Alþýðublaðið - 22.12.1994, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.12.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MMDVBLKBIB 20843. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Grynnkað á skuldasúpunni Borgarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja á sérstakt holræsagjald á næsta ári. Flest sveitarfélög á landinu hafa slíkt gjald og hefur það tíðkast um árabil. Þessi nýja gjaldtaka er ekki til komin að ástæðulausu. Fjárhagsstaða borgarinnar er af- ar slæm, mun verri en gert var ráð fyrir í vor þegar kosningam- ar fóm fram. I kosningunum lagði Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á góða fjármálastjóm og ábyrgð í rekstri borgarinnar. Annað hefur komið í ljós. Gagnrýni Reykjavíkurlistans á fjár- hagsstöðu borgarinnar fyrir kosningamar var alltof væg miðað við raunveruleikann eins og hann lítur nú út. Skatttekjur borg- arinnar rétt duga fyrir rekstri, allar framkvæmdir em fyrir láns- fé. Þetta þýðir skuldasöfnun, sem auðvitað er ekkert annað en framvísun á skattahækkanir í framtíðinni. Reykjavíkurborg hefur á síðustu ámm lagt í miklar fram- kvæmdir í holræsamálum. Þessar framkvæmdir vom nauðsyn- legar og em borginni til sóma. Sjálfstæðisflokkurinn má eiga það að fmmkvæði og forysta Reykjavíkurborgar í þessurn efn- um er öðmm sveitarfélögum í landinu til fyrirmyndar. Undan framkvæmdum í holræsamálum varð heldur ekki vikist, því sem útflutningsríki á matvælum verður Island að standast al- þjóðlegar kröfur í þessu efni. Samningurinn um EES gerir mjög skýrar kröfur um hreinsun á skólpi, sem Reykjavíkurborg upp- fyllir þegar framkvæmdum er að fullu lokið. Þetta er mikilsvert, en verður auðvitað að greiða fyrir. Það er alveg ljóst að fjár- hagsstaða borgarinnar krafðist þess að holræsagjaldið yrði lagt á. Annað hefði verið ábyrgðarleysi. Andstaða Sjálfstæðisflokksins við holræsagjaldið verður að flokkast undir ábyrgðarleysi. Málflutningur Ama Sigfússonar í þessu máli hefur verið með þeim hætti að hann ætti að verð- launa með ferð til Færeyja til að skoða þá framtíð sem hann ætl- ar Reykvíkingum. Forstjóri Stjómunarfélagsins aðhyllist þá stjómunarhætti að slá lán fyrir öllum framkvæmdum, jafnt þeim sem þegar er lokið og þeim sem áætlaðar em. Helsta metnaðarmál Áma Sigfússonar virðist það að Reykjavík gefi öðmm sveitarfélögum ekkert eftir í skuldasöfnun og geri helst betur. Ellert B. Schram hitti boltann í mark í leiðara DV á mánudag: „Kjami málsins er sá að Reykvíkingum hefur verið talin trú um að borgin hafi verið vel rekin. Andhverfan er nú að koma í ljós.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ekki í ósvipaðri stöðu og núverandi ríkisstjóm þegar hún tók við völdum. Segja þarf sannleikann um bága íjárhagsstöðu borgarinnar og þá erfíð- leika sem hún á við að etja. Ekki verður haldið áfram á sömu braut skuldasöfnunar og hingað til,. vinda þarf ofan af rekstri borgarinnar og skapa svigrúm til að koma þeim málum í fram- kvæmd sem Reykjavíkurlistinn var kosinn til. Raunsæi er höf- uðdyggð stjómmálamanna og á ekkert skylt við svartsýni. Borgarbúum stoðar lítt að lifa í blekkingum um fjárhagsstöðu borgarinnar og ríkidæmi hennar í samanburði við önnur sveit- arfélög. Borgarstjóra ber að