Alþýðublaðið - 30.11.1994, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER
Erlend hringekja
Hver er Nelson Mandela?
Bandaríkjamaðurinn Richard Stengel, einn af ritstjórum tíma-
ritsins Time, hefur um langt skeið dvalist í Suður-Afríku með
Nelson Mandela við smíð sjálfsævisögu hans,“Long Walk to
Freedom", sem kemur út í lok þessa mánaðar. í síðasta tölu-
blaði tímaritsins The Spectator skrifar Stengel afar fróðlega
grein, segir þar af nánum kynnum sínum við mikilmennið og
leitast við að svara spurningunni: Hver er Nelson Rolihlahla
Mandela?
Nelson Mandela elskar dagblöð.
Hann les þau hægt og yfirvegað,
veltir fyrir sér hverri einustu grein og
flettir blaðsíðunum með flýtislausri
nákvæmni. I fangelsinu á
Robbeneyju var honum meinaður
aðgangur að dagblöðum þannig að
dálætið er skiljanlegt. Mestallan tíma
ílugleiðar okkar frá Natal var Man-
dela niðursokkinn í helgarútgáfu
dagblaðsins Johannesburg Star. Eg
sat andspænis honum í þröngri og
illa farinni tjögurra sæta flugvél sem
komin var nokkuð vel við aldur.
Þetta var í apríl 1993: Ég hafði þá
dvalið í Suður- Afríku um fimm
mánaða skeið og unnið að sjálfsævi-
sögu Mandela.
Þegar við áttum aðeins tuttugu
mínútna flug ófarið að flugvellinum
hallaði Mandela sér fram og bankaði
laust í hnéð á mér. Ég leit upp og
hann benti mér á að gægjast útum
flugvélargluggann. Ég varð flemtri
sleginn við sýnina sent blasti við:
Annar hreyfillinn var ekki í gangi og
blakti í vindinum. „Æi, Richard,"
sagði Mandela í hlutleysistón þess
sem ekkert haggar, „viltu vera svo
vænn að láta flugmanninn vita af því
að annar hreyfíllinn virðist vera í
ólagi...“
Ég stóð skjálfandi uppúr sæti
mínu og var að mjaka mér áleiðis að
flugstjómarklefanum þegar ég hitti
aðstoðarflugmanninn sem var á leið-
inni til að tilkynna okkur um ástand-
ið; að flugumferðarstjórn flugvallar-
ins hefði verið látin vita og neyðar-
bílar hefðu stillt sér upp og væru til
taks við flugbrautina. Flugmaðurinn
tjáði okkur ennfremur að hann gerði
ekki ráð fyrir að hreyfilsbilunin
myndi leiða til alvarlegra vanda-
mála. Allt ætti að vera í stakasta lagi
og flugvélin gæti auðveldlega lent
með öðrum hreyflinunt.
Sú vissa, að fyrir utan gluggann
væri bilaður og gagnlaus hreyfill jók
aðeins á hræðslu mína og óróleika. I
stað þess að kíkja á blöðin eða horfa
útí loftið þá starði ég staðfastlega á
rólyndislegt andlit Nelson Rolihla-
hla Mandela: Hann virtist ekki hafa
meiri áhyggjur af lífi sínu og tilveru
en vegfarandi sem beið eftir nokkr-
um mínútum seinkaðri morgunlest-
inni er flytja myndi hann til vinnu.
Andlit Mandela og yfirbragð róaði
Sýknaður: Árið 1961, eftir rúmlega
fjögurra ára ofsóknir stjórnvalda
fyrir dómstólum, voru Mandela og
meðsakborningar hans sýknaðir
eftir fyrstu landráðaréttarhöldin.
Winnie sést í baksýn.
mig. Hann hélt áfram að lesa dag-
blaðið sitt.
Fimmtán mínútum síðar lenti
flugmaðurinn vélinni heilli á höldnu
innan um hafsjó af neyðarbflum.
Ekkert fór úrskeiðis í lendingunni.
Allan þann tíma sem þessi þolraun
stóð yfir var andlit Mandela ein
gríma rólyndis og festu; fullkomin
afslöppun. I flugstöðinni hálftíma
síðar - eftir að hann hafði tekið í
hendur helstu virðingarmanna á
staðnum - hallaði hann að sér og
hvíslaði í eyra mitt: „Maður lifandi,
mikið ofboðslega var ég hræddur
þama uppí háloftunum.“
Madurínn og gríman
Ég dvaldi bróðurpart síðasta árs í
Suður-Afríku og hitti Mandela næst-
um uppá hvem einasta dag. annað-
hvort á stflhreinni og formlegri skrif-
stofu hans í höfuðstöðvum Afríska
þjóðarráðsins eða á heimili hans í
Houghton, einu úthverfa Jóhannes-
arborgar. Einsog allir þekkti ég hina
opinberu ásýnd Mandela; brosandi
afann, göfugu frelsishetjuna og al-
varlega leiðtogann. Atvikið í flug-
vélinni var eitt af örfáum skiptum
sem ég hafði séð glitta í einhvem
annan persónuleika en þann opin-
bera sem allir kannast við.
