Alþýðublaðið - 30.11.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 30.11.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER MÞYÐIIBLMS 20831. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ottinn sigraði Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Noregi eru mikið áfall fyrir ráðandi öfl í norskum stjórnmálum jafnt á hægri og vinstri væng stjómmálanna. Sérstaklega er áfallið mikið fyrir ríkis- stjóm Noregs og mikil persónuleg vonbrigði fyrir Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra. Þar sem þetta er í annað sinn sem Norðmenn fella aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæða- greiðslu er ólíklegt að reynt verði aftur næstu árin. Norðmenn verða því að lifa við þessa niðurstöðu um ókomna tíð og laga sig að henni jafnt pólitískt sem efnahagslega. Enginn vafi er á, að slíkt verður erfitt þegar fram í sækir. Óttinn við yfirþjóðlegt vald ESB virðist hafa ráðið mestu um úrslitin. Gamlar hugsjónir um sjálfstæði og fullveldi, ásamt hræðslu við ólýðræðislegt „bákn“ í Bmssel höfðu mikil áhrif, sérstaklega meðal eldri kjósenda. Mikill meirihluti kvenna var andsnúinn aðild og taldi hana grafa undan stöðu sinni og vel- ferðarríkinu. Andstaðan við aðild var einnig mismikil eftir svæðum. A þéttbýlissvæðum í suðri, sem mestra hagsmuna áttu að gæta af því að ganga í ESB, var fylgið mun meira við aðild en í dreifbýlinu norðar í landinu. Að mati kjósenda var sjávarútvegssamningur Norðmanna og ESB greinilega ekki nægilega góður. í heildina verður þó að segja að það hafi ekki verið málefnin, heldur óttinn við ESB sem hafi sigrað í Noregi. Það er ekki gæfulegt fyrir Norðmenn, að vera eina vestur- evr- ópska ríkið utan ESB að íslandi einu frátöldu. Það er fráleitt með öllu að slík staða geri Noreg sjálfstæðara ríki en ella. Landið er nú viðskila við nágranna sína og áhrifalaust með öllu á þróun mála innan Evrópu. Einn helsti styrkur Norðurlanda átti að vera samvinna þeirra og samstaða innan ESB. I þessu efni átti að byggja á langri hefð í samstarfi Norðurlandanna og víst er að mikill árangur hefði náðst með slíku samstarfi. Þessi samstaða er nú rofin og þróun norrænnar samvinnu í mikilli óvissu. Við aðlögun Noregs að nýjum aðstæðum geta þeir ekki búist við miklum skilningi á hagsmunamálum sínum hjá Evr- ópusambandinu. Auðvitað verður Noregi ekki refsað fyrir ákvörðun sína, en þeir geta heldur ekki búist við neinum sér- stökum tilslökunum af hálfu ESB. Á upprisunnar mikla morgni Sjálfseyðingarhvöt vinstrimanna sig að eina er verðugt athugunarefni fyrir sál- vinstrimanna fræðinga. Hversu mörg samtök og sameiningin flokkar hafa ekki verið stofnuð í sem hún þeim fróma tilgangi að verða móð- Brynjólfur urskip nýrrar vinstrihreyfingar? Hversu margir hugsjónamenn hafa ekki tekið að sér að gerast messías- ar langþráðrar samfylkingar; vopn- aðir giitrandi vonum og vígorðum. Sfðustu áratugir hafa skapað eft- irfarandi hefð: Þegar sameina skal jafnaðarmenn er fyrsta skrefið að kljúfa Alþýðuflokkinn. Sumir af litríkustu og ágætustu foringjum_______________________________ manna hafa EÍnSOg gengUr lífsvon væri - hvað kostaði. Bjarna- Hrafn Jökulsson skrifar sagt skilið við flokk- inn, og lagt af stað á vit fyrirheitna landsins. Engum hef- ur tekist______________________ æ 11 u n a r - verkið. Allar hafa ferðirnar endað einhversstaðar í eyðimörkinni. Örlög Hédins Dómar sögunnar eru ekki alltaf ígrundaðir eða rökstuddir. Ég hef að minnsta kosti