Alþýðublaðið - 05.01.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 05.01.1995, Side 7
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Leirlist á Islandi: Þessi listgrein hefur stadið í skugganum — segir Eiríkur Þorláksson sýningarstjóri Leirlistar á Islandi sem opnuð verður að Kjarvalsstöðum á laugardaginn „Þarna eru um 20 sýnendur leir- listar og fyrstu gripirnir eru frá 1930, hógværir byrjunargripir, litlir Verk eftir frumkvöðul leirlistar á ís- landi, Guðmund frá Miðdal. og nettir sem eru í eigu Þjóðntinja- safnsins. Sýningin spannar feril hinna elstu og síðan þeirra sem á eftir koma alveg fram á síðustu ár,“ sagði Einar Þorláksson gestasýning- arstjóri Kjarvalsstaða í samtali við Alþýðublaðið. Eiifkur stjórnar sýningunni Leir- Sýnishorn af verkum Ragnars Kjartanssonar. list á íslandi sem opnuð verður að Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Sýningin er haldin í Vestursal og Miðsal hússins. Eiríkur Þorláksson var spurður uni upphaf leirlistar hér á landi. „Það má segja að hún hefjist árið 1930. Árið áður kom hingað fyrsti leirbrennsluofninn sem Guðmundur Einarsson frá Miðdal lét smíða fyrir sig í Miinchen og kom með hingað uni vorið. Fyrsta brennslan er skráð í nóvember 1929 og 1930 er þetta komið á fullt skrið. Það er því innan við mannsævi frá þvf að leir- brennsla hófst hér á landi. Guð- rnundur var fruntkvöðull leirlistar og Listmunahúsið sent hann rak sína leirmunagerð í var eina fyrir- tækið á þessu sviði um langt árabil. eða allt fram til 1948. Það lærðu hjá honum ýmsir sem síðar áttu eftir að verða gjaldgengir í þessu svo seni Ragnar Kjartansson sem 1948 stofnaði ásamt fleirum leirmuna- gerðina Funa og Gestur og Rúna stofnuðu Laugamesleir. Sonur Guð- Gestur og Rúna létu snemma að sér kveða í leirlist. mundar, Einar, tók við Listmuna- húsinu og rekur það enn,“ sagði Ei- ríkur. -Hefur verið gróska í leirlistinni hérfrá upphafi? , Já, það hefur verið það. Kennsla í leirlist hefst í Myndlista- og hand- íðaskólanum 1969 og þeim fjölgað sem leggja stund á þessa listgrein. Guðmundur frá Miðdal kemur með séríslensk verk inn í þetta og allir þekkja snjótittlingana hans og aðra smáfugla, falleg ker og fleira sem verða hér á sýningunni. Það er svo með Ragnari og Gesti og Rúnu sem nútímalistin kemur inn í þetta sem mótív og viðfangsefni líka. Síðustu áratugina eru mörkin á milli leirlist- ar og höggmyndalistar og raunar málverks líka orðin tiltölulega óljós. Listafólk leitar í allar áttir.“ Vasi eftir Kolbrúnu Kjarval. -Leirlistin er líka nytjalist að hluta? „Jú, það hefur verið svo frá upp- hafi. Guðmundur frá Miðdal sótti um styrk til Alþingis til að koma brennslunni á stað á sfnum tíma og þar var orðið listiðn nokkuð algengt í málflutningi. Þama yrði lista- Kristín ísleifsdóttir gerði þessi verk. mönnum geftnn kostur á að vinna að list sinni og gerð nytjagripa sem síðan hafa orðið algengir. Það hefur alltaf verið hluti af þessu og nokkur dæmi hér af slíkum gripum. Það hefur að vísu lítið varðveist alveg Unnið að uppsetningu sýningarinnar að Kjarvalsstöðum. Styttur eftir Kristjönu Samper. heilt af því sem Guðmundur frá Miðdal gerði, en frá Ragnari Kjart- anssyni og alveg