Alþýðublaðið - 06.12.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.12.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ + ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 Alþýðuflokkurínn í upphafí kosningabaráttu Kosningabaráttan er hafin. Af því tilefni hafði Stefán Hrafn Hagalín samband ígœr við nítján liðsmenn Alþýðuflokksins -Jafnað- armannaflokks íslands - um land allt og spurði þá þriggja spurninga: (1) Hverjir eru veikleikar Alþýðuflokksins? (2) Hverjir eru styrkleikar Alþýðuflokksins? (3) Hver eiga að vera helstu kosningamál flokksins? ístuttu máli má segja að inntakið ísvörum fólksins sé, að helsti veikleiki flokksins liggi í lélegri kynningu á störfum flokksins, innanflokksátökum og deilum flokksforystu sem hrjáð er af sambandsleysi við almenning, styrkur flokksins sé hinsvegar fólginn í heilsteyptri oggóðri málefnastöðu ogmikil- vægum árangri flokksins í ríkisstjórn. Efnahagsmál og velferðarmál - atvinnu- og kjaramál - eiga að vera helstu kosningamál flokksins næsta vor ásamt Evrópumálunum. Það er því Ijóst, að mikið verk er framundan hjá Alþýðuflokknum: Anna Margrét Guð- mundsdóttir, Keflavík: Innanhúss- atokin eru lýjandi 1. Helsti veikleiki flokksins eru þessi innanhússátök sem eru að gera mig - og alla flokksmenn - ansi lúna og þreytta. 2. Stefna flokksins er styrkleiki hans. Við höfum góða og málefna- lega stefnu; afar heilsteypta. 3. Ég held fyrir það fyrsta að við eigum að fara svolítið hægt í Evr- ópumálin. Við eigum fyrst og fremst að hafa frumkvæði í umræðunni og upplýsa fólk um kosti og galla aðild- ar. Ef ég svara fyrir mig og horfi á það sem brýnast er fyrir fólk í kring- um mig þá em það atvinnu- og kjara- málin sem standa uppúr. Þau eiga að vera aðalmálin; atvinnumálin. Eiríkur Stefánsson, Fá- skrúðsfjörður: Verðum að tala við fólkið 1. Númer eitt hef ég sagt við for- mann flokksins að hann verði að fara tala við fólkið í flokknum. Hann verður einnig að fara tala um at- vinnu-, fátæktar-, heilbrigðis-, efna- hags-, félags-, kjara- og önnur vel- ferðarmál. Jón Baldvin hefur einbeitt sér alltof mikið að utanríkismálun- um. Síðasta ár og árið þar á undan gaf hann Jóhönnu algjörlega lausan tauminn og hún einokaði velferðar- málin. Og síðan getur hann samið flokkinn í ríkisstjóm og samið okkur inní EES en hann getur ekki samið þannig að halda mætti Jóhönnu inni í flokknum. Sjáið bara ræðumar sem Jóhanna flytur í dag; þær em allar um velferðarmálin og hún fitnar og fitnar á þessum málflutningi. Al- þýðuflokkurinn hefur látið umræð- una um velferðarmálin f hendumar á Jóhönnu, Framsókn, Kvennalista og Alþýðubandalaginu. Alþýðuflokk- urinn verður að fara tala um velferð- annálin. Það sem þessir toppar hafa talað um atvinnumálin; það er ekkert annað en tal. Það er hægt að benda á ótal leiðir einsog aukna fullvinnslu í sjávarútvegi; þar er vaxtarbroddur- inn. Það getur vel verið rétt að engin önnur ríkisstjóm hafi gert eins mikið fyrir fyrirtækin í landinu, en hefur það skilað sér í auknum störfum? Nei. Mér finnst það sárara en támm taki að Jón Baldvin Hannibalsson, þessi maður sem er einn hæfasti stjómmálamaður sem þjóðin hefur átt, skuli verða þess valdur að flokk- urinn sveiflist svona niður í fylgi. 2. Ég held að helsti styrkleiki AI- þýðuflokksins og ríkisstjórnarinnar liggi í vaxtamálunum og verðbólg- ustiginu. Staða okkar þama er sterk en því miður hefur alveg mistekist að koma því til skila, að þetta sé flokkn- um að þakka. Við skulum átta okkur á þvf að þessi tvö mál, lækkun vaxta og engin verðbólga, em ómetanleg fyrir skuldum vafið fólkið í landinu. 