Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 HffYBITOfMI) 20834. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Skipulag náttúruverndarmáfa Nýverið lagði Össur Skarphéðinsson umhverfísráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd. Lög- in um náttúruvernd eru frá 1971 og að stol'ni til mun eldri, eða frá 1956. Endurskoðun náttúruverndarlaganna er afar brýnt verkefni í ljósi nýrra viðhorfa og aukins skilnings á mikilvægi náttúruvemdar í landinu. Við stofnun umhverfísráðuneytisins sköpuðust forsendur til að taka með mun ákveðnari hætti á nátt- úruverndarmálum en áður. Frumvarp umhverfísráðherra er fyrsta skrefíð í endurskoðun náttúmvemdarlaganna og tekur fyrst og fremst á stjórnun þessa málaflokks. Með tilkomu umhverfisráðuneytisins gjörbreyttust allar for- sendur núverandi stjómkerfís náttúmvemdarmála. Þetta stjóm- kerfi hefur byggst á óháðu Náttúmverndarráði sem hefur haft nánast allt fmmkvæði í þessum efnum og verið ígildi ráðuneyt- is í náttúruvemdarmálum, en samt heyrt yndir ráðherra og ver- ið rekið á hans ábyrgð. Þetta kerfi var skiljanlegt á símum tíma þegar náttúmvernd var aukaatriði innan menntamálaráðuneyt- isins, en fær ekki staðist eftir að umhverfísráðuneytið var stofn- að. í frumvarpinu er lagt til að öll stjómsýsla og ríkisrekstur verði aðskilin frá Náttúruvemdarráði og sett á stofn ný stofnun, Landvarsla ríkisins, sem taki þetta hlutverk að sér. Náttúm- vemdarráð verður vettvangur frjálsra félaga, sérfræðinga og annarra sem málið varðar og mun veita stjómvöldum ráðgjöf og aðhald. Þetta nýja kerfí mun tryggja skýrari verkaskiptingu stofnana og aukna ábyrgð umhverfisráðuneytisins á stefnu- mörkum og aðgerðum á sviði náttúmverndar. Hækkun bensíngjalds I síðustu viku hækkaði ríkisstjómin bensíngjaldið til að standa straum af auknum vegaframkvæmdum. Þessi hækkun var eðli- leg, enda ljóst að auknar vegaframkvæmdir hefðu að óbreyttu haft í för með sér óveijandi halla á ríkissjóði. Þrátt fyrir hækk- un bensíngjaldsins eykst halli ríkissjóðs vegna vegafram- kvæmda á næsta ári um 900 milljónir króna. Það er einföld staðreynd - sem forysta ASÍ virðist á stundum gleyma - að til framkvæmda og þjónustu ríkisins þarf að afla tekna með skatt- heimtu. Krafa um auknar vegaframkvæmdir em því auðvitað krafa um hækkun á bensíngjaldi. Vegaframkvæmdir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, em afar arðsamar og því skynsamlegt að hraða slíkum framkvæmdum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átak á þessu sviði er því einkar skynsamleg og tímabær. Eðlilegt er að bifreiðaeigendur greiði kostnaðinn sem þessu em samfara, enda er hagur þeirra af bætt- um samgöngum mikill. Þetta þýðir auðvitað aukinn kostnað vegna reksturs á fjölskyldubíl, sem auðvitað kemur mishart niður á fólki eftir notkun og þörfínni fyrir bfl. Á hitt ber að benda að aukinn kostnaður vegna reksturs einka- bflsins mun væntanlega aukast um heim allan á næstu ámm. Koma þar helst til umhverfissjónarmið og mikið álag á sam- göngukerfi. Auknar kröfur munu í framtíðinni verða gerðar til þess að bifreiðaeigendur greiði allan kostnaðinn af rekstri bíla sinna, jafnt félagslegan sem umhverfíslegan. Aukinn kostnaður vegna einkabflsins mun einnig gera almenningssamgöngur samkeppnishæfari, sem er mjög hagkvæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Til lengri tíma litið eiga eigendur bifreiða rétt á því, samfara aukinni skattheimtu á bflana, að aðrir skattar lækki á móti. Rökstólar Mjallhvít og dvergarnir sjö Þegar Davíð Oddsson brá sér um daginn í sakleysislega ferð til Kína lét hann sem vind um eyru þjóta þótt ungir jafnaðarmenn æptu að honum ókvæðisorð fyrir að sötra kampavín með elliæru blóðhundunum í Pek- ing. Davíð Oddsson vissi nefnilega ekki betur en hann væri á góðri leið með að vera formaður í flokki sem hefði meirihluta á Alþingi Islend- inga. Svo mæltu