Alþýðublaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Erfiður dagur Þetta er einkennilegur dagur og ekki auðvelt fyrir mig að stinga nið- ur penna. Flokkurinn minn fer æ neðar í skoðanakönnunum og nálg- ast nú hraðbyri „pilsnerfylgið" eins og orðhcppinn maður hér á rit- stjórninni sagði (er raunar kominn niður í það í Reykjavíkurkjördæmi, 2,6% samkvæmt skoð- mmm—mmm anakönnun Gallup). Norðmenn höfnuðu að- ild að Evrópusamband- inu í gær (þessvegna er „málið ekki á dag- skránni“ hjá mér í dag) og forsætisráðherra er í heimsókn í Kínaveldi að klóra fjöldamorð- ingjanum Li Peng á bakinu. Skál, ská! fyrir hinu mikla veldi stúdentadráparanna í Beijing. Enn ein frétt vakti athygli mfna. Forsíðufrétt Alþýðublaðsins í gær, um að varaformaður flokksins míns ætlar að taka þátt í jólabókaflóðinu og gefa „greinargerð félagsmála- ráðherra" út innbundna í bókarkápu og bæta safaríkri innanbúðarvitn- eskju við hana; segja frá leynifund- unum og plotti allra vondu kallanna í þjóðfélaginu sem urðu til þess að framahraðbátur Flafnfirðingsins steytti á skeri. Það verður vafalaust yndislegt og uppbyggjandi innlegg í komandi kosningabaráttu, Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna 11 okks Islands. Ljósi punkturínn Einn er þó ljós punktur í öllu svartnættinu og það er hinn nýi fé- lagsmálaráðherra okkar Islendinga. Þar er kona hvers hæfileikar hafa allt of lengi fengið að liggja í þagn- argildi vegna framapots karlanna allt um kring. Þar kom að því að Al- þýðuflokkurinn ákvað að nýta sér hæfileika Rannveigar Guðmunds- dóttur og reynslu, þjóðinni til heilla. Rannveig sýndi það þegar hún var leiðtogi okkar jafnaðarmanna í Kópavogi að hjarta hennar slær réttu megin og flokkssystkin okkar á Norðurlöndum hafa þekkt þar aft- ur einn af sfnum og falið henni for- ntennsku í þingntannahópi jafnað- armanna í Norðurlandaráði, sem er vitaskuld stærsti þingmannahópur Norðurlanda, svo og formennsku í veigamestu nefnd Norð- urlandaráðs, Menningar- málanefnd. En enginn er spámaður í sfnu föður- landi. Annað sem vert er að taka til er Pallborðið Magnús Arni Magnússon i skrifar hið aukna líf innan kvennahreyfing- ar Alþýðuflokksins. Það vekur von- ir um bjartari framtíð. En gleymið því ekki stelpur, að þið þurllð að berjast nteð kjafti og klóm, því þið munið ekki fá neitt gefins hjá okkur körlunum f flokknum. Verið ALLTAF með kandidat í öll emb- ætti innan flokksins og í sæti á list- um. Minnimáttarkenndin hefur aldrei verið leiðin til afreka. Ó, þú fagra flokkakerfi Ég dreg enga fjöður yfir þá skoð- un mína að mér þykir flokkakerfið á Islandi vera komið að fótum fram. Þar breytir engu flokksstofnun fé- laga minna Sigurðar Péturssonar og Ólínu Þorvarðardóttur. Það að enn einn flokkurinn bætist f þann skrípaleik gerir hann bara dapur- legri. Við höfum ekki neinn grund- vallarágreining á vinstri vængnum lengur og því er engin þörf fyrir alla þessa stjórnmálaflokka. En ég geri mér jafnframt grein fyrir því að því verður ekki breytt fyrir næstu Al- þingiskosningar. Þær verða sóknar- barátta fyrir Sigurð og Ólínu, en varnarbarátta fyrir Alþýðuflokkinn, Alþýðubandalagið og Kvennalist- ann. Við verðum svo að spá í spilin eftir kosningar og sjá hvað hver leikmaður hefur á hendi. Hægri stjórn eftir kosningar Ef við horfum á hagsmuni ís- lensku þjóðarinnar í stærra sam- hengi en til næstu fjögurra ára. (en það gera stjórnmálamenn aldrei) þá má hugsa sér að hægri stjórn þeirra Halldórs Asgrímssonar og Davíðs Oddssonar yrði gagnleg til að skýra línurnar í pólitíkinni. I stjórnarand- stöðu yrðu Alþýðuflokkur, Þjóð- vakinn, Alþýðubandalag