Alþýðublaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 8
MMDIIBLÍÐID
Miðvikudagur 7. desember 1994
186.tölublað - 75. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
FRÉTTASKýRING
Helstu forystumenn Birtingar ganga úr Alþýðubandalaginu. Viðbrögð Guðrúnar Helgadóttur:
„Ég hélt ad þeir væru löngu farnir
Guðrún knúin til þess að láta af þingmennsku. Svavar Gestsson verður í 1. sæti í Reykjavík, Bryndís Hlöðversdóttir í 2. sæti og
Ögmundur Jónasson í því 3. Steingrímur samgleðst Merði.
„Voru þeir í flokknum?" sagði
Guðrún Helgadóttir þingmaður Al-
þýðubandalagsins þegar hún var innt
eftir viðbrögðum sínum við úrsögn
Kjartans Valgarðssonar og Marðar
Ámasonar úr Alþýðubandalaginu.
„Eg hélt að þeir væm löngu famir. Eg
hef ekkert um þetta að segja,“ sagði
Guðrún. En fleiri örlagaríkir atburðir
gerðust í gær í Alþýðubandalaginu.
Guðrún Helgadóttir efndi til blaða-
mannafundar og tilkynnti að hún
hygðist skipa 4. sæti G-listans í
Reykjavík og hefði boðið Bryndísi
Hlöðversdóttur sæti sitt. Ögmundur
Jónasson verður í 3. sæti en Svavar
Gestsson leiðir listann áfram. Hætt
verður við prófkjör - en nýlega boð-
aði Alþýðubandalagið í Reykjavík
fyrsta opna prófkjörið í sögu flokks-
ins.
Afarkostir. Ólafur Ragnar hefur séð
á bak flestum áhrifamestu stuðn-
ingsmönnum sínum uppá síðkast-
ið. Eini kostur hans nú er að „nálg-
ast pólitíska miðju" Alþýðubanda-
lagsins - Svavar og Steingrím.
Skipulagdar úrsagnir?
Kjartan og Mörður hafa verið
helstu forystumenn Birtingar síðustu
árin, og úrsögn þeirra er mikið pólit-
ískt áfall fyrir Ólaf Ragnar Grímsson
formann Álþýðubandalagsins. Kjart-
an og Mörður hafa báðir lýst yfir því,
að þeir hyggist ganga til liðs við Þjóð-
vaka Jóhönnu Sigurðardóttur.
f samtali við blaðið í gær sagði
Steingrímur J. Sigfússon, varafor-
maður Alþýðubandalagsins, að það
væri mjög athyglisvert að úrsagnir
fimm áberandi félaga í flokknum
Með pálmann í höndunum. Stein-
grímur J. Sigfússon getur nú geng-
ið að formannsstóli í Alþýðu-
bandalaginu vísum.
hefðu dreifst á fimm vikur. „Þannig
vekur þetta óneitanlega meiri athygli í
Ijölmiðlum, og það læðist að manni
sá gmnur að þetta sé skipulagt með
það fyrir augum," sagði Steingrímur.
Aðspurður sagði hann að eftirsjá væri
eftir Kjartani og Merði, þótt hann
hefði oft deilt hart við þá. „Mörður
hefur haft sínar skoðanir og talað fyr-
ir þeim af einurð og krafti. Eg sam-
gleðst Merði yfir þvf að hafa loksins
gert upp við sig hvað hann ætlar að
gera,“ sagði Steingrímur.
Guðrún Helgadóttir sagði ekkert
undmnarefni að Mörður og Kjartan
skyldu segja sig úr flokknum. ,JVIér
kemur hinsvegar á óvart ____
hvert þeir fara. Þeir hafa kos-
ið að ganga til liðs víð þing-
mann Alþýðuflokksins.“ í
gær tilkynnti Guðrún að hún
hefði boðist til að taka 4. sæti
G-listans í vor gegn því að
Bryndís Hlöðversdóttir yrði í
2. sæti. Tilkynning Guðrúnar
var staðfesting á fregnum um
að flestir helstu forystumenn
flokksins hafi unnið að því
öllum áram að hún drægi sig
í hlé.
Alþýðubandalagið hefur
haft tvo þingmenn í Reykja-
vík síðustu tvö kjörtímabil,
og Guðrún getur að óbreyttu
ekki gert sér vonir um meira
en að verða annar varaþing-
maður flokksins.
Stada Guðrúnar var
vonlaus
Áhrifamaður í Alþýðu-
bandalaginu sagði að mjög
hart hefði verið lagt að Guð-
rúnu að draga sig í hlé, og
hún hefði unt síðir gert sér
grein fyrir því að staðan var
vonlaus. Hún setti fram kröfu
um að fá að skipa 4. sætið „af
einhverjum rómantískum eða
sögulegum ástæðum“, ein-
sog heimildamaður blaðsins
orðaði það. Guðrún var í 4.
sæti fyrir 15 ámm, 1979, og
náði þá óvænt kjöri til Al-
þingis. Þessi heimildamaður
sagði að almenn óánægja
hefði verið nokkuð lengi með
Guðrúnu, og það ætti sér víð-
tækar skýringar. Hann nefndi
einstrengingslega afstöðu
hennar í einstökum málum,
allt frá hvalveiðum til reyk-
inga, auk þess sem hún væri í
litlu eða engu sambandi við
flokksmenn, færi eigin leiðir
og væri óútreiknanleg.
