Alþýðublaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 að hann hafi verið svo hræðilega spillt- ur. En rabbí Loew náði allavega mjög góðu sambandi við Rúdolf keisara og þá kom upp sá kvittur í gyðingahverf- inu, að Loew hafi búið til mann úr leir; mann sem var kallaður Gólem á hebr- esku. A þessum tfma voru miklar of- sóknir á hendur gyðingum líktog alltaf hefur verið og Gólem þessi átti að hafa verið boðberi skilaboða á milli Rúdolfs og Loew þegar erfiðleikar steðjuðu að. Gólem bjargaði allskonar málum sent komu upp; hlutum á borð við hinar ei- lífu mannáts- og blóðdrykkjusögur sem sagðar voru um gyðinga; að þeir hafi verið að fóma sveinbömum og drekka úr þeim blóðið. Og til er saga frá þvt' þegar Gólem kemur uppum slíkt samsæri; það er að segja, að rabbí Loew notaði hann til að fletta ofan af samsæri. Eg veit ekki alveg hvemig ég að lýsa þessu. Gólem var í rauninni milligöngumaður og hið holdigervða vinaband sem tengdi Loew og Rúdolf keisara. Hinsvegar var ég að lesa bók um daginn sem heitir Um nótt undir steinbrúnni og þar er sagt, að Rúdolf keisari hafi einungis haft áhuga á rabbt' Loew því hann hélt að rabbíninn gæti framleitt gull; væri gullgerðarmaður." -Já, einmitt... .Jamm. En ég fór semsagt að gröf Loew, þessa merkilega manns, sem er í miklum gyðingagrafreit í Prag; alveg stórkostlegur staður - hreint undur. Þetta er svona hæð afþví að gyðingar gera það alltaf - eða gerðu - að grafa fólk yfir næsta manni fyrir neðan. Það var sett rneiri og meiri mold í garðinn og grafið ofan á gömlu grafimar. Þú ert kannski með fjóra tugi legsteina hvem fyrir framan hinn og svo er grafreitur- inn orðinn að einskonar hæð með tím- anum; hæð sem er full af beinagrindum og líkum. Þetta er alveg magnað að upplifa þennan stað. Kantaðir legstein- amirspretta uppúrjörðinni, hverofan á öðmm, og þetta er svipað stuðlabergi ásýndar. A þessum stað í Prag er hin makalausa gröf rabbí Loew eiginlega pflagrímsstaður. Menn fara að þessari gröf, skrifa skilaboð á miða og stinga inn í gröfina. Og ég gerði það semsagt. Gerði samning við Loew.“ -Baðstu rabbínann wn að gera eitt- hvaðfyrir þig...“ „Já, ég bað rabbí Loew um að gera svolítið fyrir mig og þá myndi ég skrifa bók fyrir hann. Hann stóð við sitt og þessi bók sem nú er komin út er síðan hluti af því verki. Eg er að efna minn hluta samningsins." -Það eru semsé fleiri bœkur um sama ejtii á leiðinni? „Tvær. Það sem ég sé fyrir mér er þessi samtímasaga sem ég ætlaði í upp- hafi að skrifa. Hún er númer þrjú. Ég á hana alveg eftir og þessi bók núna end- ar eiginlega þannig, að gyðingurinn kemst á skipið sem stefnir í norðurátt og heitir Goðafoss og maður hefur það svona á tilfinningunni hvert skipið stefnir nákvæmlega. Ég ætla svona að sjá til hvernig það spinnst alltsaman. En þriðja bókin er jú nokkumveginn til.“ -Samtímaságan? ,Já, en það þarf bók þama á milli; númer tvö. Ég er að skoða það. Hún myndi gerast á Islandi á árunum 1945 til 1962.