkum
Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra gaf í gær út
reglugerð um fjölgun gjalddaga á
fasteignaveðbréfum húsbréfadeild-
ar úr fjóruni í 12 á ári. Húsnæðis-
málastjórn hefur einnig ákveðið að
ný skuldabréf Byggingasjóð ríkis-
ins og Byggingasjóðs verkamanna
verði með mánaðarlegum afborg-
unum frá og með 1. janúar ú næsta
ári.
Skuldurum eldri fasteignaveð-
bréfa f eigu húsbréfadeildar verður
nú einnig gefinn kostur á að fjölga
hafi verið rætt um að jafna vægi at-
kvæða og halda jöfnuði milli flokk-
anna. Hann kvaðst hins vegar líta svo
á að ekkert væri í veginum fyrir því að
menn ræddu líka ieiðir til að auka
möguleika kjósenda á að velja ein-
staklinga ekki síður en flokka.
„Það þarf tvennar kosningar til að
koma á breytingum á kosningalög-
um. Sitjandi þing þaif að samþykkja
breytingu og síðan nýtt þing eftir að
kosningar hafa farið frarn. Þú fyrst
taka lögin gildi," sagði Guðmundur
Ámi.
Hann vildi engu spá um hvort sam-
komulag næðist milli flokkanna á
þessu þingi um breytingar á kosn-
ingalögunum, en sagði að þótt sam-
komulag næðist ekki fýrir jólafri væri
möguleiki á samkomulagi eftir nýár
fyrir þingslit.
gjalddögum og greiða afborganir
mánaðarlega. Það sama gildir um
lántakendur sem tekið hafa lán hjá
Byggingasjóði ríkisins eftir 1.
september 1986 eða hjá Bygginga-
sjóði verkamannaeftir l.júlí 1980.
Mun Húsnæðisstofnun senda þeim
tilkynningu unt það, ásamt eyðu-
blaði til útfyllingar, sem endur-
senda þarf stofnuninni ef lántak-
andi óskar að fjölga gjalddögum í
12 á ári. Nýjar lánveitingar verða
hins vegar allar með mánaðarleg-
unt gjalddögum.
Mandela - maður-
inn og leiðtoginn
4
Jesús var slavi
4
Kosningaréttur:
Helgasti réttur
mannsins
Guðmundur Odds-
son 7
Éger
saklaus
- segir Guðmundur
J. Guðmundsson
um þátttöku í Þjóð-
vaka.
„Nei, ég hef ekki heyrt að ég sé
að ganga til liðs við Þjóðvaka. Ég
er saklaus af því,“ svaraði Guð-
mundur J. Guðmundsson þegar
hann var spurður hvort hann væri
á leið í Þjóðvaka.
Kvittur hefur komið upp þess
efnis að formaður Dagsbnínar
hyggði á þátttöku í Þjóðvaka en sá
orðróntur er greinilega ekki á rök-
urn reistur. Guðmundur J. Guð-
mundsson var spurður hvort hann
teldi Þjóðvaka verða hjálpræðis-
her láglaunafólks. Hann kvaðst
ekkert vilja ræða málið á þessu
stigi.
Húsnæðislán:
Greitt af lánum
12 sinnum á ári
- í stað þess að greiða afborganir á 3
mánaða fresti.