Það var þarna uppí háloftunum
sem ég uppgötvaði að sá stolti og
þokkafulli persónuleiki sem Man-
dela hefur fullkomnað og hlaðið sem
múr kringum sig er því sem næst án
misfellna: Maðurinn og gríman em
eitt.
Það er staðreynd, að maðurinn
„fann upp sjálfan sig“ við erfiðustu
kringumstæður sem nokkur getur
reynt. Mandela hefur nokkrum sinn-
um ságt mér frá tilvikum í fangavist-
inni þegar hann var hræddur - óttað-
ist á sig yrði ráðist - og setti upp
grímu sýndarhugrekkis eða skeyt-
ingarleysis til að villa um fyrir yfír-
völdum og stappa stálinu í meðbræð-
ur sína. Eddie Daniels, samfangi
Mandela á Robbeneyju, dvaldist í
Líf: Mandela horfir út á milli rimlanna í gamla klefanum sinum á Robbeneyju. Hann segir í sjálfsævisögu sinni
að hann hefði aldrei búist við að þurfa sitja í fangelsi til dauðadags.
klefa andspænis honum og hefur
sagt mér frá því, að hann hafi dundað
sér við það til hughreystingar dagana
langa, að fylgjast með Mandela
ganga teinréttum með stoltu yfir-
bragði um svæðið.
Lærdómurinn sem af öllu þessu
má draga, er að hugrekki felst ekki í
óttaleysi heldur æðruleysi; að dylja
óttann fyrir öðrum.
Konunglegt uppeldi
En persónuleiki Mandela er einnig
tilkominn af erfðum. A þeirri stundu
sem ég hóf vinnu mína með Mandela
að sjálfsævisögu hans bentu nokkrir
kollegar hans mér á, að gleyma ekki
að hann er sonur ættflokkshöfðingja
af hinni konunglegu Xhosa-ljöl-
skyldu. Þessir kollegar Mandela
sögðu mér, að vegna uppruna síns
getur hann verið bæði þóttafullur og
yfírgangssamur.
Ég bandaði þessum vamaðarorð-
um frá mér í fyrstu, en eftir því sem
tími minn með Nelson Mandela
lengdist, þeim mun betur gerði ég
mér grein fyrir því, að sjálfstraust
hans og sjálfsmat; hvaða réttindi
hann taldi sig hafa; óbeit á of mikl-
um hlýlegheitum fólks; umhyggja
fyrir eigin virðuleika; bókstaflega öll
framkoma Mandela er mótuð og lit-
uð af því uppeldi sem hann hlaut í
æsku.
Allt frá þeim tíma þegar hann var
lítill drengur á sjálfsstjómarsvæðinu
Transkei hefur Nelson Mandela ver-
ið meðhöndlaður sem sérstök per-
sóna; bæði vegna náttúrulegra hæfi-
leika til forystu og fæðingar í kon-
unglegum húsakynnum.
Þegar Mandela dvaldi sem ungur
maður í Jóhannesarborg og stóð and-
spænis þjóðfélagi sem gegnsýrt var
af kynþáttahatri hjálpaði þessi sér-
staka meðferð á honum í æsku við að
láta ekki kúgunina brjóta sig niður
og gefa sér tilfinningu magnleysis og
undirgefni.
I stað þess að verða beygð hryggð-
armynd einsog margir aðrir svartir,
blés kúgunin og kynþáttahatrið
Mandela eldmóði í brjóst; hann
reiddist og sór að stöðva óréttlætið.
Enn þann í dag reitir ekki nokkur
hlutur Mandela meira til reiði en
móðgun við virðingu hans. Trylltur
af reiði sagði hann mér sögu frá því,
þegar honum var sleppt úr fangelsi
og ákveðinn ættflokkshöfðingi neit-
aði að taka í hönd hans, en tók í stað-
inn f hönd De Klerk, þáverandi for-
seta. Mandela varð til að mynda
einnig stuttur í spuna við mig eitt
sinn, þegar ég færði honum nýtt
bindi að gjöf fyrir framan starfslið
hans. Reiðin var skiljanleg; gjöfln
hefði nefnilega átt að berast Mandela
í gegnum aðrar manneskjur, en ekki
vera komið beint á framfæri við
hann. Slíkt var móðgun við virðingu
hans.
Medvitadur um valdid
Bros Mandela er hrífandi og geisl-
andi - það vekur sjálfkrafa hlýju í
hjarta manns - en dylur þó mann-
eskju sem er fullkomlega meðvituð
um kraft og völd ímyndar sinnar;
ímyndarinnar sem faðir hinnar nýju
Rússneskar öfgahreyfingar blómstra sem aldrei fyrr:
Jesús Kristur var slavi frá Novogorod
„Jesús Kristur var ekki gyðingur, einsog áróðurmeistarar Zíon-
ista reyna að telja okkur trú um. Jesús var hreinræktaður slavi
frá Novogorod sem ferðaðist til Palestínu til að stöðva innrás
gyðingaveldisins í Rómverska keisaradæmið. Þessvegna var
hann tekinn af lífi.“ Svo hljóðar ein af kennisetningum Rúss-
neska þjóðernisbandalagsins.