síðan. Á einhverju árabili var togstreita í gangi og þótti ekki eins fínt að gera það sem við köllum nytjagripi og önnur lista- verk. En ég held að það sé alveg horfið og mjög fallegir nytjagripir sem margt leirlistarfólk er að gera enn í dag. Því miður getur þessi sýn- ing ekki tekið til alls þess en þetta er svona sögulegt yfirlit." -Er þetta í fyrsta sinn sem slík sýning er haldin? „Þetta er í fyrsta skipti sem svona stór sýning er haldin. Það voru haldnar sýningar 1979 og 1981 sem hétu Líf í leir og það var leirlistar- fólk sem tók sig til og hélt þær sýn- ingar. Þetta var undirbúningur að stofnun Leirlistarfélagsins sem stofnað var 1981 og starfar eno. En þessi listgrein hefur verið svolítið í skugganum af öðru og til dæmis ekki verið safnað af listasöfnum fram á allra síðustu ár,“ sagði Eirík- ur Þorláksson. Verk eftirtalinna listamanna verða á sýningunni: Borghildur Oskarsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðmundur Ein- arsson, Guðný Magnúsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Helga Jó- hannesdóttir, Jóna Guðvarðar- dóttir, Jónína Guðnadóttir, Kol- brún Björgúlfsdóttir, Kolbrún Kjarval, Kristín Isleifsdóttir, Kristjana Samper, Olöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Ingimund- ardóttir, Ragnar Kjartansson, Rannveig Tryggvadótir, Sigrún Guðjónsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Sýningin Leirlist á Islandi verður opin daglega frá 7. janúar til 5. febrúar klukkan 10 til 18. í Austur- sal verður á laugardaginn opnuð sýning á verkum Kjarvals. A-myndir: E.ÓI. Lesandinn skrifar Osómi Hallgríms Helgasonar - frá Sigfusi Gizurarsyni. Ágæta ritstjóm. Tilefni þessara skrifa minna er að finna í jólablaði Alþýðublaðsins sem út kom þann 23. desember síð- astliðinn. Þar gefur að líta á mið- opnu, Jólasöngbók Alþýðublaðs- ins, einn mesta ósóma sem birst hefur á prenti síðustu ár. Hallgrím- ur Helgason heitir sá sem skrifar, og er það með ólíkindum hvemig hann skrumskælir sígildar íslenskar jólavísur. Nefnum smá dæmi: Fimmtándi var Barnagikkur hann barði hart á dyr: „Mig langaði að hitta ykkur Þó hefði verið fyr.“ Hann elti litlu börnin alla leið heim. Og plaffaði þau niður með pístólum tveim. Og hann heldur áfram við lagið, Krakkar mínir komiði sæl: „Hœttu þessu röfli og gefðu okkur gjöf! Hvað heldurðu að við séum? Andskotans djöf...“ ' °g, „Við skulum koma, þetta er algjörtfól. Fuckyou þarna feiti! Jóla asshole.“ Eins og sjá má er þetta alls ekki slíkum prýðisfjölntiðli, sem Al- þýðublaðið er, til framdráttar að birta slfkt á prenti og síst af öllu daginn fyrir aðfangadag. Eg vona að þetta hafi verið ein- hver mistök sem komi ekki fyrir aftur. Virðingarfyllst, Sigfús Gizurarson, Ægisgmnd 20, Garðabæ. Eftirskrift: Hér um daginn var mér brugðið er ég las leiðara blaðsins sem fjallaði um Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna. Kom þar fram óvægin gagnrýni á persónu hans, og mér fannst sem greinin væri skrifuð af meira kappi en þekkingu á raunverulegum staðreyndum málsins. ,,Þar gefur að líta á mið- opnu, Jólasöngbók Al- þýðublaðsins, einn mesta ósóma sem birst liefur á prenti síðustu ár.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.