Alþýðublaðið - 14.12.1994, Side 5

Alþýðublaðið - 14.12.1994, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 franska forsetaslagnum Fréttaskýring Ný gjöf í Eftir að hafa daðrað við þjóðina látlaust í heilan mánuð með hjálp fjölmiðla og viðtalsbókar og gefið sósfalistum falskar vonir um sigur í komandi forselakosningum, vegna þess að hann var eini hugsanlegi frambjóðandi þeirra, þá hætti Jacques Delors bara við að fara í framboð. Maðurinn sem síðustu vikumar hefur verið að vinna á í vikulegum skoðanakönnunum og verið talinn sig- urstranglegastur Margrét allra líklegra Elísabet frambjóðenda Ólafsdóttir um embættið, hætti bara við. Þetta hafa Frakk--- skrifar frá Paris- heyra fréttirnar af fjarveru Delors. Edouard Balladur varð afar glaður, því þó hann haft ekki ennþá lýst sig frambjóðanda, er fátt sem bendir til að hann muni ekki fara fram. Það eina sem gæti verið óþægilegt fyrir hann, væri að mæta Chirac sem uppistandandi mótherja í síðari um- ferð. Nokkuð sem er alls ekki ólík- legt að muni gerast eins og sakir standa. Þar geta þeir átt eftir að mætast, „gömlu vinirnir" og væntanlega útkljá endanlega deilur, sem hófust eftir sigur hægri manna í þingkosning- unum í fyrra vor og komu Balladurs í forsætisráðuneyt- ið. Eftir að Balladur tók við ar aldrei séð gerast áður. Svona lag- að gerist bara ekki. En það gerðist. Sósíalistar sitja uppi með sárt ennið, næstum búnir að vinna Elysee-höll- ina í sjö ár í viðbót. Frambjóðenda- lausir. I örvæntingarfullri leit. Chirac kætist Eini maðurinn sem gleðst inni- lega er eflaust nafni Delors, Chirac. Á meðan fylgi Delors jókst í augum almennings, jukust líkurnar á því að forsætinu, fóru vinsældir hans hrað- vaxandi og áður en lagt um leið var hann langvinsælasti stjórnmála- maður Frakka. Flokksfélagar þeirra vinanna fóru því fljótlega að ræða að það væri eðlilegt að senda Ball- adur í forsetakosningamar 1995 og ekki leið á löngu áður en öllum þótti það sjálfsagt. Öllurn nema Jacques Chirac. Eða hafði hann ekki „gefið Matignon eftir“ til Baíladur, með því skilyrði að Elysee-höllin kæmi í Bara að plata! Jacques Delors hefði að öllum líkindum getað orðið næsti forseti Frakklands. Hann valdi frekar að sinna fjölskyldunni. Stálin stinn. Gömlu félagarnir Balladur ogl embættið. Jacques Chirac yrði neyddur til að hætta við framboð sitt þegar Edou- ard Balladur væri búinn að lýsa yf- ir sínu framboði, því hann var talinn eina von hægri manna til að sigrast á sósíalistanum Delors. Og til að eining yrði um Balladur í herbúðum hægrimanna varð Chirac að hverfa úr leik. Chirac var hins vegar ekki svo ýkja banginn, jafnvel þótt stöð- ugt virtist halla undan fæti fyrir honum, eftir þann snögga kipp er fylgi hans tók í skoðanakönnunum dagana eftir að hann lýsti því yfir að hann væri forsetaframbjóðandi. Hann er reyndar eini yfirlýsti fram- bjóðandinn til þessa dags, ef frá er talinn öfgasinnaði hægrimaðurinn, Jean-Marie Le Pen. Það sem gerði Chirac sæmilega öruggan með sig, þrátt fyrir andúð flestra flokks- bræðra hans á því að hann væri í framboði, var sú fullvissa hans að Delors myndi aldrei fara fram. Og hvað hafði Chirac blessaður fyrir sér í þvf? Jú, hann sagði - í viðtali við tímaritð Feinmes að Delors myndi aldrei fara í framboð vegna þess að kona hans og dóttir væru á móti því! Það var nefnilega það. - Kannski ekki svo galið hjá Chirac eftir allt saman, í Ijósi þess að Del- ors ætlar ekki í framboð, vegna þess að honum fínnst hann gam- all (69 ára) og langar á eftirlaun og má kannski ímynda sér í framhaldi af því að frúna sé farið að langa til að hafa hann meira heima. Hvað dótturina varðar, hefur því verið haldið fram að framboð föður hennar hefði hindrað pólitískan frama hennar, en Martin Aubry er í dag einn virtasti og vinsælasti sósfalistinn samkvæmt skoðanakönnunum. Chirac er auðvitað ánægður með að geta hreykt sér af spádóms- gáfum sínum, því brotthvarf Delors úr kapphlaupinu, greiðir veginn fyrir hann sjálfan. Félag- ar hans í gauljistaflokknum, RPR, hafa ekki lengur neina ástæðu til að krefjast þess að hann dragi sig til baka í þessu hlaupi, sem Chirac tekur nú þátt í þriðja sinn. Og vonast auðvitað til að vinna, því næst verður það eflaust of seint fyrir hann. Einvígi „gömlu vinanna" En það voru fieiri kátir við að hans hlut? Ekki aldeilis, hélt Ball- adur. Hann hafði nú bara aidrei heyrt annað eins. Auðvitað kæmi ekki til greina að hann færi að láta jafn feitan bita, sem nú var í seiling- arfjarlægð, renna úr höndunum á sér. Síðan hafa þeir félagar varla tal- ast við nema með símbréfaskiptum. Þeir forðast að mæta samtímis á fundi í' flokknum og láta sem þeir sjái ekki hvor annan