Alþýðublaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Úttekt
Hvað gerist ef skilið verður milli ríkis og kirkju?
Sæmundur Guðvinsson leitaði svara við þessari spurningu meðal nokkurra einstaklinga:
öfgahópa?
Vaxandi fylgi er við aðskilnað ríkis og kirkju. Biskup segir
að ef þjóðkirkjan hyrfi fengjum við að finna fyrir dollarar-
streymi bandarískra öfgahópa.
Umræður um aðskilnað ríkis og
kirkju hafa skotið upp kollinum af
og til. Eftir niðurstöðunr skoðana-
kannana að dæma virðist vaxandi
fylgi við aðskilnað. Við þá endur-
skoðun ákvæða stjómarskrárinnar
Hafliði: Kirkjan stæði sig betur sjálfstæð.
um mannréttindi sem nú fer fram, er
líklegt að hróflað verði við þeirri
grein stjómarskrárinnar sem kveður
á um að ríkið styðji hina evangel-
isku lútersku kirkju.
Þeir sem aðhyllast aðskilnað ríkis
og kirkju telja að hér sé ekki jafn-
ræði með trúfélögum meðan ríkið
haldi úti þjóðkirkju. Auk þess haft
kirkjan gott af því að losna undan
ríkinu og starfa sjálfstætt. Kirkjunn-
ar menn benda hins vegar á að eng-
inn sé neyddur til að vera í þjóð-
kirkjunnar og fjárhagsleg tengsl við
ríkið standi á aldagömlum merg.
Öflug þjóðkirkja sé einn af horn-
steinum þjóðfélagsins. An þjóð-
kirkju kæmist fjöldi fólks á trúarleg-
an vergang. Biskup telur hættu á
dollarastreymi amerískra ofsatrúar-
manna ef þjóðkirkjan verði lögð
niður.
Háar fjárhædir
Fjármál koma við sögu þegar rætt
er um aðskilnað ríkis og kirkju.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1995
leggur ríkið 436 milljónir króna til
kirkjunnar. Þar af fara liðlega 360
milljónir til presta og prófasta og er
þar mestan part um laun að ræða. Þá
fær kirkjan stærstan hlut innheimtra
sóknargjalda í sinn hlut þar sem hún
er langstærsta trúfélagið með um 93
prósent landsmanna. Þar er um að
ræða hundruð milljóna króna ári.
Sóknargjöld þeirra sem ekki tilheyra
trúarsöfnuðum renna til Háskóla Is-
lands og þykir mörgum vafasamt að
rukka fólk um sóknargjald sem kýs
að standa utan allra sókna.
Stofnuð hafa verið sérstök samtök
um aðskilnað rikis og kirkju,
skammstafað SARK. Samtökin hafa
það meðal annars á stefnuskrá að af-
nema afskipti ríkisins af trúmálum í
landinu og að hvers kyns trúarleg
innræting í grunnskólum verði af-
numin. Félagar eiu fáir í þessum
samtökum eða innan við 200 talsins.
En þeir sem tala fyrir aðskilnaði rík-
is og kirkju eru allt frá trúleysingjum
til heittrúaðra. Við spurðum nokkra
kunna einstaklinga um viðhorf
þeina til málsins.
Skilid verdi á
milli
„Ég hef stundum
velt því fyrir mér
hvort það að hafa
ríkiskirkju almennt
getur samræmst
ákvæðum stjórnar-
skrárinnar um trú-
frelsi. Það er reynd-
ar mín skoðun að í
svona tjölhyggju-
samfélagi eins og
við búum t' á Vest-
urlöndum sé það
öllum til góðs, og
þá ekki síst kirkj-
unni sjálfri, að skil-
ið verði mjög ræki-
lega á milli ríkis og
kirkju," sagði Krist-
ján Kristjánsson
heimspekingur og
lektor við Háskól-
inn á Akureyri.
„Ég held að það
hnígi til þess mjög
sterk rök, nytjarök
sem eru í allra þágu,
að það verði skilið
miklu skarpara á
milli kirkjunnar og
ríkisins heldur en nú er,“ sagði
Kristján.
Hér er trúfrelsi
„Það er algjört trúfrelsi hér á
landi. Þjóðkirkjunni tilheyra 93 pró-
sent þjóðarinnar og það er því eðli-
legt að hún njóti nokkurrar sérstöðu.
Þjóðkirkjan er ekki baggi á ríkinu.