“ -Hvað með Ijóðlistina, ertu alltaf að yrkja ? „Ég er alltaf vakandi fyrir því að Ijóðin geta komið. Ég hinsvegar ein- beiti mér ekkert sérstaklega að því. Ég fékk alveg rosalegan leiða á ljóðum lyrir þremur eða fjórurn árum. Alveg uppí háls. Og síðan gat ég ekki lesið Ijóð mér til skemmtunar mjög lengi. En alltíeinu breyttist það í fyrra. Þá fór ég að lesa ljóð aftur. Og það er nú þannig með ljóð, að þau spretta oft af öðmm ljóðum. Þegar maður er síðan farinn að hafa áhuga á forminu og þá koma skriftimar af sjálfu sér.“ -Hvaða Ijóð ertu að lesa? „Hvaða höfunda? -Já. „Ég hef verið að lesa enskt ljóðskáld sem heitir Ken Smith sem mér þykir algjör meistari og alveg stórkostlegt skáld. Hann ætti að vera búinn að fá Nóbelsverðlaunin fyrir löngu. Þetta er einn af fáunt Bretum sem getur ort. Yfirleitt eiga Bretar mjög erfitt með að yrkja; eru afskaplega gamaldags og afturúr og misstu alveg af módernísku byltingunni; hefðbundin og leiðinleg Ijóðskáld upp til hópa. En Ken þessunt Smith hefur einhvemveginn tekist að komast framhjá þessu.“ -Kveikir Ken íþér? „Það gerist þetta af sjálfu sér. Ljóð- línumar lifna við i' höfðinu á mér og ég heyri það og þær halda bara áfram sjálfar. Samt passa ég mig alltaf á því, að ef þær - eða ein- hvetjar samlfldngar sem mér detta í hug - falla inní prósann eða skáldsöguna sem ég er að skrifa þá geta þær aldrei orðið ljóð því þær em ekki nógu góð- ar. Þetta er mín regla. Ljóð er eitt- hvað sem ekki er hægt að segja á nokkum annan hátt.“ -Hvað segirðu um Ijóðskáldin í dag? Ég sá það í fyrmefndu Mann- lífsviðtali að þér er ekki vel við þessi knöppu, fáguðu, klipptu og skomu Ijóð... „Já.“ -Og eitthvað minntistu á að Ijóð- skáldin í dag mœttu að ófyrirsynju sœkja meira í þann atf sem þið skœru- liðamir í Medúsu- hópnum skilduð eft- irykkur... <,Mér finnst það. Ljóðin á íslandi em orðin alltof mikið svona, héma, eitt- hvað svona... Ég veit það ekki. Hverju á maður eig- inlega að líkja þessu við? Hvað er þetta eiginlega, hvað er þetta eiginlega...?“ -Eru Ijóðskáldin orðin öfupptekin af umbúðunum ? „Því miður. Þetta eru svona formæf- ingar finnst mér og menn em alltaf að gera sama hlutinn, verða sffellt heimilislegri í ljóðinu. Þetta gerist vegna þess, að hugsunin er hvorki sérstök né nýstárleg - hún er al- gjörlega stöðnuð. Og ef rnenn velja sér að fara inní gamalt Ijóðfomt þá fara þeir átómatískt innf gamla hugsun. Hvað heitir það - átómatík pælott - já, sjálfsstýringin, hún er bara sett á. Þá enda menn uppi með að skrifa bæði eftir gömlu formi og gamalli hugsun." -Slæmt mál. „Já. Megnið af því sem er skrifað í dag og eiga að heita óhefðbundin nú- tímaljóð er einfaldlega það, að menn em að elta það uppi sem var skrifað hér á ámnum 1950 til 1960. Það er ekkert nýtt gert í hugsuninni sem sprengir af sér formið. Ef hugsunin í Ijóðum er góð - bæði sérstök og nýstárleg - þá sprengir hún sjálfkrafa utanaf sér form- ið.