Alþýðublaðið - 06.12.1994, Side 8

Alþýðublaðið - 06.12.1994, Side 8
Þriðjudagur 6. desember 1994 MÞBUBLMB 185.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: w Island mun ekki samþykkja hugmyndir Bandaríkjamanna - þess efnis að Serbar fái að setja á stofn sambandsríki sem nái til landsvæða í Serbíu, Bosníu og Króatíu. í viðtali við Alþýðu- blaðið tjáir utanríkisráðherrann sig einnig um meintan undir- róður Frakka og Rússa gegn Atlantshafsbandalaginu og hlut- verk bandalagsins og Sameinuðu þjóðanna í dag. í nýjasta tölublaði tímaritsins Time er skýrt frá því að Perry, vam- armálaráðherra Bandaríkjanna, hati fengið í hendur leyniskjöl, þess efnis að Frakkar reyni nú að grafa undan Atlantshafsbandalaginu í því skyni að stuðla að hemaðarbandalagi Evr- ópuþjóða. Einnig er sagt frá því í Time, að ringulreið ríki nú í banda- ríska stjórnkerfinu í kjölfar þeirra til- lagna Perry, að Serbar fái að setja á laggimar sambandsríki sem nái til landsvæða í Serbíu, Bosníu og Króa- tíu. Alþýðublaðið hafði samband við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í gærkvöldi og spurði um afstöðu hans til þessara fregna: „Ég hef að vísu ekki séð þessa frá- sögn í Time né þau meintu leyniskjöl sem hún byggir á, en það er hinsveg- ar alveg Ijóst að sérstaða Frakka inn- an Atlantshafsbandalagsins hefur löngum verið mikil. Þeir tilheyra ekki hinni sameiginlegu herstjóm bandalagsins og pólitísk sérstaða þeirra hefur löngum verið í því fólg- in, að þeir hafa andæft forystuhlut- verki Bandaríkjanna innan Atlants- hafsbandalagsins. Þeirra stefna er augljóslega sú, að það beri að hraða mjög uppbyggingu Vestur-Evrópu- sambandsins. Ekki bara sem svokall- aðrar Evrópustoðar innan Atlants- hafsbandalagsins heldur jafnvel að breyta því í sjálfstæðan hemaðararm Evrópusambandsins." - Hvað segirðu um fréttir af bar- áttu Rússa fyrir vamarbandalagi Evrópuþjóða? „Rússar reyna nú mjög að ala á sundmngu innan Atlantshafsbanda- Jón Baldvin Hannibalsson: Ég á ekki von að því að ísland taki vel í hverjar þær hugmyndir sem lúta að stofnun Stór- Serbíu; sam- bandsríkis Serba sem nái til land- svæða í Serbíu, Bosníu og Króatíu. lagsins því þeir boða þá stefnu, að gera Ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu að þunga- miðju og aðalstofnun fyrir sameiginleg öryggismál álf- unnar og leitast þessvegna við að taka undir það sjónar- mið Frakka, að Evrópusam- bandið byggi upp sjálfstætt varnarbandalag sem nái síðan nokkurskonar samvinnu við Rússland um öryggismál álf- unnar þannig að lokið verði þeirri hemaðarlegu nærvem Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu. Þessi nærvera Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu hefur hinsvegar verið frá stríðslokum hin raunvem- lega trygging fyrir öryggi álf- unnar.“ - Er Atlantshafsbandalag- ið kannski að liðast í sundur? „Nei, það kemur ekkert í staðinn fyrir Atlantshafs- bandalagið. Það er til að mynda athyglisvert að Aust- ur-Evrópuþjóðirnar eru fyrst og fremst að sækjast eftir að- ild að Atlantshafsbandalag- inu því þeir líta svo á, að bandalagið veiti svokallað bandarískt garantí - eða tryggingu - fyrir öryggi að- ildarþjóðanna. Atök af þessu tagi hafa komið upp fyrr og þau endurspeglast í ólíkum sjónarmiðum nú, að því er varðar Bosníu-málið. Á hitt ber að li'ta, að aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins er ljóst, að kjarninn í því sam- starfi er samstarfið yfir Atl- antshafíð. Þannig að þessi sjónarmið Frakka em algjört minnihlutasjónarmið innan bandalagsins. Og mönnum ber saman um það, að hvað svo sem líði vondri reynslu af samstarfi Atlantshafsbanda- lagsins og Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu og meintum álitshnekki bandalagsins af þeim sökum, þá sé það ein- faldlega svo - nú sem fyrr - að ekkert geti komið í stað Atlantshafsbandalagsins. Það er mál manna að þetta séu einu sam- tökin sem hafi getu til að tryggja ör- yggi bandalagsþjóða og Vestur-Evr- ópusambandið geti engan veginn komið í staðinn fyrir það.“ Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt fram til- lögur um að Serbarfái að setja áfót sambandsríki sem nái til landsvœða í Serbíu, Bosníu og Króatíu. Hvað finnst þér um þessar hugmyndir? „Þetta er ný stefna og táknar end- anlega uppgjöf frammi fyrir því verkefni, að halda deiluaðilum við eldra samkomulag sem var að skipta þeim landsvæðum sem Bosníu- Serbar hafa hertekið með öðrum hætti þannig að múslimar hefðu 49% þess. I stað þess hafa Bosníu-Serbar nú lagt undir sig eitthvað um 70%. Þetta er þessvegna uppgjöf frammi fyrir kröfum Serba um Stór-Serbíu og táknar þannig endanlegt frávik frá allri viðleitni Sameinuðu þjóðanna um að treysta öryggi Bosníu sem sjálfstæðs ríkis innan Sameinuðu þjóðanna. Grunur minn er hinsvegar sá, að það séu ekki bara Bandaríkja- menn sem að líti svo á, að úr því sem Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna: Það er orðin spurning um hvaða hlutverki Sameinuðu þjóðirnar hafa yfir- leitt að gegna í þessu máli og hvort SÞ eigi ekki bara að fara á brott með ailt sitt hafurtask og viðurkenna þá uppgjöf sína, segir utanríkisráðherra um Bosníu-deiluna. komið er sé engra annarra kosta völ. Með öðrum orðum: Ef það er niður- staða Sameinuðu þjóðanna að ekki verði beitt vopnavaldi til að tryggja framkvæmd hinna upphaflegu frið- arsamninga þá er hin hemaðarlega niðurstaða einsog málin standa núna þessi. En þar með orðin spuming um hvaða hlutverki Sameinuðu þjóðim- ar hafa yfirleitt að gegna f þessu máli og hvort þær eigi ekki bara að fara á brott með allt sitt hafurtask og viður- kenna þá uppgjöf sína, en jafnframt aflétta vopnasölubanni þannig að múslimar hafi að minnsta kosti sinn sjálfsvarnarrétt." - Hvemig mun Islatid taka undir hugmyndir áborð við þœrsem Perry hefur komiðfram með á alþjóðavett- vangi? „Ég á ekki von að því, að ísland taki vel í hverjar þær hugmyndir sem lúta að stofnun Stór-Serbíu; sam- bandsríkis Serba sem nái til landsvæða í Serbíu, Bosníu og Króa- tíu,“ sagði utanríkisráðherra að lok- Barnabox: -Konungur Ljónanna límmiðar eða límmiða bælcur fylgja hverju barnaboxi. Tilboðið gildir 4.,5. og 6. desember. Opnunartími 11.30-22.00 Píta m/grænmeti 200,- kr. Píta m/ buffi 250,- kr. Hamborgarar 150,- kr. Kókglas A 50,- kr. Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: Prófkjör verður haldid í kringum aukaþingið - í lok janúar eða byrjun febrúar. „í lögum fulltrúuráös alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík segir að halda skuli prófkjör þannig að slíkur háttur verður hafður á núna. Það er síðan spurning um hversu opið það verður. Sjálfur hallast ég að því að hafa prófkjörið einungis op- ið fyrir flokksmenn. Venjulega hefur prófkjörið verið haldið í lok janúar eða byrjun febrúar og ég geri fastlega fyrir að svo verði einnig nú. Það verður haldið aukaflokksþing Alþýðu- flokksins á þessu tímabili og væntanlega verður prófkjörið haldið skömmu fyrir eða eftir það þing,“ sagði Pétur Jónsson, formaður fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, í samtali við Alþýðublaðið í gær.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.