véfréttir skoðana- kannana fyrir þremur vikum. En meðan Davíð og Astríður sóluðu sig á Kínamúrnum gerðust kynlegir atburðir í skammdeginu uppi á Is- landi. Ekki var nóg með að nýjustu skoðanakannanir feyktu meintum þingmeirihluta sjálfstæðismanna útf úlfgrátt hafsaugað, heldur stóð stóri flokkurinn allt f einu frammi fyrir þvf að tapa ÁTTA þingmönnum. Skoðanakannanir færðu þessi átta þingsæti í einu lagi yftr til heilagrar Jóhönnu; og sjö til viðbótar átti hún að fá frá Alþýðuflokknum - sem rcyndar er síður aflögufær um svo íjölmennt lið. En þetta er staðan: Hin pólitíska Mjallhvít getur gert sér vonir um að hirða dvergana sjö af Alþýðuflokkn- um og þriðjung þingliðs sjálfstæðis- nianna. Pólitík á innsoginu Jónas Kristjánsson ritstjóri DV er einn skemmtilegasti og beittasti penni landsins. Hann er búinn að finna skýringuna á velgengni Jó- hönnu. Hún er einfaldlega sú, að fólk er orðið leitt á mælskuskörungum stjómmálanna, og styður þessvegna konu sem kann „enga ræðulækni heldur æpir á áheyrendur á innsog- inu“, svo notuð séu orð ritstjórans. Kannski það. Alltjent má nú búast við að ungir menn, sem komast vilja til áhrifa við stjóm landsins, tileinki sér nú „innsogsstfl" í ræðumennsku. Þá verður nú fyrst gaman á Alþingi: Allirá innsoginu. En það var þetta með Sjálfstæðis- Taktík sjálfstæðismanna í kjör- dæminu var um margt athyglis- verð: Fyrst börðust þeir gegn Vil- hjálmi á þeim forsendum að kjós- endur í héraði vildu ekki sjá hann vegna ESB- daðursins - en segja nú að hann verði geysilega sterk- ur í baráttusæti flokksins! flokkinn. Einsog menn muna gerði Davíð hall- arbyltingu gegn Þor- steini Pálssyni skömmu fyrir kosningar 1991. Állir bjuggust við að fylgi flokksins næði þá sögulegu hámarki. Dav- íð var enn í guðatölu og rnargir bjuggust við hann næði hreinum meirihluta eftir viður- eign við dapra vinstri- stjórn. Raunin varð önn- ur, 37% fylgi var nú ekkert til þess að monta sig af f stóra flokknum. En það gleymdist auð- vitað fljótt þegar Davíð leiddi flokk sinn aftur til hásætis valdsins sem Þorsteini hafði verið steypt svo smánarlega úr. Ymsir stjómmála- skýrendur hafa hinsveg- ar leitt að því getum að Sjálfstæðisflokkurinn muni stórauka fylgi sitt í vor. Það yrði semsagt kosið um hinn ábyrga Davíð, í hlutverki íeið- toga og landsföður, versus villta vinstrið þarsem menn vega hver annan f hóflegri góð- semi. En draumurinn fagri er nú að engu orðinn. Kosningabarátta sjálf- stæðismanna í flestum kjördæmum verður hörð vamarbarátta. Ferðist með Rökstólum um landið: Vígstada stóra flo Irfcsins Á Suðurlandi vígbýst Hin pólitíska Mjallhvít getur gert sér vonir um að HaukdtrgegífeTöfum hirðo dvergana sjö af Alþýðuflokknum og þriðjung innUmað08kiLían8tsamTn Þ^gliðs sjálfstœðismanna. lista. Einu markverðu aflciðingarnar af framboði Eggerts verða vitaskuld þær að hafa eitt þingsæti af Sjálf- stæðisflokknum. Á Reykjanesi er Sjálfstæðisflokk- urinn að reyna að ná sér uppúr tauga- áfalli prófkjörsins um daginn þegar virðulegur þingforseti var borinn út hjamið einsog hver annar pólitískur ómagi. Hinn nýi leiðtogi, hrossa- læknirinn með blíða brosið, mun tæpast verða sá atkvæðasegull að dugi til að vega uppá móti þeim sem ekki geta fyrirgefið honum meðferð- ina á eldri borgaranum úr Mosfells- sveit. í Reykjavík gerðu sjálfstæðis- menn beinlínis ráð fyrir þvf að tapa einum þingmanni af níu - áðuren heilög Jóhanna blés til orustu. Nú er staðan þannig að reykvíski D-listinn kann að sjá á bak allt að þremur þingmönnum; að minnsta kosti er lílil von til þess að Krúsi & Katrín Fjeldsted vermi þingsæti á næst- unni. Á Vesturlandi er sérkennileg staða. Þar eru nefnilega tvö af best geymdu leyndarmálum Sjálfstæðis- flokksins: Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson. Ekki er vit- að um nokkurn mann sem hefur heyrt í þeim félögum síðan þeir náðu