Fullyrðing: „Jesús Kristur var
ekki gyðingur, einsog áróðurmeist-
arar Zíonista reyna að telja okkur trú
um. Jesús var hreinræktaður slavi frá
Novogorod sem ferðaðist til Palest-
ínu til að stöðva innrás gyðingaveld-
isins í Rómverska keisaradæmið.
Þessvegna var hann tekinn af lífi.“
Þetta er dæmigerður hluti af þeim
skuggalega lærdómi sem nýliðar í
Rússneska þjóðernisbandalaginu
verða að tileinka sér. Bandalagið er
aðeins ein af allavega áttatíu öfga-
hreyfingum sem fara nú um með
logandi brandi öfganna í ógeðfelldri
illgresisflóru rússnesks stjómmála-
Iffs.
Lambahjörd
Sumar þessara öfgahreyfinga fara
slíkum hamförum f boðskap sínum
að liðsmenn Frjálslynda lýðræðis-
flokksins hans Vladimír Zhírinovsky
líta út einsog sakleysisleg lamba-
hjörð við hliðina á þeim. í Rússlandi
háttar þannig til, að þar hafa skapast
algjör kennslubókarskilyrði fyrir
öfgahreyfingar. Þær blómstra sem
aldrei fyrr.
Mörgum liðsmanna öfgahreyfing-
anna finnst sem móðurjörðin Rúss-
land hafi á hroðalegan hátt verið
auðmýkt og beygð í duftið þegar
landið „var svipt stöðu sinni“ sem
annars mesta stórveldis heims. Þess-
ar tilfinningar eru sérstaklega heitar
með liðsmanna hersins. Þeim svíður
ógurlega undan hrapi Rússlands nið-
ur virðingastiga heimsveldanna.
Það er dapurleg og óumflýjanleg
staðreynd, að lýðræðishugsjónin á
enn eftir að skjóta rótum handan við
efstu jarðlög rússnesks samfélags.
Útungunarstödin
Útungunarstöð rússneskra öfga-
hreyfinga nefnist Pamyat („rninni"
eða „minningar" á rússnesku).
Pamyat er hreyflng sem komið var á
laggirnar sem einhverskonar sögufé-
lagi af Sergei Vasiliev árið I986.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á
átta árum: í dag hljóðar kröfugerð
sögufélagsins Pamyat uppá á endur-
reisn keisaradæmisins og iðkunar
dulrænnar útgáfu af réttrúnaði (or-
þódox). En vandinn liggur í því, að
pólitísk afkvæmi Pamyat eru engan
veginn himnesk eða háfleyg. Þau eru
stórvarasöm.
Tökum sem dæmi kappann Alex-
ander Barkashov. Hann yfirgaf skóla
á sínum tíma til að gangast undir
starfsþjálfun sem rafvirki. Um tíma
gegndi hann herþjónustu þar sem
hann afrekaði að klífa virðingastig-
ann uppí tign undirliðþjálfa og náði
sér í leiðinni í brúna beltið í karate.
Barkashov var virkur meðlimur í
Pamyat árin 1987 til 1990. Þá yfirgaf
hann hópinn og stofnaði stjórnmála-
flokkinn Rússneska þjóðernisbanda-
lagið.
Fasísk gildi
Þessi nýi stjómmálaflokkur er
skipulagður samkvæmt hefðbundn-
um gildum fasista. Meðlimir eru til
að byrja með flokkaðir sem „stuðn-
ingsfélagar“ og Barkashov segist
hafa tugþúsundir slfkra innan raða
Að minnsta kosti áttatiu ofgahreyfingar fara nú um með logandi brandi öfganna í ógeðfelldri illgresisflóru rúss-
nesks stjórnmálalífs
flokksins. Seinna eru sumir hækkað-
ir í tign og nefnast þá „samstarfsfé-
lagar“. Af þeim hópi hafa um 600
rnanns komist svo langt í metorða-
stiganum að þeir mynda innsta
kjama harðra liðsntanna flokksins og
nefnast fullgildir „félagar". Ætli
menn að öðlast síðastnefnda heiður-
inn verða þeir að vera hreinræktaðir
slavar og gangast undir eins árs
reynslutímabil, svokallað „skilorð".
Allir fullgildir „félagar" sverja
foringja sínurn, Alexander Barkas-
hov. hollustueiða og lofa „að vera
miskunnarlausir við óvini Rússlands
innanlands sem á erlendri gmndu“.
Þónokkrir félagar í Rússneska þjóð-
ernisbandalaginu létu h'fið við vörn