Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Um Kínaferðir Mun meira hefur verið fjallað um heimsókn Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra til Kína í þarlendum blöð- um en hér. Hér hafa margir fordæmt hana og telja ekki réttlætanlegt, að þiggja eitt né neitt af þvílíkum fjöldamorðingjum sem vissulega skipa einræðisstjórn Alþýðulýðveld- isins Kína. Oft er vitnað_________ til hinna hrikalegu stúd- entamorða á Torgi hins himneska friðar I989 í því sambandi. Ekkert getur afsakað stjórn sem fremur slík voðaverk. En ekkert getur heldur fært fórnarlömbin aftur til lífsins. Forsendur sambandsins við Kína eru það sem skiptir máli. Ef forsætis- ráðherra (eða utanríkisráðherra) fer til Kína og sér þar eymdina og hörm- ungina sem almenningur Iifir við, en kyssir svo Deng á kinnina og þakkar fyrir sig, þá á vissulega að fordæma slfka för. Slíkt er í raun samþykki Is- lands á endalausum mannréttinda- brotum stjómarinnar. En ef heim- sóknin skilar kínverskum, og þá ís- lenskum fyrirtækjum viðskiptum eða einhverjum bitastæðum samn- ingum, auk þess sem ráðherra gerir stjóminni ljóst, hver afstaða Islend- inga sé til þeirra ógnarstjórnarhátta sem þar em við lýði, þá ber að fagna. Hagvöxtur Tröllasögur um gríðarlegan hag- vöxt í Kína hafa heyrst undanfarið. Það má vera að þær séu að einhverju leyti réttar. Gaílinn er bara sá, að hann nær ekki til nerna brotabrota- brots þjóðarinnar. Staðreyndin er sú, að allt að helmingur íbúa í borgum gengur um atvinnulaus. Atvinnu- leysi er reyndar orð sem ekki er til í orðaforða kommúnista, enda er það svo að margir em á launaskrá hjá rík- isfyrirtæki sem er með tvisvar til þrisvar sinnum fleiri starfsmenn á laununt en þarf. Svo er komið því að ríkið ber þetta ekki lengur og nú standa yfir uppgjör hjá fyrirtækjum. Þau eru flest áratugum á eftir í tækja- kosti, starfsmönnum er sagt upp og það eru ekki borgaðar atvinnuleysis- bætur í Kína frekar en ellilífeyrir. Nú er líklegra að karlmaður fái vinnu en kona, og með hinn nauðsynlega barnakvóta þá em meybamafæðing- arharlaóvin- sælar. Við fussum yfir þeim ógeð- felldu fregn- um af for- eldrum sem d r e k k j a stúlkubörn- um sínum, til þess að eiga Pallborðið WSBF&* M Þóra K, J Arnórsdóttir Mæ skrifar möguleika á að eignast dreng. Þeirra hugsun er: ,,hver á að sjá fyrir okkur í ellinni?" Ymsum fmnast þessi eins barns-lög vera mannréttindabrot, en færri gera sér grein fyrir hvaða af- leiðingar það hefði ef bameignir væru frjálsar. Einfaldlega hungurs- neyð og enn meiri hörmungar fyrir almenning. Þar er eingöngu verið að hugsa um framtfðina. Mannréttinda- brotin liggja í ójafnri aðstöðu kynj- anna, og ömurlegum aðbúnaði al- mennings alls. Samband vid umheiminn Kínversku þjóðinni er lífsnauð- synlegt að hafa samband við vestræn ríki. Menntamenn og vísindamenn hafa mjög takmarkaðan aðgang að erlendum bókum og tækjum, og þeir gera því sem mest af því að fá til sín erlenda fyrirlesara og fræðimenn. Þetta er þeirra lffæð í gegnum rotið kerfi. Við hjálpum Kfnverjum ekki með algerri einangrun, þvert á móti. Þau fyrirtæki sem ekki (það er að svo miklu leyti sem það er hægt) eru tengd ríkinu verða að ná sambönd- um út fyrir landið til að geta starfað, og því eru viðskiptasamningar mjög jákvæðir. Uppgjör í vændum Þegar kemur að því að Deng Xiaoping fellur