Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 06.12.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Guðmundur Þ.B. Ólafs- son, Vestmannaeyjar: Atvinnumál- in standa uppúr 1. Helsti veikleiki flokksins í dag er þessi eilífa barátta og innanflokks- átök sem eru allt að drepa og ekki í fyrsta sinn. Þarna er stunduð linnu- laus niðurrifsstarfsemi sem verður að linna. 2. Góð málefnastaða og góður ár- angur í ríkisstjóm em helstu styrk- leikar flokksins. Það er hinsvegar sorglegt ef innanflokksátök og annað eiga eftir að eyðileggja fyrir flokkn- um allt það góða sem hann hefur gert. 3. Atvinnumálin eru það sem upp- úr stendur; þau eiga að vera helsta kosningamál flokksins. Ég er and- skoti hræddur um að þar fari fremst að jafna bilið milli ríkra og fátækra. Atvinnu- og kjaramál em brýnustu málaflokkarnir. En auðvitað fmnst mér síðan að Evrópumálin eigi að ræða og halda á lofti stefnu flokksins í þeim málum. Hinsvegar held ég að hvorki ég né 99% þjóðarinnar viti upp né niður í þeim málaflokki. Vitaskuld er þetta mál á dagskrá og það verður að ræða. Gunnar Ingi Gunnars- son, Reykjavík: Krónískar erjur veikja flokkinn 1. Það sem fyrst og fremst veikir Alþýðuflokkinn í dag er sú ímynd sem flokkurinn hefur skapað sér vegna vandamála meðal forystu- manna. Og þá á ég bæði við krón- ískar eijur milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurð- ardóttir og þau vel þekktu mál sem tengjast Guðmundi Áma Stefáns- syni. 2. Styrkleiki Alþýðuflokksins felst í tvennu: Málefnastaða flokks- ins er mjög góð - er reyndar til fyrir- myndar í íslenskri pólitík - og síðan má segja að flokkurinn hafi aðgang að afskaplega hæfu og duglegu fólki. Vegna þess sem ég benti á í fyrstu spumingunni hefur því miður hvor- ugt fengið að njóta sín. 3.1 fyrsta lagi vil ég benda á það sem við höfum nú þegar í farteskinu, þau störf sem við höfúm unnið að í ríkisstjóm og mótað vel í okkar mál- efnavinnu. En það sem liggur fyrir að setja á oddinn í kosningabarátt- unni er kannski fyrst og fremst mál- efni í tengslum við ríkjandi efna- hagsástands meðal alþýðu manna. Við vitum að launafólk hefur fært fórnir til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl og þar með á það inni kjarabætur. Síðan em það að sjálf- sögðu Evrópu- og kjördæmamálin; það er að segja spumingin um vægi atkvæða. Þar eigum við góðan undir- búning að baki og þetta em tvö stór mál. Hörður Filippusson, Reykjavík: Lýdræðisleg hugmynda- fræði 1. Ég hef stundum sagt það í gríni að best varðveitta leyndarmál Al- þýðuflokksins sé, að hann er ekki til... Þá á ég við, að innra starf flokksins er ekki nægilega öflugt. Þetta held ég að sé stærsti veikleiki flokksins. 2. Helsti styrkleiki Alþýðuflokks- ins er ömgglega ákveðin og lýðræð- isleg hugmyndafræði sem er óháð öllum sérhagsmunum. 