Alþýðublaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9
Paradísarmissir Adams og Evu, túlkun ítalska listamannsins Masaccios.
Jón Þorláksson glímdi áratugum saman við stórvirki Miltons.
Jón gerði því vfðreist um ævina inn-
anlands þó að hann færi aldrei utan:
fæddur á Vestfjörðum, elst upp þar
og líka sunnanlands, er um hríð í
Skálholtsskóla og hefur síðan skáld-
feril sinn og þýðingarstörf í Hrapps-
ey. Þar var seint á 18. öld sett á stofn
fyrsta prentsmiðja landsins sem ekki
var í eigu kirkjunnar, en sem kunn-
ugt er var kirkjan öldum saman ein-
ráð um hvað koma mátti út á Islandi.
Jón starfaði að þýðingum og próf-
arkalestri í Hrappsey og varð þeirrar
En það má kalla
mikla bíræfni af
klerki sem hafði tví-
vegis verið settur
út af sakramentinu
fyrir þessar sakir
að gera sjálfan
prestskrúðann -
þetta fróma emb-
ættistákn - að mið-
punkti svo hold-
legra yrkinga.
ánægju aðnjótandi að sjá þar frumort
kvæði sín á prenti. Það var í Tullins
kvœðum 1774 en þar birtust nokkur
Ijóð eftir Jón sjálfan, auk þýðinga
hans á verkum norska skáldsins Tul-
lins. Er það fyrsta ljóðabók á ís-
lensku, veraldlegs efnis, sem kemur
út að höfundi lifandi, ef frá eru taldar
rímur.
Aður en Jón hélt fótgangandi
norður að Bægisá veturinn 1788 orti
hann Grafskrift eftir sjálfan sig, rétt
eins og hann væri að jarðsetja eigin
ævi þar vestra. Honum var líklega
þungt í hug enda varð hann að skilj-
ast við þá konu sem hann hafði geng-
ið að eiga, dóttur prentsmiðjueigand-
ans í Hrappsey, og utiga dóltur
þeirra, því eiginkonan vildi ekki
fylgja Jóni norður í nýja brauðuð. 1
Grafskriftinni víkur hann að því að
lánið hafi leikið sig grátt og ávarpar
síðan vegfarandann sem kann að
ganga fram á gröfina:
Leikhnöttur lukkunnar
liggur íþessum reit.
Mjög þeim hún mislynd var,
meir þó oft köid en heit.
Hvílu, sem þráði þrátt,
þversynjað honum var
og rór á engan hátt
unnt, nema þessarar.
Það er gjarnan rætt
um Jón Þorláksson
sem brautryðjanda
eða undanfara
þeirra skálda sem
hófu íslenska ljóða-
gerð upp í nýjar
hæðir á 19. öld...
Hann hefur verið
kallaður Jóhannes
skírari hinna ís-
lensku endurreisn-
arskálda, daufur ár-
roði hins nýja dags
í bókmenntunum.
Það er Jón Þorláksson
þessa sem byggir gröf
bíðandi í biíðri von
betra lífs eftir gjöf.
Þenk, maður: þú sem ert
þvíltkur var hann hér.
Þú verður, það er bert,
þvílíkur sem hann er.
Þrátt fyrir þessi drungalegu um-
mæli beið Jóns nú öllu betra líf fyrir
norðan, því óhætt er að segja að hann
átti farsæla ævi á Bægisá þar sem
hann bjó rúma þrjá áratugi, allt til
dauðadags, og vann þar sín mestu
bókmenntaafrek með þýðingum á
Pope, Milton og Klopstock. Jón lýsir
sjálfum sér í fleiri kvæðum enda er
hann persónulegri en gengur og ger-
ist í skáldskap síðari alda. í gaman-
samri Sjálfslýsingu sinni kveðst
hann vera lotinn í herðum og grann-
ur vexti, mjög bólugrafmn, hafa gult
hár og söðulnef, „augun hörð sem
tinna", vera skrafinn og róa ákaflega.
Hins vegar ber að taka slíkar lýsing-
ar með fyrirvara enda er Jón ýkinn í
besta skilningi þess orðs. Lesandinn
veit aldrei hvenær honunt er alvara,
hvenær hann er einlægur eða bara að
skálda. Þetta er ein skemmtilegasta
hliðin á Ijóðagerð Jóns á Bægisá.
Hið persónulega í kvæðum hans er
hluti af leiknum. Það er til dæmis
eins víst að hin ástleitnu ljóð séu öðr-
um þræði ort til að efla orðspor hans
sem kvennamanns fremur en það
sem sé fótur fyrir þeim öllum. Hann
kann öðrum betur þá list að yrkja
hálfkveðnar vísur.