Guðrún hefði til skamms
tíma ætlað að beijast með
kjafti og klóm í prófkjörinu
en séð að það var tilgangs-
laust. „Eg held að sú hroða-
lega útreið sem Salome Þor-
kelsdóttir fékk í prófkjöri um
daginn hafði opnað augu
Guðrúnar fyrir því að jafnvel
fyrrverandi þingforseti er
ekki heilög kýr,“ sagði við-
mælandi blaðsins.
Staða Ólafs Ragnars innan
Alþýðubandalagsins veikist
enn við brotthvarf Marðar og
Kjartans. Á síðustu vikum
hefur hann séð á bak Svan-
fríði Jónasdóttur, Sveini All-
an Morthens og Ragnheiði
Jónasdóttur. Öll hafa gengið
til liðs við samtök Jóhönnu
Sigurðardóttur. Bakland Ól-
afs Ragnars í Alþýðubanda-
laginu fer þannig ört minnk-
andi, en ítök Steingríms J.
Sigfússonar aukast að sama
skapi. Fátt getur nú komið í
veg fyrir að Steingrímur
verði kjörinn formaður
flokksins á næsta ári, en þá
verður Ólafur Ragnar að láta
af formennsku í samræmi við
flokkslög.
Þingmaður Alþýðubanda-
lagsins sem blaðið talaði við í
gær sagði að vissulega væri
úrsögn Kjartans og Marðar
mikið áfall fyrir Ólaf Ragnar.
„Þetta gefur Ólafi Ragnari
hinsvegar færi á því, að hætta
að elta uppi skoðanir þessa fólks sem
nú er á fömm úr flokknum. Hann
getur þess í stað nálgast miðju Al-
þýðubandalagsins," sagði þingmað-
urinn.
Á „miðju Alþýðubandalagsins“
mun Ólafur Ragnar hitta fyrir Svavar
Gestsson og Steingrím J. Sigfússon.
Brotthvarf Guðrúnar Helgadóttur
úr þingflokknum mun veikja Ólaf
Ragnar enn frekar, enda studdi hún
hann dyggilega lengstaf.
Æ& ÆSmrl
COMPUTER
- fyrir þig
ÞABESTU
® 1 ; 'nPUAY
✓ í * Intel 4/33SX; 4/50SX2; 4/66DX2 \ *' \ 1 * Intel 4/50SX2; 4/66 DX2 i
og 4/100DX4 i 60 - og 90-Mhz Pentium
i * ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og ! * ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og
i Pentium Overdrive J Pentium Overdrive
J * Asynchronus, write back, i *Synchronus,writeback,
| second level skyndiminni i second level skyndiminni
J * VESA LB Cirrus 5428 skjáhraðall, ! * PCI Cirrus 5434,64-bita skjáhrað- J
i 1MBDRAM ! allsmeð1MBDRAM,2MBmest i
! * Minni stækkanlegt í 64MB i * Minni stækkanlegt í 128MB
| *VL- IDEstýring ! *32- bita PCI Enhanced IDE
j * VL/ISA tengibrautir ! * PCI/ISA
i * Multilevel Security J * Multilevel Security
! * Raðtengi (UART16450) J * Raðtengi (UART 16550)
! * Styður EPA, DPMS i * EPA, DPMS, DMl og Plug and Play!
! * Hliðtengi (ECP)
| * FlashBIOS
i 3 ára varahlutaábyrgð i 3 ára varahlutaábyrgð J
1 Intel 4/66DX2; 60-Mhz Pentium
(ZIF sökkull 3 fyrir SL Enh- og
Pentium Overdrive
1 Synchronous, burst mode, write
back skyndiminni
• PCIATI Pro Turbo, 64- bita,
135MHz RAMDAC, 2MB VRAM,
4MB mest.
18MB minni stækkanlegt í 128MB
1 32-bita PCI Enhanced IDE
f PCI/ISA
f Multilevel Security
* Raðtengi (UART16550)
‘StyðurEPA, DPMS, DMI
og Plug and Play
1 Hliðtengi (ECP)
‘FlashBIOS
‘PCMCIA möguleiki
3 ára varahlutaábyrgð
/Ti
1 Intel 90- og 100-Mhz Pentium
1ZIF sökkull 5 fyrir Multiple Pentium
örgjörva skv. Intel MP 1.1
1 Synchronous, burst mode, write
back skyndiminni
f PCIATI ProTurbo, 64 bita 135MHz
RAMDAC, 2MB VRAM, 4MB mest.
* 8MB minni stækkanlegt í 192MB
132-bita PCI E-IDE og PCI FastSCSI2
1PCI/EISA
f Multilevel Security
h Raðtengi (UART16550)
1 Styður EPA, DPMS, DMI
og Plug and Play
f Hliðtengi (ECP)
f FlashBIOS
1PCMCIA möguleiki
f Ethernet netkort
meðTP og AUItengi
3 ára varahlutaábyrgð
Kröfuhörð
fyrirtæki velja AST 4.0 WinMarks @ 1024x768
Verðdæmi:
LC 4/66 8MB 270MB 14”skjár:
Fra 169.000 kr. stgr. m/vsk
MS Pentium 60 8MB 420MB 14"skjár:
Frá 239.000 kr. Stgr. m/vsk
RAÐGREIÐSLUR
Hringdu eða komdu í verslun okkar
og fáðu ráðgjöf.
EINAR J. SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000
E)S