3. Helstu kosningamálin... Ég get nefnt til dæmis eflingu iðnþróunar, bætt menntakerfi og nútímalega utanríkispólitik; þar ég einkum við Evrópumálin. Ingvar Sverrisson, Reykjavík: Verum óhrædd við ESB-málið 1. Alþýðuflokkurinn á við sama vandamál að strfða og aðrir ,jafnað- armannaflokkar" á íslandi: hann er of Iítil, uppfullur af einhverskonar persónulegu hatri gagnvart leiðtog- um annara jafnaðarmanna og ber því ekki gæfu til þess, frekar en aðrir, til að sameinast öðmm jafnaðarmönn- um. Hann húkir úti í homi lítil og sætur og kastar skft í hin hornin þar sem hinir félagshyggjuflokkamir húka, litlir og sætir og kasta skít til baka. Því má heldur ekki gleyma að í hugum þjóðarinnar er þessi litli flokkur spilltasti flokkur fyrr og síð- ar. Það er alveg sama hvað við reyn- um að hreinsa okkur það er búið að festa þessa hluti í hugum fólks. 2. Flokkurinn hefur vissulega mjög sterka málefnalega stöðu það fer ekki milli mála. Þetta er eini flokkurinn sem hefur kjark til þess að horfa fram á við og reyna að tak- ast á við vandamálin þannig að lausnimar skili þjóðinni varanlegum ávinningi. Einnig ber flokkurinn gæfu til þess að hafa tekið af skarið í Evrópuumræðunni og er eini flokk- urinn sem þorir að horfast í augu við, að aðildarumsókn er hið eina rétta fyrir þessa litlu þjóð. Því má heldur ekki gleyma að flokkurinn hefur undanfarin ár haft öflugustu ungliða- hreytingu flokkanna; hreyfingu sem hefur verið óhrædd við að láta í sér heyra og taka af skarið í veigamikl- um málum. 3. Alþýðuflokksmenn eiga að vera óhræddir og láta Evrópusambands- aðild vera okkar helsta kosningamál. Við megum ekki falla í sömu gryfju og aðrir og hugsa um stundarhags- munina eingöngu til að ná kjöri. Við eigum að standa og falla með mesta þjóðþrifamáli aldarinnar og beijast fyrir því, að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið nú þegar. Jón Þór Sturluson, Reykjavík: Skýr og skynsöm stefna 1. Ætli það sé ekki einhverskonar skortur á jarðtengingu við fólkið í landinu sem stafar fyrst og fremst af misjöfnum árangri ríkisstjórnarinn- ar. Það hlýtur að vera lýjandi fyrir ráðherra Álþýðuflokksins að starfa af heilindum með þeim flokki sem er hvað harðastur andstæðingur Al- þýðuflokksins; samanber afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópuum- ræðunni og upphlaup einstakra þing- manna þess flokks gegn Alþýðu- flokknunt. Vinningstölur laugardaginn: 3.des. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING E8 5 af 5 0 15.411.626 +4af 5 7 178.280 0 4 af 5 302 7.120 a 3 af 5 9.335 530 Aðaltölur: 2. Helsti styrkleiki Alþýðuflokks- ins er náttúrlega ákaflega skýr og skynsöm stefna í öllum helstu þjóð- þrifamálum. 3. Helstu kosningamál Alþýðu- flokksins eiga að vera aðildarvið- ræður við Evrópusambandið sem allra fyrst; landið eitt kjördæmi; tekjudreifing - sem sagt atvinnu- og kjaramál; umbætur í sjávanítvegi og landbúnaði; og síðast en ekki síst aukinn stuðningur við öll stig menntakerfisins. Jónína Óskarsdóttir, Ólafsfjörður: Fjölskyldu- stefnuna vantar 1. Helsti veikleiki Alþýðuflokks- ins er, að við höfum ekki fylgt því eftir, að heilsteypt fjölskyldustefna sé mótuð og komið í framkvæmd. Forysta Alþýðuflokksins hefur ekki verið í tengslum við fólkið í landinu. 