“ -Sérðu einhver merki þess að þetta sé að breytast, er ný kynslóð byltingar- manna að komafram? „Ég hef mjög sterklega á tilfinning- unni, að nú sé að koma fram ný kyn- slóð fólks í öllum listgreinum - hvort sem það er músík, myndlist eða annað. Þetta fólk ætlar að breyta þessari stöðn- un, en þetta er eitthvað sem ekki er hægt að stjórna eða skilgreina; það bara gerist. Þetta er fólk sem er um það bil á aldrinum sautján til tvi'tugs og það em virkilegar umbreytingar þama í gangi. Það er hugsun og vilji til að gera eitthvað nýtt. Kannski er þama að finna þetta kæruleysi gagnvart listinni sent er nauðsynlegt. Maður verður nefnilega að vera kærulaus gagnvtul listinni ef einhverju á að bylta og breyta. Listina má allsekki líta á sem einhverja heilaga kú.“ -Hefitr þetta kœruleysi eitthváð að gera með þessa kynslóð á aldrinum sautján til tuttuguogfimm; X-kynslóð- ina er hefitr verið brennimerkt sem fólk sem er skítsama um alla nema sjálfan sig? Eru hlutir að gerast í þeim jarð- vegi? „Nei, ég er kannski ekki að tala um þessa X-kynsIóð. Það er mikill mis- skilningur í gangi héma á Islandi með þessa X- kynslóð. Úti í Ameríku er X- kynslóðin til dæmis skilgreind sem fólk á mínum aldri og svona fimm ár- utn yngra.“ -Nú. passarþað þá ekki við það sem gerðist með '68- byltinguna Itérna heinta; hreyfmgu sem fyrst og fremst var t menntaskólunum í stað þess að vera í háskólum einsog erlendis? Erunt við fslendingar ekki bara svona bráð- þroska? „Njaaa.... Ég veit það ekki. Þessi X- kynslóð hefur verið kölluð slakkers í Ameríku og slakkers er aðallega fólk sem ekki hefur haldið áfram t' skóla, er í einhverjum bflskúrsböndum, er að gera neónlistaverk heima hjá sér á kvöldin, vinnur á Makkdónalds - er í þessum störfum sem kölluð hafa verið makkdjobbs - og litir í raun mjög svip- uðu lífi og því sem ég og fólkið í Smekkleysu og Sykurmolunum lifði héma heima á árunum í kringum 1987. Menn unnu bara eitthvað pínulftið og voru svo að skrifa, gefa út og svoleið- is.“ -Og voru bara. „Ha? Já, við vorum bara. Þetta er kynslóðin sem náði aðeins í skottið á pönkinu en héll áfrant." -Erþetta þá ekki frjóasti jarðvegur- inn: Fólk sem lœtur sér nœgja lág- nrnrks lífsgœði - vinnur ekki mikið og nennir ekki að hahga í skóla - og leyf- ir sér, að dunda sér að eigin hugðar- efinum ístað þess að vera á kaft í kapp- hlaupinu? „Ég meina það. Það skiptir líka ofsa- lega miklu máli að vera útúr megin- straumnum; taka þessa ákvörðun að stíga útúr kapphlaupinu. Eiga sig bara sjállur og búa sér til svæði í samiélag- inu þar sem þú hefur þinn eigin kúltúr og þitt frelsi; tekur ekki þátt í lífsgæða- kapphlaupinu nema að litlu leyti. Þú kaupir notuð lot og notuð húsgögn eða hirðir úr einhverjum mslagámi og eitt- hvað svoleiðis. Og lifir bara ágætu lífi; étur hrísgrjón, átt lítið svarthvítt sjón- varp og þetta allt saman. Það er bara nóg fyrir þig. Mestan áhuga hefurðu á þvf hvert þú stefnir - ekki aðrir. Ég veit það ekki... Ha... Kannski er ég bara gamaldags og rómantískur í hugsun, en mér finnst þetta vera mjög ákjósanlegt líf. Ég held það séu að verða til alvöru fyrirmyndir fyrir unga fólkið í dag. Við emm ekki að tala um þessa bóhema- kynslóð sem er alltaf að drekka sig í hel og við þekkjum úr íslensku