kjöri, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru þeir nú samt enn á þingi. Ekki er víst að sú sælutíð Guð- jóns verði öllu langvinnari. Á Vestfjörðum er Sjálfstæðis- flokkurinn einna sterkastur um þess- ar mundir; þótt ógróin séu sárin sem bjargvætturinn frá Flateyri, Einar Oddur Kristjánsson, hlaut í glím- unni við leiðtogaefnið unga frá Bol- ungarvík, Einar K. Guðfinnsson. Líklega er best að hafa sem fæst orð um stöðuna á Norðurlandi vestra, þarsem Pálmi Jónsson stór- bændahöfðingi frá Akri lauk pólit- ískum ferli sínum með því að varpa samþingmanni sínum, Vilhjálmi Egilssyni, í fjóshaug sóknarprestsins á Sauðárkróki. Taktík sjálfstæðis- manna í kjördæminu var um margt athyglisverð: Fyrst börðust þeir gegn Vilhjálmi á þeim forsendum að kjós- endur í héraði vildu ekki sjá hann vegna ESB-daðursins - en segja nú að hann verði geysilega sterkur í bar- áttusæti flokksins! Þetta ber kímni- gáfu norðanmanna óneitanlega fag- urt vitni. í hinu kjördæminu á Norðurlandi munu sjálfstæðismenn þurfa að hafa sig alla við, enda færist eitt þingsæti til Reykjaness. Halldór Blöndal hefur hinsvegar notað tímann í sín- um ráðuneytutn vel, og stundað stór- felldari atkvæðakaup en dæmi eru um. Um Austurland er óþarft að tala: Þar flokkast undir náttúrulögmál að Egill Jónsson nái kjöri á Alþingi, hversu fá atkvæði sem koma uppúr kössunum. Þessi glæsilegi leiðtogi sjálfstæðisstefnunnar hlýtur að setja markið hærra á næstu árum en að veita landbúnaðarnefnd forstöðu. Svona ber nú allt að santa brunni hjá liðsmönnum stóra flokksins sem voru, sumir hverjir, farnir að láta sig dreyma um að sitja einir að kjötkötl- um valdsins. Draumurinn er úti og við skulum þakka það sem þakka ber: Þetta er vitanlega verk Mjall- hvítar okkar. Eini hængurinn er sá, að með þessu er hún að ryðja braut- ina fyrir valdatöku Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þá verður nú gaman að lifa! Dagatal 3. desember Atburdir dagsins 1793 Madame du Barry, síðasta ást- kona Lúðvíks XIV, verður fallöxinni að bráð. 1882 Enski rithöfundurinn Anthony Trollope deyr; kunnastur fyrir skáldsögur sem gerðust í ímynd- unarlandinu Barsetshire. 1926 Franski listmálarinn Claude Monet deyr, 86 ára. 1963 Christine Keeler grætur beisklega þegar hún er dæmd í 9 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í Profumo-hneykslinu. Afmælisbörn dagsins Einar H. Kvaran rithöfundur og máttugasti trúboði spíritismans á Is- landi, 1859. Ira Gershwin banda- rískur tónlistarmaður, skapaði sér nafn í samvinnu við bróðurinn Ge- orge, 1896. Dave Brubeck banda- rískur jazzpíanisti og tónskáld, 1920. Annálsbrot dagsins Rán og þjófnaður um landið víða af umhleypingsstrákum og öðmm ómildum. Stolið bæði fríðurn og dauðum peningum, brotin upp hús og hirzlur, hýddir þjófar og markaðir, karlar og kvinnur, ungir og gamlir. Setbergsannáll, 1698. Trúbodi dagsins Líklega hefur einginn maður gert Krist öllu vinsælli á íslandi en hann. Halldór Kiljan Laxness um afmælisbamið Ein- ar H. Kvaran; Af skáldum. Móðgun dagsins Hann var ósöngvinn og trúlaus, stir- finn og viðskotaillur. Öllum var hann hvimleiður. Grettis saga um Glám sauðamann hinn sænska sem síðar gerðist frægastur draugur íslandssög- unnar. Lokaord dagsins Unaðslegur, unaðslegur er dauðinn. Hinstu orð breska listmálarans Williains Ettys (1787- 1849). Málsháttur dagsins Ástin er blind, því er hún illur ráð- gjafi. Orð dagsins Víðu til þess vott ég funn þótt venjist oftur hinu, uð Guð ú inurgun gimsteinn þunn sem glóir í mannsorpinu. Skák dagsins Þá em það snaggaraleg endalok hjá Djurovic og Engqvist. Sá síðar- nefndi hefur svart og á leikinn. Hann rúllar yfir andstæðinginn af stöku miskunnarleysi. Hvað gerir svartur? 1.... Rc5! 2. Hxc5 Eini leikurinn. 2. Hxd4 Rxb3 eða 2. Rxc5 Hel mát. 2. ... Dxc5 3. Rc3 Dxf2! Djurovic gafst upp - mátið er óumflýjanlegt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.