ef þeir neyðast til að vera sameiginlega viðstaddir opinberar athafnir, eins og stundum getur gerst þegar annar er forsætis- ráðherra og hinn borgarstjóri í Par- ís. Ef þeir standa tveir eftir í síðari umferðinni, mætast stálin stinn. Þótt Balladur yrði nær örugglega sigurvegari, því hann stendur fyrir sameinaðan gaullistaflokk, með mikinn stuðning frá miðju, á meðan Chirac fær þann vafasama heiður að tákna sundrunguna í llokknum. Eins og staðan er bendir fátt til að niðurstaðan verði önnur. Ognanir í fyrri umferðinni eru sárafáar. Gamlir og fylgislitlir midjumenn Það er einskis trúverðugs fram- bjóðanda að vænta úr miðjuflokk- unum. Gömlu kempurnar Raymon- de Barrc og Valery Giscard d’Estaing, sem tóku þátt í slagnum um Elysee-höllina f tveimur síðustu forsetakosningum og töpuðu henni, eru ekki líklegir til að leggja í eina ferðina enn. Báðir eru of gamlir og fylgissnauðir. Eini maðurinn sem hefur lýst yfir áhuga á að leggja í hann fyrir hönd miðjumanna er Charles Millon, en hann nýtur óverulegs stuðnings ef marka má skoðanakannanir. Aðrir kandídatar, eins og áður nefndur Le Pen og um- hverfisverndarsinnarnir, Brice Lal- onde og Antonie Waechter, hvað þá kommúnistinn Robert Hue, eru engin hindrun fyrir gaullistana tvo. Upplausn vinstrimanna Þá eru aðeins sósíalistarnir eftir. Þar ríkja vonbrigði, undrun og upp- lausn. Eitt er víst, að formaðurinn Henry Emmanuelli á eftir að gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir sundrungu og deilur milli ólíkra arma í flokknum, sem hefur tekist að sýnast ótrúlega sameinað- ur á síðustu mánuðum. Enda ekki veitt af eftir slæm áföll í undan- gengnum kosningum - þingkosn- ingum (vor 1993) og Evrópukosn- ingunum (júní 1994). En um hvem getur flokkurinn hugsanlega sam- einast nú þegar Delors er ekki leng- ur með í spilinu? Jacques Delors kom reyndar illa við kvikuna í flokknum með því að segja að ein ástæðan fyrir því að hann færi ekki fram væri að hann myndi skorta pólitískan stuðning. En það varekk- ert annað en dulbúin vantraustsyfir- lýsing á stuðning sósíalista, sem hann grunaði að yrðu langt undan þegar til kastanna kæmi. Þrátt fyrir dulið hik sósíalista að baki Delors, er langt frá því að það liggi í augum uppi hver verður nú fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi llokksins. Enginn virðist lfklegur til að geta skapað þá einingu sem væntanlegt framboð Jacques Delors gerði. Ekki einu sinni vinur hans og stuðnings- maður, Michel Rocard. Til þessi hefur Rocard orðið fyrir of mörgum skakkaföllum á síðustu átján mán- uðurn. Það dugir því ekki að hann styðji svipaðar hugmyndir og Del- ors, hvað þá að hann njóti stuðnings þess síðastnefnda. Hann skortir bæði vinsældir. trúverðugleika og öflugan stuðningshóp úr eigin röð- um. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar eru: Martin Aubry, en hún er bæði talin of ung og hafa of litla reynslu af kosningabaráttu; Jack Lang, sem þrátt fyrir að vera mjög vinsæll meðal yngri kynslóðarinn- ar, vanur fjölmiðlamaður og heitur Mitterand-sinni, er ekki mjög vel liðinn af flokksbræðrum sínum; og Pierre Mauiroy, fyrsti forsætisráð- herra Mitterrands, sem hefur það þó á móti sér að vera í minnihluta gagnvart formanninum. Hvad gerir Tapie? Af þessum þremur, hefur Lang aðeins lýst yfir áhuga á að fara í framboð. Þá er eftir sjálfur formað- urinn, en Henry Emmanuelli neitar því staðfastlega að hafa framboð í huga, segir að sitt hlutverk sé að finna hæfan frambjóðanda sem samstaða verði um. Það er lfka eins gott að honum takist það því allt bendir til að skelfír Sósíalista- flokksins, Bernard Tapie, lýsi yfir framboði á næstu dögum. Hann fer þá fram f nafni Róttæklingaflokks- ins, síns eigin flokks og stelur at- kvæðum frá frambjóðanda sósíal- ista. Emmanuelli er því vandasamt val á höndum ef hann vill fmna sósíalistum frambjóðanda sem get- ur talist hættulegur gaullistunum Jacques Chirac og Edouard Ballad- ur. Það er eins víst það verði eins auðvelt að finna nál í heystakki. Gjafakortin okkar eru tilvalin jólagjöf fyrir alla; pabba, mömmu, ömmu, afa, frænku, frænda og börnin. SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS Sími 622255 Hljómsveitin okkar Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu Ibúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þar til allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrslu 3 árin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. U Sala lausafjármuna, t.d. bíls, og aðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 RfYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐ Kl. 8-16 VIRKA DAGA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.