3. Ég vil að Alþýðuflokkurinn fari að tala um fátæktina og kjörin hjá þeim lægstlaunuðustu. Ég er alls ekki sammála því, að Evrópusam- bandsaðildin verði helsta kosninga- málið. Við emm þama að róa á önn- ur mið en ég hélt að jafnaðarmanna- flokkur ætti að gera og það verður að leiðrétta kúrsinn. Velferðarmálin og kjör fólksins í landinu eiga að verða aðalkosningamál flokksins. Það ertil að mynda ótrúlegt að verið sé að búa til fjárlög þar sem teknar em af launabætur til öryrkja, fatlaðra og aldraðra einsog mér skilst að verið sé að gera á meðan bankastjómm er skömmtuð desembemppbót uppá hundmð þúsunda. Finnur Birgisson, Akur- eyri: Atvinnu- og kjaramálin 1. Helstu veikleikar Alþýðu- flokksins em slæm ímynd flokksins og formanns hans. Flokkurinn hefur einhvem veginn eignast svo slæma ímynd, að það þykir sjálfsagt í um- ræðunni að hamra á flokknum og fara um hann hinum verstu orðum. Formaðurinn hafa sér einnig stund- um dálítið glannalega og tekur ekki tillit til þess hvernig aðgerðir hans verka og líta útávið. 2. Styrkleiki flokksins er heil- steypt og góð stefna. Við stöndum til dæmis vel í heilbrigðismálum og fé- lagsmálum og það hefur mikið og vel verið unnið í utanríkismálum. 3. Ég held að aðalkosningamál flokksins í Alþingiskosningunum eigi að vera atriði sem varða hag fólksins í landinu. Þar er hægt að tfna til skatta og vaxtamál, kjara- og at- vinnumál og velferðarmálin al- mennt. Það þarf einnig að koma al- menningi í skilning um það að Al- þýðuflokkurinn er meira en bara for- maðurinn. Við höfum á breiðri og hæfri forystusveit að skipa og á það þarf að leggja áherslu. Friðrik Kristján Jóns- son, Keflavík: Kynningin hef ur brugð- ist 1. Það er fyrst og fremst innbyrðis deilur forystumanna og hversu há- værar þær eru í fjölmiðlum sem eru helstu veikleikar Alþýðuflokksins í dag. Einnig hefur brugðist að kynna árangur flokksins í ríkisstjórn og slíkt gengur ekki. 2. Helstu styrkleikar flokksins em tvímælalaust flestöll verk hans í rík- isstjórn. Stefnan er góð; á því leikur enginn vafi. 3. Mér finnst að Evrópusam- bandsaðildin eigi að vera á oddinum og síðan á að flagga þeim mikla ár- angri sem við höfum náð í ríkis- stjóm. Kynningu á stefnu og störfum flokksins verður að bæta. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að almenn- ingur viti hver árangur flokksins hef- ur verið. Gísli Bragi Hjartarson, Akureyri: Málefnastað- an er sterk 1. Helstu veikleikar Alþýðu- flokksins er þessi upplausn sem ríkir í flokknum; sérstaidega í kjölfar brottfarar Jóhönnu. Einnig hefur flokknum ekki tekist að koma á framfæri þeim málum sem hann hef- ur unnið brautargengi í ríkisstjóm og ® komið í gegn. Kynninguna vantar. 2. Málefnastaða Alþýðuflokksins er sterk. I verkum okkar liggur styrk- 0 ur flokksins. Við höfum staðið okkur vel á þessum yfirstandandi erfið- leikatfmum. 3. Þau stefnumál sem við höfúm í dag eiga að verða helstu kosningamál flokksins. Við verðum að halda áfram ® að beijast í okkar málum; það miðar áfram en margt er eftir. Ég legg ekki mikið uppúr kjaftæðinu í kringum Evrópusambandsaðildina - allavega ekki miði ég við umræðuna í kringum mig. Fólki finnst svo margt annað þarfnast brýnni úrlausnar. Atvinnu- leysið hér á Akureyri er til að mynda 7% í dag þannig að fólk hér hefur ekki mikinn áhuga á Evrópumálun- um. Þá verðum við að reyna koma okkar verkum á framfæri. Kynningu verður að kippa í liðinn. Ihádeginu kr. 1.890 og á kvöldin kr. 2.290. Börn 6 ára ogyngri fá frítt og krakkarfrá 6-12 árafá 50% afslátt. Pantanir í síma 62 55 40. VESTURGÖTU 2 1K B A R > 40 cA Wf f N 1 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.