Fólkið borgar sinn skatt sem fer til
trúfélaga, þjóðkirkjunnar eins og
annaira, en aftur á móti tekur hið op-
inbera á sig ákveðin gjöld vegna
launa presta sem gengið var út frá
Birgir: Ríkið á að vera hlutlaust.
I907 þegar flestar kirkjujarðirnar
hurfu til ríkisins," sagði herra Ólafur
Skúlason biskup.
„Það er mikill misskilningur sem
hefur komið fram hjá fólki að menn
séu skráðir í þjóðkirkjuna við fæð-
ingu. Það hefur aldrei verið á ís-
landi. Barn er skráð í trúfélag móður
og ef móðir er utan trúfélaga er
barnið skráð utan trúfélaga. Jafnvel
þótt barnið sé skfrt og fermt af þjóð-
kirkjupresti
þá þarf það að sækja um inngöngu
í þjóðkirkjuna á sérstöku eyðublaði.
Hér er því algjört trúfrelsi," sagði
biskup.
Herra Ólafur Skúlason biskup
minnti á að strax í stjórnarskránni
1874 væri tekið fram að evangel-
isk kirkja skuli vera þjóðkirkja og
ríkinu beri að styðja hana og
styrkja. Það hefði ríkið gert, meðal
annars með því að ganga til samn-
inga við kirkjuna árið 1907 um að
gegn því að ríkið tæki við ákveðn-
um jörðum, þá skuldbindi það sig
til að borga prestum laun. Áður
lifðu prestarnir á jörðum sínum.
Dollarar öfgahópa
„Á kirkjuþingi í haust tókum
við mjög ítarlega fyrir þessi sam-
skipti ríkis og kirkju. Þar var sam-
þykkt að gengið verði til nýs
samnings við hið opinbera. Að við
hættum að tala um kirkjueignir og
rekja sögu þeirra allt aftur til þess
að við ákváðum að vera kristin
þjóð. Hins vegar, gegn því að við
afsöluðum okkur obbanum af
þessum jörðum til ríkisins, þá
gengi ríkið til satnninga við okkur
um að ákveðinn fjöldi prestemb-
ætta kæmi í staðinn. Það sem þar
yrði umfram yrði kirkjan að taka á
sig sjálf. En þjóðkirkjuskipulagið
hefur verið nauðsynlegt fyrir ís-
lenska þjóð,“ sagði biskup.
„Ef íslenska þjóðkirkjan hverfur
eða verður veikburða munum við
finna fyrir dollarastreymi öfga-
hópa í Bandaríkjunum sem ætla að
fylla það tóm sem þjóðkirkjan hef-
ur skilið eftir. Það held ég að væri
engum til góðs, með fullri virð-
ingu fyrir Bandaríkjamönnunt. Þar
ef ofsinn og olstækið í trúmálum
með ólíkindum," sagði biskupinn.
Stædi sig betur sjálfstæd
„Við teljum að kirkjan hefði
mjög gott af því að vera frjáls og
sjálfstæð. Það gerði það að verk-
unt að hún þyrfti alltaf að vera
vakandi fyrir því að það efni sem
hún flytur og það sem hún er að
gera sé lifandi og höfði til fólksins.
Annars lifir hún bara ekki af í þessu
umhverfi," sagði Hafliði Kristinsson
forstöðumaður Hvítasunnusafnaðar-
ins í Reykjavík.
„Vandinn við aðskilnað er sá að
það er svolítið erfítt að taka til baka
eða endurreikna þennan upphaflega
samning ríkis og kirkju. Við í Hvíta-
sunnuhreyfíngunni erum engir sér-
stakir talsmenn aðskilnaðar ríkis og
kirkju og eigum gott samstarf við
þjóðkirkjuna. Við teljum hins vegar
að hún myndi standa sig enn betur,
andlega fyrst og fremst, með því að
verða sjálfstæð."
- Ertu ekkert hrœddur wn að það
komi niður á boðuninni og kirkjan
reyni þá að afla sér vinsælda ineð
því að segja það eitt sem liún heldur
aðfólkið vilji heyra?
„Hvað boðar hún í dag? Ég held
nefnilega að þegar þú ert háður rfk-
isvaldinu hvað varðar fjármagn og
vilyrði á ýmsan hátt hlýtur það að
hafa áhrif á boðunina. Þetta mundi
því breytast til góðs trúi ég ef kirkj-
an yrði algjörlega óháð og frjáls."
-Hvernig komist þið af fjárhags-
lega?