ekki rekist á víð- hlítandi skýringu á því, hversvegna Héðinn Valdimarsson, þáverandi varaformaður Alþýðuflokksins, gekk til liðs við kommúnista árið 1938. Kannski var þetta örlagarík- asti atburður allrar sögu flokksins; hann gerði útum vonir um að tak- ast mætti að efla einn stóran flokk jafnaðarmanna á Islandi h'ktog á Norðurlöndum. A fjórða áratugn- um mældist fylgi Alþýðuflokksins einatt miili 30 og 40%. Síðan hefur ílokkurinn lengstaf háð varnarbar- áttu .smáflokksins. Hvaða samleið átti Héðinn Valdimarsson með Kommúnista- flokki íslands? Hver var hinn mál- efnalegi grunnur Sósíalistaflokks- ins sem þeir stofnuðu í sarnein- ingu? Hver voru hin sameiginlegu pólitísku baráttumál Héðins og Brynjólfs Bjarnasonar? Héðinn fékk sjálfur svör við þessum spurningum einu ári eftir að hann stofnaði til sameiningar- flokks alþýðu: Millum hans og kommúnistanna var óbrúanleg gjá. Héðinn hrökklaðist úr selskapnum með klofinn hjálm og rofinn skjöld. Pólitískum ferli Héðins var lokið 1939 en Alþýðuflokkurinn var þá varanlega laskaður, enda í höndum forystumanna sem ekki nutu mikillar pólitískrar stríðs- gæfu. Snýst pólitík bara um tHfinningar? Hver voru mistök Héðins? Ég held að þau hafi einfaldlega verið fólgin í því, að til samfylkingar var efnt einvörðungu samfylkingarinn- ar sjálfrar vegna. Stefnumál hans sjálfs, hugsjónir Iýðræðisjafnaðar- stefnunnar, voru vegin og léttvæg metin. Héðinn var eldheitur hug- sjónamaður, og virðist hafa bitið í son, fskaldur og stefnufastur í komm- únískum rétttrúnaði, fékk að móta stefn- una, taka kúrsinn. Þegar Héðinn átt- aði sig á mistökunum var of seint að snúa við. Pólitísk örlög hans voru dapurleg og harm- söguleg. H vaða lexíu get- um við lært af d æ m i Héðins? M e ð a 1 annars þá _________ að pólitík er því miður ekki alveg ein- sog ástin: Hún snýst ekki fyrst og fremst um tilfinningar fólks, einsog Agúst Einars- son, sá mæti jafnað- armaður, hélt fram á stofnfundi Þjóðvaka. Héðinn lét tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur: hann trúði því að hann væri þjóna göfugum mál- stað þegar hann efndi til samfylkingar - en í reynd var hann að greiða hugsjónum jafnaðarstefnunnar þungt högg. Grunnur loft- kastalans Ég veigra mér við að kalla Héðin Valdi- marsson skýjaglóp, en alltof oft eru ís- lenskir vinstrimenn óendanlega óraunsæir í íoftkastaiabygging- skýjaelóp, en alltof oft eru íslenskir vinstrimenn um sinum þegar sam- J J ° 1 eína á jafnaðarmenn, óendanlega óraunsæir í loftkastalabyggingum sín- félagshygojufólk *■*' vinstrisinna aiia þi um þegar sameina á jafnaðarmenn, félagshyggju- erú^hiaðnh - fþennan fólk, vinstrisinna - alla þá sem erfiði og þunga eru tiokk. °gHvInæ8rÞráer hlaðnir - í þennan eina og langþráða flokk. Hve- byrjað á grunninum? nær er byrjað á grunninum? Spurt um hvað menn Spurt um hvcið menn J J ^ 1 eigi að sameinast - eigi að sameinast - annað en að öll dýrin í skógin- annaðen aðöll dýrin í . . „ . . skóginum eigi að vera um eigi að vera vinir. vinir. Héðinn, Hannibal, Vilmundur úrulögmál: tilvist flokksins er ekki markmið í sjálfu sér. Ég veigra mér við að kalla Héðin Valdimarsson Hannibal, Vilmundur og Jóhanna. Þvflíkt gallerí af tal- enti, einsog maðurinn sagði. Öll kusu þau að hefja sameiningu jafn- aðarmanna á því að kljúfa Alþýðu- flokkinn. Allar hafa tilraunirnar runnið útí sandinn - sagan segir okkur að jafnvel Þjóðvaki muni einnig verða eyðimerkursandinum orpinn. Annað mál er svo, að