bók- menntasögunni. Þetta er ekki bóhem- ían heldur einhverskonar h'tilþægni. Ég held að þessir ungu krakkar séu að fatta, að maður þarf ekkert að vera rík- ur og frægur og skrifa á kjöltutölvu í júmbóþotu. Maður á bara að gera það sem manni dettur f hug. Maður er það sem maður gerir." -Gamla, góða slagorðið... ,Já. - Og til dæmis þessi skáldsaga mt'n. Ég var að byija á henni árið 1990 og fer síðan af stað með hana árið 1991 og ég er búinn að vera vinna allt mögu- legt annað á meðan. Allan þennan tíma. Ég hef fengið einhver rithöfunda- laun frá ríkinu, en það hefur ekki verið nándamærri nóg til að ég gæti verið að skrifa þessa skáldsögu og ekki gert neitt annað á meðan. Þetta hefur kannski hjálpað mér einhvem hluta af árinu, en st'ðan hef ég verið í allskonar vinnu, með allskonar fólki og gera ein- hverja hluti sem skalfa mér peninga og svo hef ég skrifað bókina þegar ég hef haft tíma. Ég er mjög sáttur við þetta líf.“ -Og svo ertu aðfara út eftir áramót að ritstýra blaði. „Ritstýra, já. Ég sé það þannig, að eftir að ég var búinn að skrifa þessa bók var ég í rauninni alveg búinn að fá nóg af sjálfum mér. Búinn að taka þriggja mánaða töm þar sem ég gerði ekkert annað en að skrifa, átta til sautj- án tíma á sólarhring.“ -Hvemig vinnurðu verkin þín; skerðu mikið niður, bcetir við, endur- skrifar og þess háttar? ,Ætli það ekki... Ég skar til að mynda útúr þessari bók fjörtíu til fimmtíu síður og ég skrifa hvem kafla og hverja síðu ég veit ekki hvað oft. Sumar málsgreinar skrifar maður sjö- tíu sinnum, aðrar bara standast í fyrstu skrift." -Siitá útúrdúr... Og svo lauk þessari bókarskorpu? „Þá var ég alveg með það á hreinu, að nú vildi ég fara vinna fyrir einhvem annan en sjálfan mig. Bara vinna. Vera með fólki. Ég er hinsvegar orðinn dá- lítið gamall og sérvitur og erfiður í samskiptum og samstarfi - eiginlega húðlatur ofaná allt saman. Ég er fínn að fá hugmyndir og get fengið margar milljónahugmyndir á dag ef ég er í þeim gír; hugmyndir sem geta gert stóran hóp af fólki í kringum mig for- ríka. En ég er bæði of latur og lélegur til að framkvæma þetta.“ -Þú ert þá brautryðjandi og bestur í byrjun? „Einmitt og þegar ég er búinn að taka þessa ákvörðun mfna, að fara nú að vinna fyrir einhvem ann- an og umgangast margt fólk til til- breytingar og síð- an tilkynna Ás- gerði konu minni það, þá hringir síminn. Þar er komin Björk Guð- mundsdóttir, söng- kona í Lon’don, sem - býður mér vinnu við að rit- stýra tímariti sem á að koma út f tengslum við að- dáendaklúbbinn hennar sem er ver- ið að stofna. Venjulega em blöðin sem em gefin út f kringum þessa klúbba bara glanstímarit um stjömuna; hún er gera að þetta og hún er að gera hitt. En Björk er alveg á móti slíku. Hún tilkynnir því útgef- endum sínum tvennt: Annars- vegar megi blaðið tengt aðdáenda- klúbbnum ekki íjalla um hana og hinsvegar skuli ákveðinn maður uppi á Islandi sjá um að ritstýra þvf. Þessi hugmynd þótti gjörsamlega geðveik; að gefa út tímarit tjórum sinnum á ári sem ekki fjallaði um hana og enn brjálaðra fannst þessu fólki að einhver eskimói ofan Islandi ætti að ritstýra því.