sjálfsögðu að segja sannleikann um þessi efni og hafa forystu um að bregðast við á raunsæjan hátt. Á því kjörtímabili sem nú er að taka enda hefur ríkisstjórnin tekist á við mjög slæma fjárhagsstöðu ríkissjóðs. í heilan áratug hefur ríkið eytt um efni fram og var vandinn orðinn slíkur að ör- lög Færeyja vom ekki fjarri Islendingum. Oft á tíðum virðist baráttan við hallann á fjármálum ríkisins vera barátta við marg- höfða þurs sem rís upp tvíefldur við hvert högg sem honum er reitt. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna virðist nú í sömu stöðu. Sveitarstjómir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og hafa þær flestar gripið til þess ráðs að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. I Reykjavík var útsvarið ekki hækkað, en hol- ræsagjald lagt á. I ljósi fjárhagsstöðunnar var það nauðsynleg og skynsamleg ákvörðun. Gamall og góður stalínisti Ég hef þá kenningu að á þriðja glasi geti sannir Alþýðubandalags- menn ekki stillt sig um að fara að tala um Stalín. Og í veislu um daginn varð ég enn vitni að því að Alþýðu- bandalagsmenn fóru að gleðjast yfir þessum mikla leiðtoga. Það var mik- ið sungið og þegar var tilkynnt að einn forsöngvarinn væri „gamall og góður stalínisti" greip um sig almenn kátína. Þetta var einmitt á þriðja glasinu. Menn hlógu dátt og margir settu upp þennan „hann var nú góður þrátt fyrir allt karlinn”-svip sem ég hef svo oft séð í andlitum Alþýðu- bandalagsfólks. Mér var enginn sérstakur hlátur í hug og þama stóð líka álengdar fólk sem setti hljóðan. Milli horna fóru þöglar augnagotur, mér finnst eins og margir hafi verið að hugsa hið sama: Hvað hefði gerst, segjum til dæmis í veislu hjá Sjálfstæð- isflokknum, ef til- kynnt hefði verið að einn kærkomnasti gesturinn væri „gamall og góður nasisti“? Hefði ekki gripið um sig algjör paníkk? Hefði einhver hlegið góðlát- lega? Auðvitað er ekki hægt að álasa neinum fyrir að hafa viljað auka réttlæti og jöfnuð í heiminum á fyiri hluta aldarinnar. Þetta var náttúrlega frumhugsun margra sem horfðu upp á fátækt og eymd og gengu komm- únismanum á hönd. Mér finnst erfitt að bera ekki ákveðna virðingu fyrir Hendrik Ottóssyni, einum fyrsta ís- lenska kommúnistanum, sem skak- klappaðist milli bryggjanna og fiskreitanna í Reykjavfk og boðaði verkamenn á fund. Af sama toga var hugsun ýmissa nasjónalsósíalista sem héldu í fyrstu að kynþáttaofstæki Hitlers væri bara einhvers konar aukabúgrein, til þess fallin að efla hreyfingu brúnstakka fylgi án þess að mikil alvara lægi að baki. Þetta héldu til dæmis Gregor og Otto Strasser, bræður sem framan af voru helstu bandamenn Hitlers og máttu gjalda fyrir misskilning sinn með lffinu. En kynþáttahatrið var bláköld staðreynd og það langtímamarkmið Hitlers að koma gyðingum fyrir katt- amef; rétt eins og helstu foringjar kommúnista fóru ekki í grafgötur með að nauðsynlegt væri að beita öllum ráðum til að útrýma borgara- stéttinni svo öreigaríkið mætti rísa. Þess utan vom báðar kenningamar jafn vitlausar og fullar af hugsana- villum, jafnt meðvituðum sern ómeðvituðum. Hitler byggði sína kenningu á ritlingum eftir kverúlanta sem hann hafði lesið þegar hann var ungur vanmetinn málari í Vínarborg og bjó á gistiheimili fyrir einhleypa