Það er gjarnan rætt um Jón Þor-
láksson sem brautryðjanda eða und-
anfara þeirra skálda sem hófu ís-
lenska Ijóðagerð upp í nýjar hæðir á
19. öld. Menn hafa meðal annars
bent á að Jón endumýi íslenskt
skáldamál með því að taka upp brag-
arhætti og látlausa Ijóðrænu Eddu-
kvæða og hafi þannig haft mikil áhrif
á málbeitingu síðari skálda. Hann
hefur verið kallaður Jóhannes skírari
hinna íslensku endurreisnarskálda,
daufur árroði hins nýja dags í bók-
menntunum og fleira í þeim dúr. Það
er hins vegar mesti óþarfi að skoða
skáldskap Jóns sem aðdraganda að
einhverju betra og fegurra sem sfðar
varð; ljóðagerð hans stendur alveg
fyrir sínu. Jón á Bægisá er ekki höf-
uðskáld en hann syngur með sínu
nefi og rödd hans er eftirminnileg
öllum þeim sem leggja við hlustir.
Höfundur er bókmennta-
fræðingur og skáld
Bókadómur
íslandsbersi í essinu sínu
Ásgeir Jakobsson:
Oskars saga Halldórssonar
Setberg 1994
Oskar Halldórsson virtist ættaður
úr ýkjukenndri skáldsögu og þang-
að rataði hann reyndar um síðir,
þegar Halldór Laxness gerði hann
ódauðlegan sem Islandsbersa í
Guðsgjafarþulu. Hann var litríkasti
athafnamaður íslands á 20. öld: æv-
intýramaður í viðskiptum, stór í öll-
um sniðum, þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi. Hann fór oftar á hausinn
en tölu verður á komið en lagði
aldrei árar í bát; átti frumkvæði að
ýmsum stórmerkum nýjungum í
sjávarútvegi og hafði allajafna
mörg jám í eldinum. Hann var
ósvikinn lffsnautnamaður þegar
matur, vín ,
og ástir voru 0^3.111
Jökulsson
það ódrep- skrifar
andi at- ________________
Síldarspekúlantinn mikli. Hann reykti digra vindla og lagði metnað sinn
í að vera aldrei léttari en 160 kiló. Hann fór einu sinni í megrun - og létt-
ist um 700 grömm.
vildi að íslensk höfn yrði gerð á Jan
Mayen og svona mætti áfram telja.
Sumt gekk upp og annað ekki, ein-
soggengur.
Oskar var óbilandi eldhugi, kyn-
legt sambland af skýjaglópi og
raunsæismanni. Hann var marg-
brotin persóna, „svo margir menn
að svarar til stæðilegs hreppsfe-
lags“, einsog Ásgeir segir.
Það hefur ekki verið áhlaupaverk
að draga efni til sögunnar. Ásgeir
Jakobsson hefur sýnilega víða leit-
að fanga, þótt heimildaskrá vanti
reyndar. Hann vinnur mikið afrek
með því að tvinna saman sundur-
leitar og margvíslegar heimildir,
svo úr verður heilleg og stórfróðleg
bók. Saga Oskars er samofin sögu
íslands á fyrri hluta aldarinnar. Les-
endur verða margs vfsari um þá
allsheijar sókn frá örbirgð til bjarg-
álna sem aldamótakynslóðin blés
til, og hafði í för með sér gagnger-
ustu breytingar hérlendis frá land-
námstíð. Oskar Halldórsson var
einn eftirminnilegasti herforingi
aldamótakynslóðarinnar, stór bæði í
signim sínum og ósigrum.
Ásgeir Jakobsson hefur aldrei
legið á skoðunum sínum og það
gerir hann sannarlega ekki í þessari
bók. Fyrir vikið verður persóna
hans, á stundum að minnsta kosti,
nálægari lesandanum en sjálf sögu-
hetjan. Það er einatt skondið að lesa
hugleiðingar Ásgeirs, sem skjóta
upp kolli fyrirvaralítið. Dæmi;
„Oskar vildi hörkuna sex hjá Sjálf-
stæðisflokknum og skildi ekki að
Sjálfstæðisflokkurinn er lindýr, sem
andar með húðinni, og hefur alltaf
skriðið saman, þólt andstæðingun-
um sýnist hann allur sundur höggv-
inn. Með öðrum orðum, flokkurinn
á sér rætur í mannlegu eðli en ekki
kenningum - og þvi' setur nú ugg að
þeim sjálfstæðismönnum, sem vita í
hverju lífsmáttur flokksins er fólg-
inn. Þann dag, sem sá flokkurfestist
í fræðilegri kenningu, eru dagar
hans taldir."