2. Ég tel að helsti styrkur flokksins liggi í vinnubrögðum hans og ár- angri í ríkisstjóm. Þar höfum við staðið okkur vel og komið okkar málum í gegn. 3. Við eigum að koma fram með heilsteypta Ijölskyldustefnu sem okkar aðalkosningamál. Karl Harry Sigurðsson, Garðabær: Málefni laun- þega stærst 1. Mér finnst helsti veikleiki Al- þýðutlokksins vera skortur á sam- stöðu innan flokksins og sérstaklega meðal forystumanna; maður er orð- inn dálítið þreyttur á deilum þeirra og mál að linni. Forystufólkið ætti að standa betur saman. 2. Helsti styrkleiki flokksins felst í því, að hann á sér rætur í jafnaðar- stefnunni og byggir allt sitt á henni. Málefnastaða flokksins er afar góð og við höfum náð miklum árangri. Það er líka mikill styrkur fyrir Al- þýðuflokkinn að hann er óháður sér- hagsmunaöflum í þjóðfélaginu. 3. Helstu kosningaáherslur Al- þýðuflokksins eiga að vera málefni launþeganna. Kristinn Magnússon, Kópavogur: Almenn neytendamál 1. Helsti veikleiki Alþýðuflokks- ins er ótraustvekjandi forysta sem nær ekki til fólksins. Það þarf að breyta um stíl á þeim vígstöðvum. Fullyrðingagleðin er ansi mikil hjá forystunni að mínu mati. 2. Styrkleiki flokksins liggur fyrst og fremst í málefnastöðunni. Við höfum skapað okkur sérstöðu í land- búnaðar-, sjávarútvegs- og Evrópu- málum sem öðrum flokkum hefur ekki tekist. Við stöndum sameinuð að baki stefnunni í þessum mála- flokkum. 3. Sjávarútvegsmál og almenn neytendamál - þar á meðal Evrópu- málin, GATT og landbúnaðarmálin - eiga að vera okkar helstu kosninga- mál í Alþingiskosningunum. Kristján Gunnarsson, Keflavík: Þaö þarf að rækta innra starfið 1. Ég held að það þurfi í fyrsta lagi rækta starfíð innan- frá. I veikleika innra starfsins liggur stærsti veikleiki Al- þýðuflokksins. Við erum sjálfum okkur verst. Alþýðuflokk- urinn hefur ekki staðið sig vel í kynn- ingu á sínum störf- um og stefnu. Við værum í betri málum og lentum ekki svona í hártogunum um smámál ef kynn- ingin væri í lagi. 2. Styrkleiki Al- þýðuflokksins er að þetta er róttækur og umbótasinnaður flokkur sem er langt á undan öðrum flokkum. Þetta er eini slíki stjómmálaflokkurinn hér á landi og við eigum að hamra á því. 3. Ég trúi því að Evrópumálin eigi að vera okkar helsta kosningamál ásamt atvinnu- og kjaramálum. Ragna Bergmann, Reykjavík: Sundurtætt eftir átökin 1. Það em innanllokksátökin sem em að gera útaf við Alþýðuílokkinn og fólkið sem í honum starfar. Flokksþing eftir flokksþing hef ég verið kosin þarna inn og alltaf komið út sundurtætt. Þetta gengur ekki. 2. Ég sé bara enga styrkleika Al- þýðuflokksins. Guð minn almáttug- ur, þótt ég reyni og reyni kemur mér ekkert í hug. 3. Velferðarmálin eiga að vera að- alkosningamál Alþýðuflokksins. Það verður að taka á þessum vanda- málum í þjóðfélaginu; þessari hræði- legu láglaunastefnu. Rannveig Edda Hálf- dánardóttir, Akranesi: Kjarkur og áræði flokksins 1. Andóf Alþýðuflokksins og liðs- manna hans gegn neikvæðum áróðri andstæðinga flokksins og ijölmiðla hefur verið alltof lítill. Það vantar miklu betri kynningu á störfum flokksins og stefnu. Innanflokks- átökin hafa heldur ekki verið til góðs. 2. Mér finnst Alþýðuflokkurinn hafa til að bera kjark og áræði til að fylgja sínum málum eftir og hvika hvergi frá settum kúrs. Menn hafa komið fram og sagt hlutina beint út án málalenginga. 