karlmenn. Marx byggði sína kenn- ingu á tölum um lífskjör alþýðufólks á Englandi iðnbyltingarinnar sem hann falsaði purkunarlaust; af þeim dró hann þá ályktun að hinir snauðu yrðu alltaf snauðari og hinir ríku rík- ari og því væri bylting óumflýjanleg söguleg nauðsyn. Þegar tölumar em skoðaðar af samviskusemi fæst þveröfug niðurstaða - hagur verka- manna fór hægt batnandi. Meginatriðið er þó auðvitað að kenningamar vom báðar jafn vondar - hryllilegar, vildi ég segja - að því leytinu að þær fela í sér að manndráp séu forsvaranleg leið að pólitísku takmarki, að einhver hópur manna hafi rétt til að drepa annan hóp manna sem hann álítur að standi sér fyrir þrifum og skapa sér þannig betra lífsrými. Ekki ýkja löngu eftir októberbylt- inguna í Rússlandi mátti öllum hugsandi mönnum vera Ijóst að kommúnisminn var ekki svarið við ójöfnuði og ör- birgð. Rosa Lux- emburg, einn helsti foringi þýskra komm- únista, áttaði sig fijótt á þessu og skrifaði strax 1918: „Lækn- ingin sem þeir Lenín og Trotskí fundu upp, að bæla niður allt lýð- ræði, er verri en meinið sem hún átti að uppræta.“ Gengi kommúnismans féll í þrep- um og í hverju þeirra gengu ein- hverjir af trúnni en alltaf vom þó nógir eftir til að veifa rauðum fánum og sitja sellufundi: Af ógnarstjóm á tíma stríðskommúnismans, sam- yrkjuvæðingu og hungursneyð af manna völdum í Ukraínu bámst nóg- ar fréttir til að hugsandi menn fyllt- ust nagandi efasemdum. Þá þótti franska rithöfundinum André Gide nóg kornið. Fjórði áratugurinn var eins og samfelld hryllingssaga þar sem ber hæst framferði Ráðsstjóm- arinnar í borgarastyrjöldinni á Spáni, Moskvuréttarhöldin miklu með lil- heyrandi morðæði, Finnlandsstríðið og griðasáttmála Hitlers og Stalíns. Það er erfitt að skilja hvernig neinn gat trúað lengur eftir þessa atburða- rás, nema þá af einhverjum örlaga- misskilningi, illkvittni eða hreinni tækifærismennsku. Þama var breska rithöfundinum George Orwell nóg boðið. Aðeins rétti Sovétkommúnisminn við í stríðinu og á Vesturlöndum fékk Stalín meira að segja kært gælu- nafn, Jói frændi. Svo dundi yfir önn- ur röð atburða: Undirferli og yfir- gangur Sovétmanna í Austur-Evr- ópu, leyniræða Khrútsjovs, uppþotin í Berlín 1953, uppreisnin í Ungveija- landi 1956, bygging Berlínarmúrsins 1961. Gátu einhverjir umborið þetta nema örgustu kreddumenn, fífl eða hreinir og klárir glæpamenn? Lokahnykkurinn var svo innrásin í Tékkóslóvakíu 1968. Þá loks þótti Alþýðubandalagsmönnum mælirinn fullur - eða að minnsta kosti nóg til að Þjóðviljinn maldaði ögn í móinn. Fram að því höfðu ekki dugað nema einföldustu svör gegn þessum þunga atburðanna: Eilífar upphróp- anir um Finnagaldur eða Moggalygi eða margþvælt yfirklór um sögulega nauðsyn eða í versta falli í hæsta máta eðlileg mistök, að smá snurða hefði hlaupið á þráðinn í mikilli framrás sögunnar. Meðal Breta sem hafa alltaf verið krítfskir í hugsun, gjamir á að hafa allt á homum sér og lítt gefnir fyrir blindan átrúnað á kenningar var varla til sá menntamaður sem að- hylltist kommúnismann eftir Moskvuréttarhöldin eða Finnlands- stríðið - hvað þá eftir griðasáttmál- ann. Öðru máli gegndi um Frakkland þar sem menntastéttin var klofin í tvær andstæðar fylkingar langleiðina fram