Eða þessi hugvekja um uppeldis-
mál; „Fólk tekur sér ekki Iengur
orðið „ást" í munn í daglegu tali.
Væntumþykja er stærst orða. Mikið
er langt síðan sést hefur orðið
„móðurást" á prenti, eða hún sé til
Hann var lýstur
gjaldþrota árið
1921, aðeins 28
ára. Ásgeir upplýs-
ir að í búi Óskars
hafi fundist eignir
fyrir 786 krónur og
67 aura - uppí
skuldir sem námu
418.409 krónum og
23 aurum! Og Ás-
geir áætlar að þær
417.622,56 krónur
sem uppá vantaði
jafngildi eitthvað
um 100 milljónum
að núvirði.
umfjöllunar í bamauppeldisÍTæð-
um, sem allir taka þátt í. Kannski er
orðið ekki nefnt af því, að fólk hafi
grun um að í því felist lausnin.
Hvers virði væri þá orðin hin fræði-
lega umræða atvinnufólks í barna-
uppeldi?"
Kannski finnst einhveijum að
þessar vangaveltur eigi ekki heima í
ævisögu útgerðarmanns sem fór úr
þessum heimi fyrir meiren 40 árum.
En einsog þessi tvö dæmi em til
marks um, þá eru fílósófísk innskot
Ásgeirs hressilegt kiydd í sögu sem
enganveginn var bragðdauf fýrir.
Oskar saga Halldórssonar er vel-
heppnað verk og höfundinum til
mikils sóma. Frásögnin ber vott um
innsæi, hispursleysi og þekkingu.
. Oskar Halldórsson var ævintýra-
persóna og ráðgáta - lestur bókar-
innar eykur á ævintýraljómann og
gerir ráðgátuna óleysanlegri. Það
eru góð meðmæli.
hafnasemin sem ævinlega var hans
mesta og dýpsta nautn.
Ég hef stundum furðað mig á þvf,
hversvegna enginn hefur ráðist í að
skrifa sögu Óskars; efniviðurinn er
ærinn og tilefnið ótvírætt ef borið er
saman við meginið af þeim ævisög-
um sem puðrað er á markaðinn ár-
lega. Það er skemmst frá því að
segja að Ásgeir Jakobsson hefur
leyst vandasamt verkefni vel og
skemmtilega af hendi einsog hans
var von og vísa. Óskars saga Hall-
dórssonar er geysilega fróðleg og
tjörleg bók, skrifuð á safaríku og
kjamyrtu máli.
Óskar fæddist 1893 og athafna-
semin var honum í blóð borin.
Komungur hóf hann lifrarbræðslu
og síðan síldarsöltun í stómm stíl.
Hann var lýstur gjaldþrota árið
Óskar Halldórsson og Halldór
Guðjónsson frá Laxnesi á Ráð-
hústorginu í Kaupmannahöfn
1920. Þangað má rekja frásagnir
af íslandsbersa sem ekki komu út
á bók fyrren mörgum áratugum
síðar.
1921, aðeins 28 ára. Ásgeir upplýs-
ir að í búi Óskars hafi fundist eignir
fyrir 786 krónur og 67 aura - uppí
skuldir sem námu 418.409 krónum
og 23 aurum! Og Ásgeir áætlar að
þær 417.622,56 krónur sem uppá
vantaði jafngildi eitthvað um 100
milljónum að núvirði. Flestir ungir
menn hefðu látið sér þetta að kenn-
ingu verða en Óskar var fljótur að
rétta úr kútnum. Margar sögur fara
af þvi' að hann hafi alltaf greitt
skuldir sínar, stundum að vísu ekki
fyrren mörgum áratugum eftir að
þær féllu í formlegan gjalddaga.
Hann var nefnilega ekki í viðskipt-
um til að safna auði: „Til hvers að
græða ef maður hefur ekkert til að
tapa?“ er haft eftir honum. Óskar
var raunverulegt athafnaskáld.
Hann var óravegu frá tjárglæpa-
mönnum nútímans sem skrá eignir
sínar á ættingja, áðuren fyrirtækið
er gert upp, og stinga svo af frá
skuldasúpunni til að stofna nýtt
firma.
Athafnaskáld eiga þetta sameig-
inlegt með skáldum sem fást við
orð: Að skapa. Óskar átti hugmynd-
ina að síldarverksmiðjum ríkisins,
hann var upphafsmaður grálúðu-
veiða, hvatti til uppbyggingar
frystihúsa, útgerðar frá Grænlandi,