“ -En wn hvað á þetta blað þá að fjalla? „Tímaritið verður eiginlega bttra svona lista- og tískutímarit. Svipaðar pælingar og voru t' gangi í Núllinu. Nema við ætlum að gefa út tímarit með svolftið öðrum áherslum og sinna sér- staklega vel því fólki sem er að byrja í listinni; að gefa út sfna fyrstu plötu eða farið að þreifa fyrir sér í myndlistar- heiminum. Annars emm við, að hugsa upp leiðir til að hafa Björk með í blað- inu; eiginlega án þess að hafa hana með í blaðinu - semsagt án þess að endalaust sé verið að fjalla um hana. Ég treysti mér til að vinna fyrir Björk - þó að ég treysti mér kannski ekki að vinna fyrir ýmsa aðra. Þarna kemur maður til að koma hugmyndum til ansi stórs hóps fólks." -Erþetta stórt langtímaverkefni? „Eitt og hálft ár. Fyrsta verkefni mitt verður að hanna tímaritið og hugsa upp hugmyndagmndvöllinn og afstöðuna. Ég sé fyrir mér að ég sjái um fyrstu fjögur til sex tölublöðin og það er alla- vega eitt til eitt og hálft ár til að byija tneð. Markmiðið er að gefa út tímaritið sem ég og Björk og Þór Eldon og Ein- ar Öm og Bragi og þetta fólk alltsaman hefðum elskað að lesa þegar við vomm kannski svona sautján ára. Spennandi." -Ogfer kona þín, Ásgerður Júníus- dóttir, út með þér? ,Jú, jú. Og dóttir okkar, Júnía Líf Maríuerla." -Hvað er Asgerður að fara gera þama úti? „Ása er að fara í söngnám og byijar síðan vonandi sinn karríer sem stjama á hinu alþjóðlega ópemsviði." -Verður nokkuð pláss í nœstu fram- tíð fyrir skrifin á öðru og þriðja bindi í þessari trílógíu þinni sem liefst núna meðAugu þín sáu mig? ,Jú, jú. Ég er auðvitað kominn nokkuð langt með þriðja bindið og ég ætla bara að gefa mér góðan tíma í verkið. Ég var þijú ár að skrifa þessa skáldsögu og með annað bindið - sem gerist í Reykjavík 1945 til 1962 - er ég byrjaður að lesa mér til um og safna heimildum í. Ég er einnig bytjaður á að ræða við fólk sem var í ákveðnum kreðsum á þessum tíma og ég hef áhuga á að fella inní þessa bók.“ -Spennandi verkefni? „Ég lofa því allavega að sýna fólki aðra mynd af Reykjavík en það helur hingað til séð.“ -Hefur tveggjaoghálfs árs dóttir þín Júnía Líf Maríuerla Itaft mikil áhrif á það sem þú ert að gera ídag? „Sérstaklega mitt andlega líf og kannski er maður þar að tala um eitt- hvað sem allir segja og er orðin óttaleg klisja - en hún er þá bara sönn. Maður er að uppgötva heiminn uppá nýtt. Fyr- ir tveimur dögum uppgötvaði hún til dæmis tunglið og hefur mikinn áhuga á tunglinu. Svo uppgötvaði hún dag og nótt og var þá ákaflega upptekin af þeirri nýjung. Og maður fylgir þessu eftir. Annars er jressi bók svo nýbúin hjá mér, að ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil áhrif sú staðreynd hefur haft á hana, að ég er kominn með barn og fjölskyldu. Ég legg allavega miklu meira undir í þessari bók og er að tak- ast á við miklu stærri hluti en í öðrum bókurn mfnum; bæði í veraldarsögunni og mannssögunni. Kannski er í því að finna einhvem alvarleika og ábyrgð sem sprottið hefur uppí mér. Það er líka svo margt sem ég er að undirstrika með þessari skáldsögu. Ég var sífellt að uppgötva eitthvað nýtt sem býr í fonn- inu og ég hafði ekki nýtt mér áður. Ég uppgötvaði endalaust nýja fleti á því hvað skáldsagan er og hvað er hægt að gera með þær. Þetta eru hlutir sem ég á eftir að nota í næstu bók.