eftir öldinni. Önnur fylgdi hin- um sovétsinnaða kommúnistaflokki dyggilega að málum, hin byggði á hugmyndum úr borgaralegri menntahefð. Þegar þetta tvennt mgl- aðist saman varð úr furðulegur óskapnaður og er gleggsta dæmið um það Jean-Paul Sartre, mestur áhrifavaldur í franskri hugsun eftir seinni heimsstyrjöldina. Sartre gerði sig nánast ómarktækan þegar hann reyndi að samsama exístensíalisma sinn sem byggir á fijálsum vilja mannsins við nauðhyggju marxism- ans. Utkoman varð rakalaus þvætt- ingur, eins og Frakkar hafa í óða önn verið að uppgötva hin sjðari ár. Mesti menntamaður íslands, Hall- dór Laxness, fylgdist í eigin persónu með sýndarréttarhöldunum yfir Búk- harín, Rykov, Krestinsky og félög- unt 1938. Allar voru sakargiftimar upplognar. Efst í réttarsalnum þar sem Halldór sat var skyggður gluggi og þar fyrir innan sást stundum síg- arettuglóð sem brá glampa á bólu- grafið andlit og grá úlfsaugu Stalfns. „Hvað hefði gerst, segjum til dæmis í veislu hjá Sjálfstæðis- flokknum, ef tilkynnt hefði verið að einn kærkomnasti gesturinn væri „gamall og góður nasisti"? Hefði ekki gripið um sig algjör paníkk? Hefði einhver hlegið góðlátlega?" Uti í salnum fór hamförum Vyshin- sky saksóknari sem hafði bjargað lífi sínu með því að gerast leiguþý Sta- líns og æpti að sakbomingana ætti að skjóta eins og rakka. Það var ekkert lát á hatursflaumnum: „Alþýðan heimtar aðeins eitt: kremjum þessi skriðdýr undir fótum okkar! A gröf- um þessara viðurstyggilegu svikara munu vaxa þistlar og illgresi. Við munum ryðja þjóð okkar leið yfir óhroða fortíðarinnar og undir forystu hins mikla Stalíns, okkar ástkæra leiðtoga og meistara, munum við ganga áfram og áfram í átt til komm- únismans." Ekki sá Halldór Laxness neina ástæðu til að finna að þessum mál- flutningi. að em ekki ný sannindi að það voru Halldór Laxness og Þór- bergur Þórðarson sem sneru flestum Silfur Egils Dagatal 22. desember Atburðir dagsins 1894 Franski höfuðsmaðurinn Alfred Dreyfus dæmdur fyrir landráð og sendur til Djöflaeyju. 1910 350 breskir námumenn farast í slysi. 1961 Fyrsti bandaríski hermaðurinn fellur í Víetnam. 1989 Nicolae Ceausescu einræðisherra í Rúmeníu og kona hans flýja brennandi forsetahöllina; þarmeð lýkur valdaferli þess al- ræmda skálks. Afmælisbörn dagsins Giacomo Puccini ítalskur ópemtón- smiður, 1858. Lafði Peggy Ashcroft bresk leikkona, 1907. Maurice og Robin Gibb sykursætir breskir poppbræður, kunnir sem Bee Gees. Annálsbrot dagsins Kona gift á Skeiðum austur skaðaði bam sitt 6 vikna gamalt framan á nef- inu og tunguna, líka á andlitið. Fékk þar eftir vitfirring. Varðveiti oss guð frá Satans vélum. Setbergsannáll, 1700. Málsháttur dagsins Þögn er betri en þarflaus ræða. Þakkarskuld dagsins Öll lífrænu kvæðin á skáldið að þakka kynningu sinni af marxisman- um. Ritdómur Kristins E. Andréssonar um ljóða- bókina Rauður loginn brann eftir Stein Steinarr. Framsóknarmenn dagsins Ekki hafa Hofverjar verið spekingar miklir en þó hefir þeim vel flest tek- ist. Vopnfirðinga saga. Ord dagsins Vonin mér í brjósti býr, bezti hjartans auður. Vonin aldreifrú mérflýr, fyrri en ég er dauður. Páll Ólafsson. Skák dagsins ELO-stigin hafa reynst nokkuð vel sem mælikvarði á getu skákmanna. Þau er