og Kvennalisti. Ekki er ólíklegt að inn- an Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags verði ákveðin kynslóðaskipti í forystunni, sérstaklega ef flokkarnir eru utan stjórnar. I Kvennalistanum eru að komast til áhrifa ungar konur sem hafa fengið blóðbragð valdsins á tunguna í gegnum Reykjavíkurl- istann og ég þekki Sigurð og Ólínu það vel að ég veit að þau vilja ekk- ert frekar en sameiningu vinstri manna (en flokksstofnun þeirra er einlæg viðleitni í þá átt, þó sagan hafi sýnt að aðferðin er út í hött). Framsóknarmenn skilgreina sig margir sem félagshyggjumegin og þeim ntun svíða stjómarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. rétt eins og Alþýðuflokksmönnum hefur sviðið það þetta kjörtímabil. Vafalaust yrði þetta líka hin versta stjórn. Sjálfsagt á núverandi stjórnar- mynstur einna stærstan þátt í erfið- leikum þeim sem Alþýðuflokkurinn á við að glíma við að skilgreina sig í huga þjóðarinnar sem hinn eina sanna jafnaðannannaflokk á Is- landi. En, eins og þeir sögðu hér í Danaveldi í gamla daga: „den tid den sorg.“ í dag er vitaskuld fullur tjandskapur milli allra aðila eins og vera ber í aðdraganda kosninga. Ég vona bara að menn beri gæfu til þess að nota föstu skotin á hinn raunverulega óvin: Málsvara for- réttindastéttanna. Þennan sem þing- „Þetta er einkennilegur dagur og ekki auð- velt fyrir mig að stinga niður penna. Flokkurinn minn fer æ neðar í skoðana- könnunum og nálgast nú hraðbyri „pilsnerfylgið" eins og orðheppinn maður hér á ritstjórninni sagði (er raunar kom- inn niður í það í Reykjavíkurkjördæmi, 2,6% samkvæmt skoðanakönnun Gall- up)...Einn er þó Ijós punktur í öllu svart- nættinu og það er hinn nýi félagsmálaráð- herra okkar íslendinga.“ mennirnir okkar kalla í daglegu tali „samstarfsflokkinn". Þannig gætum við hugsanlega forðast „pilsnerinn" á landsvfsu._______________________ Höfundur er heimspekinemi og situr í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Millistétt dagsins „Þar eð nú er ekki kostur á, eða mun verða um hríð, að koma upp þess konar nieðal- stétt á Islandi, sem er í öðrum lönduin, þá er auðsætt að bændastéttin h,já oss verður að gánga í meðalstéttarinnar stað. En ef hún á að geta það með sóma og iandinu til heilla, þá verður hún að sjá sér fyrir menntun. Bændur eru nú þeg- ar kallaðir til sveitarstjórnar, sættanefnda og ráðgjafar á al- þingi um nokkur atriði í lögum og stjórn landsins; vér erum vissir um, að enginn muni reið- ast því, þó vér ímyndum oss, að inargir þeir beztu hafi játað með sjálfum sér, að þá skorti menntun til að gegn slfkri köll- un vel sein þeir vildu og að þeir hafi óskað, að sér hefði veizt færi á að nema meira í æsku sinni.“ - skrifar Jón Sigurðsson [forsetil í ritgerð sinni um skólamál í IMýjum félagsritum árið 1849. Sóknarböm Grenjaðar- staðarprestakalls sáu mjög eftir séra Þóri Jökli Þorsteinssyni, en hann sigraði í prestkosningum á Selfossi snemma í haust einsog frægt varð. Grenjað- arstaður var auglýstur laus til umsóknar en aðeins einn sótti um, séra Ólafur Þór- isson. Sóknamefndin kaus hinsvegar að hafna umsókn hans og hefur kallað séra Sigurð Ægisson til starfa frá Noregi. Hann hefur þjónað sóknarbömum í Norður-Noregi að undan- förnu - en ekki fylgir sög- unni hvort skipulagðar voru í sókn hans sérstakar bænastundir gegn ESB einsog sumstaðar við- gekkst... Samkeppni Morgun- póstsins og DV fer nú harðnandi, þótt DV keppist raunar við að láta einsog Morgunpósturinn sé ekki til. Morgunpóstsmenn hafa nú gert innrás á fengsæl smáauglýsingamið DV, en það er sannkölluð gullnáma þarsem