til- vera Alþýðuflokksins er ekki nátt- Ást og stríd Allt er leyfilegt í ástum og stríði, stendur þar, og mín reynsla bendir til þess að það sé talsvert til í því. Engir verða grimmari fjendur en fyrrum samherjar, það er lfka al- kunna. Vonandi munu samt al- þýðuflokksmenn ekki líta á Jó- hönnu Sigurðardóttur og núver- andi samherja hennar sem helstu óvini jafnaðarstefnunnar - og öf- ugt. Það væri mikil firra. Menn ættu frekar að láta sig dreyma um, að allir þjáðir jafnaðarmenn hittist á upprisunnar mikla morgni - þeg- ar stofnuð verður breiðfylkingin stóra utanum stefnumál en ekki sært stolt eða pólitíska paník. Ákvörðun Norðmanna mun hafa mikil áhrif á stjómmál hér- lendis og aðlögun okkar að ESB. Norskir stjórnmálamenn létu mjög óvarleg orð falla um EES-samninginn og töldu hann lítils virði. Gildi hans fyrir Noreg er hins vegar ómetanlegt í þeirri stöðu sem þeir em í í dag. Á þessari stundu er óvíst hvort synj- un Norðmanna hefur einhver áhrif á aðlögun EES- samnings- ins að því að flestar aðildarþjóðimar eru gengnar í ESB. Hugs- anlega hefði það verið betra fyrir íslendinga eina, að aðlaga stofnanaþátt samningsins að nýjum aðstæðum. Hugsanleg aðild íslendingar að ESB verður áfram á dagskrá ís- lenskra stjómmála, niðurstaðan í Noregi breytir engu þar urn. Við verðum að meta það út frá okkar eigin hagsmunum líkt og Svíar og Finnar hafa gert. Niðurstaðan í Noregi minnkar þó óneitanlega þann pólitíska og sjálfstæða þrýsting sem var á því að Islendingar gerðu upp hug sinn hið fyrsta í þessu máli. Al- þýðuflokkurinn mun fyrir sitt leyti taka afstöðu til aðildarum- sóknar á aukaflokksþingi í janúar næstkomandi. Dagatal 30. nóvember Atburdir dagsins 1900 Skáldið, lífsnautnamaðurinn og háðfuglinn Oscar Wilde deyr í París, 46 ára gamall. 1919 Konur fá í fyrsta skipti að kjósa í Frakklandi. 1957 Hetjutenórinn Benjamino Gigli, arftaki Carusos, deyr. 1983 Hollenska bjórjöfrinum Alfred Heineken rænt í Amsterdam. Afmælisbörn dagsins Mark Twain bandanskur rithöfund- ur og háðfugl, 1835. Winston Churchill enskur stjómmálamaður, forsætisráðherra á seinni stríðsárum og Nóbelshafi í bókmenntum, 1874. Virgina Mayo bandarísk kvik- myndaleikkona, 1920. Annálsbrot dagsins Brotnaði tyrkneskt skip undir Snæ- fellsjökli. Komst enginn lífs af. Hafði verið stórt skip, járnslegið of- an. Spurðist seinna af dönskum, að þeir hefðu ætlað að ræna þar landið, en þeir brutu sig á skeri um nótt og drápust svo. Setbergsannáll, 1530. Málsháttur dagsins Þeir segja mest af Olafi kóngi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Líffrædi dagsins Reiði hvers manns er í galli en líf í hjarta. minni í heila, metnaður í lungum, hlátur í milti, lystisemi í lif- ur. Fóstbræðra saga. Lokaord dagsins Ég dey einsog ég hef lifað: Um efni fram! Hinstu orð Oscars Wildes, mælt eftir að hann hafði pantað kampavín á veitingahúsi í París, þennan dag fyrir 94 ámm. Orð dagsins Gœfun btíða beri þig brjóstci þinna milli, vcmti þig aldrei eins og mig cmð og manna hylli. Kristján Jónsson Fjallaskáld. Skák dagsins Þá er komið að skák sómapiltanna Mitkovs og Summermatters. Mitkov hefur hvítt og er, einsog les- endur sjá, tveimur mönnum undir en á þess kost að sálga biskup á b3. Hann hafði ekki minnsta áhuga á slíkum smámunum en ákvað í stað- inn að máta í fjórum leikjum. Spun er: Hvemig? 1. Bxh6! gxh6 2. Dxh6+! Bxh6 3. Hg7+ Kh8 4. Hh6 mát Sætl og sóðalegt!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.