hinsvegar enginn stóridómur einsog M. Johansson, 2240 stig, sýndi í viðureign við stórmeistarann Wojtkiewicz í Linhamn 1990. Jo- hansson hefur hvítt og beinir spjótum íslendingum til kommúnisma. Bréf til Lám, Atómstöðin og Islands- klukkan urðu pólitískar handbækur- hversu ótrúlegt sem það kann að virðast. Hér á landi vom flestir illa að sér í marxískri teoríu, eða hún beinlínis afbökuð til að hún næði að ríma við rök sjálfstæðisbaráttunnar. Þannig skrifaði Einar Olgeirsson stórein- kennilegt rit, Ættarsamfélag og ríkis- vald í þjóðveldi íslendinga, þar sem hann gerði úr þjóðveldismönnum einhvers konar sambræðing úr fmm- kommúnistum og sjálfstæðishetjum. I Austur-Þýskalandi fékkst bókin ekki gefin út, hreintrúaðir marxistar þar sáu undireins að þetta var argasta villutrú. Móti Halldóri og Þórbergi, stfl- snilld þeirra, andagift og tilfinninga- serni, átti borgaraleg menntahefð lít- ið svar, hér var hún alltaf lítil og lé- leg. Vinstri mönnum varð ekki skotaskuld úr þvf að kveða í kútinn rithöfunda á borð við Guðmund G. Hagalín eða Kristmann Guðmunds- son. Af menntamönnum var það helst Kristján Albertsson sem hélt uppi einhverju andófi. Hann var í tengsl- um við borgaralega menntastrauma sunnan úr Evrópu. Vinstrimenn beittu þeirri aðferð að reyna að gera Kristján hlægilegan sem raunar var frekar auðvelt, því hann átti það til að vera bæði teprulegur og snobbað- ur. Fyrir svona ári skrifaði ég grein sem fjallaði um síðustu kynslóð Islendinga sem lagði átrúnað á sov- étkommúnismann, hóp ungra menntamanna sem fór til náms i austantjaldsríkjum upp úr 1950. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þessir menn hefðu gert sig seka um hvort tveggja hugleysi og hroka. Hugleysi vegna þess að þeir kynntust ömur- legum raunveruleikanum í kommún- istaríkjum en kusu að þegja og hylma yfir með harðstjórum. Hroka vegna þess að þeir trúðu að fólk væri almennt ekki nógu vel gefið eða vel gert til að þola að heyra sannleikann sem þeir höfðu séð með berum aug- um eystra. Seinna frétti ég að einn þessara manna gengi hér um götur, úthúðaði mér og segðist rnundu höfða gegn mér dómsmál nema vegna þess að við ættum einhvetja sameiginlega vini. Satt að segja fannst mér þetta fjári hart fimm ámm eftir fall Berh'n- armúrsins, en bak við hann hafði þessi maður eitt sinn lifað og starfað. Svipaðs eðlis vom viðbrögð við alræmdri grein sem Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði í byrjun þessa árs. Þar varð Jóni á að kalla Halldór Laxness „lofsöngvara sovétsins í aldarfjórðung". Líkt og Hamsun hinn norski hefði hann verið innblás- ið skáld, en þeir báðir „dómgreindar- lausir fáráðlingar í pólitískri hugsun, blindaðir á samtíð sína af banvænni ranghugsjón“. Það greip um sig mikil geðshrær- ing, en aldrei heyrði ég nein rök á móti nema ekki mætti tala illa um gamla menn. að svarta kónginum sem hefst við í skotgröf á g7. Hvað gerir hvítur til þess að vinna lið? 1. Bxg6! hxg6 2. Dxg6+! og Wojtkiewicz þurfti ekki að sjá meira heldur gafst upp. Ella hefði fram- haldið orðið: 2. ... fxgó 3. Rxe6+ (vinnur drottninguna aftur) Kf7 4. Rxd8+ Kg7 5. Re6+ Kf7 6. Hxh8 Kxe6 7. Hxg8 og hvíta staðan er vit- anlega gjömnnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.