ntiklir peningar eru í húfi. Samkvæmt nýlegri könnun náði Morgunpóst- urinn til liðlega 10% les- enda. A þeint bæ þótti mönnum sem sú tala kæmi ekki heim og saman við seld eintök og efndu því til eigin könnunar. Við heyr- um að niðurstaða hennar sé talsvert önnur: Að um fjórðungur blaðalesenda sjái Morgunpóstinn reglu- lega. Samkvæmt þessu em Páll Magnús- son og Gunnar Sniári Egilsson ritstjórar á réttri leið - eða pósturinn Páil & köttur- inn Njáll einsog þeir em víst kallaðir þessa dag- ana... Hinumegin Yntsir fróðleiksfúsir ís- lendingar hafa kvartað yfir því að ævisagnaflóran sé nú fáskrúðugri en einatt áður. Víst er um, að færri ævisögur og samtalsbækur koma út fyrir jólin en síð- ustu ár. Nú í vikunni kom bók sem margir spá vel- gengni og jafnvel toppbar- áttu á metsölulistum: bók leikhúshjónanna Brynju Benediktsdóttur og Er- lings Gíslasonar. Þau fjalla unt aragrúa af frægu fólki og það vekur alltaf forvitni... Dvergavestri... Viti menn Ég átti eiginlega mest við það að glíma að fólk vildi ekki að ég færi úr prestskapnum. Séra Hjálmar Jónsson um sigur sinn í prófKjöri Sjáifstæöisflokksins á Norðurlandi vestra. Mogginn í gær. Gaman hefði þó verið að skíra nýja flokkinn Örkina. Það hefði gefið tvíbenta yfírlýsingu um Jóhönnu af Örk og um björgun úr yfirvofandi synda- flóði stjórnmálanna. Jónas Kristjánsson. Leiðari DV í gær. Varla þarf að orða það beint en skal þó gert: Kvæði 94 eru meðal helstu tíðinda þessa bókmenntaárs. Ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar um nýja Ijóðabók Kristjáns Karlssonar. Moggirin í gær. Ég óttast að það muni fljótlega verða þreifíngar um að Jóhanna gangi aftur inn í Alþýðuflokkinn. Halldór Ásgrímsson í Tímanum í gær. Meðal nýrra stuðningsmanna hennar (Jóhönnu Sigurðar- dóttur) eru kunnugleg andlit, sem ekki hafa náð árangri innan eigin flokka, í samræmi við væntingar. Leiðari Morgunblaðsins í gær. Það var sérkennileg reynsla að sitja á fundi Þjóðvaka og hlusta á Ágúst Einarsson pró- fessor í hlutverki einhvers boðbera lítilmagnans... Ég er nú nokkuð kunnug viðhorfum prófessorsins til kjaramála síðan við sátum að samningaborði fyrir nokkrum misserum. Ragnheiður Guðmundsdóttir varaforseti ASl. Tíminn í gær. Við vöknuðum í frjálsu landi í morgun! Ónefndur glaðbeittur Norðmaður um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. DV í gær. Sorpritið Pressan hóf ofsóknirnar á hendur Guðniundi Árna í sumar og er varla vert að nefna það blað, þarsem ekki er beinlínis hægt að segja að pennar þess hafi margir hverjir verið í háum gæðafíokki. Rúna Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi. Aðsend grein í Mogganum í gær. Fimm á förnum vegi Á ísland að sækja um aðild að ESB? Karl Pétur Jónsson, háskóla- nemi:Já. Þannig tel ég að hag lands- ins verði best borgið. Kolbrún Ólafsdóttir, verslunar- maður: Ég held ekki. Steindór Halldórsson, bílstjóri: Já, auðvitað. Það er bara svo einfalt. Hafliði Helgason, nemi: Það á að skoða þann möguleika, óháð afstöðu Noregs. Gísli Ólafsson, nemi: Já, viðeig- um að sækja um og láta reyna á sjáv- arútvegssamninginn. Það getur verið erfitt fyrir stjórnmálamenn með langan feril að baki að sannfæra kjósendur um, að þeir hafl eitthvað nýtt fram að færa, að ekki sé talað um, að þeir séu fulftrúar nýs afls í íslenskum stjórnmálum. Var nokkuð nýtt í ræðu Jóhönnu á fundinum í fyrradag. Víkverji Morgunblaðsins (gær. Vissulega hefur Jóhanna safn- að um sig hjörð hlaupastráka og landshornalýðs, en óvíst er hinsvegar með ölfu að almættið sé í hennar liði. Garri Tímans í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.