„Við höfum tíund og frjálsar gjaf-
ir auk þess sem við fáum greidd
sóknargjöld en þau eru ekki stór
póstur í tekjunum, líklega um 10
prósent. Okkur tekst að halda starf-
inu uppi með þessum hætti,“ sagði
Fjármál blandast inn í umræður um aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum var vígð ný kirkja í Kópavogi,
Digraneskirkja. Kostnaður við hina nýju kirkju nemur um 250 milljónum króna. A-mynd: E.ÓI.
Hafliði Kristinsson.
Trúarbrögd eru einkamál
„Ég er þeirrar skoðunar að það
eigi að skilja að rfki og kirkju. Trú-
arbrögð eru einkamál fólks en ekki
Herra Ólafur Skúlason: Hér er
algjört trúfrelsi.
opinbert mál og það á ekki að mis-
muna trúarbrögðum,“ sagði Birgir
Hemiannsson stjórnmálafræðingur
og aðstoðarmaður umhverfisráð-
herra.
Birgir sagði að ekki ætti að fram-
kvæma aðskilnað í einu vetfangi
heldur taka til þess ákveðinn tíma.
Þetta væri sú stefna sem Svíar og
fleiri þjóðir hefðu tekið. I strangtrú-
uðu kaþólsku landi eins og Frakk-
landi væri skýr aðskilnaður ríkis og
kirkju og það virtist ekki koma nið-
ur á trúarlífi landsmanna.
„I Bandaríkjunum er sömuleiðis
skýr aðskilnaður ríkis og kirkju, en
ætli það sé nokkurs staðar á Vestur-
löndum meira trúarlff en þar. Ríkið á
að vera hlutlaust gagnvart ólíkum
trúfélögum, en auðvitað dregur ríkið
dám af þeim trúarbrögðum sem eru
algengust eins og öðrum menning-
arefnum. Hins vegar á ríkið ekki að
gera upp á ntilli trúarbragða. Hins
vegar virðast íslendingar almennt
ekki skilja þetta ef marka má niður-
stöður skoðanakönnunar þar sem
helmingur þjóðarinnar var fylgjandi
því að hafa bænastund í upphafí
þingfunda. Þetta er fáheyrt og ég
veit ekki hvernig ætti að réttlæta
slíkt,“ sagði Birgir Hermannsson.
Á trúarlegan vergang
„Kirkjan má ekki verða áfram-
haldandi stofnun, hvorki gangvart
sjálfum sér eða í hugunt fólksins, í
ríkisbákninu. Hún verður að geta
tekið sjáifstætt á grundvallarspurs-
málunt bæði siðferðilegum og fé-
lagslegum óháð því sem hentar
valdhafanum hverju sinni. Það getur
hún ekki fyrr en hún er úr tengslum
slitin við þetta kerfí sem við höfum
búið við allt frá siðaskiptum,“ sagði
séra Rögnvaldur Finnbogason sókn-
arprestur á Staðarstað í Staðarsveit.
Hann vill þó ekki aðskilnað strax:
„Það er hins vegar ekki tímabært
að skilja að ríki og kirkju. Kirkjan er
eini bakhjarlinn fyrir þorra þjóðar-
innar hvað sem líður einstaklingum
sem þurfa enn nánara samfélag og
leita þá inn í sértrúarflokkana,"
sagði Rögnvaldur.
„Nú er allt að gerjast í kringum
okkur. Ekki það að ég hafi á móti
því að fólk kynnist öðrum söfnuð-
um, öðrum afbrigðum af kristinni
trú og þar á ég við Krossinn, Veginn
og aðrar slíkar. Það er ekki út í hött
að þetta verður til heldur af þeirri
sáru reynslu sem fólk verður fyrir af
því að það vantar nánara samfélag
en það finnur í kirkjunni. Ef kirkjan
hyrfi af sjónarsviðinu sem ríkisrekin
stofnun, en ég tek það fram að hún
er þjóðkirkja en ekki ríkisrekin að
lögunt á þann hátt að vera deild úr
einhverju ráðuneyti, er ég hræddur
um að það ylli svo mikilli röskun að
fólk kæmist á tnáarlegan vergang.
Kirkjan myndi ekki fá það sem
henni ber og hún þarf til að halda
uppi sínu starfi. Þannig gæti þjóðfé-
lagið tapað sínurn siðferðilega bak-
hjarli sem kirkjan er þrátt fyrir allt,“
sagði séra Rögnvaldur Finnboga-
son.
Lifandi trúfélög eða dollaratrú