“ -Ertu að leika þér meðformið? „Alltaf. Ef við tökum sem dæmi Stálnórt þá skrifaði ég þar í rauninni gegn öllu sem einkennir skáldsögur og hreinsaði útúr mér alit sem gerir skáld- sögu að skáldsögu. Ég er mjög ánægð- ur með þá bók sem slíka. 1 Augu þín sáu mig leyfi ég tnér að umfaðma allt það sem skáldsagan hefur uppá að bjóða. Tek allt inn og er þá að velta fyr- ir ntér raunsæisskáldsögum jafnt sem tilraunasögum einsog Tristam Sliandy sem var skrifuð á átjándu öld á Irlandi. Þar er rnaður sem ætlar að segja ævi- sögu sína og svo kemur einhver og brokkar burtu með söguþráðinn strax á fimmtu eða sjöttu st'ðu. Sfðan þegar hann kemur aftur fimmhundruð blað- síðum síðar þá er maðurinn ennþá ófæddur. Það er náttúrlega þannig, að skáldsagan á sér svo langa sögu og í henni hefur gerst svo margt skemmti- legt. Don Kíkóti eftir Cervantes og Gargantúi og Pantagrúll eftir Rabela- is; þetta eru fantasíufjársjóðir sem hægt er að ganga í og ef maður velur sér þá hefð, frekar en raunsæishefðina, þá sér maður hvemig skáldsagan var sprikl- andi fjörugt og skemmtilegt form í upphafi og það er sú skáldsaga sem ég hef mest gaman af og ætla sækja í.“ -Þú hefur mikla aðdáun á fantasíu- skáldsögum sem voru skrifaðar útí heimi fyrir mörgunt árhundruðum; ef við förum hénui Iteim í mítímann: Hvernig stendur íslenska skáldsagan? „Það sem mér hefur aðallega fundist vanta, er að menn leiti sér fanga í sögu skáldsögunnar; nýti sér það sem hefur verið að skapast og geijast á fimm- hundruð árum. Megnið af því sem er skrifað, er það sern kallast hefðbundið. Þær sögur eru í sjálfu sér fínar og ég er ekkert á móti þeim. Fólk hefur gaman af því að lesa þetta og það er allt í góðu lagi. En það er hinsvegar svo margt sem er til í heimi skáldsögunnar sem mér finnst menn vera hræddir við að nota." -Þú ert ekkert smeykur við að vera gagnrýndurfyrir að hafa ekki lumdsvit á því Þýskalandi sem þú skrifar um? „Nei, nei, nei. Ég veit að vísu ekkert hvemig þessi saga mín yrði lesin í Þýskalandi; þar kannski fengi ég á baukinn. Það sem ég er að gera við þá er það sem stórþjóðir hafa alltaf gert við litlar þjóðir. Þetta gerðu menn al- veg á fullu á sínum tíma; menn einsog Jules Veme létu sögur sínar gerast á ls- landi og var í rauninni alveg skt'tsama um hvemig Island væri. Treystu bara á að lesandinn vissi ekki mikið um ís- land; hvemig landið og fólkið væri. Ég er að hefna mín á þessunt höfundum. Heyrðu rúllar þetta tæki ennþá?“ -Já. Þetta er annars að verða nokk- uð gott. Takkfyrir spjallið. „Ha... Já. Rúllar þetta tæki þitt enn- þá?“ -Já, já. „Það getur ekki verið.“ -Jú, jú, hvert einasta orð þitt hefur verið skráð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.