3. Atvinnu- og kjaramálin eiga að verða okkar helstu kosningamál. Síðan hlýtur umræðan um Evrópu- sambandsaðild einnig að vega þungt. Snorri Hermannsson, ísafjörður: Innra starfið er veikt 1. Ég tel að hin almenna flokksfé- lagauppbygging sé helsti veikleiki Alþýðuflokksins. 2. Helsti styrkleiki flokksins er fólginn í innsta kjama flokksins sem er trúr sinni sannfæringu. 3. Helstu kosningamálin eiga að vera þau verk sem Alþýðuflokkurinn hefur komið í framkvæmd á kjör- tímabilinu ásamt samstarfsflokki sínum í ríkisstjóm og þær fram- kvæmdir sem stuðla að betri lífskjör- um í landinu. Tryggvi Harðarson, Hafnarfjörður: Efnahags- málin vega þyngst 1. Vandamálið er skortur á trú- verðugleika. Fólk hefur ekki nægi- legt traust á formanni og forystu flokksins. Ég held að það sé lykilat- riði og fari illa með okkur. 2. Styrkleiki flokksins myndi ég telja að væri fastmótuð stefnumið; almennt séð held ég að Alþýðu- flokkurinn fái niðurstöðu í mál ólíkt því sem á við um aðra flokka. 3. Það sem vegur þyngst em efnahagsmálin og afkoma heimil- anna. Átvinnu- og kjaramál - vel- ferðamiálin, vaxtakjör og banka- málin. Svo náttúrlega þurfa Islend- ingar að gera upp við sig hvað þeir ætla að gera í Evrópumálunum. Valgerður Gunnars- dóttir, Reykjavík: Kjarkleysi flokks- manna I. Ég held að aðalveikleikar Al- þýðuflokksins liggi í almennum doða, hræðslu og kjarkleysi flokks- manna vegna umræðunnar; sérílagi í spillingarmálunum. Flokkurinn á - vegna neikvæðrar umræðu um hann - afar erfitt með að koma stefnumál- um sínum á framfæri við almenning. Það er mikið vandamál fyrir flokk- inn. Allt púðrið hefur farið í umljöll- un um einstakar persónur og forystu- menn flokksins. Þessu þarf að breyta. 2. Styrkur Alþýðuflokksins liggur í góðri og öflugri stefnu flokksins. Málefnastaðan er afar sterk og heil- steypt; til að mynda í utanríkismál- um, atvinnumálum og almennum velferðarmálum. Einnig er það styrkur fyrir flokkinn að þar er nú öflug kvennahreyfing; samanber glæsilegt landsþing Sambands al- þýðuflokkskvenna sem haldið var nýverið. 3. Ef við lítum til hver eiga að vera helstu kosningamál Alþýðuflokksins þá hljóta Evrópumálin að koma sterkt inní. Við Evrópumálin tengj- ast síðan atvinnumál landsmanna; sjávarútvegsmál og félagsmál. Einn- ig finnst mér að flokkurinn eigi að marka sér sérstöðu sem flokkur mannréttindabaráttu og neytenda- mála. Landbúnaður skapar allt að 15.000 manns á íslandi atvinnu. BÓNUSTALA: 15 Heildarupphæð þessa viku: kr. 23.757.376 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 JJq á öllum heIstu Æ blað- D XQ sölu_ stöðum IMWHlflP KRABBAMEINSF'ÉLAGSINS 1994 VEITTU STUÐNING - VERTU , áf\d I þetta sinn voru miðar sendir konum, á m + sem þegar hafa borgað miöana og mmnumihina <§ 3 !3ja - 75 ára. Við þökkum öilum þeim ðan málstaö og verðmæta vinninga Greiða má í banka, sparisjóði eða pó^tafgráiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að þorga'með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma^(3,1) 621414. Hver keyptur miöi eflir sókn og vörn gegn krabbameini!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.