frá, en þess getur ekki verið langt að bíða, hlýtur að koma að upp- gjöri. Byltingar- öflin í landinu hafa verið f bið- stöðu í fimm ár. Annað hvort ná lýðræðisöflin loks völdum, það er mennta- menn og verka- menn, eða að einræðisöflin með herinn á bak við sig ná að halda taumun- um. Ójafn leik- ur, vissulega. Styrkur lýðræð- isaflanna liggur einungis í fjöld- anum. En að fenginni reynslu verður örugg- lega ekki spurt um einhvetjar milljónir manns- lífa til eða frá. Það hlýtur að gerast, fyrr en seinna, að Kína verði lýðræðis- ríki. Því lengra „Ef forsætisráðherra (eða utannkisráðherra) fer til sem líður, því „ , . meiri verður Kina og ser þar eymdina og hörmungina sem almenn- þar'1 að"'keiTuir'. ingur lifir við, en kyssir svo Deng á kinnina og þakkar Rússiand"1 'sem 6;rz'r s^§> Þ<* á vissulega að fordœma slfka för. “ dæmi. Þar er varla hægt að tala um efnahagslíf, Þess vegna borgar það sig að und- heldur eina ijúkandi rúst. Þar búa irbúa þann skell eins og hægt er, með því að styrkja það efnahagskerfi sem þó fær að starfa, svo eitthvað komi til með að standa upp úr þegar að því 270 milljónir manna. í Kína búa 1100 milljónir. Meira en fimmtung- ur mannkyns. kemur að spilaborg llokksins hrynur. Höfundur er líffræðinemi og formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Bækurnar sem voru EKKI tilnefndar Sætt er sameiginlegt skipsbrot, segjum við fyrir hönd þeirra mörgu ágætu höfunda sem ekki hlutu náð íyrir pírðum augum dómefndar íslensku bókmennta- verðlaunanna. Hér eru nokkrir þeir höfundar sem EKKI voru til- nefndir: Baldur Gunnarsson, Böðvar Guðmundsson, Gerður Krist- ný, Guðbergur Bergsson, Haf- liði Vilhelmsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Ingólfsson, Is- ak Harðarson, Geirlaugur Magnússon, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónas Þorbjarnarson, Jónína Leósdóttir, Kristján Karlsson, Megas, Nína Björk Árnadóttir, Ólafur Jóhann Ól- afsson, Páll Pálsson, Pétur Gunnarsson, Sjón, Þórunn Valdimarsdóttir, Þuríður Guð- mundsdóttir, Ekki dónalegt kompaní! ’VTeskaupstaður verður 1N líklega síðasta vígi heimskommúnismans í veröldinni, enda virðist það talsvert metnaðarmál hjá Norðfirðingum. Og nú er svo komið að „Litla Mos- kva“ er farin að hlaupa undir bagga með hrjáðum vinum í austri. BlaðiðAíi.ví- urland segir frá því að rússneskir mjólkurbús- menn austur í Apacha á Kamchatka hafi fengið varahlut frá gömlu mjólk- urstöðinni á Neskaupstað, „sem hvergi hafði fundist annarsstaðar og var þó víða leitað,“ einsog Austurland kemst að orði. Norðfirðing- ar eru semsagt farnir útí þróunarhjálp handa Rúss- um, og veitir sjálfsagt ekki af... Senn er von á nýju tölu- blaði Heimsmyndar en nokkuð er um liðið síðan það kom síðast út. Það hef- ur fengið þriðja ritstjórann á árinu, Karl Th. Birgis- son sem stýrði Pressunni áður. Við heyrum að meist- ari Mcgas verði í forsíðu- viðtalinu, en annað viðtal er reyndar ekkert síður lík- legt til þess að vekja at- hygli. Þar er rætt við Margréti S. Björnsdóttur formann Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna. Hún mun meðal annars úttala sig um deilurnar í Alþýðu- flokknum í kringum mál Guðmundar Árna Stef- ánssonar. Hann vandar henni hinsvegar ekki kveðjurnar í bókinni sinni, og mun meðal annars kom- ast þannig að orði að ýmsir hafi harmað þessa „send- ingu“ úr Alþýðubandalag- inu -jafnvel áðuren allt fjaðrafokið varð útaf hon- um sjálfum. Kærleikurinn ræður semsagt ríkjunt í AI- þýðuflokknum einsog vera ber íjólamánuði... Nú er Ögmundur Jón- asson kominn á fullt í prófkjörsbaráttu sinni innan Alþýðubandalagsins. Ýms- ir brostu útí annað þegar Ögmundur heimtaði hundr- að prósent launa- hækkun til handa opinber- um starfs- mönnum á baráttufundi sjúkraliða um helgina. Ögmundur er ekki með neina hálfvelgju og veit um hvað kosninga- loforðin eiga að snúast. Pólitískir djúpsálarfræðing- ar í Alþýðubandalaginu telja nú fullvíst að Ög- mundur freisti þess að hafa 2. sætið af Guðrúnu Helga- dóttur. Hún hefur sagt opin- berlega að hún ætli ekki að reka neina kosningabaráttu vegna prófkjörsins, en hún fer hinsvegar mikinn innan Al- þýðubandalagsins núna enda komin í krappa Hinumegin f Jæja, ormarnir ykkar! Ég er búinn ad leysa málið! Fimm á förnum vegi Hvaðlangarþigaðfáíjólagjöf? Hulda Sigurðardóttir, nemi: Stiga-sleða og nýjan hnakk. Jón Yngvason, sendibílstjóri: Frið um allan heim. Ragnheiður Pétursdóttir, Ijós- myndari: Mjúka pakka. Sigurður Engilbertsson, at- vinnulaus: Ekki farinn að hugsa það ntál, en ég byrja á listanum lljót- lega. Halldóra Jónsdóttir, bókavörð- ur: Hlýja peysu. Viti menn Vel heppnuð sápuópera frá víkingatínia. Kolbrún Bergþórsdóttir, umsögn um skáldsögu Vilborgar Davíösdóttur, Nornadómur. Morgunpósturinn í gær. Hvað er eiginlega að íslenskum stjórnmála mönnum? Er þeim gjörsam- lega fyrirmunað að tengja saman eigin orð og athafnir? Stefnuyfirlýsingar og fram- kvæmd? Elías Snæland Jónsson í leiöara DV í gær um skattpíningu. Það er mjög skemmtilegt að vera fyrsta konan frá upphafi í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur. Drífa Sigfúsdóttir. DV í gær. Seldi Saddam Hussein tólf skriðdreka. Frásögn Morgunpóstsins af Lofti Jóhannessyni kaupsýslumanni. Kjósendur virðast orðnir þreyttir á ræðuskörungum stjórnmálanna... I staðinn halla kjósendur sér að st jórnmálakonu sem kann ekki par í ræðumennsku, heldur æpir að áheyrendum á innsoginu í útifundarstfl án þess að henni stökkvi bros. Velgengni hennar sýnir, að hæfileikar á hefðbundnum sviðum skipta litlu máli í nú- tímanum. Jónas Kristjánsson. Leiðari DV á laugardag. Ég reikna með að lesa hana já, einsog aðrar bækur sem korna um stjórnmálamenn eða eftir stjórnmálamenn en ég ætla ekki að fara að lesa hana í þeim tiigangi að ieita eftir því sem sagt er um mig þar. Það dettur mér ekki í hug. Sighvatur Björgvinsson um bók Guð- mundarÁrna Stefánssonar. Morgunpósturinn í gær. Maður er ekkert að flana að neinu og verður að skoða stöðuna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem enn hefur ekki gert upp við sig hvort hún fylgir Jóhönnu Sigurðardóttur eða verður kyrr í Framsókn. Morgunpósturinn í gær. En hver var Shakespeare? Ef marka má skilgreiningu Kunderas á þeim skáldum sem ljóðrænust eru, þá var hann sonur móður sinnar. Þeir sem alast upp með móður sinni eru ævinlega ljóðrænustu skáldin, segir Kundera. Því gæti ég vel trúað. Helgispjall Matthíasar Johannessens á sunnudaginn. Vantar ungan, kjarkmikinn og góðan lögfræðing til að berjast gegn óréttlátu kerfi fyrir unga litaða konu. Sendið nafn í pósthólf 202, Kóp. Einkamálaauglýsing í Morgunpóstinum í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.